Morgunblaðið - 14.04.2003, Side 36

Morgunblaðið - 14.04.2003, Side 36
     !"  #$  % " & '  " ( " ) $!                                   !   "       #   $%     & '    ( ! )  "   * #   ( #  +   ,-     ./01 2303 104 305 .04 .06 207 207 203 205 208 607 601 605      NÆRRI sex af hverjum tíu kjósend- um telja að skatta- og velferðarmál ráði mestu um hvaða flokk þeir kjósa í komandi þingkosningum, sam- kvæmt skoðanakönnun Félagsvís- indastofnunar Háskóla Íslands sem gerð var fyrir Morgunblaðið dagana 6. til 11. apríl síðastliðinn. Rúm 30% svarenda í könnuninni nefndu skatta- mál og tæp 28% nefndu félagslega velferð, þ.e. húsnæðismál, mennta- mál, heilbrigðismál, velferðarkerfið og málefni aldraðra, öryrkja og ungs fólks. Næstu málefni þar á eftir eru sjáv- arútvegsmál og kvótakerfið, sem 8,5% svarenda nefndu, efnahagsmál nefndu 7,6%, atvinnumál 3,5%, frammistöðu ríkisstjórnar og stjórn- málaflokka nefndu 3,1% og athygli vekur að einungis 1,9% nefndu utan- ríkismál og 1,8% Evrópumál. Í könnuninni var spurt: Hvaða málefni mun ráða mestu um hvaða flokk eða lista þú munt kjósa í næstu alþingiskosningum? Nefndu rúm 80% svarenda eitthvert málefni en rúm 10% voru óákveðin. Séu svör fólks skoðuð eftir stuðn- ingi við flokka, og þau þrjú málefni sem oftast voru nefnd, kemur í ljós að meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks nefndu hlutfalls- lega flestir skattamál, eða 40,5% sjálfstæðismanna og 26,9% fram- sóknarmanna. Meðal kjósenda Sam- fylkingarinnar og Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs, VG, nefndu flestir félagslega velferð, eða rúm 42% samfylkingarfólks og 41,3% kjósenda Vinstri grænna. Nærri sex af hverjum tíu kjósendum Frjáls- lynda flokksins nefndu oftast sjávar- útvegsmál og kvótakerfið, eða 57,1%. Könnunin var sem fyrr segir gerð dagana 6. til 11. apríl. Félagsvísinda- stofnun studdist við 1.200 manna slembiúrtak úr þjóðskrá sem náði til allra landsmanna á aldrinum 18–80 ára. Nettósvörun var 66,5%, 20% neituðu að taka þátt í könnuninni og ekki náðist í 13,5% úrtaksins. Könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið Skatta- og velferðarmál skipta kjósendur mestu máli  Áhersla á/6 LÁRA Diego Martin sem búsett er á Írlandi en hefur fram að þessu haft íslenskt vegabréf fær það ekki endurnýjað þar sem faðir hennar, sem er bandarískur ríkisborgari, og móðir, sem er íslensk, voru gift þegar hún fæddist. Samkvæmt lögum sem í gildi voru þá tilheyrir hún ríkis- fangi föður en hefðu þau ekki verið gift væri hún íslenskur ríkisborgari. Íslenskt vegabréf Láru rennur út í maí á þessu ári og verður hún þá án ríkisfangs, að eigin sögn. Sjálf segist hún aldrei hafa haft annað ríkisfang en íslenskt. Lára flutti til Bandaríkjanna þegar hún var kornabarn en bjó síðar um árabil hér á landi, giftist íslenskum manni og eignaðist tvö börn sem eru íslenskir ríkisborgarar. Undanfarna tæpa tvo áratugi hefur hún búið erlendis, fyrst í Bandaríkjunum og nú síðast á Írlandi þar sem hún býr ásamt bandarískum eiginmanni. Þegar Lára spurðist fyrir um endurnýjun á vegabréfi í gegnum sendiráð Íslands í Lund- únum í febrúar fékk hún þau svör frá dóms- málaráðuneyti að hún gæti ekki fengið íslenskt vegabréf þar sem hún hefði ekki íslenskan rík- isborgararétt. Faðir hennar væri bandarískur ríkisborgari og hún því með bandarískan rík- isborgararétt. Lára segist hafa haft atvinnu- og dvalarleyfi í Bandaríkjunum (Græna kortið) en aldrei verið með bandarískan ríkisborgararétt og aldrei annað ríkisfang en íslenskt. Fanney Óskarsdóttir, lögfræðingur hjá dóms- málaráðuneytinu, segir að svo virðist að það hafi viðgengist á árum áður að fólk fengi ís- lenskt vegabréf, t.a.m. út