Morgunblaðið - 14.04.2003, Page 17

Morgunblaðið - 14.04.2003, Page 17
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. APRÍL 2003 17 Í FORSÆTISRÁÐHERRATÍÐ Davíðs Oddssonar hafa tveir ógeð- felldir eiginleikar náð að skjóta rótum og blómstra í stjórnkerfi landsins. Ríkisstjórnarflokkarnir núverandi stjórna í skjóli svokall- aðra pólitískra ákvarðana sem þarf víst hvorki að rökstyðja né rétt- læta. Stjórnunarhættirnir sem notaðir eru til að þvinga fram vilja Sjálfstæðisflokksins og einkavina þeirra eða vilja Framsóknarflokks- ins og framagosa þeirra eru eink- um tvenns konar. Annars vegar stjórna þeir með hrokafullu vald- boði og hins vegar láta þeir hálf- kveðnar vísur liggja í loftinu og gæðingarnir sem botna þær rétt fá sérstaka fyrirgreiðslu að launum. Það kunna allir fyrripartinn í þess- um hálfkveðnu vísum en seinni- parturinn er alltaf kveðinn í hálf- um hljóðum og aldrei færður til bókar. Hálfkveðnu vísurnar snúast um það að hygla þeim sem eru í réttu liði en halda hinum niðri. Þessi aðferðafræði gefur sér það að þeir sem ekki eru í rétta liðinu séu í vitlausu liði jafnvel þótt þeir kannist sjálfir ekki við að vera í neinu liði. Af tvennu illu er hroka- fullt valdboðið skömminni skárra en hálfkveðnu vísurnar. Hrokafullt valdboð fer ekki fram hjá neinum og ef kjósendum blöskrar það geta þeir hafnað þeim mönnum og flokkum sem hafa orðið valdhroka að bráð. En hálfkveðnu vísurnar eru aldrei botnaðar og þess vegna er ekki nokkur leið að hafa þær eftir eða festa á þeim hendur á annan hátt. Forsætisráðherravísurnar Það gerðist á dögunum að for- sætisráðherraefni Samfylkingar- innar, Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir, botnaði nokkrar hálfkveðnar forsætisráðherravísur uppí Borg- arfirði. Og forsætisráðherrann tjúllaðist. Botnarnir voru ekki réttir sagði hann og svo fór hann með nokkra hálfkveðna botna máli sínu til sönnunar. Hálfkveðnu botnana hafði forsætisráðherrann eftir fyrrverandi einkavini sínum sem aðspurður sagðist hafa kveðið þá í hálfkæringi. Þar með var mál- ið afgreitt út úr umræðunni af þeirra hálfu og fjölmiðlamenn, stjórnmálamenn og sérfræðingar þóttust ekki geta fjallað frekar um það á opinberum vettvangi. Vís- urnar voru eftir sem áður hálf- kveðnar því botnarnir þeirra for- sætisráðherra enduðu allir í hálfkæringi. Það segir sitt um van- þroska þjóðfélagsumræðunnar hér á landi að forsætisráðherranum skuli með dylgjum einum saman takast að kæfa tímabæra umræðu um þjóðfélagsmein í fæðingu. Ég er ekki sérlega seig í því að botna hálfkveðnar vísur en einhvern veg- inn finnst mér að sú staðreynd að forsætisráðherra landsins skuli taka lélegan brandara um mútur alvarlega sanni nákvæmlega það sem Ingibjörg Sólrún sagði í Borg- arnesræðunni, „að afskiptasemi stjórnmálamanna af fyrirtækjum landsins sé ein aðalmeinsemd ís- lensks efnahags- og atvinnulífs“. Forsætisráðherra sem þykir það líklegt að ákveðnir íslenskir at- hafnamenn vilji bera á sig fé hlýt- ur að hafa alveg sérstaka hug- mynd um valdsvið sitt og verksvið. Kveðinn í kútinn Ræðan sem forsætisráð- herraefni Samfylkingarinnar hélt á flokksstjórnarfundinum í Borgar- nesi markaði tímamót á forsætis- ráðherraferli Davíðs Oddssonar. Það sem Ingibjörg Sólrún sagði um meint