Morgunblaðið - 14.04.2003, Blaðsíða 22
MINNINGAR
22 MÁNUDAGUR 14. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Fallegar, sérmerktar
GESTABÆKUR
Í Mjódd
sími 557-1960www.merkt.is
merkt
✝ Guðrún Alda Pét-ursdóttir fæddist
16. október 1919 í
Reykjavík. Hún varð
bráðkvödd á heimili
sínu 4. apríl síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Guðjón Pétur
Jóhannsson vélstjóri,
f. 1887, d. 1939, og
Helga Eyjólfina Sig-
urðardóttir, f. 1896,
d. 1985. Alda var elst
fjögurra systkina, en
hin eru Sigríður Eyja,
f.1921, d.1997; Sig-
urður, f. 1925; og Sæ-
munda Guðný, f. 1923.
Alda giftist árið 1938 Guðmundi
Þorsteinssyni málara, f.1909, d.
1965. Börn þeirra eru: 1) Ragnar
Þór, f. 1937, kvæntur Dagnýju
Björsdóttir; börn þeirra eru Guð-
rún Helga, Ragnhildur og Ragnar
Björn. Ragnar á einnig soninn
Guðmund Þórð. 2) Úlfar, f. 1940,
kvæntur Stefaníu
Gyðu Hansen, börn
þeirra eru Guðmund-
ur Örn, Anna Kristín
og Alda Gyða. 3)
Helga, f. 1943, d.
2002, giftist Sigurði
Ægi Jónssyni, d.
1987, sonur þeirra er
Benedikt Bjarki. 4)
Pétur Ingi, f. 1948.
Alda og Guðmund-
ur hófu búskap sinn á
Seljavegi 31 í Reykja-
vík. Þaðan lá leið
þeirra á nokkra staði
um borgina eins og
gengur en 1953 fluttu þau á Holts-
götu 37 í Reykjavík og þar bjó Alda
síðan alla sína tíð. Eftir lát Guð-
mundar vann Alda við afgreiðslu-
störf, lengst af hjá Rammagerðinni
í Reykjavík.
Útför Öldu fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Elsku mamma og tengda-
mamma, mikið er þín saknað. Eng-
um kom til hugar að andlát þitt
væri nálægt, þú varst nýbúin að
leggja drög að fjölskylduferð vest-
ur á firði nú í sumar. Andlát þitt
fyllir okkur af hryggð og söknuði.
Þú varst engum lík, kærleikur
þinn og ástúð til okkar, ömmu-
barna, langömmubarna og allra
þeirra sem umgengust þig var ein-
stök. Það þurfti ekki mikið tilefni
til að fá þig til að rétta öðrum
hjálparhönd. Gjafir, umhyggja og
leiðbeiningar til annarra voru
óteljandi í gegnum tíðina. Heil-
brigð hugsun þín og yfirvegun var
okkur mikill leiðarvísir allt fram á
síðasta dag. Þú varst eins og móð-
urskip því til þín lágu allir fjöl-
skylduþræðir, stöðugur straumur
heimsókna og símhringinga heim
til þín. Það var einmitt í einni slíkri
heimsókn ömmu- og langömmu-
barns sem komið var að þér lát-
inni.
Alda giftist ung Guðmundi Þor-
steinssyni málara, er kunnur var
fyrir sínar vatnslitamyndir, eink-
um úr vesturbænum og bátamynd-
ir úr Selsvörinni. Er Guðmundur
lést árið 1965 hóf Alda að starfa við
afgreiðslu, fyrstu þrjú árin í kven-
fataversluninni Eros en síðan hjá
Rammagerðinni í Hafnarstræti, en
þar starfaði hún samfellt allt fram
á
82. aldursár. Þar líkaði henni af-
ar vel að starfa, samstarfsfólkið
var einstakt og þangað lá straum-
ur innlendra jafnt sem erlendra
ferðamanna frá öllum heimsálfum,
sem hún hafði ánægju af að tala
við. Alda bjó lengst af ævi sinnar í
vesturbænum í Reykjavík og síð-
ustu 50 árin á Holtsgötu 37.
