Morgunblaðið - 14.04.2003, Blaðsíða 12
AP
Verksummerki skoðuð í safninu á laugardag. Mikil eyðilegging blasti við.
ÍRÖSKUM ræningjum og skemmd-
arvörgum tókst það sem sprengju-
flugvélar Breta og Bandaríkja-
manna ekki gerðu: að leggja
Þjóðminjasafn Íraks í rúst. Ómet-
anlegir munir frá því löngu fyrir
Krists burð hafa verið eyðilagðir
eða þeim stolið, þ.á m. leirpottur frá
tímum Súmera, marmaralistaverk
frá dögum Assyríuveldis og styttur
frá tímum Babýlóníu.
Algert stjórnleysi ríkti í Bagdad
fyrstu sólarhringana eftir að ljóst
var að stjórn Saddams Husseins var
fallin. Hópur manna gekk um ræn-
andi og ruplandi og þegar starfsfólk
Þjóðminjasafnsins sneri aftur til
vinnu sinnar á laugardag kom í ljós
að skaðinn var jafnvel enn verri en
menn höfðu óttast.
Búið er að stela a.m.k. 170 þúsund
munum. Gífurleg eyðilegging blasir
við þegar gengið er um sali safns-
ins. Þá hefur spjaldskrá um hvern
einasta mun sem er í eigu safnsins –
sumir munanna voru meira en 5.000
ára gamlir – verið eyðilögð.
„Ef það hefðu verið fimm banda-
rískir hermenn við innganginn þá
hefði allt verið í lagi,“ segir Nidal
Amin, varaframkvæmdastjóri
safnsins. „Þeir eru sagðir hingað
komnir til að vernda okkur. Þeir
ættu að vera að vernda okkur.“
Eins og að missa náinn ættingja
Amin sýndi vestrænum frétta-
mönnum verksummerki á laugar-
dag og á meðan göngutúr þeirra um
safnið stóð birtust skyndilega fimm
ræningjar. Hröktu blaðamennirnir
þá á brott. „Þeir munu halda áfram
að koma hingað þangað til það er
ekkert eftir,“ segir Amin hins veg-
ar.
Undanfarin sjötíu ár hefur safnið
einkum haft til sýnis muni frá upp-
hafi tíma Súmera, árið 3.500 fyrir
Krists burð, og til enda kalífadæmis
Abbasids árið 1258 eftir Krist.
„Þarna hafa verið geymdir þús-
undir muna sem eru einstakir,“ seg-
ir John Russell, fornleifafræðingur
og sérfræðingur um listasögu við
Massachusetts-listaháskólann.
„Þessir munir eru fullkomlega
ómetanlegir.“
Starfsfólk safnsins hafði búið sig
undir stríð. Verðmætustu munirnir
höfðu verið færðir til en sandpokum
var raðað utan um stærri muni, sem
ekki var hægt að koma í geymslu.
„Við vorum undirbúin fyrir sprengj-
urnar,“ segir Amin. „Ekki ræn-
ingjana.“
Hún brestur ítrekað í grát á
gönguferð sinni um safnið. „Það er
eins og ég hafi misst náinn ætt-
ingja,“ segir hún er hún horfir á
mun sem hefur verið skemmdur.
„Ég skil þetta ekki,“ segir hún.
„Þetta er geðveiki. Þetta var saga
okkar. Glæsileg arfleifð okkar.
Hvers vegna skyldu menn vilja eyði-
leggja hana?“
Reuters
Starfsmaður þjóðminjasafnsins íraska vopnaður járnstöng til að geta varið
muni safnsins ræningjum og bandingjum.
Ómetanlegir
munir eyðilagðir
eða þeim stolið
Bagdad. The Washington Post.
’ Þetta var sagaokkar. Glæsileg
arfleifð okkar.
Hvers vegna skyldu
menn vilja eyði-
leggja hana? ‘
Ræningjar gengu berserksgang um
íraska þjóðminjasafnið í Bagdad
12 MÁNUDAGUR 14. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
! "#!$#!
!" ##$ %$$ &'(')*+,+-.,+/,
'0,- * ,1-- 1 -2+-&3 444/,+/,5,&"6&
STRÍÐ Í ÍRAK
Eiga líf-
sýni úr
Saddam
BANDARÍKJAMENN hafa í
fórum sínum lífsýni úr Saddam
Hussein, fyrrum forseta Íraks.
Með því móti verður unnt að
ganga úr skugga um hvort for-
setinn og einhver ættmenna
hans séu á meðal þeira sem fallið
hafa í stríðinu í Írak.
Þetta kom fram í máli Tommy
Franks, yfirmanns herliðsins
við Persaflóa, í viðtali sem hann
átti við CNN-sjónvarpsstöðina.
Franks gat þess ekki hvernig
Bandaríkjamenn hefðu komist
yfir sýni þessi. Væri nú verið að
gera viðeigandi DNA-rannsókn-
ir. Var hann þá trúlega að vísa til
líka þeirra sem féllu í þeim árás-
um sem Bandaríkjamenn gerðu
til að drepa leiðtogann. Vitað er
að Bandaríkjamenn gerðu tvær
slíkar árásir hið minnsta, í upp-
hafi stríðsins og á mánudag í lið-
inni viku.
