Morgunblaðið - 14.04.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.04.2003, Blaðsíða 16
Vikivakar á þjóð- lagahátíð ÞJÓÐLAGAHÁTÍÐIN á Siglu- firði verður haldin dagana 2.–6. júlí. Í ár er boðið upp á samtals 11 námskeið fyrir börn og full- orðna auk fjölda tónleika. Að þessu sinni verður athyglinni beint sérstaklega að vikivökum, hinum fornu söngdönsum Ís- lendinga. Setningartónleikar hátíðar- innar verða miðvikudaginn 2. júlí. Þar leikur sænski þjóðlaga- hópurinn Draupnir ásamt Önnu Pálínu Árnadóttur margvíslega vikivaka. Tvennir tónleikar verða á hverjum degi auk nám- skeiða sem standa yfir 3. og 4. júlí. M.a. verða kenndir vikivak- ar, norrænir þjóðdansar, búlg- örsk þjóðlagatónlist, rímna- kveðskapur, þæfing og refilsaumur auk silfursmíði. Þá verður saga og náttúra Siglu- fjarðar kynnt á sérstöku útivist- arnámskeiði. Á laugardagskvöld verður uppskeruhátíð þar sem afrakstur námskeiðanna verður kynntur og á sunnudeginum lýkur hátíðinni með hljómsveit- artónleikum. Ungir hljóðfæra- leikarar ásamt siglfirskum kór- um flytja íslenska tónlist. Einsöngvari á tónleikunum er Hlöðver Sigurðsson og einleik- ari á píanó Renata Ivan. Menningarborgarsjóður og Siglufjarðarkaupstaður styrkja hátíðina. Nánari upplýsingar eru á slóðinni www.siglo.is. LISTIR 16 MÁNUDAGUR 14. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudaginn 4. maí fylgir Morgunblaðinu ríkulega myndskreyttur blaðauki um sumarhús og garðrækt. Meðal efnis er: NÝJUNGAR Í GARÐRÆKT SÓLPALLAR OG VERANDIR RÆKTUN MATJURTA OG KRYDDJURTA ÖRYGGISMÁL SUMARHÚSA STEINSTÍGAR OG HLEÐSLUR Í GARÐA FRÁRENNSLI SUMARHÚSA Blaðið er prentað á 60 g pappír og skorið. Auglýsendum er bent á að nýta allan prentflötinn, þ.e. að láta auglýsingarnar „blæða“. Síðustærðin er 26,5x39,8 sm. Pantið tímanlega! Pöntunarfrestur er til kl. 16:00 föstudaginn 25. apríl. Skilatími á fullunnum auglýsingum er til kl. 16:00 mánudaginn 28. apríl. Hafðu samband við sölufulltrúa auglýsingadeildar Morgunblaðsins í síma 569 1111 eða augl@mbl.is Garðurinn 2003 SIGURÐUR Örlygsson myndlist- armaður er nýsnúinn aftur frá Ind- landi, þar sem hann hefur dvalið undanfarna mánuði og unnið að list sinni. Dvölinni þar ytra lauk hann með vinnustofusýningu. „Íslenskur vinur minn, sem er bú- settur í Indlandi, bauð mér að koma og dveljast hjá sér um skeið. Ég hélt því utan í nóvember og bjó hjá hon- um fyrst um sinn, en flutti svo í það sem er kallað Cholamandal Artist’s Village og dvaldi þar. Ég var því úti í rúma fjóra mánuði,“ segir Sigurður í samtali við Morgunblaðið. Þorpið er í Madras í S-Indlandi, sem nú heitir Chennai, og þar búa margir af þekkt- ustu myndlistarmönnum Indverja. Sigurður vann að list sinni meðan á dvöl hans í þorpinu stóð og hélt hann að lokum sýningu á afrakstr- inum í vinnustofu, sem hann hafði í þorpinu, fyrir hvatningu eins þekkt- asta myndlistarmanns Indverja, C. Douglas, sem Sigurður kynntist í þorpinu. Sýningin hlaut þó nokkra umfjöllun í tveimur stærstu dag- blöðum Chennai. „Það kom mér nokkuð á óvart að mér væri sýndur svona mikill áhugi, en það vekur kannski athygli þeirra þegar hvítur risi kemur og heldur myndlistarsýn- ingu!“ Þetta er í fyrsta sinn sem hann ferðast út fyrir Vesturlönd og segir hann að sér hafi þótt Indland mjög sérstakt. „Ég ákvað að nota þá upplifun, sem ég varð fyrir, í list- sköpun mína þarna úti. Áður en ég fór út hafði ég verið að mála myndir af fjölskyldu minni og annað mjög tengt mér, allskonar fantasíumál- verk og ég veit ekki hvað. Í staðinn ákvað ég að mála mjög realistískar myndir frá Indlandi.