Morgunblaðið - 14.04.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.04.2003, Blaðsíða 21
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. APRÍL 2003 21 Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, OLGA GÍSLADÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi, þriðjudaginn 8. apríl. Útförin fer fram frá Digraneskirkju þriðjudaginn 15. apríl kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á sjóð til styrktar hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Grétar Kristjánsson, Hildur Jóhannsdóttir, Álfheiður Sigurðardóttir, Már Þorvaldsson, Gísli Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRA BÖÐVARSDÓTTIR, Leifsgötu 6, sem lést laugardaginn 5. apríl, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 15. apríl kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Blindrafélagið í Hamrahlíð. Böðvar Páll Ásgeirsson, Greta María Sigurðardóttir, Jakobína Ásgeirsdóttir Adams, James W. Adams barnabörn og langömmubörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, STEINÞÓR GUÐMUNDUR HALLDÓRSSON, Langholtsvegi 4, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Áskirkju þriðjudaginn 15. apríl kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Lilja Bára Steinþórsdóttir, Kristinn Gunnarsson, Guðrún Steinþórsdóttir Kroknes, Ásvaldur Jónatansson, Ágústa Steinþórsdóttir Kroknes, Ágúst Rafn Kristjánsson, Benedikt Steinþórsson Kroknes, Jóhanna Árnadóttir, Ásgerður Helga Kroknes, Sigurður Enoksson, barnabörn, barnabarnabarn og systkini. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HRUNDAR KRISTJÁNSDÓTTUR. Þuríður Jóna Schiöth, Reynir Schiöth, Einar Tryggvi Thorlacius, Ragnheiður Gunnbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengamóðir, amma og langamma RANNVEIG G. HAFBER lést á hjúkrunarheimilinu Eir aðfaranótt 12. apríl. Jarðarför auglýst síðar. Helga Hafberg, Friðfinnur Ágústsson Eysteinn Hafberg, Elín Ó Hafberg Ingibjörg Ólína Hafberg Gunnlaugur Þorsteinnsson og fjölskyldur stað í hjarta mínu. Ég kveð þig með söknuði. Þín Margrét. Ég er ekki enn búin að fatta að amma sé dáin, hún skipaði svo stór- an sess í mínu lífi. Tilhugsunin um að fara ekki til hennar í kaffi og spjall er ótrúleg. Ég hef mikið verið hjá henni í gegnum árin og við átt góðar stundir saman. Hún stóð allt- af við bakið á manni og var alltaf til í að aðstoða mig, sérstaklega að styðja mig í skólagöngunni. Hún vildi að fólk menntaði sig. Við syst- ur eigum margar og góðar minn- ingar um ömmu og afa, öll sumrin uppi í sumó og allar stundirnar í Hjálmholtinu. Ég kveð ömmu mína með söknuði og ég vona að hún viti hvað hún var mér mikils virði. Guð blessi þig. Gyða Einarsdóttir. „Hann var höfðingi mikill“ er gjarnan haft að orði í fornum sög- um þegar bera þarf lof á menn. Einhvern veginn leita þau orð á hugann þegar ég minnist Mar- grétar Eggertsdóttur söngkonu, því hún var einn sá mesti höfðingi sem ég hef kynnst. Öllum þeim sem inn fyrir hennar dyr rötuðu var tekið með kostum og kynjum – og ómældum mat og drykk, skipti þar ekki máli hvort um var að ræða hóp af menntaskólakrökkum, sem þeir Valur og Eggert drógu með sér heim, eða tignari gesti. Enginn fór svangur frá Margréti, enda var hún landsfrægur