Morgunblaðið - 14.04.2003, Blaðsíða 23
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. APRÍL 2003 23
geyma eins og dýrgrip í hjörtum
okkar og hún mun styrkja okkur og
ylja um ókomna tíð.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Guðrún Helga, Ragnhildur
og Ragnar Björn.
Fréttin um að hún Alda væri dáin
kom sem reiðarslag. Engan óraði
fyrir að hún væri á förum. Hún var
alltaf svo ótrúlega ern og ung í
anda. Síðasta árið hafði þó verið
erfitt þar eð missir dótturinnar,
Helgu, gekk afar nærri henni.
Fyrir okkur er og verður bara ein
Alda, persónuleikinn var slíkur.
Minningin um hana mun aldrei
mást út. Hún var gædd mörgum
góðum eiginleikum enda hafði hún
einstaka nærveru. Hún var mjög
gefandi manneskja, hlý og um-
hyggjusöm, auk þeirrar jákvæðni
og lífsgleði sem ætíð geislaði af
henni. Lífshlaup Öldu var þó sann-
arlega ekki alltaf auðvelt en þá erf-
iðleika sem að steðjuðu tókst hún á
við af æðruleysi og þrautseigju.
Hún var sterk kona og raunsæ.
Það var mikil og góð frændsemi
milli fjölskyldna okkar. Okkur
systrum eru minnisstæðar heim-
sóknir þeirra Öldu og Mumma,
móðurbróður okkar, í Barmahlíð
þegar við vorum börn og unglingar.
Þeim fylgdi jafnan gleði og léttleiki.
Ekki síst minnumst við þar innilegs
hláturs og kímni Öldu. Þau löðuðu
okkur börnin að sér. Síðar átti ég,
Guðrún, eftir að njóta einstakrar
elskusemi og umhyggju Öldu. Eftir
lát móður okkar gekk hún mér og
nýfæddum syni mínum í mömmu og
ömmu stað um tíma er mest á reið.
Kristni hefur enda alltaf fundist
hann eiga örlítinn ömmuhlut í Öldu.
Þær tilfinningarnar voru gagn-
kvæmar veit ég.
Þeir eru margir sem munu sakna
Öldu, því öllum sem kynntust henni
þótti vænt um hana. Hún var bara
þannig manneskja. Við þökkum fyr-
ir að hafa fengið að njóta hennar.
Kærum frændsystkinum okkar
og fjölskyldum þeirra vottum við
okkar innilegustu samúð í þeirra
miklu sorg. Missirinn er mikill og
skarðið vandfyllt.
Ragnhildur og
Guðrún Alfreðsdætur.
Mig langar að þakka merkilegri
konu fyrir mig.
Fyrir ævalöngu giftist systir mín
elsta syni Öldu, Ragnari.
Alda var nákvæmlega eins og ég
hefði viljað vera; skynsöm, nægju-
söm, áhugasöm, gjafmild úr hófi og
ekki síst besta mamma og amma
sem nokkur gat átt.
Ég þakka samfylgdina, elsku
góða kona.
Þín
Sigríður Björnsdóttir (Sidda).
Við þá fregn að Alda Pétursdótt-
ir sé látin hvarflar hugurinn
nokkra áratugi aftur í tímann.
Með Öldu er gengin mikil sóma-
kona. Hún starfaði í Rammagerð-
inni í áratugi. Fyrst í Hafnarstræti
5, síðan í Austurstræti 3 og að lok-
um í Hafnarstræti 19 þar sem við
vorum starfsfélagar.
Það er minnisstætt þegar hún
kom til vinnu, hnarreist og ákveð-
in, og spjallaði við samstarfsmenn
og -konur. Síðan gekk hún beint til
sinnar deildar.
Á þeim árum sem við Alda störf-
uðum saman sá hún, ásamt Kol-
brúnu Jóhannesdóttur og Sigurði
Sigurðssyni, sem einnig eru látin,
um að selja og afgreiða smávöru-
minjagripina, þ. á m. silfrið, þó svo
að ullarvörurnar flytu með.
Oft var mikið að gera í þessari
deild og mikið fjör og gleði. Það
var alveg sama hve biðröðin var
löng, þá var starfsfólkið fyrir inn-
an búðarborðið fljótt og öruggt í
sínum aðgerðum við að þjóna út-
lendum og innlendum viðskipta-
vininum.
Þá var gaman að fylgjast með
samvinnu Öldu og Sigurðar. Þar
var eins og einn maður færi. Gleðin
skein úr andliti þeirrra beggja og
hlakkað var til að koma til vinnu
hvern dag.
