Morgunblaðið - 14.04.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 MÁNUDAGUR 14. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga
Aðalfundur KEA verður haldinn í Ketilhúsinu
á Akureyri þriðjudaginn 29. apríl nk.
Auk aðalfundarstarfa verður á fundinum fjallað um
samgöngumál á félagssvæðinu
Dagskrá
18.00 - Þema fundarins - samgöngumál.
1. Bættar samgöngur - sem liður í eflingu byggðar.
2. Vaðlaheiðarjarðgöng - Greið leið ehf.
3. Viðhorf íbúa í Norðausturkjördæmi til úrbóta
í samgöngumálum - niðurstöður könnunar
Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri.
Nánar auglýst síðar
19.15 - Fundargestum boðið upp á léttan kvöldverð
20.00 - Venjuleg aðalfundarstörf samkv.
samþykktum KEA svf.
Stjórn KEA svf.
FYRIRHUGAÐ heiti hins samein-
aða banka er Kaupþing Búnaðar-
banki hf. Skiptihlutfall hefur verið
ákveðið þannig að hluthafar Kaup-
þings banka fá um 51,77% í hinum
sameinaða banka en hluthafar Bún-
aðarbanka Íslands um 48,23%.
Bankinn verður skráður í Kauphöll
Íslands og í Kauphöllinni í Stokk-
hólmi í Svíþjóð (Stockholmsbörsen).
Sameinaður banki muni verða
stærsti banki landsins og leiðandi afl
á nær öllum sviðum íslensks fjár-
málamarkaðar. Kaupþing Búnaðar-
banki hf. verður verðmætasta
skráða fyrirtækið í Kauphöll Íslands
og í hópi 10 stærstu banka á Norð-
urlöndum.
„Með sameiningunni verður til öfl-
ugt fjármálafyrirtæki, banki sem
veita mun alhliða þjónustu á sviði
viðskipta- og fjárfestingarbanka-
þjónustu. Alls mun bankinn reka 36
útibú vítt og breitt um landið sem
koma til með að starfa undir merkj-
um Búnaðarbankans. Áformað er að
efla verulega viðskiptabankastarf-
semi bankans á næstu misserum og
má ætla að umfang þeirrar starfsemi
muni aukast. Hins vegar verður hag-
rætt í þeim hluta rekstursins þar
sem núverandi starfsemi Búnaðar-
banka og Kaupþings banka skarast,“
segir í fréttatilkynningu frá bönkun-
um.
Bæði Búnaðarbani Íslands hf. og
Kaupþing banki hf. eru með starf-
semi í Lúxemborg og er stefnt að því
að sameina þá starfsemi. „Þá gefur
aukinn fjárhagsstyrkur bankans
færi á frekari yfirtökum eða samein-
ingum við banka og fjármálafyrir-
tæki utan Íslands, en stefna Kaup-
þings Búnaðarbanka hf. er að efla
enn frekar starfsemina erlendis og
komast í hóp leiðandi fjárfestingar-
banka á Norðurlöndum.
Við ákvörðun á skiptihlutfalli hef-
ur markaðsverð á hlutabréfum í báð-
um bönkunum verið haft til hliðsjón-
ar auk fjárhagslegrar stöðu, afkomu,
markaðsstöðu og framtíðarhorfa. Þá
hefur verið litið til ársreikninga
bankanna og annarra upplýsinga um
rekstur þeirra og fjárhagsstöðu.
Bankaráð Búnaðarbanka Íslands
hf. og stjórn Kaupþings banka hf.
hafa komist að samkomulagi um eft-
irfarandi skiptihlutfall milli bank-
anna:
Heildarhlutafé í hvorum banka
fyrir sig er metið þannig að hluthaf-
ar í Búnaðarbanka Íslands hf. fá um
48,23% hlutafjár í hinum sameinaða
banka en hluthafar Kaupþings
banka hf. um 51,77%. Hlutafé hins
sameinaða banka verður allt að
4.155.000.000 króna að nafnvirði eða
415.500.000 hlutir. Hluthafar Búnað-
arbanka Íslands munu fá 0,0369863
hluti í Kaupþingi Búnaðarbanka hf.
fyrir hvern hlut sinn í Búnaðarbanka
Íslands hf., eða samtals allt að
200.425.000 hluti í Kaupþingi Bún-
aðarbanka hf.“
Stefnt skal að því að niðurstaða
áreiðanleikakönnunar liggi fyrir eigi
síðar en 28. apríl 2003.