“ Sigurður valdi hljóðlátari staði landsins sem viðfangsefni, frekar en þá mannmörgu. „Til dæmis málaði ég myndir af hofi á ströndinni, dýrin, fólkið og húsin,“ segir hann. Þessi einvera sem Sigurður kaus að sýna í myndum sínum vakti sérstaklega at- hygli gagnrýnenda indversku dag- blaðanna. Sagði meðal annars í um- fjöllun í The New Indian Express: „…verk Sigurðar fá mann til að sjá hulda fegurð í hlutum, sem myndu týnast í óreiðu fjöldans.“ Verkin sem hann vann í Indlandi fylgdu Sigurði heim til Íslands, og segir hann vel mögulegt að hann haldi sýningu á þessum verkum í framtíðinni. „Annars á ég eflaust eft- ir að vinna meira úr þessari reynslu,“ segir hann að lokum. Frá vinnustofusýningu Sigurðar í Cholamandal Artist’s Village í Indlandi. Málaði einveruna í Indlandi ODDNÝ lauk námi frá Tónlist- arskólanum í Kópavogi vorið 2000 með burtfarartónleikum í Salnum. Eftir að hafa haldið vel heppnaða tónleika í Stykkisholmi fyrir ekki löngu, var nú komið að fyrstu sjálfstæðu einsöngstónleikunum á höfuðborgarsvæðinu og ekki þurfti hún að kvarta um áhugaleysi því Laugarneskirkja var allvel setin þennan eftirmiðdag. Fyrri hluti tónleikanna var helgaður íslenskum tónskáldum og var þar sungin hver perlan á fæt- ur annarri. Vorgyðjan kemur eftir Árna Thorsteinsson, Myndin þín eftir Eyþór Stefánsson, Viltu fá minn vin að sjá eftir Karl O. Run- ólfsson, Draumalandið eftir Sigfús Einarsson, Svanasöngur á heiði eftir Sigvalda Kaldalóns, Söknuð- ur eftir Pál Ísólfsson og Kveðja eftir Þórarin Guðmundsson rak síðan lestina. Oddný söng allar þessar perlur mjög músiklakst, með fallega mótuðum hendingum og mjög skýrum textaframburði. Íslensku sönglögin virðast falla mjög vel að röddinni og saman tókst þeim Krystynu að ná sumum laganna á virkilegt flug, má þar m.a. nefna Draumalandið, Svana- sönginn og Kveðjuna. Þetta á einnig við um ýmis lög í síðari hluta tónleikanna. Átta sígaunaljóð op. 103 eftir Johannes Brahms voru næst. Brahms samdi ljóðaflokkinn árið 1887 fyrir fjórar söngraddir og pí- anó. Textinn er ljóð sem kaupmað- urinn Hugo Conrat gerði eftir sígaunaþjóðvísum, en tónlistin er alfarið eftir Brahms sem umritaði söngvana árið 1888 fyrir eina söngrödd og píanó og er sú gerð þekktari og hefur stuðlað að vin- sældum ljóðaflokksins. Oddný á við smávandamál að glíma á neðsta sviði raddarinnar sem er þó ekki til neinna lýta en þarf samt að vinna aðeins betur. Hún fór mjög smekklega með ljóðin við frábæran meðleik Krystynar og var heildarsvipurinn góður. Franz Schubert átti næstu þrjú lög, An die Laute (1827), An den Mond (1815) og An Silvia (1826). Hér skipti Oddný úr þunga Brahms yf- ir í léttleika Schuberts og komu hin skörpu skil fram bæði í undir- leik og raddbeitingu. Ljóðatónlist Schuberts virðist hæfa rödd Odd- nýjar vel enda voru lögin vel sung- in sem og síðasta verkið á efnis- skránni, Habanera arían úr Carmen, L’amour est un oiseau rebelle. Ekki var komist hjá auka- lögum. Jeg elsker dig eftir Grieg og Vín, borg minna drauma eftir Rudolf Sieczynski. Oddný hefur hér sýnt og sannað að hún er góð ljóðasöngkona. Hún hefur mjög fallega og fyllta rödd sem hún beitir af músikölsku ör- yggi og mikilli vandvirkni. Túlkun allra laganna og mótun tónhend- inga var yfirveguð og sannfærandi og textaframburður yfirleitt skýr og góður. Krystina lék með á flyg- ilinn. Hinn frábæri leikur