Ljúfar minningar okkar bræðr-
anna og svilkvennanna koma upp í
hugann er rifjaðar eru upp allar in-
dælu samverustundirnar í ferðalög-
um til útlanda gegnum árin og í
sumarferðum innanlands. Þá eru
ótalin öll fjölskylduboðin og heim-
sóknirnar. Öll erum við afar þakklát
fyrir að hafa átt samleið með Öldu.
Alda var félagslynd og margir
tengdust henni sterkum vinabönd-
um. Hún bar aldur sinn vel, fáir
túðu aldri hennar. Bágt átti vinkona
hennar með að trúa henni þegar
þær ræddust við kvöldið eitt í síð-
ustu viku og Alda sagði henni frá
því hvernig hún hefði varið degin-
um; farið í útréttingar um bæinn á
bílnum sínum, í heimsókn til kunn-
ingjakonu og síðan bakað brauð er
heim var komið.
Þegar litið er yfir farinn veg er
alveg óskiljanlegt hvernig Alda,
sem hafði lágar tekjur verslunar-
mannsins, gat áorkað svo miklu, átt
bíla í gegnum tíðina, farið í mörg
ferðalög
til útlanda, haldið heimili með
reisn en þá fyrst og síðast allar þær
gjafir og aðstoð sem hún gat veitt
öðrum. Sannast hér orð í Heilagri
ritningu er segir að Guð elskar
glaðan gjafara.
Ekki var líf Öldu allt dans á rós-
um en hún yfirsteig vandamálin
með þrautseigju.
Það var Öldu erfitt að missa dótt-
ur sína Helgu sem lést fyrir rúmu
ári og hvíldi sú reynsla þungt á
henni allt fram til síðasta dags.
En elsku Alda, Kristur mun leiða
þig inn í dýrðarríki sitt, þar verður
indælt að vera, engin sorg eða
harmur lengur til.
Pétur Ingi, Úlfar og
Gyða, Ragnar og Dagný.
Elsku amma mín. Hvernig er
hægt að minnast einhvers sem mað-
ur trúir ekki að sé farinn. Ég bíð
alltaf eftir því að vakna og að allt
verði eins og það var. Þú varst
nýbúin að vera hjá okkur og sam-
gleðjast mér á afmælisdaginn minn.
Þú hafðir sjálf farið akandi í Kringl-
una og keypt handa mér afmælis-
gjöf því ekki léstu einn né neinn
segja þér hvað þú gætir eða gætir
ekki. Aldrei hefði mig grunað að
þetta væri í síðasta sinn sem ég
myndi sjá þig. Þú varst svo hraust
og áttir fullt eftir.
Þegar ég sit hér og skrifa þetta
þá get ég ekki annað en hugsað um
það hve stutt er síðan ég, Anna og
Gummi skrifuðum minningargrein
um Helgu frænku fyrir rétt rúmu
ári. Ég veit að andlát hennar var
þér mjög erfitt en samt gastu talað
um hana og minnst hennar. Þú
sagðir í afmælinu mínu að þú talaðir
oft við hana á kvöldin. En nú sitjið
þið saman og vakið yfir okkur öll-
um.
Þegar ég hugsa til baka þá minn-
ist ég fyrst og fremst neðstu skúff-
unnar hægra megin í snyrtiborðinu
þínu. Þú kallaðir skúffuna Öldu
skúffu. Hún var full af alls kyns
dóti: skartgripum, spilum og vík-
ingum. Ég sat og gat dundað mér
við leik í þessari skúffu allan daginn
þegar ég var lítil. Þess á milli sátum
við í græna sófanum frammi í stofu
og spiluðum maríus á spil sem voru
í tvöföldum glerkassa og prýdd
myndum af Gullfossi og Geysi. Þá
minnist ég sérstaklega jólanammi-
pokanna úr Rammagerðinni sem þú
varst alltaf að gefa mér. Í þeim var
Svali og fullt af öðru sælgæti. Vin-
kona mín fékk einnig poka frá þér
og fannst okkur þetta æðislegt. Í
langan tíma héldum við að þú ættir
Rammagerðina og alla jólasveinana
í glugganum. Vinkona mín vildi allt-
af koma með í heimsókn því í okkar
augum var þetta algjört ævintýra-
land sem þú stjórnaðir.