hagsmunatengsl stjórn- málamanna við fjársterka einstak- linga og fyrirtæki voru auðvitað engin tíðindi í sjálfu sér. Tíðindin fólust í því að málsmetandi stjórn- málamaður skildi voga sér að segja það upphátt sem almenn- ingur og fjölmiðlar höfðu fram að þeim tíma aðeins þorað að ýja að. Þessi vasklega framganga for- sætisráðherraefnisins varð síðan til þess að einhverjum innanbaugs- manni tókst að hleypa í sig nægum kjarki til að leka fundargerð Baugsstjórnarinnar í Fréttablaðið. En eins og alþjóð veit var það frá- sögn Fréttablaðsins af bókunum í fundargerðum Baugs sem olli hinu undarlega uppnámi í huga for- sætisráðherrans. Þrátt fyrir að Davíð Oddssyni hafi með þessu nýjasta smásagnasafni sínu tekist að drepa málinu á dreif ætla ég rétt að vona að fleiri íslenskir stjórnmálamenn sýni það hugrekki að draga fram í dagsljósið þótt ekki væri nema brot af þeim vafa- sömu undirmálssamningum sem gerðir hafa verið í tíð þessarar rík- isstjórnar. Málefnaleg gagnrýni Ingibjargar Sólrúnar á það stjórnarfar sem hefur verið að festa sig í sessi hér á landi í for- sætisráðherratíð Davíðs Oddsson- ar fór að sjálfsögðu fyrir brjóstið á sjálfstæðismönnum og framsókn- armönnum. Þeir treystu því nefni- lega að hálfkveðnu vísurnar væru nógu óræðar til að þær yrðu aldrei botnaðar. En sem betur fer eru til hraustir stjórnmálamenn og kjarkmiklar konur sem þora að kveða kallinn í kútinn og draugana niður. Botninn uppí Borgarfirði Eftir Lindu Vilhjálmsdóttur Höfundur er rithöfundur. „Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir botn- aði nokkrar hálfkveðnar forsætisráðherravísur uppí Borgarfirði.“ ÞANNIG spyr Ólafur Örn Arnar- son læknir í grein í Morgunblaðinu 2. apríl sl. Tilefnið er nýútkomin skýrsla velferðarnefndar ASÍ „Vel- ferð fyrir alla“. Svarið við þessari spurningu er einfalt, NEI. Með spurningunni er Ólafur að gefa til kynna að með framsetningu skýrslunnar sé ASÍ að leggja blessun sína yfir það sem ekki er fjallað um, þ.á.m. biðlista eftir innlögnum inn á spítala. Þessi nálgun Ólafs verður að teljast hæpin og mjög villandi. Kafl- inn um heilbrigðismál í skýrslunni tekur fyrst og fremst á heildarstefn- unni fyrir heilbrigðiskerfið en ekki á einstökum vandamálum. Ólafur furðar sig á því að ekki sé gert ráð fyrir að tillögur í heilbrigð- ismálum leiði til aukins kostnaðar. Það er mikilvægt að hafa í huga að kostnaðarútreikningar sem gerðir hafa verið snúa eingöngu að þeim breytingum sem tillögurnar taka til. En hvernig getur það verið að svo umfangsmikil breyting sem upptaka valfrjáls tilvísunarkerfis leiði ekki til aukins kostnaðar fyrir ríkið? Í fyrsta lagi telur nefndin að með öflugri heilsugæslu þar sem boðið er upp á fjölbreytt framboð af þjónustu megi spara verulega fjármuni þegar til lengri tíma er litið. Í annan stað gerir efling heilsugæslunnar mögulegt að koma á skýrri verkaskiptingu í heil- brigðiskerfinu milli t.d. sérgreina- lækna, heilsugæslu og sjúkrahúsa. Takist að efla heilsugæsluna og skerpa verkaskiptinguna í heilbrigð- iskerfinu, skapast forsendur til að draga úr þeim mikla kostnaðarauka sem verið hefur m.a. vegna sér- greinalækna. Samkvæmt nýjustu upplýsingum hefur kostnaður við að leita til sérfræðings hækkað um 83% frá 1997. Og ef horft