meistarakokkur. Og andlega fóðrið var heldur ekki skorið við nögl enda hafði Margrét gaman af því að ræða við fólk á öll- um aldri. Og það var gaman að ræða við Möggu því hún var vel les- in og kunni að segja frá. Auk þess var hún mikill húmoristi og ef því var að skipta gat hún beitt íróníu af mikilli snilld. Margrét var amma elsta sonar míns, Jökuls Valssonar. Við bjugg- um í tvö ár í kjallaranum hjá þeim Páli í Hjálmholtinu og kepptust þau bæði um að dekra við okkur á alla lund. Ef Margrét frétti af gestum hjá mér byrjaði hún að baka og man ég eftir einum leshring þar sem mættar voru ellefu konur og á borðum voru ellefu tertur „að of- an“. Páll var alltaf að færa okkur alls kyns „dót og drasl“ eins og hann kallaði aðföng þau sem hann kom með úr matvörubúðunum til að létta undir heimilishaldið. Stundum saman sat Margrét með sonarson- inn í fanginu, las fyrir hann eða ræddi við hann á heimspekilegum nótum um lífið og tilveruna. Hann býr að því hafa átt svona ömmu „af gamla skólanum“, sem alltaf gaf sér tíma til að spjalla við hann og segja honum sögur þótt hún ætti oft ann- ríkt í því starfi sem hún sinnti heiman frá sér og fólst meðal ann- ars í að ráðleggja öðrum um val á tónlist við jarðarfarir. Eins og eðli- legt er þá leiddi það starf hennar einnig oft til þess að hún var í hlut- verki sálusorgarans og því erfiða hlutverki sinnti hún einnig af alúð og skilningi. Margréti kallaði ég tengdamóður mína lengi eftir að „formlegu“ hlut- verki hennar þar að lútandi lauk, enda kom hún alltaf fram við mig eins og tengdadóttur. Öll börnin mín kalla hana „ömmu Möggu“ enda náði hjartahlýja hennar út yf- ir mægðir og skyldleika. Blessuð sé minning hennar. Soffía Auður Birgisdóttir. Elskuleg föðursystir okkar Mar- grét Eggertsdóttir er látin eftir erf- ið veikindi. Okkur langar til að kveðja þig með nokkrum orðum. Minningarnar streyma fram og er þar af mörgu að taka, alltaf var gaman að koma til ykkar Palla og strákanna. Minnisstæð eru jólaboðin á ykkar fallega heimili í Hjálmholtinu. Eins var alltaf gaman að koma til ykkar í sumarbústaðinn. Við þökkum þér fyrir alla þá hlýju og vináttu sem þú veittir okk- ur og ekki eru nema fjórir mánuðir liðnir síðan þú hjálpaðir okkur systkinunum við andlát og útför föður okkar. Elsku Palli minn, Einar Óli, Egg- ert og Valur og fjölskyldur. Inni- legar samúðarkveðjur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Halldóra (Gógó), Guðbjörg (Didda) og fjölskyldur. Kveðja frá Söng- skólanum í Reykjavík Það voraði snemma árið sem ég kynntist Margréti Eggertsdóttur. Hún var glæsileg kona, með fal- lega, mjúka, dökka söngrödd sem minnti á Kathleen Ferrier. Sá sem þetta ritar ungur söngvari nýkom- inn úr námi, og hafði enn ekki náð áttum í tónlistarlífi borgarinnar. Margrét átti stóran kunningja- og vinahóp enda óvenju mikill gest- gjafi, orðheppin og skemmtileg, kunni ógrynni af sögum, minnug á atburði úr listalífi borgarinnar og kunni að segja frá. Hún hafði næmt eyra fyrir tón- list, var tónelsk og bar ótakmark- aða virðingu fyrir því sem hún tók sér fyrir hendur hverju sinni. Tón- listarstjórn og kórsöngur var henn- ar líf í meira en 20 ár þar sem hún var í forsvari fyrir jarðarfarasöng, skapaði góðan hóp traustra