Fólk finnur fljótt hvar það fær
góða og hlýlega þjónustu. Áttu
Alda, Sigurður og Kolbrún sinn
stóra þátt í því að viðskiptavinurinn
kom aftur og aftur til að kaupa
vörur sem glöddu. Alda átti sinn
þátt í velgengni Rammagerðarinn-
ar þar sem um þjónustu við útlend-
inga og Íslendinga var að ræða.
Með samviskusemi, dugnaði og
snyrtimennsku stundaði hún sína
vinnu.
Rammagerðin var með nokkuð
marga starfsmenn í vinnu. Yfirleitt
var um eldra fólk að ræða nema á
sumrin þegar afleysingar áttu sér
stað vegna sumarleyfa.
Þegar ég minnist Öldu er vert að
minnast einnig margra samstarfs-
manna hennar, sem voru vinir
hennar og félagar. Nokkrir þeirra
eru látnir, m.a. Sigurður Sigurðs-
son, Kolbrún Jóhannesdóttir,
Kristín Ólsen, Lísa Þorvaldsson og
Guðlaugur Bjarnason. Þetta fólk
starfaði um áratugaskeið saman.
Minning um góða konu og gott
samstarfsfólk lifir með manni.
Ég sendi fjölskyldu Öldu innileg-
ar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minnig Öldu Péturs-
dóttur.
Gunnar Hauksson.
Hún lifði lífinu lifandi, ung í anda
til hinstu stundar; aldrei að tvínóna
við hlutina. Það var því afar líkt
henni að kveðja með hraði. Ég get
ímyndað mér að henni hafi þótt nóg
lifað, ekki nennt að verða öðrum
byrði; best að drífa sig í þá hinstu
för sem allir eiga vísa.
Síðast hittumst við Alda fáeinum
dögum fyrir jól. Þá kom ég til henn-
ar án þess að gera boð á undan mér,
rétt til að óska gleðilegra jóla.
Tvær sonardætur voru að leggja
síðustu hönd á jólapakkana með
ömmu sinni. Allt virtist til reiðu,
pakkarnir stóðu skreyttir í röðum á
borði og stólum, tilbúnir til afhend-
ingar. Íbúðin hrein og snotur, eins
og ævinlega; komin jólalykt í húsið.
Við spjölluðum um heima og geima,
hún spurði tíðinda af mínu fólki og
sagði mér af sínu, með gleði og
stolti. Alda hafði skoðanir á flestum
hlutum og var ófeimin að viðra þær.
Hún bar bakkelsi á borð með
kaffinu, sagðist ekki lengur hirða
um að baka, nema lítið, enda hægt
að fá fullgóðar kökur í bakaríinu.
Og tíminn leið. Hún talaði um hve
sárt hún saknaði Helgu, einkadótt-
ur sinnar, sem lést fyrir aldur fram
ekki alls fyrir löngu. Ekkert virtist
þó megna að beygja þessa sterku
konu frekar en fyrri daginn. Hún
tók, að því er virtist, öllu sem að
höndum bar af einstöku æðruleysi.
Ekki dvaldi hún heldur um of við
það sem olli sársauka, heldur sneri
talinu fljótlega að öðru. Við ætluð-
um að hittast við hentugt tækifæri á
nýju ári og spjalla meira.
Nú er upprisuhátíðin að ganga í
garð, náttúran öll að vakna af vetr-
ardvala, en aldrei kom þetta hent-
uga tækifæri. Alda þurfti að fara og
hneppa öðrum hnöppum, í öðrum
stað.
Ég sé hana í anda, létta í lund og
fráa á fæti skunda á fund genginna
ástvina. Þar verða vísast fagnaðar-
fundir!
Ég kveð sómakonuna Öldu með
þökk og virðingu og bið eftirlifend-
um hennar alls góðs.
Áslaug
Benediktsdóttir.
Við andlát Öldu vinkonu minnar
er margs að minnast og margt að
þakka.
Við Alda kynntumst hér í
Reykjavík þegar við vorum 16 ára
unglingar. Reykjavík var ekki stór í
þá daga og tíðarandinn allt annar
en er í dag.
Ég hafði kynnst Axel mínum sem
síðar varð eiginmaður minn og Alda
kynnst sínum Mumma. Axel og
Mummi voru æskuvinir úr gamla
Vesturbænum og upp frá þessari
stund urðum við Alda vinkonur og
hefur aldrei skugga borið þar á.
Margt var brallað á þessum
æskuárum og margs er að minnast.
