Morgunblaðið - 14.04.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.04.2003, Blaðsíða 20
MINNINGAR 20 MÁNUDAGUR 14. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Margrét Egg-ertsdóttir söng- kona fæddist í Reykjavík 26. júlí 1925. Hún lést á Landspítala–Landa- koti 1. apríl síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Eggert Kristinn Jóhannes- son, járnsmiður og trompetleikari, f. 13. júní 1892 á Haga í Gnúpverjahreppi, d. 31. maí 1940, og kona hans Halldóra Jónsdóttir, f. 4. júní 1894 í Botni í Dýrafirði, d. 26. jan- úar 1985. Margrét átti fjögur systkin: 1) Jóhannes, hljóðfæra- leikari, f. 31. maí 1915, d. 20. nóv- ember 2002; 2) Guðbjörg Þórunn, húsfreyja, f. 24. desember 1916, d. 1. mars 1945; 3) Einar Guðjón, verslunarmaður, f. 5. ágúst 1921; 4) Pétur, hljóðfæraleikari, f. 11. apríl 1927, d. 15. september 1947. Hinn 31. mars 1945 giftist Mar- 1962. Börn Eggerts eru: a. Auður Vala, f. 25. desember 1990, b. Ein- ar Daði, f. 6. janúar 1993, c. Páll, f. 6. október 1997, d. Jóhannes, f. 23. september 2002. 3) Valur, f. 31. október 1961, hljóðfæraleikari, kvæntur Lauru Marie Stephenson, f. 2. júlí 1961. Börn Vals eru: a) Jökull, f. 6. júní 1981, b) Katla Mar- ie, f. 29. febrúar 1996, c) Andri Hugh, f. 3. júlí 1998. Margrét ólst upp í Reykjavík og lauk gagnfræðaprófi frá Gagn- fræðaskóla Ingimars. Margrét hóf kórstarf í Barnakór Jóhanns Tryggvasonar og söng síðar í fjöl- mörgum kórum, s.s. Samkórnum og Dómkórnum. Hún var einn af stofnendum Kammerkórsins, Ein- söngvarakórsins og Ljóðakórsins, sem hún var í forsvari fyrir frá upphafi. Hún lærði söng m.a. hjá Sigurði Dementz, Primo Montan- ari og Maríu Markan og söng ein- söng á fjölmörgum tónleikum, í út- varp og við kirkjuathafnir. Hún var tónlistarfulltrúi Kirkjugarð- anna í Reykjavík frá árinu 1982 í u.þ.b. tíu ár og var í stjórn Söng- skólans frá stofnun hans fram til ársins 2001. Útför Margrétar verður gerð frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. grét Páli Þorsteins- syni, múrarameistara, f. 28. mars 1920, frá Stóru-Gröf í Skaga- firði. Foreldrar hans voru: Þorsteinn Jó- hannsson, f. 18. mars 1887, Þverá í Blöndu- hlíð, d. 14. desember 1969, og Mínerva Sveinsdóttir, f. 29. apríl 1885, Hóli í Sæ- mundarhlíð, d. 3. apríl 1971. Synir Margrétar og Páls eru: 1) Einar Ólafur, f. 26. október 1950, múrari, kvænt- ur Katrínu Guðjónsdóttur, sjúkra- liða, f. 4. október 1956. Börn Ein- ars eru: a. Margrét, innheimtu- fulltrúi, f. 7. mars 1973, b. Gyða, bókari, f. 16. september 1974, c. María, f. 27. september 1978, d. Freyja, f. 17. nóvember 1982, e. Eggert Páll, f. 7. maí 1984. 2) Egg- ert, f. 23. mars 1960, hljóðfæra- leikari, kvæntur Salvöru Nordal, forstöðumanni, f. 21. nóvember Margrét Eggertsdóttir kvaddi þetta líf að kvöldi dags 1. apríl eftir þriggja mánaða erfiða sjúkdóms- legu. Æðrulaus og róleg með frið í hjarta mætti þessi sterka kona sínu skapadægri. Margrét var stórbrotinn per- sónuleiki, skarpgreind og fjölhæf og listfeng með afbrigðum. Hún var glæsileg kona, skapheit en stillt og gædd höfðingslund. Hjálpsemi og fórnfýsi voru henni eðlislæg, öllum vildi hún leggja lið og hvers manns vanda leysa og gestrisnin var ómæld. Hún var Reykjavíkurmær, fædd og uppalin í Austurbænum, og þar lágu leiðir okkar fyrst saman á barnsaldri. Allt frá því að við stóð- um sem börn og hlustuðum hug- fangnar saman á Lúðrasveit Reykjavíkur spila við hátíðleg tæki- færi í bænum, en þar voru feður okkar í broddi fylkingar, hefur