Morgunblaðið - 14.04.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.04.2003, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 14. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FYRIR 20 árum var það samdóma álit ríkisvaldsins og bænda eða landeigenda að nauðsynlegt væri að koma á hreint hvar eignarmörk landa lægju við brún há- lendisins. Óvissa var um eignarrétt, hvað á ríkið, sveitarfélög eða einstaklingar? Mikilli undirbúningsvinnu fulltrúa bænda og ríkisvaldsins lauk á síðasta áratug og var samkomulag um stefnuna. Bún- aðarþing og fleiri aðilar fjölluðu um málið og voru því sammála. Núverandi ríkisstjórn ákvað að ljúka þessu máli og leggja línur til framtíðar. Niðurstaðan varð að leggja fyrir Alþingi frumvarp þar sem komist var að sam- komulagi um að þjóðlendan, það land sem enginn gæti sannað eignarrétt sinn á, væri eign ríkisins og væri í umsjá forsæt- isráðuneytisins. Þá var samhliða ákveðið að flytja frumvarp sem stækkaði sveit- arfélögin til jökla. Það var gert til þess að tryggja að landeigendur og bændur færu með þann rétt sem þeir hafa haft á af- réttum landsins í þúsund ár og að allt land heyrði undir sveitarfélög. Þessi frumvörp fengu misjafnar viðtökur í þinginu, þjóð- lendumálið fékk nánast enga umræðu og var samþykkt með öllum atkvæðum. Aft- ur á móti blossuðu upp gamlar deilur vegna stækkunar sveitarfélaga og þess afnotaréttar sem bændum var tryggður að afréttunum. Þar fóru fremstir í flokki þá úrskurði, ekk lýst eignarmörk fögnuðum við stj auðvitað ekki sís urstaðan var me ákváðu hins veg nokkrum atriðum nógu skýr. Það o og mörgum öðru taldi einnig miki ákveðin atriði til framtíðar. Hann islögmann og vit um mikilvægi þe fengju ekki lögg Þessi ákvörðun v með málið fyrir kynnti það í ríkis þar tvisvar eða þ Framsóknarf setja löggjöf sem hreint og tryggð lýstum eignarré þingmenn Samfylkingarinnar og vinstri manna. Niðurstaðan varð sú að þessi lög- gjöf var samþykkt, þjóðlendan með öllum greiddum atkvæðum og stækkun sveitar- félaganna með atkvæðum framsóknar- og sjálfstæðismanna gegn atkvæðum vinstri manna. Fjármálaráðherra, sem fer með fram- kvæmd þessarar löggjafar, skipaði kröfu- gerðarhóp eða þjóðlendunefnd, sem skyldi draga línurnar milli eignarjarða og þjóðlendunnar. Mjög mörgum brá við er nefndin skilaði sinni fyrstu tillögu í Árnes- þingi þar sem í mörgum tilfellum var dregin lína um eignarjarðir landeigenda. Þar töldum við ekki unnið eftir þeim markmiðum er lögin settu. Forsætisráð- herra skipaði hins vegar óbyggðanefndina sem jafnframt hóf sína rannsóknarvinnu og störf af krafti, þó að það drægist nokk- uð að úrskurður hennar kæmi til fram- kvæmda. Þegar fyrstu úrskurðir í Árnes- sýslu féllu þá voru menn nokkuð sáttir við Þjóðlendumálið Eftir Guðna Ágústsson „Við framsóknarmenn sjáum ástæðu til þess að vera að ta arland af bændum landsins, þ stætt stefnu og skoðunum ok gegnum tíðina.