Franks kvaðst telja gerlegt
að bera kennsl á Saddam væri
hann á meðal fallinna í bygging-
um þeim sem ráðist var á. Hins
vegar væri hugsanlegt að „leifar
[hefðu] verið fjarlægðar“.
Aðspurður kvaðst Franks
telja að Saddam væri annað-
hvort allur eða á stöðugum
flótta. Þegar hann var spurður
hvort hann teldi líklegra sagði
hann: „Yfirmaður minn leyfir
mér ekki að hafa hugboð.“
Washington. AFP.
Fundu sjö
bandaríska
hermenn
heila á húfi
As Saliyah í Katar. AFP.
SJÖ bandarískum hermönnum, sem
verið höfðu stríðsfangar Íraka, var
bjargað heilum á húfi skammt norð-
ur af Bagdad í gærmorgun. Banda-
rískir landgönguliðar fundu her-
mennina um 95 km norður af
höfuðborginni, að því er Tommy
Franks, yfirmaður bandaríska hers-
ins, greindi frá. Sjömenningarnir
voru við góða heilsu en tveir þeirra
höfðu þó hlotið skotsár.
Franks sagði að stríðsfangarnir
hefðu verið fluttir til Bagdad þar
sem þeim var veitt áfallahjálp. Þaðan
voru þeir fluttir til Kúveit. Hann
sagði að borist hefði ábending um
dvalarstað hermannanna frá írösk-
um manni. Sagði hann bandarískum
hermönnum, sem voru á þessum
slóðum, að þeir myndu finna félaga
sína þar skammt frá.
Svo virðist sem íraskir hermenn
hafi lagt á flótta og yfirgefið Banda-
ríkjamennina sjö í byggingu í bæn-
um Samara. Írakar höfðu náð tveim-
ur hermannanna eftir að Apache-
þyrla þeirra brotlenti í Írak. Hinir
fimm voru liðsmenn herdeildar sem
Írakar veittu launsát fyrir 22 dögum
síðan. Voru á sínum tíma sýndar
sjónvarpsmyndir þar sem Írakar yf-
irheyrðu bandarísku hermennina,
eftir að þeir höfðu verið handsam-
aðir.
HELSTI ráðgjafi Saddams Husseins Íraksforseta
í vígbúnaðarmálum fullyrðir að ríkisstjórn Sadd-
ams, sem nú er fallin, hafi engin gereyðingarvopn
átt. Ráðgjafinn, Amer al-Saadi hershöfðingi, gaf
sig fram við bandaríska herinn í Írak á laugardag
en al-Saadi sá um öll samskipti íraskra stjórnvalda
við vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna á
meðan á vopnaeftirlitinu stóð fyrr á þessu ári.
„Ég geri ráð fyrir að verða yfirheyrður um
vopnaáætlanir Íraks,“ sagði al-Saadi í viðtali á
þýsku sjónvarpsstöðinni ZDF áður en hann gaf
sig fram við Bandaríkjamenn. „Ég segi við ykkur,
svo það sé skráð í sögubækurnar: við eigum ekk-
ert, ekki til að verja stjórnina,“ sagði hann um
staðhæfingar þess efnis að Írakar hafi átt og eigi
gereyðingarvopn.
Þá neitaði al-Saadi því að Írak hefði átt efna-
eða sýklavopn.
Veit ekki um Saddam
Al-Saadi sakaði Bandaríkin um að ráðast „að
ástæðulausu“ á Írak. Hann sagðist hafa hafst við á
heimili sínu í Bagdad jafnvel eftir að bandaríski
herinn náði völdum í borginni, og að hann hefði
ákveðið að gefa sig fram við Bandaríkjaher, vegna
þess að hann væri „ekki sekur um neitt misjafnt“.
Í myndum sem sýndar voru á ZDF sást hvar al-
Saadi gaf sig fram við Bandaríkjaher. Var greint
frá því af hálfu sjónvarpsstöðvarinnar að al-Saadi
hefði viljað hafa sjónvarpsmennina viðstadda er
hann gaf sig fram. Al-Saadi er kvæntur þýskri
konu og var honum sagt af Bandaríkjamönnum, að
hún gæti fylgt honum í varðhald, en Írakinn sagð-
ist kjósa að fara einn.
Í yfirlýsingu frá ZDF kom fram að Al-Saadi
segðist enga hugmynd hafa um hvar Saddam
Hussein væri niðurkominn, en ekkert hefur
heyrst frá forsetanum frá því að Bandaríkjamenn
gerðu sprengjuárás á byggingu í Bagdad sl. mánu-
dag sem talið var að Saddam hefði þá verið stadd-
ur í.
Amer al-Saadi, helsti
ráðgjafi Saddams Huss-
eins í vígbúnaðarmál-
um, gefur sig fram
Bagdad. AFP.
AP
Fullyrðir að Írak eigi
ekki gereyðingarvopn
Al-Saadi var einn af 55 írösk-
um forystumönnum sem lögð
var áhersla á að handtaka.
Var hann tígulsjöan í spila-
stokki Bandaríkjamanna.
Amer al-Saadi gefur sig fram
við bandaríska hermenn.