Morgunblaðið - 10.04.2003, Síða 24

Morgunblaðið - 10.04.2003, Síða 24
AKUREYRI 24 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ VW Passat árg. ´97 Ekinn 87 þús. km, sjálfsk., vindskeið, dráttarkúla. Lán ca 320 þús. Verð 890 þús. Uppl. í síma 899 1041. Helst ekki skipti. Til sölu VW Passat árg. ´01 Ekinn 31 þús. km, sjálfsk., vindskeið. Lán ca 1.470 þús. Verð 2030 þús. Uppl. í síma 899 1041. Helst ekki skipti. Til sölu SUÐURNES GRINDVÍKINGARNIR sem stóðu sig svo vel í stærðfræðikeppni grunnskólanna á Suðurnesjum vinna á eigin forsendum í stærð- fræðinni í Grunnskóla Grindavíkur og njóta til þess sérstaks stuðnings til að fara fram úr hefðbundinni stærðfræðiáætlun árganganna. Kemur þetta fram í samtali við deildarstjóra í Grunnskóla Grinda- víkur. Eins og fram hefur komið í blaðinu voru nemendur úr Grunn- skóla Grindavíkur áberandi á verð- launaafhendingu stærðfræðikeppn- innar sem Fjölbrautaskóli Suðurnesja hélt fyrir nemendur þriggja efstu bekkja grunnskólanna. Nemendur úr Grindavík sigruðu í tveimur af þremur árgöngum, Sara Sigurðardóttir varð efst nemenda í 8. bekk og Alexander Þórarinsson varð efstur í níunda bekk. Þegar lit- ið er á hóp verðlaunahafa, það er að segja þrjá efstu í hverjum flokki, sést að fimm af þessum níu nem- endum eru úr Grindavík. Þá átti skólinn samtals níu fulltrúa í hópi tíu efstu í þessum þremur bekkjum. „Þetta er náttúrlega frábær ár- angur hjá nemendum okkar í 8.–10. bekk. Við höfum verið að vinna sam- kvæmt aðalnámskrá og þessir krakkar eru að vinna á eigin for- sendum í stærðfræðinni og njóta til þess sérstaks stuðnings til að fara fram úr hefðbundinni stærð- fræðiáætlun árganganna. Þetta væri ekki hægt ef ekki væru sérstakir tímar áætlaðir á þessa krakka sem fara fram úr jafnöldrum sínum. Auk þess er góð samvinna við foreldra og góður stöðugleiki í kennaramálum stór þáttur. Síðast en ekki síst ræðst svona árangur af áhuga, vinnusemi og elju nemendanna sjálfra,“ sagði Pálmi Ingólfsson, deildastjóri í Grunnskóla Grindavíkur. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Átta af þeim níu nemendum Grunnskóla Grindavíkur sem fengu við- urkenningar fyrir góðan árangur í stærðfræðikeppninni. Áhugi, vinnusemi og elja Grindavík ALLIR starfsmenn SBK hf. í Kefla- vík hafa lokið námskeiði í vistakstri. Þá fóru bílstjórar fyrirtækisins á námskeið í Ökuskólanum í Mjódd. Vistakstur stuðlar að því að öku- menn dragi úr losun mengandi efna með því að minnka eldsneytisnotkun. Með vistakstri dregur ökumaðurinn úr álagi á umhverfið og sparar um leið verulegt fé og slit á ökutækinu. Jafnframt minnkar hættan á óhöpp- um og slysum því að vistakstur er tal- inn öruggari. Samkvæmt upplýsing- um Friðriks Árnasonar, markaðsstjóra SBK, minnkar elds- neytisnotkun um 10–12% að meðal- tali með vistakstri. Flestir bílar SBK hf. eru búnir Euro 2 eða Euro 3 og uppfylla því ströngustu mengunarkröfur. Bílstjórar fyrirtækisins fóru einnig á námskeið í Ökuskólanum í Mjódd þar sem farið var yfir