söng- manna- og kvenna, sem gekk undir nafninu „Ljóðakórinn“. Við stofnun Söngskólans í Reykjavík tók hún sæti í stjórn skólans og gegndi þar skyldum í 27 ár, eða þar til hún óskaði eftir að fá að þjóna skólanum utan stjórnar- setu. Hún var skólanum ómetanleg- ur styrkur, miðlaði af visku sinni, rökhugsun og hyggjuviti, bæði hvað varðaði veraldlega hluti svo sem húsnæði, og aðrar fjárfestingar sem og uppbyggingu Söngskólans sem menntaseturs. Á þessum vordögum eignaðist ég traustan vin í Margréti sem æ síð- an var stór þáttur í lífi mínu. Vin sem tók þátt í stefnumótun, und- irbúningi og ævintýraferð sem tók 33 ár og aldrei dró ský fyrir sólu. Vináttusól Margrétar Eggerts- dóttur mun um ókomna tíð veita mér hvatningu og hlýju, og birtu inn í starf okkar við Söngskólann í Reykjavík. Garðar Cortes. Nú er hún Margrét Eggerts- dóttir dáin, besta vinkona hennar mömmu, og það varð aðeins dagur á milli fráfalls þeirra. Magga Egg- erts, eins og mamma kallaði hana alltaf, og Páll Þorsteinsson, Palli, hafa verið svo stór hluti af lífi okk- ar litlu fjölskyldu. Þegar mamma var þrítug einstæð móðir, með mig nokkurra mánaða gamlan, fór hún norður til vinkonu sinnar í vist, en þegar á reyndi voru aðstæður þannig að hún gat ekki dvalið þar. Í vandræðum sínum hringir hún í Möggu vinkonu sína og skýrir henni frá aðstæðum sínum. Magga var ekkert að tvínóna við hlutina og sagði við mömmu: Þú kemur bara og verður hjá okkur, og varð dvölin hjá þeim hjónum heilt ár. Svona var Magga, öðlingur heim að sækja og naut hún dyggs stuðn- ings Palla, sem alltaf var boðinn og búinn að hjálpa þrátt fyrir mikla vinnu og erfiða. Margrét bjó fjöl- skyldu sinni hlýlegt og yndislegt heimili, sem ætíð var gaman að heimsækja. Þar var allt svo fallegt og vel valið saman. Þá var Margrét einstök í framreiðslu á mat og meðlæti með kaffi, allt svo gott og vel útilátið. Þá voru hannyrðir ekki vandamál hjá henni og þegar við Þórdís kona mín eignuðumst okkar fyrsta barn, saumaði Magga svo fallegt klæði á vögguna, sem notað hefur verið einnig fyrir seinni börnin okkar. Á síðasta ári fluttu þau hjón í nýja, mjög skemmtilega og fallega íbúð í Mánatúni, þar sem staðsetning og fyrirkomulag hentaði mjög vel og Magga var mjög ánægð með, en fékk allt of stutt að njóta. Ég á svo góðar minningar frá barnsárunum í heimsóknum til Möggu og Palla með henni móður minni, þær náðu svo vel saman og höfðu svo skemmtilegan og líkan húmor að til urðu skemmtilegar stundir. Mér og eiginkonu minni er efst í huga, á þessari stundu, þakk- læti fyrir að fá að kynnast og eiga samleið með henni Margréti og biðjum við algóðan Guð að styrkja Pál, syni þeirra og alla fjölskylduna við fráfall hennar. Sverrir Guðmundsson. Fallin er frá kær vinkona og sannur vinur, Margrét Eggerts- dóttir. Hún var stórbrotin og stór- huga kona. Mér finnst einkar sárt að fá ekki að njóta samvista hennar hér lengur, en Guð ræður. Ég efa ekki, að ég tali fyrir munn margra en það voru ófáir sem leituðu til hennar og nutu góðrar aðstoðar og skemmtilegra stunda. Þar kom enginn að luktum dyrum, öllum var tekið með opnum örmum og átti Páll eiginmaður hennar sinn þátt í því. Fjölskylda Margrétar var henni afar hjartfólgin og hefur hún nú