Stærsta skráða félag-
ið í Kauphöll Íslands
SIGURÐUR Einarsson, núverandi stjórnar-
formaður Kaupþings banka, sagði að með
sameiningu Kaupþings banka og Búnaðar-
banka Íslands væri verið að sameina tvo mjög
öfluga banka, sem báðir hefðu leiðandi stöðu á
íslenskum fjármálamarkaði. „Úr verður, að
því er við teljum, mjög öflug fjármálastofnun,
sem á að geta sinnt viðskiptavinum sínum af
ennþá meiri kostgæfni en hvor banki fyrir sig
hefur getað hingað til. Gæði þjónustunnar
verða meiri og hugsanlega verður hún á sam-
keppnishæfara verði en hingað til. Jafnframt
teljum við að þessi sameining geri bankann
betur í stakk búinn til að hasla sér völl annars
staðar en á Íslandi,“ sagði Sigurður, „en sam-
einaður banki er nú þegar með starfsemi í níu
löndum.“
Hjörleifur Jakobsson, formaður bankaráðs
Búnaðarbanka og verðandi varaformaður
stjórnar sameinaðs banka, lýsti yfir ánægju
sinni með sameininguna. „Við lítum svo á að
framundan sé mjög skemmtilegur tími fyrir
hinn sameinaða banka, til að þróa starfsemina
frekar á erlendri grund og á Íslandi. Við telj-
um að það verði fullt verkefni fyrir stjórn-
arformanninn, Sigurð Einarsson, að leiða þá
vinnu,“ sagði Hjörleifur.
Jákvæð áhrif á lánshæfismat
Sigurður sagði að sameiningin krefðist sam-
þykkis Fjármálaeftirlitsins, sem þegar hefði
verið upplýst um gang mála. „Jafnframt er
ljóst að Samkeppnisstofnun mun fara yfir mál-
ið, en hún hefur einnig verið upplýst um gang
mála,“ sagði hann.
Spurður um hver áhrif sameiningarinnar
gætu orðið á lánshæfismat Búnaðarbankans
segist Hjörleifur telja að þau verði engin til
skamms tíma. „Við teljum hins vegar að þau
verði jákvæð, þegar litið er til lengri tíma.“
Sólon R. Sigurðsson, bankastjóri Búnaðar-
banka, segir að Moody’s matsfyrirtækið hafi
nýlokið við að bæta lánshæfismat Búnaðar-
bankans. „Fyrirtækið vissi þá að þessi sam-
runi stæði fyrir dyrum og hækkaði matið fyrir
skammtímaskuldbindingar.“
Aðspurður segist Sigurður Einarsson ekki
eiga von á að starfsemi Kaupþings í Svíþjóð
taki breytingum við sameininguna. „Auðvitað
eflir þetta starfsemina í Svíþjóð, til lengri
tíma, og gerir okkur kleift að taka enn frekari
þátt í samrunum og breytingum á norrænum
fjármálamarkaði.“
Sigurður segir að mikil vinna sé fyrir hönd-
um. „Þar þarf meðal annars að skilgreina
starfsemina og skipta verkefnum milli
manna,“ segir hann. Hjörleifur segir að ákveð-
ið hafi verið að skipa sérstaka samrunanefnd,
skipaða þremur fulltrúum úr hvorum banka.
„Við stefnum að því að fyrsti starfsdagur sam-
einaðs banka verði 30. maí. Menn munu nota
tímann þangað til vel, til að undirbúa bankann
sem best undir framtíðina.“
Samlegðaráhrif þar
sem starfsemin skarast
Sólon segir að viðskiptavinir Búnaðarbank-
ans eigi ekki að finna fyrir sameiningunni.
„Nema þá helst þannig að þeir verði varir við
enn betri þjónustu en áður.“
Að sögn Hjörleifs verða mestu samlegð-
aráhrif sameiningarinnar á þeim sviðum sem
starfsemi bankanna skarast. Búnaðarbankinn
reki fjárfestingabankasvið, sem skarist við
starfsemi Kaupþings, auk þess sem báðir
bankar hafi starfsemi í Lúxemborg. Hann
segir að ekki sé hægt að segja fyrir um hversu
mörg störf muni skerðast við sameininguna.