þjónustu, fram- komu, snyrtimennsku og almenna fagmennsku bílstjóra. Námskeiðið er liður í því að endurmennta starfsfólk SBK hf. til þess að fyrirtækið geti ávallt boðið viðskiptavinum sínum upp á sem besta þjónustu, að því er fram kemur hjá Friðriki, einnig er námskeiðshaldið þáttur í undirbún- ingi að upptöku gæðakerfis. Sigurður Steindórsson, þjónustustjóri SBK, með skjal sem staðfestir þátt- töku í námskeiði í vistakstri. Með honum á myndinni eru Hrönn Bjargar ökukennari og Sigurður Steinsson, skólastjóri Ökuskólans í Mjódd. Starfsmenn SBK læra vistakstur Keflavík FARÞEGUM í strætisvögnum Reykjanesbæjar hefur fjölgað um- talsvert eftir að bæjarstjórn ákvað að veita þjónustuna gjaldfrjálst til barna og unglinga átján ára og yngri, aldraðra og öryrkja. Sérstaklega hefur orðið fjölgun í vagninum sem ekur Keflavíkur- hringinn á morgnana, ekki síst hjá skólafólki. Í fréttatilkynningu frá Reykjanesbæ kemur fram að SBK hefur þurft að stækka vagninn sem ekur þennan hring. Farþegum fjölgar í strætó Reykjanesbær HLJÓMSVEITIN Ókyrrð kemur fram á tónleikum á Græna hattinum í kvöld, fimmtudagskvöldið 10. apríl, kl. 21. Húsfyllir varð á tónleikum hljómsveitarinnar í lok febrúar síð- astliðins og verða þeir því endur- teknir nú, en ekki er áformað að flytja efni tónleikanna nema í þetta eina sinn. Hljómsveitin flytur 12 ný lög eftir Bjarna Hafþór Helgason en þau eru flest samin við ljóð eftir móð- urbræður hans, Ragnar Inga Aðal- steinsson og Hákon Aðalsteinsson. Ljóðin eru með ýmsum bragarhátt- um, t.d. fornyrðislagi sem afar sjald- gæft er að samin sé tónlist við. Í hljómsveitinni eru Arna Vals- dóttir og Inga Dagný Eydal, söngur, Stefán Ingólfsson, bassi, Karl Pet- ersen, trommur, Ingimar Davíðsson, röddun og ásláttur, Eiríkur Bóasson og Baldvin Ringsetd, gítar, og Bjarni Hafþór Helgason, flygill. Ókyrrð á tónleikum HAGNAÐUR af rekstri Knatt- spyrnufélags Akureyrar, KA, á síðasta ári nam rúmum 7 milljón- um króna fyrir fjármagnsliði og er það verulegur bati frá árinu áður. Að teknu tilliti til fjármagnsliða var hagnaður ársins 800 þúsund krónur. Nettó skuldir félagsins námu 33 milljónum króna í árslok 2002, sem er svipuð fjárhæð í árs- lok 2001. Aðalfundur KA var haldinn í síð- ustu viku og þar var Helga Stein- unn Guðmundsdóttir endurkjörin formaður. Í fréttatilkynningu frá KA kemur fram að félagið hefur í samráði við stjórn ÍBA óskað eftir viðræðum við Akureyrarbæ um hugsanlega aðstoð við það að breyta óhagkvæmum skammtíma- skuldum félagsins í lán til lengri tíma á hagstæðum kjörum. Stefna félagsins er að vinna sig sjálft út úr fjárhagsvandræðum og greiða nið- ur skuldir. Fram kom á aðalfundinum að á árinu 2002 hafi félagsmenn notið ríkulegs „arðs“ í formi gífurlega öflugs starfs yngri flokka en hjá fé- laginu eru um 800 iðkendur 18 ára og yngri. Einnig í góðum árangri meistaraflokka félagsins en þar má nefna Íslandsmeistaratitlil í hand- knattleik karla, 4. sæti í úrvals- deild í knattspyrnu, svo og fjölda