Morgunblaðið - 14.04.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.04.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MÁNUDAGUR 14. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Víkingarnir fóru létt með þetta. Stofnfundur Vitafélags Íslands Vilja efla þekk- ingu á vitum ÍSLENSKA vitafélagiðverður stofnað á fundií húsakynnum Sigl- ingastofnunar í Vesturvör 2 í Kópavogi laugardaginn 26. apríl nk. og hefst fund- urinn klukkan 14. Einn hvatamanna og í forsvari er Kristján Sveinsson sagnfræðingur og vitasér- fræðingur með meiru og svaraði hann nokkrum spurningum Morgun- blaðsins. – Hvers vegna að stofna Vitafélag Íslands? „Við sem að stofnun fé- lagsins stöndum höfum átt þess kost að kynnast nokkuð vitum og strand- minjum af ýmsu tagi og höfum áhuga á þessum málum og teljum okkur vita að svo sé um fleiri. Félaginu er ætlað að vera vettvangur ein- staklinga, félagasamtaka og stofnana sem vilja sinna viðfangs- efnum á þessu sviði og er að nokkru leyti sniðið eftir erlendum fyrirmyndum, en svona félög eru starfandi í flestum nágrannalönd- um okkar.“ – Hvert verður hlutverk félags- ins? „Það verður fyrst og fremst að efla þekkingu á vitum og strand- minjum og stunda útbreiðslu- og kynningarstarfsemi. Við munum skilgreina ákveðin verkefni til að vinna að hverju sinni og sinna þeim eftir því sem færi gefst. Við ætlum okkur einnig að vinna að því að vitarnir verði aðgengilegri en nú er og að strandminjum verði sýndur tilhlýðilegur sómi. Það vantar alveg áreiðanlega ekki verkefnin því mikið er eftir að skrá og merkja af slíkum minjum víða um land. Við viljum líka stuðla að því að settar verði upp sýningar á vitaminjum og gætum hugsað okkur að standa að útgáfu á ýmiss konar efni um vita og strandmenningu.“ – Áttu von á mörgum félögum á stofnfund? „Ég geri fastlega ráð fyrir því að einhverjir tugir einstaklinga mæti. Annars er alltaf erfitt að segja til um það.“ – Hvað verður á dagskrá fé- lagsins annað en að stofna félagið formlega? „Við munum fjalla nokkuð um stöðu vitanna eins og hún er í dag og gera grein fyrir því hvað við teljum að sé framundan og hvar við álítum að heppilegast sé að bera niður með fyrstu verkefnin. Það eru uppi ákveðnar hugmynd- ir í þeim efnum en best er að bíða fundarins með að skýra frá þeim.“ – Hvers vegna á að vernda vita? „Vitar eru hluti af íslenskri menningarsögu og byggingararf- leifð, nokkuð sérstakur meira að segja. Sérstaðan liggur í hlut- verki bygginganna sem er skýrt afmarkað og þær bera þess merki. Fyrir það eru þær sér- stakar. Íslenskir vitar eru einnig nokkuð sundurleitir. Að hluta til stafar það af því að þeir eru byggðir á alllöngu tímaskeiði þannig að arkítektúrinn er mis- munandi og svo ræður staðsetning þeirra allt- af miklu. Það er til dæmis óhjá- kvæmilegt að viti á láglendi verði nokkuð hár ef gagn á að verða af honum, svo sem Garðskagavitinn og Akranesvitinn en uppi á hól eða háum sjávarbakka dugir lág- reistur viti ágætlega. Einn af formfegurstu vitum landsins, Kirkjuhólsviti á Snæfellsnesi, getur verið dæmi um það. Ég hef verið spurður að því hvers vegna vitarnir séu svona sundurleitir eins og þeir eru. Hví ekki hafi ver- ið gerðar þrjár til fjórar teikning- ar af misjafnlega háum vitum og byggt eftir þeim, en það er vegna þess að vitarnir voru einnig dag- merki og þurftu að vera þannig úr garði gerðir að sjómenn gætu þekkt þá hvern frá öðrum. Um tíma voru nöfn þeirra meira að segja máluð á þá stórum stöfum, en langt er síðan því var hætt. Því má bæta við að íslenskir vitar eru nokkuð sérstakir séðir í alþjóðlegu samhengi. Þeir eru yngri en vitar flestra annarra þjóða og bera ýmis nútímaleg ein- kenni sem vitar annarra þjóða hafa ekki. Íslensku vitarnir eru þannig sérstakt afbrigði af al- þjóðlegu menningarfyrirbæri.“ – Hvað er hægt að gera við gamla vita? „Það er áreiðanlega nokkuð margt. Ef hætt er að nota vita sem stendur nálægt byggð væri sjálfsagt hægt að breyta honum í útsýnisstað, kannski í lítið safn eða jafnvel veitingastað. Eða þá bara láta hann standa, halda hon- um við og hafa til sýnis með ein- hverjum leiðbeiningum á staðn- um. Sumir aflagðir vitar hafa nýst fuglaskoðurum vel, t.d. gömlu vit- arnir á Akranesi og Garðskaga. Gamli Akranesvitinn er gott dæmi um prýðilegt frumkvæði heimamanna, sem hafa gert honum til góða, þannig að þessi bygg- ing frá 1918 er ágæt- lega stæðileg. Á Garð- skaga er byggðasafn skammt frá vitunum tveimur sem þar standa og gestir þar geta notið þess að skoða vitana og gera það óspart. Ég held að það sé kannski mikilvægast að skapa fólki tæki- færi til að skoða vitana betur og nánar en nú er almennt hægt og koma upp upplýsingaskiltum við þá í meira mæli en gert hefur ver- ið.“ Kristján Sveinsson  Kristján Sveinsson er fæddur á Blönduósi 21. apríl 1960. Út- skrifaður stúdent frá Mennta- skólanum í Hamrahlíð, MA í sagnfræði frá Háskóla Íslands og mag.art í sömu grein frá Árósa- háskóla. Kristján hefur starfað lengi sem sagnfræðingur, nú síð- ustu árin hjá Siglingamálastofn- un Íslands m.a. við að rita bók um vita, Vitar á Íslandi, sem út kom haustið 2002. Maki er Anna Þórarinsdóttir löggiltur endur- skoðandi hjá KPMG. Þau eiga tvö börn, Maríu og Eyvind, fædd 1984 og 1986. …svona félög eru starfandi í flestum ná- grannalönd- um okkar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.