Gegnum tíðina hefurðu alltaf
stutt mig í öllu. Á hverju vori síð-
ustu ár hefurðu alltaf haft áhyggjur
af sumarvinnu fyrir mig. Þú varst
búin að hringja í alla til að athuga
með laus störf jafnvel þótt það væru
störf sem þyrftu á sérmenntun og
ákveðinni kunnáttu að halda. Það
skipti engu máli þótt ég hefði ekki
þessa menntun eða kunnáttu því þú
varst handviss um að ég gæti hvað
sem væri. En þótt afleysingar í
hálfgerðu „forstjórastarfi“ gengju
ekki upp á sumrin þá fékk ég tæki-
færi til að vinna við hlið þér í Öldu-
horninu svokallaða. Strax komst ég
að því hve öllum var vel við þig.
Krakkarnir sem ég vann með á
sumrin voru viss um að þú værir að
minnsta kosti tíu árum yngri og
gátu þau öll talað við þig um hvað
sem er. Þeim fannst þú alveg frá-
bær.
Það er skrítið að hugsa til þess að
ég mun aldrei sjá þig eða heyra í
þér aftur. Aldrei aftur kaffi og kök-
ur á Holtsgötunni eða jólapakka-
skipti á aðfangadag. Þótt erfitt sé
að kveðja að sinni þá veit ég að þú
ert á góðum stað í góðra vina hópi.
Þín er sárt saknað en þegar tími
kemur þá sjáumst við aftur.
Alda Gyða
Úlfarsdóttir.
Eitt sinn verða allir menn að deyja.
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það en samt ég verð að segja,
að sumarið líður allt of fljótt.
(Vilhj. Vilhj.)
Elsku Abla amma. Það er erfitt
að trúa því að þú sért farin frá okk-
ur. Fráfall þitt kom eins og þruma
úr heiðskíru lofti því einhvern veg-
inn héldum við að þú yrðir alltaf
með okkur. Missir okkar allra er
mikill því ekki höfum við aðeins
misst elskulega ömmu heldur
einnig góðan vin. Þótt sárt sé að
syrgja og erfitt að kveðja þá eigum
við fullt af góðum minningum sem
við getum ornað okkur við.
Ógleymanlegar skemmtiferðir
til útlanda og fjölmargar sumarbú-
staðarferðir eru það fyrsta sem
kemur upp í hugann þótt jólaboðin
á jóladag standi alltaf upp úr: hin
gríðastóra marengsterta sem allt-
af var í eftirrétt og aukajólagjafir
sem þú stundum laumaðir að okk-
ur á leiðinni út. Karfan góða var
líka alltaf á sínum stað á gólfinu
inni í svefnherbergi með fullt af
dóti í. Þá var rótað í fataskápnum
þínum, farið í fataleiki og allir fínu
kjólarnir þínir mátaðir, skartgrip-
ir og skór ekki undanskildir. Topp-
urinn á tilverunni var nú samt alltaf
að fá að gista hjá þér.
Hjá ömmu var ein regla í gildi og
hún var sú að harðbannað var að
banna okkur að gera eitthvað. Það
skemmtilegasta sem við frændurnir
gerðum um langt árabil var að leika
okkur inni á baði. Blöndunartækin
þar voru með allra skemmtilegasta
móti, allskonar takkar og armar,
enda fóru þar fram fyrstu mönnuðu
geimskotin á Íslandi.
En það sem þú umfram allt
kenndir okkur öllum var hjálpsemi,
kærleikur og umhyggja og með
þessar minningar og ótal fleiri að
leiðarljósi höldum við áfram veginn
sem liggur að endingu á sama
áfangastað.
Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund,
fagurt með frjóvgun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt,
lit og blöð niður lagði, -
líf mannlegt endar skjótt.
(Hallgr. Pét.)
Anna Kristín og
Guðmundur Örn.
Í dag kveðjum við elskulega
ömmu okkar og vinkonu. Það er
mikil sorg í hjörtum okkar eftir að
hafa misst ömmu svo snögglega,
hún sem alltaf stóð eins og klettur
við hlið okkar í gleði og sorg. En við
huggum okkur við minningar um
þessa yndislegu konu sem við vor-
um svo gæfusöm að fá að eiga að.
