Morgunblaðið - 14.04.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.04.2003, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. APRÍL 2003 31 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Sýnd kl. 5.50 og 10. B.i 12. Ísl. texti. Sýnd kl. 8. B.i 12 HK DV Kvikmyndir.com SV MBL HJ MBLHK DV Kvikmyndir.com  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 8 og 10.40. B.i 14. COMEDIAN Sýnd kl. 6. enskt. tal. GOOD GIRL sýnd kl. 8. ísl. texti. GAMLE MÆND I NYE BILER sýnd kl. 8. ísl. texti. EL CRIMEN DEL PADRE AMARO sýnd kl. 6. enskur texti. HEAVEN Sýnd kl. 10.20. enskur texti. SPIDER Sýnd kl. 10.20. ísl. texti. NAQOYQATSI Sýnd kl. 6. enskt tal. Sýnd kl. 8. B.i 12. ÓHT Rás 2 BESTA HEIMILDARMYNDIN ÓSKARSVERÐLAUN HK DV Sýnd kl. 4. Ísl. tal. 400 kr. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. 700 kr Sýnd kl. 5.45. Tilboð 700 kr. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Tilboð 700 kr. Sýnd kl. 8 og 10. Tilboð 700 kr. 400 kr Miða verð 700 kr 700 kr 700 kr 700 kr PÁSKATILBOÐ: 700 KR Í ALLA SALI FRAMLEIÐENDUR vin- sælasta mynddisksins á landinu, hasarmynd- arinnar xXx, hömruðu á því að myndin skartaði arf- taka njósnara hennar há- tignar, Bond nýrrar aldar. Það tókst þeim, því flestir löptu upp fullyrðinguna, jafnt lærðir sem leikmenn, gagnrýnendur og áhorf- endur, og menn hafa verið í því að bera saman þessa njósnara tveggja alda, vega þá og meta, og reynd- ar flestir komist að því að sá nýi eigi nokkuð langt í land til að geta staðist gamla Mart- ini-svolgraranum snúninginn. Svo skemmtilega vill til að nú eru þessir njósnarar tveggja alda á toppi beggja mynddiskalistanna. Það sem meira er þá eru sem fyrr fleiri en ein Bond-mynd á gull- molalistanum Dr. No, Octopussy og Goldfinger. Önnur tíðindi af þessum listum yf- ir söluhæstu mynddiskana eru þau að Köngulóarmaðurinn er enn og aftur kominn sterkur inn á topplist- ann, fyrstu tvær Die Hard- myndirnar saman í pakka taka og stórt stökk upp listann og eina nýja myndin á listanum er gamanmyndin um partíljónið Van Wilder, sem sýnd var í bíó ekki fyrir alls löngu við þó- nokkrar vinsældir.             010 /  2  4 /& &  * - 2#5,  6, : ;'("<6=6 = > > #   " / / / / /  2 ?#@ / 2   2   /        / "#  "  6=6   A (+" "# -- "  'B- "  /   - "  ,      $ + - - 6  $ + !""#$! #%%$ + - - 6  $ +             6 +$ ;# "" A "#8#(A  " 2 6 " :  ;  2 #  # /# > "##      ,  "4$C   / / / / / / / / / 2      9 9 9 !  (  :; "  skarpi@mbl.is Menn þreytast seint á að horfa á Bruce Willis berja á hryðjuverkamönnum. Njósnarar tveggja alda ILLA er komið fyrir leyniþjón- ustu hennar hátignar. Ókunnir und- irróðurssmenn róa að því öllum árum að velta drottningunni úr sessi og senda í þeim tilgangi alla hæfustu njósnara leyniþjónustunnar inn í ei- lífðina. Pegasusi (Tim Biggot Smith), yfirmanni stofnunarinnar er því vandi á höndum, einhver verður að finna samsærismennina. Tvær blæk- ur, Johnny English (Rowan Atkin- son) og John Bough (Ron Miller), eru eini vonarpeningurinn til að hleypa nýju blóði í spæjaradeildina. Þó svo að tvímenningarnir geri flest öfugt, tekst þeim að komast á spor höfuðpaursins, sem er enginn annar en Pascal Sauvage (John Malkovich), franskur auðkýfingur. Haldinn mik- ilmennskubrjálæði og Bretahatri. Enginn fæst til að trúa flónunum tveim annar en hið íðilfagra njósna- kvendi, Loma (Natalie Imbruglia). Enn ein skopútgáfan af Bond- myndunum þar sem Atkinson fer á sinn persónulega hátt með lánlaus- asta flón sem sést hefur innan veggja MI7. Myndin er skrifuð í kringum látbragðsleik Atkinsons, sem margir þekkja úr myndinni og enn frekar sjónvarpsþáttunum um herra Bean. Atkinson er bestur í litlum skömmt- um þáttanna og á mörkunum að fett- ur hans og brettur dugi til að halda uppi kvikmynd í fullri lengd. Að auki er Johnny English losaraleg, líkt og hún sé ekki fullfrágengin og ber þess merki, ekki síst handritið, að hafa átt strembna fæðingu. Sveiflast frá því að vera bærilegur Atkinson-farsi með nokkrum meinfyndnum atriðum niður í flatneskjulega hugmynd- aneyð þar sem Malkovich verður sérstaklega illa úti. Aðrir leikarar, einkum Miller og Imbruglia, skapa mun spaugilegri persónur. Hápunkt- arnir, einkum endirinn, virka ekki sem skyldi þar sem þeir hafa verið margauglýstir í sýnishorninu. Fyrir forfallna Atkinson-aðdáendur. Spæjari núll, núll og nix KVIKMYNDIR Háskólabíó, Laugarásbíó og Sambíóin Leikstjóri: Peter Howitt. Handrit: William Davis, Neal Purvis og Robert Wade. Kvik- myndatökustjóri: Remi Adifarasin. Tón- list: Ed Shearmur. Aðalleikendur: Rowan Atkinson, John Malkovich, Natalie Imbruglia, Ben Miller, Douglas McFerran. 