er til tímabilsins frá febrúar 2001 til febrúar 2002 hef- ur kostnaðurinn við að leita til sér- fræðings hækkað um 44,2%. Þá ligg- ur fyrir að stór hluti aukinna útgjalda til heilbrigðiskerfisins á síð- ustu árum hefur runnið til sérfræði- lækna án þess að þjónustan eða gæði hennar hafi vaxið með sambæri- legum hætti. Öflug heilsugæsla opnar aukna möguleika fyrir stjórnvöld á betri verkaskiptingu innan heilbrigðis- kerfisins sem skapar ný tækifæri til að nýta fjölbreyttari rekstrarform sem ætti að leiða til betri og ódýrari þjónustu. Velferðarnefnd ASÍ leggur áherslu á að bregðast við þeirri sjálf- virku útgjaldaaukningu sem verið hefur í heilbrigðiskerfinu síðustu ár, annars muni það leiða til aukinnar gjaldtöku í framtíðinni. Það er skoð- un nefndarinnar að takmörk séu fyr- ir hvað fólk sættir sig við að greiða háa skatta til að viðhalda velferðar- kerfinu og því sé það skylda bæði stjórnvalda og almannaheilla sam- taka að leita sífellt nýrra leiða til að nýta sem best þá fjármuni sem eru til ráðstöfunar. Það er einnig mikilvægt að þeir sem starfa við velferðarkerfið komi að þeirri vinnu. Það verður t.d erfitt að ná nauðsynlegum umbótum á nú- verandi heilbrigðiskerfi ef læknar eða aðrir hópar í heilbrigðiskerfinu ákveða að standa vörð um ríkjandi ástand og berjast gegn hagræðingu í kerfinu og bættri þjónustu. Velferð- arnefnd ASÍ hefur ekki að markmiði að efna til ófriðar við lækna. Þvert á móti hefur hún beinlínis óskað eftir samstarfi við þá og leitað eftir þeirra viðhorfum og ráðum. Það er umhugsunarvert ef staðan er orðin þannig að þeir sem bera ábyrgð á framkvæmdinni t.d. í heil- brigðiskerfinu og greiða allan kostn- aðinn séu komnir í þá stöðu að þeir geti ekki komið fram með eðlilegar breytingar vegna andstöðu þeirra sem starfa við daglega umsýslu þess. Sú spurning hlýtur óneitanlega að vakna hvort þeir sem verja núver- andi kerfi og hafna nauðsynlegum umræðum um breytingar séu endi- lega að verja hagsmuni þeirra sem eiga njóta þjónustunnar. Það er álit velferðarnefndar ASÍ að verði ekkert að gert muni það leiða til en frekari útgjalda í heil- brigðiskerfinu sem mætt verður með frekari gjaldtöku. Aukin gjaldtaka mun verða til þess að aðgangur að heilbrigðiskerfinu muni í auknu mæli ráðast af efnahag fólks. Slíkt gengur gegn grundvallarstefnu ASÍ um jafnan aðgang allra án tillits til efna- hags. ASÍ hefur með framlagningu skýrslunnar lagt fram heildstæðar tillögur og óskað eftir samstarfi við sem flesta til að þróa þær tillögur sem þar eru framsettar, útfæra og koma þeim í framkvæmd. Gott vel- ferðarkerfi er einhver besta fjárfest- ing sem þjóðfélagið á kost á. Við telj- um mikilvægt að koma á mál- efnalegri samræðu milli þeirra sem njóta þjónustunnar og þeirra sem veita hana og velferðarnefndin er tilbúin til viðræðna við t.d. lækna hvenær sem er. Er ASÍ ánægt með biðlista eftir innlögn á spítala? Eftir Þorbjörn Guðmundsson „Gott vel- ferðarkerfi er einhver besta fjár- festing sem þjóðfélagið á kost á.“ Höfundur er formaður velferðar- nefndar ASÍ. Mörkinni 3, sími 588 0640. Opið mán-fös kl.11-18 - lau kl. 11-15 Brúðkaupsgjafir Br úð ar gj af al is ta r Teppi á stigaganga Ármúla 23, sími 533 5060

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.