Morgunblaðið - 14.04.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.04.2003, Blaðsíða 24
ÁHRIF lyfja og lyfjaþróunar á heil- brigðismál voru í brennidepli á mál- þingi um heilsuhagfræði sem haldin var í Salnum í Kópavogi í fyrir stuttu. Meginmarkmiðið var að fá víðtæka umræðu um þróun heil- brigðismála á Íslandi, skoða erlend- an samanburð og sjá málin í víðara samhengi en hingað til hefur verið gert, að sögn Guðrúnar Högnadótt- ur, meðeiganda hjá ráðgjafafyrir- tækinu IMG Deloitte, en það stóð að málþinginu. Meðal fyrirlesara voru Axel Hall, sérfræðingur frá Hagfræðistofnun HÍ, og kom fram í máli hans að við ákvarðanatöku í heilbrigðiskerfinu sé nauðsynlegt að byggja á niður- stöðum heilsuhagfræði og að erlend- ar rannsóknir megi oft með litlum til- kostnaði staðfæra að íslenskum aðstæðum. Þá var meðal annars velt upp þeim spurningum hvort stjórn- völd einblíni of mikið á stofnanir í stað einstaklingsins hvort og hvernig sé hægt að meta „virði“ mannslífs. „Hingað komu virtustu fræðimenn á sviði heilsuhagfræði bæði innlendir og erlendir og við erum mjög ánægð með þátttökuna sem var um 190 manns,“ segir Guðrún. Tilhneiging til að einblína á hráar tölur Hún telur að hér á landi hafi verið dálítil tilhneiging til að einblína ein- ungis á hráar tölur þegar rætt er um lyfjakostnað í heilbrigðiskerfinu en gleymst hafi að skoða heildarmynd- ina, t.d. hversu mikið sé hægt að spara við legukostnað á sjúkrahús- um, hversu mikið vinnutap er hægt að koma í veg fyrir og hvað lífsgæði veikra geta verið betri með nýjum lyfjum. Hún bendir á að jafnframt sé afar mikilvægt að hafa mikið og gott eft- irlit með því hvaða lyf séu tekin í notkun, hvort þau bæti meðferð og að vandlega sé fylgst með kostnaði ríkisins í þeim efnum en greiðslu- nefnd sinnir því hlutverki hér á landi. Guðrún segist geta nefnt dæmi um konu sem greind hafi verið með blóð- Málþing um áhrif lyfja og lyfjaþróunar Gleymist stundum að skoða heildarmyndina sjúkdóm og fengið litla dælu sem hún gengur með á sér og gefur henni lyf eftir þörfum beint í æð. Hún geti því stundað vinnu og sinnt flestum sín- um daglegu störfum. „Fyrir nokkr- um árum hefði hún þurft að koma í lyfjagjöf og leggjast inn á sjúkrahús 4–7 daga í hverjum einasta mánuði. Kostnaður við dæluna er um 30.000 fyrir mánaðarmeðferð sem er aðeins brot af daglegum kostnaði við legu sjúklings inni á sjúkrahúsi.“ Hún bendir á að það sé líka gjörólíkt fyrir konuna að þurfa ekki að leggjast inn á spítala, hún finni mun minna fyrir því að hún sé veik. NOTKUN og þróun nýrra lyfja lækkar heildarkostnað við heilbrigðisþjónustu og eykur lífsgæði sjúklinga, að sögn Franks R. Lichten- bergs prófessors í viðskiptafræði við Colombia University Graduate School of Business og sérfræð- ingur hjá Þjóðhags- stofnun Bandaríkj- anna, en hann flutti erindi á ráðstefnunni sem fjallaði um áhrif nýrra lyfja á kostnað við heilbrigðisþjónustu og lífsgæði sjúklinga. Lichtenberg bendir á að þróun nýrra lyfja auki lífslíkur í heim- inum um þrjár vikur á hverju ári, en langmest sé aukningin í þróun- arlöndunum. Dauðsföllum hjá HIV- smituðum fækkað um 67% Hann segir að hjá ákveðnum hópum séu áhrifin af þróun nýrra lyfja enn meiri og tekur hann HIV-jákvæða sem dæmi. „Árið 1995 dóu 40.000 HIV-jákvæðir einstaklingar á ári hverju, árið 1998 hafði þeim fækkað niður í 12.000. Talan hefur því lækkað um 67% á þremur árum.“ Hann bendir á að svipaða sögu megi segja um aðra sjúkdóma, t.d. brjóstakrabbamein. Ný lyf geta sparað samfélaginu miklar fjárhæðir með því að minnka sjúkrahúskostnað og forða vinnutapi, að sögn Lichten- bergs. Kostnaðurinn við að þróa ný lyf sé minni en kostnaðurinn við að hafa veikt fólk í samfélaginu. „Sjúkrahúsdvöl er mjög dýr og ef við náum að fækka þeim dög- um sem fólk þarf að vera á sjúkrahúsi næst verulegur sparn- aður. Þá er vinnutap vegna veik- inda einnig mjög dýrt fyrir sam- félagið en ný lyf geta lengt starfsævi einstaklinga.