Á þessum árum bjó Alda á Vest-
urgötunni og man ég vel eftir móð-
ur hennar Helgu, sem var yndisleg
og góð kona.
Alda og Mummi eignuðust
snemma sitt fyrsta barn Ragnar og
síðan komu börnin koll af kolli, Úlf-
ar (Bói), Helga og Pétur Ingi sem
er yngstur.
Oft fórum við Axel til þeirra í
sumarbústaðinn við Þingvallavatn
og áttum þar góðar stundir.
Alda var heimavinnandi þar til
Mummi lést langt um aldur fram.
Fór hún þá að vinna utan heimilis,
vann hún í Rammagerðinni Hafn-
arstræti í áraraðir og síðustu árin
hálfan dag og hætti ekki fyrr en um
áttrætt eftir að hún lenti í slysi og
varð að hætta.
Alda var alla tíð glæsileg kona,
alltaf vel til höfð, hafði blíða og fal-
lega framkomu. Hún var ekki fljót-
tekin en trygg og sannur vinur vina
sinna.
Hún hafði létta lund og var mjög
jákvæð og góð kona.
Það var alltaf gott að koma til
hennar og yndislegt að fá hana í
heimsókn
Alda varð fyrir þeirri stóru sorg
að missa Helgu einkadóttur sína í
janúar 2002 og var það henni mikill
og sár missir.
Alda var mjög stolt af börnum
sínum og barnabörnum.
Ég votta sonum hennar og fjöl-
skyldum þeirra mína innilegustu
samúð. Megi góður Guð varðveita
þau og minninguna um mína elsku-
legu vinkonu.
Kristín Karlsdóttir (Kidda).
Það er komið að kveðjustund.
Nokkuð mörg ár eru liðin síðan við
komum fyrst inn á fallega heimilið
hennar Öldu á Holtsgötunni. Þá
vorum við að setjast á skólabekk í
Gagnfræðaskólanum við Hring-
braut ásamt Helgu dóttur hennar.
Á heimili Öldu var okkur alltaf vel
tekið og var hún einstaklega glaðleg
og jákvæð kona og sýndi okkur
ávallt áhuga. Ekki fór Alda var-
hluta af erfiðleikum lífsins því hún
missti eiginmann sinn Guðmund
Þorsteinsson listmálara á besta
aldri. Í gegnum árin vann Alda
lengst af í Rammagerðinni í Hafn-
arstræti og gekk oftast til vinnu
sinnar, létt í spori. Alda lagði mikið
upp úr samheldni fjölskyldunnar og
var hún mikill vinur barna sinna.
Var það henni því mikil raun er
Helga einkadóttir hennar lést fyrir
rúmi ári síðan. Að leiðarlokum
þökkum við henni fyrir samfylgdina
og sendum fjölskyldu hennar sam-
úðarkveðjur.
Jónína Herborg Jóns-
dóttir og Matthildur
Þórarinsdóttir
(Nína og Mattý).
MINNINGARGREINUM þarf
að fylgja formáli með upplýsing-
um um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um er fæddur, hvar og
hvenær dáinn, um foreldra
hans, systkini, maka og börn og
loks hvaðan útförin verður gerð
og klukkan hvað. Ætlast er til að
þetta komi aðeins fram í formál-
anum, sem er feitletraður, en
ekki í greinunum sjálfum.
Formáli
minningar-
greina
FRÉTTIR
HESTABLAÐIÐ Eiðfaxi er komið út
í breyttri mynd. Útgefendur blaðsins
segja í fréttatilkynningu að í blaðinu
sé horfið aftur til uppruna síns sem
gagnorðs upplýsinga- og skoðana-
blaðs. Í stað langra greina, sem náðu
yfir margar síður, séu núna margar
stuttar greinar saman á einni síðu.
Blaðið er ríkulega myndskreytt.
„Í blaðinu er fjallað um röspun og
rop, flutningabíla og hestakerrur,
notkun pappírs og pappa í stað spóns,
um fótabúnað hestamanna, forskrift
að reiðvegum, hrossasóttasprautur
og öryggistæki á ferðalögum. 20% af
efni blaðsins er fræðsla fyrir hinn al-
menna hestamann,“ segir í fréttatil-
kynningu.
Í blaðinu er lögð áhersla á kaup-
sýslu í tengslum við hross. Þar er að
finna viðtöl um kaupstefnuna miklu,
Equitana, í Þýzkalandi, hvers vegna
menn eru þar og hvers vegna menn
eru þar ekki. Sigurbjörn Bárðarson
segir frá því, hvernig hann fer að því
að selja hesta til Ameríku. Gerð er út-
tekt á kostnaði við hrossaflutninga,
fjallað um sendiherra íslenzka hests-
ins og fjármögnun reiðvega.