á móður, án þess að það væri kannað sérstaklega hvort viðkomandi ætti rétt á því. Í dag séu allar skráningar hjá Hagstofu fullkomnari og hægt að rekja hvort foreldrar hafi verið í hjúskap og hvort viðkom- andi hafi fengið íslenskan ríkisborgararétt á grundvelli laga hverju sinni. Hún segir þó að nokkur slík mál komi upp af og til í ráðuneytinu þar sem fólki sé synjað um ríkisborgararétt á grundvelli laga sem voru í gildi við fæðingu við- komandi. Fanney segir að Lára geti hugsanlega sent Alþingi umsókn um ríkisborgararétt. Á íslenska móður og tvö íslensk börn en fær ekki endurnýjun á vegabréfi Ekki íslensk því móðirin var gift MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 14. APRÍL 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Smáralind - Glæsibæ ÞEIR voru ekki háir í loftinu listamennirnir sem handmáluðu páskaegg að sænskum sið í kjallara Norræna hússins á laugardaginn. Þar bauð Sænska félagið krökkum sem eiga sænska foreldra í páskaföndur og var afrakst- urinn ýmiss konar skreytingar. Þær eiga síðan eflaust eftir að prýða heimili krakkanna í páskavikunni. Agnes Davíðsdóttir var ein þeirra sem mál- uðu páskaegg í Norræna húsinu. Sjálf var hún fallega máluð í andliti og brosti sínu blíðasta til ljósmyndarans. Morgunblaðið/Kristinn Ungir listamenn mála páskaegg LÖGREGLAN í Reykjavík kannar nú ásakanir sem komið hafa fram gegn einum einka- reknum leikskóla í borginni um að forsvarsmenn hans hafi látið líta svo út að börn hafi verið fleiri tíma í leikskólanum en þau voru í raun og veru. Með þeim hætti fékk skólinn hærri greiðslur en honum bar. Þetta staðfesti Bergur Felix- son, framkvæmdastjóri Leik- skóla Reykjavíkur, í gær en stofnunin lét lögreglu vita af ásökununum. Hann segir rann- sókninni ekki lokið og í raun lít- ið hægt að segja um málið á þessu stigi. Slíkar ásakanir séu einsdæmi í Reykjavík. Hugsan- lega sé einungis um að ræða óreiðu í bókhaldi en ekki með- vituð svik. Lögregla kannar meint svik á leikskóla BILUN varð í orkustöð Orkuveitu Húsavíkur í síðustu viku er rafmagn fór af bænum aðfaranótt þriðjudags og standa viðgerðir enn yfir. Á meðan fá Húsvíkingar rafmagn frá RARIK. Að sögn Sigurpáls Ásgeirssonar stöðvarstjóra bilaði túrbína vegna mikillar tæringar og verður ákvörðun tekin á næstu dögum til hvaða úrræða verður gripið. Gæti sá kostnaður numið frá nokkrum milljónum upp í nokkra tugi milljóna króna, allt eftir því hvað orkustöðinni verður ætlað að afkasta miklu í framtíðinni. Orkustöðin á Hrísmóum er varma- aflsstöð og á sér vart hliðstæðu á heimsvísu. Þangað er leitt yfirhitað vatn, um 120°C, í 16 km langri pípu frá Hveravöllum í Reykjahverfi og er það svo „kælt“ niður í 80°C til afhend- ingar á hitaveitukerfi bæjarins. Við kælinguna er varminn nýttur til raf- orkuframleiðslu fyrir bæjarbúa. Þessari tækni hefur verið beitt síðast- liðin ár og segir Sigurpáll nokkra „barnasjúkdóma“ hafa komið upp vegna tæringarvandamála, sem von- andi verði nú endanlega ráðin bót á. Hann segir viðgerðina hafa gengið vel en nú sé komið að ákvarðanatöku um framhaldið. Tjón vegna bilunar í orkustöð Húsvíkinga ÍSLENDINGAR taka þátt í uppbyggingarstarfinu í Írak þegar það hefst og er gert ráð fyrir að allt að fimm manns verði sendir þangað til skemmri tíma. Finnbogi Rútur Arnarson, sendifulltrúi í utan- ríkisráðuneytinu, segir að ekki standi til að senda íslenskt frið- argæslulið til Íraks alveg strax. Verið sé að vinna á þeim nótum í samvinnu við alþjóðastofnan- ir. Bandaríkjamenn segja að mikil þörf sé m.a. á lögreglu- mönnum, læknum, hjúkrunar- fræðingum og verkfræðingum. Ísland að- stoðar Íraka

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.