hennar var þýður en ákveðinn, með skörp- um átökum þegar það átti við og studdi vel við sönginn. Samstarf þeirra var hnökralaust og í mjög góðu jafnvægi. TÓNLIST Laugarneskirkja Oddný Sigurðardóttir, mezzosópran og Krystyna Cortes, píanóleikari. Sunnudag- urinn 6. apríl 2003 kl. 17. EINSÖNGSTÓNLEIKAR Fallegur ljóðasöngur Jón Ólafur Sigurðsson EKKI mun ofmælt að Oddgeir heitinn Kristjánsson hafi verið einn ástsælasti söngdansasmiður síðustu aldar á Íslandi og hann var þjóðar- tónskáld Vestmannaeyinga. Enn þekkja fjölmargir Íslendingar lög hans einsog Ég veit þú kemur í nótt til mín við ljóð Ása í Bæ og Und- urfagra ævintýr (Hátíðarnótt í Herj- ólfsdal) við ljóð Árna úr Eyjum og þau voru að sjálfsögðu á efnisskrá tónleika barnabarns hans, Hafsteins Þórólfssonar, og félaga í Hafnarborg í Hafnarfirði á þriðjudagskvöld og miðvikudagskvöldið 16. apríl verða Geira-lögin flutt í safnaðarheimili Landakirkju í Vestmannaeyjum og ekki er að efa að þar verður mikið klappað og bravóað einsog í Hafn- arborg á þriðjudagskvöld. Hafsteinn Þórólfsson er ungur tenórsöngvari er brátt lýkur námi hérlendis. Hann hefur mjúka og þekklega rödd og tókst oftast að flytja söngdansa afa síns á lág- stemmdum nótum krúnersins laus við allan tenórbelging sem síst hæfir tónlist sem þessari. Þó var hann meira í ætt við Hrein Pálsson en Sig- urð Ólafsson; skorti hina rýþmísku tilfinningu hestamannsins sem hafði þroskað hana ævilangt í danshúsum milli þess sem hann brá sér í hlut- verk einsöngvarans. Matti Kallio er finnskur nikkari sem samdi m.a. tónlistina við leikrit Bertolds Brechts, Punttila og Matti vinnumaður hans, sem nú er á fjölum Borgarleikhússins. Ef dæma skal af þessum tónleikum er hann enginn Tatu Kantomaa, en tækifærin voru ekki mörg hjá nikkaranum þótt hann og Aðalheiður ættu nokkra dúetta og Söknuð frá 1937 lék hann af innileik og fraseraði skemmtilega í sóló sín- um í Ég veit þú kemur. Það er ekk- ert grín að flytja það lag – í hugum margra er það lag Ellýjar Vilhjálms og undirritaður bætir jafnan Orms- lev við – og ekki tókst Hafsteini þar upp sem skyldi. Hann var miklu betri í lögum einsog Glóðir við ljóð Lofts Guðmundssonar frá 1935 og Vorvísu við ljóð Ása frá 1950 og þeg- ar krúnað var sem best var hann öruggur á tóninum og röddin laus við klemmu sem stundum vildi bregða fyrir. Aðalheiður var oft skemmtileg í píanóleik sínum og búggahrif í Gömlu götunni. Svona hefur Alfreð heitinn Washington ábyggilega spil- að í Eyjum forðum. Það lag sem mér kom mest á óvart og þótti hvað best flutt var Báran, sem Oddgeir samdi við ljóð Jóhanns Sigurjónssonar á árunum 1941-42. Lítil perla, ekta í gegn. Hafsteinn Þórólfsson á framtíðina fyrir sér og ekki að efa að hann á eft- ir að þroska og dafna sem listamaður – og þó að dálítið vanti uppá tækni og reynslu til að túlka Geira-lögin eins- og best verður kosið er hann á réttri leið. Það vantar söngvara hér sem geta sungið klassíska söngdansa á klassískan hátt – sem krúnerar en ekki óperusöngvarar – og er ekki al- veg nóg af kraftatenórum? TÓNLIST Hafnarborg Hafsteinn Þórólfsson söngur, Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanó og Matti Kallio harmonikku. Þriðjudagskvöldið 8.4.2003. DÆGURLÖG Söngdansar með skóluðum blæ Vernharður Linnet Námskeið hjá LHÍ NÁMSKEIÐ í vatnslitamálun – skissugerð úti og inni, hefst 19. maí í Listaháskóla Íslands. Kennari er Torfi Jónsson myndlistarmaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.