“ Á SÍÐUSTU árum, í stjórnartíð Fram- sóknar- og Sjálfstæðisflokks, hefur at- vinnulíf á Íslandi eflst til muna. Skatt- hlutfall hefur lækkað hjá hinum almenna skattgreiðanda og á sama tíma hefur skattgreiðendum fjölgað. Lækkun skatt- hlutfalls hefur leitt til aukinnar atvinnu- þátttöku og því stuðlað að eflingu at- vinnulífsins. Afleiðingin er aukinn hag- vöxtur, ný störf og stórbætt lífskjör í landinu. Framsóknarfólk telur svigrúm hafa skapast til að styrkja velferðarkerfið enn frekar sem og að jafna lífskjör. Með þeim stóriðjuframkvæmdum og virkj- unum sem ráðist hefur verið í gerir Framsóknarflokkurinn ráð fyrir að í lok næsta kjörtímabils verði ávinningurinn af framkvæmdunum milli 20 og 25 milljarða króna. Þennan ávinning leggur Fram- sóknarflokkurinn til að færa skuli þegn- um þjóðarinnar m.a. með eftirfarandi hætti: 1) Lækka tekjuskattsprósentuna í það sem hún var þegar staðgreiðslukerfið var tekið upp, í 35,2%, eða um 3,35%. Þessar aðgerðir verða gerðar í tengslum við gerð kjarasamninga þar sem áhersla verður lögð á hækkun lægstu launa. 2) Ótekjutengdar barnabætur verða greiddar með öllum börnum til 16 ára aldurs og verða þær 36.500 krónur og tvöföld sú upphæð fram að 7 ára aldri, ingu 9,3% hærri mánuði. Virðisaukask Kostnaður við verið reiknaður þeim útreikning arðar krónur. E kjörtímabilinu t urinn að næsta s sónuafsláttinn, e því í 16 milljörðu urinn vill einnig niður virðisauka hefur verið gert af því verið góð. Framsóknarflok hægt að hækka ilanna og þá sér eins og sjá má a Þar sést að ráðs hækka mest hlu skyldufólki og þ in. þ.e. 73.000 krónur. 3) Hækka frítekjumark barnabóta. Skoðum tölulegar staðreyndir miðað við forsendur 1 og 2. Stórauknar ráðstöfunartekjur Einstaklingur/Einstætt foreldri – Einstaklingur með 100.000 króna mánaðarlaun hefur til ráðstöfunar í dag 85.817 krónur á mánuði. Miðað við breyt- ingartillögur Framsóknarflokksins væri hann með 89.033 krónur, eða 3,7% hærri ráðstöfunartekjur á mánuði. Ef ein- staklingurinn þénar 200.000 krónur á mánuði fengi hann 4,4% hærri ráðstöf- unartekjur á mánuði. – Einstætt foreldri með 100.000 króna mánaðarlaun, með barn yngra en 7 ára, hefur í ráðstöfunartekjur í dag 101.717 krónur á mánuði en eftir breytingar 110.599 krónur, eða 9,2% hærri ráðstöf- unartekjur. Ef einstaklingurinn þénar 200.000 krónur á mánuði hefur hann eftir breytingu 7,9% hærri ráðstöfunartekjur á mánuði. Hjón – Hjón með 3 börn, 2 yngri en 7 ára og eitt milli 7 og 16 ára, sem þéna samtals 200.000 krónur á mánuði hafa til ráðstöf- unar í dag 200.020 krónur en eftir breyt- ingar 221.625 krónur, eða 10,8% hærri ráðstöfunartekjur á mánuði. Ef sömu hjón þéna samtals 400.000 krónur á mán- uði hafa þau til ráðstöfunar eftir breyt- Hvað þýðir skattastefna Eftir Birnu Margréti Olgeirsdóttur EINN helsti talsmaður Samfylking- arinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, lét þau orð falla á svokölluðu Vorþingi þeirra fylkingarmanna að eitt af hennar fyrstu verkum í ríkisstjórn yrði að taka Ísland út af lista sem hún kallaði lista hinna stað- föstu. Það sem felst meðal annars í því að eiga sæti á umræddum lista er skuldbind- ing um að taka þátt í uppbyggingunni í Írak að stríði að loknu. Er það einna þýð- ingarmesta atriðið gagnvart Íslandi sem ákveðið hefur að verja 300 milljónum í uppbyggingarstarfið. Ekki er óraunhæft að ætla og sjálfsagt vona flestir að þegar ríkisstjórn verður mynduð í vor verði átökum í Írak að fullu lokið. Ný rík- isstjórn myndi gera sig að viðundri í sam- félagi þjóðanna með því að fylgja tillögu talsmannsins. Sú var tíð að íslenskir kratar tóku ábyrga afstöðu í alþjóða- og öryggis- málum. Nú er arfleifð Gylfa Þ. og Emils komin í hendur herstöðvaandstæðinga, en nýi talsmaðurinn kemur einmitt úr þeirra segja, boðlegt tæ á 21. öldinni.