Morgunblaðið - 14.04.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.04.2003, Blaðsíða 1
Hoshyar Zebari, embættismaður í heimastjórn Kúrda í Norður- Írak, sagði að sérsveitarmenn Bandaríkjahers og kúrdískar sveitir hefðu handsamað al-Tikriti norðvestur af borginni Mosul í gærmorgun. Var al-Tikriti sagður hafa verið að reyna að komast yfir til Sýrlands þegar hann náðist, en Bandaríkjastjórn hefur ítrekað varað Sýrlendinga við því að skjóta skjólshúsi yfir embættis- menn Saddam-stjórnarinnar. Annar hálfbróðir Saddams, Barzan al-Tikriti, beið bana í sprengjuárásum bandamanna sl. föstudag. Watban og Barzan voru bræður en báðir eru nefndir sem ráðgjafar Saddams á lista Banda- ríkjamanna yfir háttsetta einstak- linga innan Saddam-stjórnarinnar sem talið er mikilvægt að klófesta. Gáfu sig fram í Bagdad Þá var haft eftir bandarískum embættismanni í gærkvöldi að einn af helstu kjarnorkuvísinda- mönnum Íraks, Jaffar al Jaffar, hefði gefið sig fram. Er von- ast til að hann geti veitt upp- lýsingar um kjarnorkuáætl- anir Saddam- stjórnarinnar. Kemur þetta í kjölfar þess að Amer al- Saadi hers- höfðingi, sem var helsti ráðgjafi Saddams í víg- búnaðarmálum, gaf sig fram við Bandaríkjaher í Bagdad á laug- ardag. Engar fregnir hafa borist af Saddam sjálfum, sonum hans og öðrum helstu ráðamönnum Íraka. Tommy Franks, yfirmaður herliðs- ins við Persaflóa, skýrði hins veg- ar frá því í gær að Bandaríkja- menn réðu yfir lífsýnum úr Saddam sem gerðu þeim kleift að framkvæma DNA-rannsóknir á líkum til að athuga hvort þar væru jarðneskar leifar forsetans fyrr- verandi. Hálfbróðir Saddams handsamaður BANDARÍKJAMENN handsömuðu hálfbróður Saddams Husseins, Watban Ibrahim al-Tikriti, í norðurhluta Íraks í gær, nærri landa- mærunum að Sýrlandi. Frá þessu var skýrt á kúrdísku sjónvarps- stöðinni KTV og hafa bandarískir embættismenn staðfest fréttina. Al-Tikriti er sagður hafa verið ráðgjafi Saddams og gegndi hann m.a. á sínum tíma embætti innanríkisráðherra í stjórn Saddams. Arbil, Washington. AFP, AP. Watban Ibrahim al-Tikriti Stríð í Írak: Ómetanlegir munir eyðilagðir eða þeim stolið  Eiga lífsýni úr Saddam 12 STOFNAÐ 1913 102. TBL. 91. ÁRG. MÁNUDAGUR 14. APRÍL 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is BANDARÍKJASTJÓRN veittist í gær harka- lega að Sýrlendingum, sakaði þá um að ráða yfir efnavopnum og varaði þá við því að hleypa hátt- settum, íröskum ráðamönnum á flótta inn í landið. Bandarískir ráðamenn hótuðu ekki að grípa til aðgerða gegn Sýrlendingum en ummæli þeirra voru höfð til marks um að spenna í sam- skiptum ríkjanna hefði aukist snögglega nú þeg- ar fyrirsjáanlegt væri að herförinni í Írak lyki brátt. „Sýrlenska ríkisstjórnin verður að starfa með okkur og bandamönnum okkar,“ sagði George W. Bush Bandaríkjaforseti og tók fram að ekki yrði liðið að fyrrum ráðamenn í Írak og leiðtog- ar Baath-flokksins fengju að komast undan með því að fara um sýrlenskt land. Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra gekk lengra því hann fullyrti að hátt settir Írakar hefðu flúið til Sýrlands. Einhverjir þeirra væru þar enn en aðrir hefðu haldið þaðan til annarra landa. Sýrlendingar hafa neitað þessum ásökunum. Skoruðu þeir í gær á Bandaríkjamenn að leggja fram sannanir fyrir máli sínu. Í máli Rumsfelds kom og fram að margir Sýr- lendingar hefðu fallið í bardögum í Bagdad, höf- uðborg Íraks, og fjölmargir verið teknir til fanga. Mjög margir Sýrlendingar hefðu komið til Íraks til að berjast gegn innrásarliði Breta og Bandaríkjamanna. Efnavopn og hryðjuverkatengsl Bush forseti vék einnig að meintri gjöreyð- ingarvopnaeign Sýrlendinga. „Við teljum að efnavopn sé að finna í Sýrlandi,“ sagði forset- inn. Bandaríkjamenn hafa áður greint frá því að Sýrlendingar eigi efnavopn og fullyrt að þar sé jafnframt unnið að þróun lífefnavopna. Donald Rumsfeld hefur sagt að eitthvað af meintum gereyðingarvopnum Íraka hafi hugsanlega verið flutt til „annars lands“ án þess að nefna það. Þessum ásökunum neituðu Sýrlendingar einn- ig í gær og kváðust tilbúnir til að heimila eftirlit í landinu til að sanna að þar væri engin gereyð- ingarvopn að finna. Bandaríska vikuritið Time birtir í dag grein þar sem fram kemur að leið- togi hryðjuverkasamtaka sem tengd hafa verið Osama bin Laden haldi til í Sýrlandi. Bardagar í Tikrit Bandarískar hersveitir héldu í gær inn í Tikr- it, heimaborg Saddams Husseins, fyrrverandi Íraksforseta. Fregnir hermdu að mótstaða Íraka væri heldur lítil þar og óskipulögð. Ljóst varð fyrr í gær að sveitir Lýðveldisvarðarins sem áttu að verja borgina höfðu flúið af hólmi eftir að hafa orðið fyrir þungum loftárásum á undanliðnum dögum og vikum. Um 250 banda- rískir brynvagnar voru sagðir hafa haldið inn í borgina og hermdu fregnir að 15 Írakar, hið minnsta, hefðu verið felldir. Virtist sem „Písl- arvottar Saddams“ og sveitir Baath-flokksins héldu uppi vörnum í borginni en hugsanlegt hafði verið talið að Saddam Hussein og und- irsátar hans væru í felum þar. Sýrlendingar sagðir hjálpa Írökum á flótta Bush segir Sýrlendinga eiga efnavopn  Bandarískt herlið komið til Tikrit GERHARD Schröder, kansl- ari Þýskalands, hefur ákveðið að halda sérstaka ráðstefnu í maí um umdeildar umbótatillögur í efnahagsmálum sem hann hefur lagt fram. Er markmið ráð- stefnunnar að tryggja að sátt ríki inn- an Jafnaðarflokks Schröders (SPD) um tillögurnar. Umbótatillögur Schröders fela m.a. í sér lækkun bóta til þeirra sem lengi hafa verið án atvinnu og að reglum verði breytt þannig að atvinnurek- endur eigi auðveldara með að segja verkafólki upp störfum, en sumir telja slíkar ráðstafanir eina ráðið til að blása lífi í efnahag Þýskalands. Marg- ir í vinstri armi SPD eru hins vegar alfarið á móti þessum hugmyndum. Næstum 4,7 milljónir manna eru nú án atvinnu í Þýskalandi, meira en 11% landsmanna. Berlín. AFP. Gerhard Schröder Vill ræða efnahags- umbætur BANDARÍKJAHER hefur heitið því að reyna að binda enda á það öngþveiti sem hefur ríkt í borgum Íraks undanfarna daga, eða frá því að stjórn Saddams Huss- eins féll. Hafa hundruð manna, sem störfuðu fyrir hið opinbera og í lögreglunni í valdatíð Saddams, svarað kalli Bandaríkjahers um að gefa sig fram í því skyni að aðstoða við að koma á lögum og reglu í Bagdad. Á stærri myndinni sést hvar bandarískir land- gönguliðar aðstoða Írakann Ayyad Talal í gær en hann sagði ræningja í Bagdad hafa skotið sig í handlegginn. Bar Talal sig illa eins og margir íbúa Bagdad sem vart hafa þorað út á götu vegna ástandsins undanfarna daga. Á minni myndinni getur hins vegar að líta Shoshana Johnson (fyrir miðju) en hún var í hópi sjö bandarískra hermanna sem fundust heilir á húfi í gær eftir að hafa verið í haldi Írakshers frá 23. mars sl. AP AP Reyna að koma böndum á öngþveitið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.