Alda amma var í augum okkar
sannkölluð hetja. Hún arkaði
gegnum lífið með mikilli reisn,
kærleika, baráttuvilja og brosi
framan í heiminn. Með einu faðm-
lagi gat hún fyllt mann orku, gleði
og ómetanlegum kjarki til að takast
á við lífið.
Elsku amma, við kveðjum þig
með miklu þakklæti fyrir þann dýr-
mæta tíma sem við áttum saman og
allt það sem þú hefur gefið okkur.
Minninguna um þig munum við
ALDA
PÉTURSDÓTTIR
✝ Herdís Guð-mundsdóttir
fæddist á Sæbóli í
Aðalvík í Sléttu-
hreppi í N-Ís. hinn
10. október 1917.
Hún lést á Hjúkrun-
arheimilinu Sólvangi
í Hafnarfirði 4. apríl
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru
Margrét Halldóra
Þorbergsdóttir, f. 3.
12. 1896, og Guð-
mundur Lúther Her-
mannsson, f. 17.3.
1890. Systkini Her-
dísar eru Bergþóra Guðmunds-
dóttir, f. 17.10. 1918, d. 20.7. 2000;
Sigríður Guðmundsdóttir, f.
23.10. 1921; Inga Guðmundsdótt-
ir, f. 13.10. 1926;
Finnbjörn Guð-
mundsson fæddur
7.7. 1929, og Hanna
Guðmundsdóttir, f.
4.5. 1931.
Herdís giftist Jó-
hanni Waage hinn
26.12. 1945. Þau
skildu. Hinn 11 4.
1972 giftist Herdís
Gísla Hildibrands-
syni. Hann lést 12.5.
1972. Herdís eignað-
ist tvo syni, Svein
Þráinn Jóhannesson
f. 14.4. 1944, og Ing-
ólf A. Waage, f. 16.7. 1946.
Herdís verður jarðsungin frá
Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði í dag
og hefst athöfnin klukkan 15.
Dísa mín, þá ertu farin. Mig
langar að byrja á því að segja
hversu gaman það var að vera með
þér síðustu vikuna þína, upplifa
brosið þitt, upplifa lítillæti þitt,
upplifa löngun þína til að vera með
í gamni samverustunda. Þetta fann
maður þó svo Elli kerling hafi ver-
ið búin að setja mark sitt á þig.
Mínar minningar um þig eru og
verða þó flestar frá síðustu áratug-
um og aðallega frá ótal ferðum til
Aðalvíkur síðustu tvo áratugi svo
og aðrar stundir.
Þrátt fyrir áratuga heilsubrest
varstu ekki að draga af þér í
vinnuferðum í Aðalvík og dugn-
aður þinn dró okkur hin áfram. Þú
varst ekki þannig manngerð sem
var stöðugt að hafa sig í frammi og
í raun naustu þess betur að vera
hlustandi en að taka beinan þátt í
umræðunni þó svo að við hin viss-
um alltaf afstöðu þína vegna
stuttra en hnitmiðaðra athuga-
semda sem þú komst að.
Þú sagðir þína skoðun umbúða-
laust, sem gat á stundum komið
við fólk, sérstaklega við þá sem
ekki þekktu þig. En ljúfmennska
var aldrei langt undan og brosið
þitt hlýja. Ég og mínir vorum í
þeim hópi og hann er stór, sem
urðum aðnjótandi að ljúfmennsku
þinni og væntumþykju og erum
ríkari á eftir.
Það hefur oft verið sagt við mig,
þegar ég segi frá því að ég sé ætt-
aður úr Aðalvík: „Bíddu, eru ekki
bara galdramenn og útilegufólk
þaðan?“ Það má til sanns vegar
færa að það hafi þurft galdramenn
til að lifa af þá hörðu lífsbaráttu
sem var á þessum slóðum. Þessi
harða lífsbarátta hafði áhrif á fólk
og ekki fórst þú, Dísa mín, var-
hluta af því. Sem unglingur fórst
þú til róðra með afa enda sagðir
þú oft að þú hefðir verið strák-
urinn hans pabba. Þú varst hluti af
þessu dugnaðarfólki sem háði
harða lífsbaráttu fyrir vestan og
mótaðist af því.
