Morgunblaðið - 10.04.2003, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 10.04.2003, Qupperneq 42
FRÉTTIR 42 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Biskup Íslands auglýsir laust til umsóknar embætti prests í Seltjarnarnesprestakalli Reykjavíkurprófasts- dæmi vestra í 50% starfshlutfalli frá 1. ágúst 2003. Biskup skipar í embætti presta til fimm ára. Óskað er eftir því að umsækjendur geri í umsókn skriflega grein fyrir menntun sinni, starfsferli og öðru því sem þeir óska eftir að taka fram. Umsóknarfrestur rennur út 23. apríl 2003. Umsóknir sendist Biskupi Íslands, Biskups- stofu, Laugavegi 31, 150 Reykjavík. Lögð er sérstök áhersla á hæfni og reynslu á sviði æskulýðsstarfs. Með vísan til jafnréttislaga eru konur, jafnt sem karlar, hvattar til að sækja um ofangreint embætti. Allar nánari upplýsingar um embættið er að finna á vef Þjóðkirkjunnar http://www.kirkjan.is/biskupsstofa og á Biskupsstofu. R A Ð A U G L Ý S I N G A R SUMARHÚS/LÓÐIR Orlofshús/land Félagasamtök óska eftir að kaupa nýtt eða nýlegt orlofshús á Suður- eða Vesturlandi. Æskilegt að rafmagn og hiti sé til staðar. Tilboð skilist inn til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 23. apríl nk., merkt: „1958“. TILKYNNINGAR Mat á umhverfisáhrifum — Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmda Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að eftirtaldar framkvæmdir skuli ekki háðar mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum: Eldi á þorski í sjókvíum innan og utan við Hauganes í Eyjafirði. Allt að 2.000 tonn á ári. Hringvegur, Borgarfjarðarbraut - Brekka, Borgarbyggð. Ákvörðunin liggur frammi hjá Skipulagsstofn- un, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Hana er einnig að finna á heimasíðu Skipulags- stofnunar: www.skipulag.is . Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 8. maí 2003. Skipulagsstofnun. Í Hafnarfirði búa um 21 þúsund manns. Bærinn stendur í fallegu umhverfi hrauns og kletta. Hafnarfjörður hefur þá bæjarsál sem einkennir búsetu við sjó og státar um leið af hagkvæmni stærðarinnar og staðsetningar í jaðri höfuðborgarsvæðisins. Það er gott að búa og starfa í Hafnarfirði. Auglýsing um afgreiðslu bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á skipulagsáætlun Skipulagsstjóri Hafnarfjarðar. Í samræmi við 1. mgr. 25. gr. skipulags- og bygging- arlaga nr. 73/1997, m.s.br., er hér með auglýst af- greiðsla bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á eftirfarandi skipulagsáætlunum: Breyting á deiliskipulagi fyrir „Suðurhöfn“ vegna Ós- eyrarbrautar 10B og 12B í Hafnarfirði. Breytingin var samþykkt á fundi bæjarstjórnar þann 18. febrúar 2003, engar athugasemdir bárust. Auglýsing um gild- istöku deiliskipulagsins verður birt í B-deild Stjórnartíð- inda þann 10. apríl. Breyting á deiliskipulagi fyrir „Kirkjugarðinn í Hafnar- firði“ vegna lóðar fyrir dreifistöð við Kaldárselsveg. Breytingin var samþykkt á fundi bæjarstjórnar þann 21. janúar 2003, engar athugasemdir bárust. Auglýs- ing um gildistöku deiliskipulagsins verður birt í B-deild Stjórnartíðinda þann 10. apríl. Nánari upplýsingar eru veittar á bæjarskipulagi Hafn- arfjarðar á Strandgötu 8-10, 3. hæð, Hafnarfirði. ÝMISLEGT Ekta íkonar? Yuri Bobrov, prófessor við Listaháskólann í St. Pétursborg, metur íkona og ákvarðar upp- runa þeirra og aldur í Morkinskinnu, Hvefisgötu 54, sunnudaginn 13. apríl frá kl. 13.00. Upplýsingar í síma 551 7390 og 562 3390. Stýrihópur verkefnisins Campylo- bacteriosis — faraldsfræði og íhlutandi aðgerðir, sem styrkt var af Rannís, boðar málþing um Campylobacter faraldsfræði og íhlutandi aðgerðir föstudaginn 11. apríl kl. 13:00—16:30 á Hótel Loftleiðum, sal 5. Dagskrá: 13:00 Setning. 