“ Þe mæli. Það hlýtur að þessi talsmað undir neinum kr hernaðaraðgerði að geta stutt her stutt aðgerðir til illræmdasta harð ur milljónir man Hvenær getur h getur ekki stutt vopna hættulega ur undir höndum dæmis töldu vop röðum. Hið sama má raunar um formann flokksins og formann þingflokksins. For- ingjar krata voru í eina tíð eindregnir stuðningsmenn vestrænnar samvinnu á sviði öryggismála og hafði sá stuðningur mikið um það að segja að öryggi Íslands var tryggt á vályndum tímum með aðild að NATO og varnarsamningi við Banda- ríkin. Nú er öldin önnur og aðrir vindar blása meðal íslenskra krata. Í Kastljósi Ríkissjónvarpsins á dög- unum opinberaðist afstaða talsmannsins til öryggismála þegar hann sagði í um- ræðum um Íraksmálið að ,,stríð er ekki eitthvað sem að er, hvað eigum við að Viljum við ábyrgðarla Eftir Ingva Hrafn Óskarsson „Sú var tíð að íslenskir kratar ábyrga afstöðu í alþjóða- og ö málum og studdu vestræna s en nú er arfleifð Gylfa Þ. og Em in í hendur herstöðvaandstæð SAMEINING BANKA Samningar um sameiningu Bún-aðarbanka Íslands og Kaup-þings banka, sem undirritaðir voru sl. laugardag koma í sjálfu sér ekki á óvart, þótt hitt hafi kannski komið mönnum í opna skjöldu hversu hratt var gengið til verks, eftir að S-hópurinn svonefndi náði samning- um um kaup á verulegum hluta hluta- fjár í Búnaðarbankanum. Með sameiningu þessara tveggja banka er verið að sameina viðskipta- banka og fjárfestingarbanka. Fyrir- myndin að því er að sjálfsögðu sam- eining Íslandsbanka og FBA fyrir nokkrum árum. Sú sameining hefur skilað góðum árangri og þess vegna kannski ekki við öðru að búast en áherzla yrði lögð á sameiningu þeirra tveggja banka, sem nú er um að ræða. Vöxtur Kaupþings banka hefur verið mjög ör og margir hafa sett spurningamerki við svo skjótan vöxt. En eins og Morgunblaðið hefur áður bent á hlýtur sú staðreynd að vega þungt í slíkum umræðum, að Kaup- þing banki fór í gegnum nákvæma skoðun sænska fjármálaeftirlitsins fyrir nokkrum mánuðum og fékk í kjölfar þess heimild til að festa kaup á sænskum banka. Ganga má út frá því sem vísu, að eitthvað verði um uppsagnir vegna sameiningar bankanna tveggja. Bún- aðarbankinn hefur byggt upp um- fangsmikla fjárfestingarbankastarf- semi og þess vegna má gera ráð fyrir, að á því sviði gefist tækifæri til hag- ræðingar í sameinuðum banka. Að öðru leyti má gera ráð fyrir að kostir sameiningar skili sér á öðrum svið- um, svo sem í hagstæðari lánakjörum hins sameinaða banka, sparnaði í tölvukerfum o.s.frv. Gera má ráð fyrir, að töluverðar umræður verði um frekari samein- ingar í bankakerfinu í framhaldi af því samkomulagi, sem undirritað var sl. laugardag. Þar blasir við spurning um sameiningu Landsbanka og Ís- landsbanka eða einhvers konar að- koma sparisjóðanna að frekari end- urskipulagningu fjármálakerfisins. Þegar hér er komið sögu vakna ýmsar spurningar um þróun mála. Er það heppilegt fyrir íslenzkt þjóðfélag að hér verði einungis tveir bankar svo og allmargir