“ Hann segir að ný lyf geti líka aukið verulega lífsgæði sjúkling- anna sjálfra. „Þau auka getu sjúklinga til ýmissa hluta og geta komið í veg fyrir að fólk þurfi að vera rúmfast, t.d. skiptir það aldraða miklu máli.“ Segir ný lyf minnka sjúkra- húskostnað og auka lífsgæði Þriðji frá vinstri á myndinni er Frank R. Licht- enberg, prófessor í viðskiptafræði, og við hlið hans er Guðrún Högnadóttir frá IMG Deloitte. Morgunblaðið/RAX Hallgrímskirkja. Lestur Passíusálma kl. 12.15. Langholtskirkja. Kl. 12.10 lestur Pass- íusálma og bænagjörð í Guðbrandsstofu í anddyri Langholtskirkju. Allir velkomnir. Kl. 15-16.30 Ævintýraklúbburinn, starf fyrir 7-9 ára börn, sem eru öll velkomin. Laugarneskirkja. Vinir í bata, opinn sporafundur kl. 18. Umsjón Linda og Arnheiður. 12 spora hópar koma saman í dag kl. 20. . Umsjón Margrét Scheving sálgæsluþjónn. (Sjá síðu 650 í Texta- varpi.) Neskirkja. 6 ára starf kl. 13.50 10-12 ára starf kl. 16.30. Litli kórinn, kór eldri borgara, þriðjudag kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backmann. Allir velkomnir. Seltjarnarneskirkja. Friðarstund kl. 12- 12.30. Hljóð bænastund. Árbæjarkirkja. Kl. 15.15 TTT (starf 10- 12 ára) í safnaðarheimilinu. Fella- og Hólakirkja. Kl. 13-15.30 opið hús fyrir fullorðna í safnaðarheimili kirkj- unnar. Spilað, fræðst, kaffi og spjall. Bænastund kl. 15.15 í kirkjunni. Fyrir- bænaefnum má koma til djákna í síma 557 3280. Þeir sem óska eftir akstri láti vita í sama síma fyrir hádegi á mánudög- um. Stúlknastarf fyrir 11-12 ára kl. 17- 18. Æskulýðsstarf fyrir 8.-10. bekk á mánudagskvöldum kl. 20. Grafarvogskirkja. Á leiðinni heim. Þekkt- ir leikarar og skáld lesa Passíusálmana kl. 18.15-18.30. Hjallakirkja. Æskulýðsfélag fyrir 8. bekk kl. 20. Prédikunarklúbbur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra er í Hjallakirkju þriðjudaga k. 9-10.30. Um- sjón Sigurjón Árni Eyjólfsson. Bessastaðasókn. TTT-starf fyrir 10-12 ára drengi og stúlkur kl. 17.30-18.30 í stofu 104 í Álftanesskóla. Rúta ekur börnunum heim að loknum fundi. Skemmtileg dagskrá. Mætum öll. Lágafellskirkja. Heimsóknarþjónusta kirkjunnar er í umsjá Þórdísar djákna, símatími mánudaga kl. 16-18 í síma 566- 7113. Opinn bænahópur í Lágafellskirkju kl. 20. Umsjón hefur Þórdís djákni. Al- Anon-fundur í Lágafellskirkju kl. 21. Ytri Njarðvíkurkirkja. Fundur hjá Systra- félagi Ytri-Njarðvíkurkirkju í kvöld kl. 20.30. Njarðvíkurkirkja (Innri-Njarðvík). Fundur hjá Systrafélagi Njarðvíkurkirkju í kvöld kl. 20. Borgarneskirkja. TTT-starf kl. 15.30- 16.30. Akureyrarkirkja. Kirkjusprellarar, 6-9 ára starf, kl. 16. TTT-starf kl. 17.30. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 15 heimilasamband. Miðvikudag kl. 20 hjálparflokkur. FRÉTTIR 24 MÁNUDAGUR 14. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Skrifstofuherbergi/leiga Til leigu rúmgóð nýinnréttuð skrifstofu- herbergi í 104 Reykjavík. Beintengt öryggiskerfi. Sameiginleg kaffistofa. Upplýsingar í síma 896 9629. Til leigu atvinnuhúsnæði Verslunarhúsnæði — skrifstofuhúsnæði — þjón- ustuhúsnæði — lagerhúsnæði — geymslu- húsnæði. Eignarhaldsfélagið Kirkjuhvoll, sími 892 0160. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Ársfundur Eftirlaunasjóður fyrrum starfsmanna Útvegsbanka Íslands boðar til ársfundar miðvikudaginn 30. apríl 2003 kl. 17.15 á Grand Hóteli, Hvammi, 1. hæð. Dagskrá:  Skýrsla stjórnar.  Breytingar á reglugerð sjóðsins.  Önnur hefðbundin ársfundarmál. Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundi með málfrelsi og tillögurétti. Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta. Stjórnin. Aðalfundur Tölvubíla hf. verður haldinn í félagsheimili Hreyfils mánudaginn 28. apríl 2003 kl. 20.00. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Reikningar félagsins. 3. Kosning stjórnar, skoðunarmanna og löggilds endurskoðanda. 