13:05 Ávarp: Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra. 13:20 Eggert Gunnarsson, Tilraunastöð H.Í. í meinafræði að Keldum: Útbreiðsla Campylobacter í dýrum. 13:40 Franklín Georgsson, Umhverfisstofnun: Campylobacter í matvælum og áhrif frystingar á fjölda Campylobacter í kjúklingum. 14:00 Hjördís Harðardóttir, sýklafræðideild Landspítala-Háskólasjúkrahúss: Campylobacter-sýkingar í mönnum. 14:20 Kaffi. 14:50 Jarle Reiersen, embætti yfirdýralæknis: Campylobacter í kjúklingum — íhlutandi aðgerðir. 15:10 Sigrún Guðmundsdóttir, Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins: Greining Campylobacter með sameindafræði- legum aðferðum. 15:40 Elín Guðmundsdóttir, Umhverfis- stofnun: Samantekt. 16:00 Umræður. Fundarstjóri: Karl Kristinsson. Allir velkomnir — Ókeypis aðgangur. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 11  1834108  Bk. Landsst. 6003041019 VIII GÞ Í kvöld kl. 20.00 Lofgjörðarsamkoma. Umsjón Fanney Sigurðardóttir og Guðmundur Guðjónsson. Einar Gíslason talar. Allir hjartanlega velkomnir. Fimmtudagur 10. apríl Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, kl. 20:00. Mikill söngur og vitnisburðir. Predikun: Freddy Filmore. Allir eru hjartanlega velkomnir. Dagskráin næstu viku: Föstudagur 11. apríl Opinn AA-fundur kl. 20.00. Mánudagur 7. apríl UNGSAM kl. 19.00. www.samhjalp.is I.O.O.F. 5  1834108  Vk. ÞAÐ ER fremur fátt að frétta af bökkum vatnanna í bili, en þó ber- ast fregnir af „einhverri veiði“ á helstu sjóbirtingsslóðum. Lítið er þó stunduð veiðimennskan á sum- um stöðum, t.d. í Geirlandsá. Morg- unblaðið fregnaði þó af veiðimanni sem fékk fimm bleikjur, 1–2 punda, á aðeins klukkustund í Vífilsstaða- vatni fyrir skömmu. Kom aflinn á svokallaðan blóðorm, sem er rauð púpa með kúluhaus. Stangaveiðifélag Akureyrar Nk. laugardag verður haldinn undirbúningsfundur að stofnun Stangaveiðifélags Akureyrar. Fundurinn verður á Hótel KEA og hefst klukkan 15. Að sögn Ragnars Hólm Ragnarssonar, sem er hvata- maður að fundi þessum, er tilgang- urinn með stofnun félagsins að „efla samkennd meðal veiðimanna á Ak- ureyri, fá þá til að sameina krafta sína í einu stóru félagi, stuðla að auknu félagsstarfi meðal veiði- manna, bæta umgengni við náttúr- una, efla unglingastarf og horfa til þess að taka á leigu veiðisvæði í ná- inni framtíð,“ eins og hann kemst að orði. Fluguhátíð Fluguhátíð verður í versluninni Útivist og veiði í kvöld milli klukk- an 20 og 23. Sams konar hátíð var haldin í versluninni í fyrra, en ætl- unin er að hafa hana árvissa. Bene- dikt Ragnarsson, eigandi Útivistar og veiði, sagði í samtali við Morg- unblaðið að mikil og góð mæting hefði verið í fyrra og stemningin eftir því, enda hefði þá, eins og nú, verið boðið upp á fjölbreytta og spennandi dagskrá. Á hátíðinni í kvöld verða fluguhnýtingar, mynda- sýningar, lifandi tónlist og vöru- kynningar auk þess sem leiðsögu- menn og sölumenn frá Lax-á verði á staðnum til að svara fyrirspurn- um. Stangaveiði- félag Akureyrar að fæðast? Ragnar Johansen, leigutaki Vatnamótanna í Skaftá, er hér með fallegan 75 sentimetra sjóbirting sem hann sleppti skömmu síðar. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.