Morgunblaðið - 10.04.2003, Síða 8
FRÉTTIR
8 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Kerling vill fá fyrir snúð sinn.
Kynningardagur MBA-námsins
Vel vandað til
frá upphafi
Kynningarfundurum MBA-námið íHáskóla Íslands
verður haldinn í hátíðar-
sal aðalbyggingu Háskóla
Íslands í dag klukkan
8.30 til 10. Fundurinn er
haldinn af MBA-náminu
sem er á vegum við-
skipta- og hagfræðideild-
ar Háskóla Íslands. Run-
ólfur Smári Steinþórsson
er forstöðumaður MBA-
námsins við HÍ og svar-
aði hann nokkrum spurn-
ingum sem fyrir hann
voru lagðar.
– Hvað felst í yfir-
skriftinni, „Kynningar-
fundur MBA-námsins?“
„Háskóli Íslands var
fyrstur skóla hérlendis til
að bjóða upp á MBA-
nám. Það gerðist haustið
2000. Nemendurnir sem hófu
námið hjá okkur voru þeir
fyrstu sem útskrifuðust með
MBA-gráðu frá íslenskum há-
skóla. Þeir voru 45 talsins. Við
viljum segja frá því hvaða þýð-
ingu MBA-námið hefur haft fyr-
ir þessa nemendur. Tveir úr
hópi nemendanna, þau Jónína
A. Sanders MBA, starfsmanna-
stjóri Eimskips, og Gunnar Ár-
mannsson MBA, framkvæmda-
stjóri Læknafélags Íslands,
segja frá reynslu sinni og þeim
ávinningi sem námið hefur fært
þeim. Annar hópurinn í MBA-
náminu í Háskóla Íslands hóf
námið síðastliðið haust. Tveir
MB-nemendur úr þessum hópi,
Eva Magnúsdóttir, kynningar-
fulltrúi hjá Símanum, og Jón
Viðar Matthíasson aðstoðar-
slökkviliðsstjóri, munu segja frá
því hvers vegna þau fóru í
MBA-nám og hvað réði því að
þau völdu Háskóla Íslands.“
– Er kynningarfundurinn eitt-
hvað sem haldið er árlega eða er
um nýja þjónustu að ræða?
„MBA-námið heldur kynning-
arfundi um námið svo oft sem
þurfa þykir. MBA-nám er ný-
lunda á Íslandi og viðskipta- og
hagfræðideild Háskóla Íslands
er í forystu við þróun slíks náms
sem og annars meistaranáms.
Viðskipta- og hagfræðideild hef-
ur staðið fyrir meistaranámi í
Háskóla Íslands í rúman áratug.
Fyrst var boðið upp á MS-nám í
hagfræði. MS-nám í viðskipta-
fræði hóf göngu sína 1997 og
MBA-námið árið 2000. Í fyrra
fór deildin af stað með MA-nám
í mannauðsstjórnun og í haust
byrjar MS-nám í heilsuhag-
fræði. Nokkrir doktorsnemend-
ur eru nú við deildina og unnið
er að þróun doktorsnámsins.
Varðandi MBA-námið skal und-
irstrikað að vel var vandað til
þess í upphafi og skipulagið hef-
ur staðist allar væntingar. Há-
skóli Íslands hefur ekki þurft að
gera breytingar á náminu sem
er í boði. Við þróun námsins
horfðum við til fjölmargra skóla
og við fórum sérstak-
lega yfir þær kröfur
sem AMBA, samtök
sem votta MBA-nám,
gera til MBA-náms.
Námið er hugsað fyr-
ir stjórnendur með
reynslu sem vilja leggja stund á
MBA-nám með vinnu, svokallað
„Executive MBA“.
– Hverjar verða helstu áhersl-
urnar og hvaða spurningum
verður helst leitast við að svara?
„Helstu áherslur í MBA-námi
í Háskóla Íslands hafa legið fyr-
ir frá upphafi námsins. Þær er
að finna á vefsetri námsins,
www.mba.is. Þar segir: „Við-
skipta- og hagfræðideild Há-
skóla Íslands leggur metnað í að
bjóða upp á afbragðsgott og
hagnýtt MBA-nám. Sérstök
áhersla er lögð á að laga námið
að íslenskum aðstæðum, kenn-
arar eru flestir íslenskir og
námið byggist að verulegum
hluta á íslenskum raundæmum.
Námið er jafnframt með alþjóð-
legum blæ þar sem horft er á
Ísland í alþjóðasamhengi og
áhersla er lögð á að fá fram-
úrskarandi gestafyrirlesara er-
lendis frá.“ Á kynningarfundin-
um munu forsvarsmenn
námsins, nemendur og útskrif-
aðir nemendur leitast við að
svara eftirfarandi spurningum:
Hvert er inntak námsins?, hver
er sérstaða þess hér á landi? og
hver er ávinningurinn sem nem-
andi má vænta af náminu? Við
spyrjum einnig; verð-
ur þú í þriðja hópnum
sem byrjar MBA-
námið í Háskóla Ís-
lands haustið 2004?“
– Hvers vegna
standið þið fyrir slíkri
kynningu og hverjum er hún
ætluð?
„Að fara í MBA-nám er mikil
ákvörðun sem nauðsynlegt er að
undirbúa vel. MBA-nám er mikil
fjárfesting. Við höldum þennan
fund fyrir alla þá sem eru að
velta fyrir sér MBA-námi hér á
landi. Áhugasamir eru velkomn-
ir í hátíðarsal Háskóla Íslands.“
Runólfur Smári
Steinþórsson
Runólfur Smári Steinþórsson
er fæddur 17. apríl 1959 í Hafn-
arfirði, en uppvaxtarárin var
hann á Hellu á Rangárvöllum.
Hann lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Laugarvatni
1978 og Cand.oecon-prófi í við-
skiptafræði frá Háskóla Íslands
1986. Lauk MSc-prófi 1990 og
Ph.D prófi 1995 í viðskiptafræði
frá Viðskiptaháskólanum í Kaup-
mannahöfn. Vann mest hjá Eim-
skip á námsárunum, en varð
lektor í stjórnun og stefnumótun
í viðskipta- og hagfræðideild Há-
skóla Íslands 1993 og dósent
1996. Auk kennslu- og rannsókn-
arstarfa hefur Runólfur verið
umsjónarmaður MS-náms við
deildina, formaður vísinda-
nefndar og sinnt ritstjórn-
arstörfum. Er og formaður
stjórnar Viðskiptafræðistofn-
unar og forstöðumaður MBA-
námsins við Háskóla Íslands.
Maki er Þórunn Björg Guð-
mundsdóttir innanhússarkitekt
og fulltrúi. Eiga þau börnin
Helgu Rún, Steinþór, Hrafnhildi
Önnu og Valgeir Stein.
Mikil ákvörð-
un sem nauð-
synlegt er að
undirbúa vel