Vegna tíðra og oft á tíðum sum-
arlangra dvala þinna í Aðalvík, eft-
ir að byggðin fór í eyði, og þeirra
fjölmörgu, sem komið hafa við hjá
þér á Bólinu fullyrði ég að Dísa á
Bólinu sé þekktasta nafn í Að-
alvíkinni á seinni hluta síðustu ald-
ar. Er þér sómi að því og okkur
virðing að eiga þig að í minningum
svo margra, sem komu við hjá þér
og eiga góðar minningar frá því.
Far þú í friði, Dísa mín. Það
munu margir sakna þín en einnig
eru margir sem bíða eftir þér og
það er örugglega þegar búið að
panta hjá þér hausastöppu.
Hafsteinn, Hera,
Inga Dís, Vignir.
Nú þegar komið er að leiðarlok-
um hjá Herdísi Guðmundsdóttur
frá Bóli á Sæbóli í Aðalvík, langar
mig að minnast hennar með
nokkrum orðum.
Við Dísa, eins og hún var jafnan
kölluð, vorum bræðrabörn. Feður
okkar, Guðmundur og Jón, voru
mjög samrýndir og áttu vélbátinn
Fríðu, sem róið var á til að afla
lífsbjargar, enda stór heimili hjá
báðum. Við vorum níu systkinin og
þau sex.
Dísa var 13 árum eldri en ég og
var því komin undir tvítugt er ég
fór að muna eftir henni. Þá var
hún farin að heiman en kom oft
heim í Aðalvíkina. Ég kynntist
henni mest í Hafnarfirði, þar sem
við höfum átt heima. Einnig á
ferðum okkar til Aðalvíkur og dvöl
þar, en þangað sótti Dísa mjög og
dvaldi oft lengi sumars og þá
stundum ein. Hún tók þá gjarnan
á móti ferðalöngum og var gestris-
in. Um tíma hafði hún embætti,
var veiðivörður og seldi leyfi. Hún
var vel kynnt á þessum slóðum og
meðan Fagranesið var í ferðum
fylgdist áhöfnin vel með henni og
vistaði eftir þörfum.
Mig langar að geta þess að er
þau frændsystkinin hún og Villi
frændi (VHV) hittust í Aðalvík,
sem oft gerðist, þá var það ófrá-
víkjanlegt frá hans hendi að Dísa
eldaði hausastöppu og lagði hann
oft mikið á sig til að ná í hausa og
lifur.
Dísa var kvik í hreyfingum og er
maður sá hana á göngu var hún
alltaf að flýta sér. Sást oft á götum
Hafnarfjarðar, bein og gjarnan á
háum hælum. Þannig kom hún oft
á lögreglustöðina í heimsókn, en
það var vinnustaður minn og um
tíma Ingólfs sonar hennar. Hún
kom þá gjarnan færandi hendi
með nýbakaðar kökur eða kleinur.
Dísa var söngelsk og söng í kór-
um áður fyrr. Sótti tónleika og
einnig leikhús, var menningarlega
sinnuð. Karlakórinn Þresti studdi
hún og sótti alla tónleika kórsins,
styrktarfélagi, sem henni er þakk-
að, en mér er málið svolítið skylt.
Að lokum þakka ég Dísu fyrir
samfylgdina og mæli þar fyrir
hönd konu minnar og dætra, svo
og systkinanna úr Jónshúsi.
Dísa hafði átt við vanheilsu að
stríða síðustu árin og dvaldi á Sól-
vangi í Hafnarfirði. Ég kom til
hennar síðast fyrir um það bil
tveimur mánuðum og þá raulaði ég
með henni vísu, sem oft var sungin
í Aðalvík, „Að vaka, vinna og
stríða“. Þá leit hún kankvís á mig
og brosti og er það síðasta brosið
hennar í mínu minni. Aðstandend-
um votta ég samúð.
Jóhannes Páll Jónsson.
HERDÍS
GUÐMUNDSDÓTTIR