misst mikið en minningarnar sefa sorgina. Ég vil votta eigin- manni hennar, sonum og fjölskyld- unni allri mína dýpstu samúð. Að leiðarlokum kveð ég elskulega vin- konu með virðingu og þökk fyrir allt. Þitt hjarta geymdi gullið dýra og sanna, að gleðja og hjálpa stærst þín unun var. Því hlaust þú hylli Guðs og góðra manna, og göfugt líf þitt fagran ávöxt bar. Ég blessa nafn þitt blítt í sál mér geymi, og bæn til Guðs mín hjartans kveðja er: Hann leiði þig í ljóssins friðar-heimi, svo lífið eilíft brosi móti þér. (Ingibj. Sig.) Hulda Haraldsdóttir. Það er fjórði apríl. Í síðustu viku yljaði vorsólin okkur hér í Stokk- hólmi og vorblómin stungu upp kollinum. Náttúran var að vakna til lífs eftir langan vetur. Í dag er hann skollinn á með byl og snjón- um kyngir niður. Stóra björkin fyrir framan gluggann minn er alþakin jólasnjó. Ég hugsa til baka um það bil þrjá- tíu ár þegar ég kom fyrst inn á heimili Margrétar Eggertsdóttur söngkonu og Páls Þorsteinssonar múrarameistara. Þá var líka snjór úti. Mér var kalt á tánum enda kínaskórnir frekar lítil hlíf í vetr- arslabbinu. Ég man eftir ylnum við ofninn í eldhúsinu, heitu súkku- laðinu, hlaðborðinu, en best man ég þó eftir ylnum sem streymdi frá þessari stórbrotnu konu og bræddi bæði tærnar og töffarann. Margrét var tryggur vinur og afskaplega ör- lát. Hún var höfðingi sem hélt heimili með mikilli reisn, ekki bara fyrir sitt fólk heldur heila herdeild af vinum sínum og vinum sona hennar. Sjálfur fékk ég vænan skerf af örlæti hennar, hlýju og vin- áttu. Fyrir það verð ég ævinlega þakklátur. En það voru ekki bara vinir hennar og vandamenn sem nutu höfðingsskaparinns, heldur allir sem á vegi hennar urðu. Um ára bil sá hún um að skipuleggja útfararsöng og liðsinna syrgjendum en þáði lengst af enga greiðslu fyr- ir. Mér eru í fersku minni enda- lausu símtölin hennar við aðstand- endur sem leituðu til hennar vegna útfararsöngs. Aldrei hafði hún brjóst í sér til að slíta samtali við fólk sem þurfti að fá að tala út um söknuð, sorg og einsemd, eða eins og oft var, að rifja upp heil ævi- skeið. Á heimili Margrétar var allt- af gestkvæmt. Þær eru ógleyman- legar senurnar, sögurnar og hláturrokurnar þegar þær sátu saman í eldhúsinu stöllurnar Mar- grét Eggertsdóttir, Guðrún Á. Sím- onar, Þuríður Pálsdóttir og hinar óperuprímadonnurnar. Það er mið- ur að missa af því þegar þær Mar- grét og Guðrún Á. Símonar hittast aftur í morgunmessunni og taka við söngstjórninni hjá heilögum Pétri. Gott að eiga Margréti að þeim megin. Ég sé hana fyrir mér stand- andi í Gullna hliðinu í öllu sínu veldi. Bak við pilsfaldinn stendur gráhærður skeggjaður maður með stóran lykil í beltinu og horfir spurnaraugum upp til hennar. Heyrðu, Pétur minn, þetta er hann Geiri, við sleppum honum inn er það ekki, kallinn minn. Ég samhryggist Páli og sonum þeirra Margrétar, vinum mínum þeim Vali og Eggerti, elsta syn- inum honum Einari og öllum barna- börnunum. Ég fylgdist með því úr fjarlægð héðan frá Svíþjóð hve vel þið studduð Margréti í veikindum hennar. Það er auðvelt að gefa til baka þegar maður hefur fengið mikið. Örlætið og hlýjan er hennar stærsti arfur. Ásgeir Rúnar Helgason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.