4. Önnur mál. Reikningar félagsins afhentir við innganginn. Stjórnin. TILKYNNINGAR Auglýsing frá yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis um framboðslista Framboðsfrestur vegna alþingiskosninga 10. maí 2003 rennur út föstudaginn 25. apríl nk. kl. 12 á hádegi. Yfirkjörstjórn tekur á móti framboðum á Hótel Borgarnesi milli kl. 10 og 12 árdegis föstudag- inn 25. apríl 2003. Á framboðslista í Norðvest- urkjördæmi skulu vera 20 nöfn. Fjöldi með- mælenda er að lágmarki 300 og eigi fleiri en 400. Fylgja skal tilkynning um hverjir séu um- boðsmenn framboðslistanna. Framboðslistar verða úrskurðaðir á fundi yfir- kjörstjórnar sem haldinn verður á Hótel Borg- arnesi laugardaginn 26. apríl 2003 kl 13. Meðan kosning fer fram laugardaginn 10. maí 2003, verður aðsetur yfirkjörstjórnar á Hótel Borgarnesi. Talning atkvæða að kjörfundi lokn- um mun fara fram í Íþróttamiðstöðinni, Þorsteinsgötu 1, Borgarnesi. Yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis. Borgarnesi, 10. apríl 2003. Gísli Kjartansson form., Guðný Ársælsdóttir, Stefán J. Sigurðsson, Ríkharður Másson, Jóhanna Karlsdóttir. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 10  1834148  I.O.O.F. 19  1834148  Fl.  GIMLI 6003041419 I  HEKLA 6003041419 IV/V  MÍMIR 6003041419 III  HEKLA 6003140419 IV/V ATVINNUAUGLÝSINGAR sendist á augl@mbl.is Á leiðinni heim LESNIR verða Passíusálmar í Grafarvogskirkju alla virka daga kl. 18.15–18.30. Þeir sem lesa þessa vikuna eru: Mánu- dag les Ragnar Ingi Að- alsteinsson, þriðjudag, les Kristbjörg Kjeld og miðviku- dag les Pálmi Gestsson. LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upplýsingar í s. 563 1010. BRÁÐAMÓTTAKA fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans opin kl. 8–17 v.d. S. 543 2000 eða 543 1000 um skiptiborð. LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn- arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770. SJÚKRAHÚS REYKJAVÍKUR: Slysa- og bráðamóttaka í Fossvogi er opin allan sólarhringinn fyrir bráðveika og slasaða s. 543 1000 um skiptiborð / 543 2000 beinn sími. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá- tíðir. Símsvari 575 0505. VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl. 10– 16. Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í síma 821 5369. LÆKNALIND, Bæjarlind 12, Kópavogi. Einkarekin lækn- isþjónusta. Vaktþjónusta alla virka daga kl 08–17. Uppl. í síma 520 3600 og á heimasíðu www.laeknalind.is APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8– 24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101. APÓTEKIÐ: LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8– 24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími 564 5600. BORGARAPÓTEK: Opið alla daga til kl. 24, virka daga kl. 9–24 og um helgar kl. 10–24. Sími 585 7700. Læknasími 585 7710 og 568 1250. Fax: 568 7232. Milli kl. 02 og 8 er lyfjaþjónusta á vegum læknavaktar. NEYÐARÞJÓNUSTA NEYÐARMÓTTAKA vegna nauðgunar er opin allan sólar- hringinn, s. 525 1710 eða 525 1000. EITRUNARUPPLÝSINGASTÖÐ er opin allan sólarhring- inn. S. 525 1111 eða 525 1000. ÁFALLAHJÁLP. Tekið er á móti beiðnum allan sólar- hringinn. S. 525 1710 eða 525 1000 um skiptiborð. BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf- rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep- urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trún- aði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum. TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar- og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að- standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr. Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tek- ur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrif- stofutíma. NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sólar- hringinn. Vímulaus æska- Foreldrahús. KIRKJUSTARF/ÞJÓNUSTA Safnaðarstarf Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.