Betur í stakk
búinn til að hasla
sér völl erlendis
Morgunblaðið/Kristinn.
Stjórnendur Búnaðarbanka og Kaupþings kynntu samrunann á blaðamannafundi í fyrradag.
F.v. Sólon R. Sigurðsson, verðandi forstjóri sameinaðs banka, Sigurður Einarsson, sem verður
stjórnarformaður, Hjörleifur Jakobsson, sem verður varaformaður stjórnar, og Hreiðar Már
Sigurðsson, verðandi forstjóri sameinaða bankans.
Bankaráð Búnaðarbanka Íslands hf. og stjórn Kaup-
þings banka hf. hafa samþykkt að leggja til við hlut-
hafafundi bankanna að þeir verði sameinaðir.
!
"
!
!
#
$
%
&
'(')
*
+
(
,
%
-
!
../0
1.1/
2233
2031
40&005
26&705
607.7
86712
367.7
/6146
/8266
/88002
//106
4121
6311
6688
14&805
/8&605
/.763
/84880
22278
46.0
/1/.6
671.71
HINN sameinaði banki verður
verðmætasta fyrirtækið sem skráð
er í Kauphöll Íslands og með meira
eigið fé en nokkurt annað skráð
fyrirtæki í Kauphöllinni.
Samanlagt markaðsverðmæti
bankanna er 61,7 milljarðar
króna miðað við lokaverð í við-
skiptum með hlutabréf 28. mars
2003.
Samanlagt eigið fé bankanna
miðað við síðustu áramót er 33,5
milljarðar króna og heildareignir
um 434 milljarðar króna.
Samtals skiluðu bankarnir tæp-
lega 5,4 milljarða króna hagnaði
á síðasta ári og var arðsemi eigin
fjár 24,3%.
Samtals námu hreinar rekstr-
artekjur bankanna rúmum 21,4
milljörðum króna.
Markaðs-
verðmæti 61,7
milljarðar
BANKARÁÐ Búnaðarbanka Íslands
hf. og stjórn Kaupþings banka hf.
segja í sameiginlegri yfirlýsingu, að
sameining bankanna muni auka arð-
semi fyrir hluthafa og tryggja við-
skiptavinum enn betri og víðtækari
þjónustu. „Sameinaður banki getur
náð aukinni hagkvæmni í rekstri og
rekstrartengdum fjárfestingum,
dregið úr fjármagnskostnaði og nýtt
sér hagkvæmni stærðarinnar á
margvíslegan annan máta. Samein-
aður banki getur enn fremur veitt
fjölbreyttum hópi viðskiptavina sinna
alþjóðlega samkeppnishæfar lausnir
á öllum sviðum fjármálaþjónustu.
Samkeppni í bankaþjónustu fer
síharðnandi. Sameining Búnaðar-
banka Íslands hf. og Kaupþings
banka hf. er rökrétt framhaldi af
þeim samrunum og umbreytingum
sem átt hafa sér stað á íslenskum sem
og erlendum fjármálamörkuðum á
undanförnum árum. Stækkun og al-
þjóðavæðing fyrirtækja kallar á
stærri og öflugri banka sem veitt
geta sérhæfðari þjónustu og heild-
stæðari lausnir. Með sameiningu
Búnaðarbanka Íslands hf. og Kaup-
þings banka hf. er verið að svara slíku
kalli.
Sameinaður banki mun enn fremur
verða betur í stakk búinn til að laða
að og halda í hæfa starfsmenn og
byggja þannig upp trausta liðsheild,
sem er forsenda góðrar afkomu og
árangurs. Hjá bönkunum starfar nú
öflugur hópur sérfræðinga, sem eru í
fremstu röð, bæði hér á landi og er-
lendis. Með aukinni stærð skapast
frekari tækifæri fyrir starfsmenn
sameinaðs banka til að nýta enn frek-
ar sérfræðiþekkingu sína, viðskipta-
vinum til hagsbóta.“
Meiri hagkvæmni
í rekstri bankans