Íslandsmeistaratitla í yngri flokk- um karla og kvenna. Aðalfundurinn ályktaði einnig vegna hugmynda um svokallaða Dalsbraut sem liggja myndi framhjá KA-svæðinu og Lundar- skóla. Fundurinn telur að Dals- braut í gegnum Lundahverfi sé af- ar óæskilegur valkostur og leggst eindregið gegn þeirri hugmynd. Auk Helgu Steinunnar voru Árni Jóhannsson, Bjarni Áskels- son, Hallur Stefánsson og Hrefna G. Torfadóttir kjörin í stjórn en auk þess sitja formenn deilda inn- an félagsins í aðalstjórn. Hagnaður af rekstri KA á síðasta ári Félagsmenn nutu ríku- legs „arðs“ á árinu SKÍÐAMÓT Íslands hefst í Hlíð- arfjalli við Akureyri í dag og stend- ur fram á sunnudag. Allt besta skíðafólk landsins, bæði í alpa- greinum og norrænum greinum, hefur boðað komu sína á mótið. Samhliða Skíðamóti Íslands verða haldin tvö alþjóðleg mót (FIS-mót) í stórsvigi og eitt FIS-mót í svigi. Tíðarfarið í vetur hefur sem kunnugt er verið óhagstætt skíða- fólki en þrátt fyrir það hefur lengstum verið hægt að hafa stór- an hluta af skíðasvæðinu í Hlíð- arfalli opinn, segir í fréttatilkynn- ingu frá Skíðafélagi Akureyrar, sem hefur umsjón með mótinu. Undirbúningsnefnd hefur unnið hörðum höndum undanfarnar vikur og ljóst er að í dag verður allt til reiðu þannig að hægt verði að halda glæsilegt mót. Þá hefur starfsfólk skíðastaða lagt á sig mikla vinnu til að búa svæðið sem best úr garði. Mótið hefst kl. 16 í dag með keppni í sprettgöngu en öll keppni í göngu fer fram ofan við svokall- aða Stórhæð, beint upp af göngu- húsinu í Hlíðarfjalli. Mótið verður formlega sett kl. 20 í kvöld í Ketilhúsinu í Listagilinu. Keppni í alpagreinum hefst kl. 9 í fyrramálið með stórsvigi karla og svig kvenna er kl. 10.15. Bæði mót- in gefa jafnframt stig sem alþjóð- leg FIS-mót. Á undanförnum árum hefur jafnan nokkur hópur er- lendra keppenda komið á FIS-mót- in en svo er ekki nú. Keppni í göngu hefst kl. 16 á morgun og verður gengið með frjálsri aðferð. Á laugardaginn er komið að stór- svigi kvenna og svigi karla, sem jafnframt eru FIS-mót, og göngu með hefðbundinni aðferð. Keppni lýkur síðan á sunnudaginn þegar fram fara FIS-mót í stórsvigi hjá bæði körlum og konum og boð- ganga hjá báðum kynjum. Sam- hliða Íslandsmótinu verður keppt í göngu í flokkum 35–49 ára og 50 ára og eldri karla og í kvennaflokki 35 ára og eldri. Allt kapp verður lagt á að koma upplýsingum frá mótinu sem best til skila. Heimasíða Skíðafélags Ak- ureyrar www.skidi.is verður upp- færð stöðugt á meðan keppni stendur þannig að hægt verður að fylgjast með gangi mótsins nánast í „beinni útsendingu.“ Skíðamót Íslands hefst í Hlíðarfjalli í dag Allt besta skíðafólk landsins mætir til leiks Morgunblaðið/Kristján Smári Einarsson, starfsmaður Skíðastaða í Hlíðarfjalli, var að ýta til snjó í gær við rásmarkið í stórsviginu en snjóleysi í fjallinu hefur gert undirbún- ing Skíðamóts Íslands erfiðari en ella. Teppi á stigaganga Ármúla 23, sími 533 5060 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.