90 mín. UIP. Bretland 2003. Jói enski/Johnny English Sæbjörn Valdimarsson Í umsögn segir að Jói enski sé fyrst og fremst fyrir harða fylgjendur Rowans Atkinsons. AÐDÁENDUR Alien-myndanna geta farið að hugsa sér gott til glóð- arinnar því innan tíðar lítur dagsins ljós hreint tröllvaxinn kassi. Um er að heila níu diska sem innihalda mynd- irnar fjórar og haug af aukaefni sem fyllir fimm diska. Enn hvílir mikil leynd yfir innihaldi kassans en áreiðanlegar innanbúðar- heimildir hjá 20th Century Fox herma að með hverri mynd verði diskur með aukaefni tengdu viðkom- andi mynd og svo verði níundi disk- urinn fullur af efni sem tengist þeim öllum. Nokkuð víst þykir að mynd- irnar verði allar í nýjum og lengri út- gáfum, með atriðum sem aldrei hafa sést áður. Hins vegar mun verða hægt að velja á milli, hvort horft sé á nýju lengri útgáfuna eða gömlu „góðu“ sem var í bíó á sínum tíma. Mestur fengur ku hér vera í mun lengri útgáfu á Alien3, en hinn ungi David Fincher lenti í mikilli rimmu við framleiðendur sína út af þessari fyrstu mynd sinni og var aldrei sáttur við þá útgáfu sem rataði í kvikmynda- hús. Hefur verið fleygt að þessi nýja útgáfa sé næstum helmingi lengri, og því klárlega um allt, allt aðra mynd að ræða. Allir leikstjórarnir eru og sagðir hafa fallist á að lýsa myndum sínum, en það yrði þá í fyrsta sinn sem James Cameron gerði slíkt. Auk þess munu margir leikarar lýsa sínum þættti í myndunum og munar þar auðvitað mest um Ripley sjálfa, Sigourney Weaver, en það verður mjög fróðlegt að heyra hana lýsa myndunum. Aukadiskarnir verða víst 4 klukku- stunda langir hver og munu innihalda fjölda heimildarmynda, viðtala og enn fleiri senur sem lentu í ruslinu hjá klippurunum. Níundi diskurinn mun síðan innihalda hina 68 mínútna Alien Legacy heimildarmynd, sem helguð er fyrstu myndinni og var í þriggja diska kassanum frá 1999. Einnig verður á níunda disknum fín heimild- armynd frá BBC um allar myndirnar sem heitir Alien Evolution. Þessi risavaxni Alien-kassi gæti komið út seint á þessu ári eða snemma á því næsta. Ófreskjan stækkar Haldið ykkur fast því væntanlegar eru góðar 30 klukkustundir af kvenskörungnum Ripley. ÍRAFÁR er án allra tvímæla vinsæl- asta hljómsveit landsins, skartar vinsælustu söngkonu landsins, átti vinsælasta lag síð- asta árs „Ég sjálf“ og langsöluhæstu plötuna Allt sem ég sé. Samkvæmt upp- lýsingum útgefenda hefur platan sú nú selst í hvorki fleiri né færri en 16 þús- und eintökum. Allt útlit er nú fyrir að sú tala eigi enn eftir að hækka nokkuð, eftir að gefin var út sér- stök útgáfa af plöt- unni þar sem með fylgir aukamynd- diskur, siður sem orðinn er nokkuð algengur úti í heimi. Þar er þó vanalega um stutta kynningardiska á ræða, oftast með myndbandi við fyrstu smáskífu sem tekin er af við- komandi plötu. Írafársdiskurinn er mun veglegri en það því hann inni- heldur öll myndbönd sem gerð hafa verið við lög af plötunni og ekki nóg með það heldur er á mynd- disknum einnig að finna tvær heim- ildarmyndir, eina langa sem gerð var um sveitina og sýnd á Stöð 2 fyrir jólin síðustu og aðra stutta sem fjallar um gerð myndbandsins Allt sem ég sé. Ætla má að þeir sem á annað borð kunna að meta Íra- fár eigi nú þegar plötuna, enda nátt- úrlega 16 þúsund eintök farin. Það væri því kannski réttara að líta svo á að út sé kominn mynddiskur með Írafári þar sem í kaupbæti er annað eintak af plötunni. Sumum þykir það kannski súrt að neyðast til að eiga tvö eintök af henni, ef þá langar til að eignast mynddiskinn nýja, en aðrir munu örugglega fagna því, það gamla kannski orðið lúið eftir margítrek- aða spilun, eða þá bara hægt að gefa það nýja. Bót er í máli að við- hafnarútgáfa þessi er ekki seld á mynddiskaverði heldur á verði plötunnar, sem er 2.399 kr. fullt verð en t.a.m. 1999 kr. í netverslun Skífunnar. Írafár á mynddiski Metsöluplata í hljóði og mynd – Allt sem þið sjáið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.