sparisjóðir? Svarið við þeirri spurningu er ekki alveg einfalt. Annars vegar er hægt að færa rök að því að með enn frekari sameiningu sé hægt að ná fram enn meiri sparnaði í rekstri fjármálakerf- isins. Sá sparnaður yrði þá að vera meira en orðin tóm gagnvart við- skiptavinum bankanna. Hann yrði að vera áþreifanlegur. Hins vegar má spyrja hvort það sé heppilegt fyrir fyrirtæki og einstak- linga að eiga ekki nema tveggja kosta völ fyrir utan sparisjóðina. Margir munu áreiðanlega telja hættu á að lít- ið verði um raunverulega samkeppni á milli tveggja stórra eininga. Á hinn bóginn er á það að líta að nú orðið eru stórar einingar í þessu fámenna sam- félagi yfirleitt ekki nema tvær til þrjár og kannski ekki við því að búast að slíkt fámenni, sem hér er standi undir fleiri einingum í fjármálakerf- inu. Það eru m.ö.o. bæði kostir og gallar við frekari sameiningu. Því miður virðist þess ekki að vænta, að erlendir bankar verði val- kostur í þessum efnum nema fyrir stærri fyrirtæki, þannig að sam- keppnin úr þeirri átt verður alltaf takmörkuð. Gera má ráð fyrir, að samkeppnis- yfirvöld muni hafa ýmislegt við hugs- anlega sameiningu Íslandsbanka og Landsbanka að athuga og þá ekki sízt vegna yfirburðastöðu þessara tveggja banka í gjaldeyrisviðskiptum þjóðarinnar. VINSTRI STJÓRN? Niðurstöður í skoðanakönnun Fé-lagsvísindastofnunar, sem Morgunblaðið birti sl. laugardag svo og í skoðanakönnun Gallup, sem RÚV skýrði frá í gær, gefa til kynna að stjórnarflokkarnir tveir, Sjálf- stæðisflokkur og Framsóknarflokk- ur, gætu tapað meirihluta sínum á Alþingi í þingkosningunum 10. maí nk. Í umræðum forystumanna stjórn- málaflokkanna í Kastljósi Ríkissjón- varpsins í gærkvöldi lýsti Davíð Oddsson forsætisráðherra þeirri skoðun sinni, að færu kosningarnar á þennan veg lægi beint við að mynduð yrði ríkisstjórn Sam- fylkingar, Vinstri grænna og Frjáls- lynda flokksins. Undir þetta sjón- armið Davíðs Oddssonar tók Steingrímur J. Sigfússon mjög eindregið, Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir virtist vilja halda fleiri mögu- leikum opnum, en Halldór Ásgríms- son tók af skarið að því er Framsóknarflokkinn varðaði og sagði að yrðu úrslit kosninganna með þessum hætti yrði Framsókn- arflokkurinn ekki aðili að ríkis- stjórn. Þetta eru athyglisverðar umræð- ur en auðvitað er það viðhorf, sem fram kom hjá forystumönnum rík- isstjórnarinnar rétt; það væri rök- rétt niðurstaða af kosningaúrslitum af þessu tagi, að mynduð yrði þriggja flokka stjórn Samfylkingar, Vinstri grænna og Frjálslyndra. Innan þessara þriggja flokka mundi verða sterk krafa um að þeir tækju höndum saman. Þá væri kom- in upp mjög svipuð staða og sumarið 1971, þegar þáverandi Viðreisnar- stjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks missti meirihluta sinn á Al- þingi. Í kjölfarið var mynduð vinstri stjórn þriggja flokka. Hún hrökkl- aðist að vísu frá tæpum þremur ár- um síðar og skildi eftir sig óðaverð- bólgu, sem tók tvo áratugi að kveða í kútinn og utanríkis- og öryggismál þjóðarinnar í algeru uppnámi. Með því að stefna landsmálum í þann farveg væri þjóðin augljóslega að taka mikla áhættu, þótt aðstæður séu aðrar nú en þá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.