Nýr ritstjóri og útgáfustjóri Eið-
faxa er Jónas Kristjánsson. Hann er
einnig útgáfustjóri vefjarins eidfaxi.is
og Eiðfaxa International, sem gefinn
er út á ensku og þýzku.
Eiðfaxi kemur út
í breyttri mynd
Í STEFNUMÖRKUN fyrir naut-
griparækt á Íslandi næstu 10 árin
hefur verið samþykkt að stefnt skuli
að einni yfirstjórn í kennslu- og rann-
sóknaraðstöðu í nautgriparækt og að
hún skuli vera á Hvanneyri, en nú
fara þessar rannsóknir fram í Eyja-
firði, á Suðurlandi og Hvanneyri.
Þetta kom meðal annars fram á að-
alfundi Landssambands kúabænda,
sem fór fram í Bændahöllinni fyrir
helgi. Snorri Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Landssambands kúa-
bænda, segir að kúabændur vilji sjá
þessa starfsemi samræmda á einum
stað en nú sé hún undir tveimur rík-
isstofnunum og í raun undir þremur
aðilum.
Stefnumörkunin var eitt helsta
mál aðalfundarins, en gert er ráð fyr-
ir að hún verði tilbúin og kynnt í
næsta mánuði. Auk þess var tekið á
ýmsum málum og fjölmargar álykt-
anir samþykktar.
Á aðalfundi Búnaðarsamtaka
Vesturlands á föstudag var ákveðið
að veita stjórninni heimild til að flytja
höfuðstöðvar sínar frá Borgarnesi að
Hvanneyri og segir Snorri að þetta
breyti miklu enda efli fyrirhuguð
breyting til muna fagstarfið sem
bændur hafi aðgang að, en eftir hana
verði Búnaðarsamtökin í sama húsi
og Hagþjónusta landbúnaðarins,
Framleiðnisjóður landbúnaðarins,
Landbótasetrið, þ.e. skógræktin og
landgræðslan, og Landssamband
kúabænda.
Stefnumörkun rædd á aðalfundi
Landssambands kúabænda
Rannsóknaraðstaðan
verði á Hvanneyri
FRIÐVEIG Elísabet
Rósarsdóttir, sem missti
allt innbú sitt þegar eld-
ur kviknaði í íbúð henn-
ar út frá sjónvarpstæki
í byrjun marsmánaðar,
fékk nýlega nýtt sjón-
varpstæki, með inn-
byggðu slökkvitæki, að
gjöf frá H. Blöndal.
Friðveig er tveggja
barna móðir sem leigir
af Félagsbústöðum og
er barnsfaðir hennar
nýstiginn upp úr hjarta-
áfalli. Friðveig hefur í
meira en mánuð búið í
einu herbergi á gisti-
heimili með börnin sín
tvö, en barnsfaðir henn-
ar býr á gistiheimili Rauða kross-
ins fyrir veikt fólk.
Mjög litlar líkur eru á því að
íbúðin hefði brunnið jafn illa og
raun var á ef sjónvarpstækið
hefði innihaldið Purga-T sjálf-
virkt slökkvitæki segir í frétta-
tilkynningu frá H. Blöndal. Með
gjöfinni vonast fyrirtækið til að
fleiri feti í þeirra fótspor til að
hjálpa Friðveigu og fjölskyldu
hennar að koma undir sig fót-
unum að nýju.
Esther Helga Guðmundsdóttir (t.h.) afhenti
Friðveigu sjónvarpið.
Fékk sjónvarpstæki að gjöf
Morgunblaðið/Árni Sæberg
NÝ vefsíða Afstaða.net (http://
www.afstada.net) hefur verið opnuð.
Síðan gerir gestum kleift að kanna
hve vel viðhorf þeirra til helstu mál-
efna alþingiskosninganna 2003 sam-
rýmist afstöðu flokkanna sem eru í
framboði.
Gestir síðunnar taka könnun sem
samanstendur af 15 spurningum
sem tengjast heitustu kosningamál-
unum. Svör þeirra eru borin saman
við stefnuskrá flokkanna og fylgi
þeirra við hvern flokk birt að könnun
lokinni.
Könnunin er unnin af óháðum ein-
staklingum og er henni fyrst og
fremst ætlað að vera „kosningagam-
an“.
Geir Freysson og Sif Sigmarsdótt-
ir standa að síðunni.
Ný vefsíða, afstada.net