líf okkar og vinátta verið samofin tón- listarflutningi og söngstarfi, og fjöl- skyldur okkar bundist tryggða- böndum. Margrét var dóttir sæmdar- hjónanna Eggerts K. Jóhannesson- ar járnsmiðs og tónlistarmanns ættuðum frá Haga í Gnúpverja- hreppi og konu hans Halldóru Jónsdóttur frá Dýrafirði á Vest- fjörðum. Eggert var tónlistarmaður af guðs náð. Þótt tækifæri til tónlist- arnáms hafi verið afar takmörkuð á fyrstu áratugum 20. aldarinnar og Eggert þurft að vinna daglangt við járnsmíðina, þá náði hann ótrúlegri leikni í að spila á trompet og einnig waldhorn. Hann þótti besti og list- fengasti liðsmaður lúðrasveitanna, og var mörgum harmdauði þegar hann lést langt um aldur fram, en Margrét var þá fjórtán ára. Mér fannst hún alla tíð trega föður sinn. Móðir hennar Halldóra var kjarnakona og eftir lát Eggerts setti hún á fót matsölu til að sjá heimilinu farborða og einnig vann hún við fatasaum en systkinin voru fimm talsins. Tvö systkini Margrétar dóu ung, Guðbjörg 29 ára gömul úr berklum, en Pétur þeirra yngstur lést svip- lega af slysförum tvítugur að aldri. Þau þrjú sem lifað hafa langa ævi voru öll gædd tónlistargáfu föður síns. Elstur þeirra var Jóhannes, hann spilaði með Sinfóníuhljómsveit Íslands, fyrst sem sellóleikari og síðan slagverksleikari. En Jóhannes var einn af þeim sem gat spilað á flest hljóðfæri fyrirhafnarlaust. Einar og Margrét höfðu bæði einstaklega fallegar söngraddir. Einar söng með Fóstbræðrum í mörg ár og einnig með Þjóðleik- húskórnum en stundaði verslunar- störf lengst af. Margrét lagði söng- listina fyrir sig og gerðist atvinnusöngkona. Mjög kært var með þeim systkinum og er Einar nú einn eftir á lífi. Margrét byrjaði ung telpa að syngja í barnakór Jóhanns Tryggvasonar og þar kynntumst við tvær vel, því þar var ég líka og margir mætir söngvarar hófu feril sinn hjá Jóhanni. Hún hélt áfram að syngja hjá Jóhanni Tryggvasyni í Samkór Reykjavíkur og söng þar í nokkur ár. Ung að árum giftist hún glæsi- legum öðlingsmanni úr Skagafirði, Páli Þorsteinssyni frá Stóru-Gröf í Staðarhreppi, og var hjónaband þeirra mjög gæfusamt. Páll er múr- arameistari og hafði í áratugi mikil umsvif við byggingarframkvæmdir í Reykjavík. Hann er einhver heil- steyptasti og besti maður sem ég hef kynnst, traustur og raungóður. Þau hjónin reyndust móður Mar- grétar, frú Halldóru, afar vel og bjó hún mörg síðustu árin í skjóli þeirra, en hún lést níræð að aldri. Margrét og Páll eignuðust þrjá syni, mikla efnismenn, vel af guði gerða og hæfileikaríka, sem voru foreldrum sínum mjög hjartfólgnir. Sá elsti, Einar Ólafur, fetaði í fót- spor föður síns og gerðist múrari að atvinnu. En yngri synirnir, Egg- ert og Valur, lögðu tónlistina fyrir sig. Eggert er fyrsti pákuleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands en Valur er fyrsti kontrabassaleikari í Kon- unglegu sænsku fílharmóníuhljóm- sveitinni. Margrét var gríðarlega myndar- leg húsmóðir. Það lék allt í hönd- unum á henni og þau Páll bjuggu sér fallegt heimili sem ber fram- úrskarandi smekkvísi þeirra beggja fagurt vitni. Það var löngum gest- kvæmt hjá þeim hjónum enda mikl- ir höfðingjar heim að sækja. Þau voru samhent í því að taka sem best á móti gestum og gangandi og alltaf gat Margrét töfrað fram dýr- indis krásir hvernig sem á stóð. Það er ljúft að minnast þess að jafnvel fársjúk á banabeði hafði hún hugann við það að öllum væri boð- inn sá besti beini sem völ var á. Hún hélt sinni höfðingsreisn þar til yfir lauk. Söngstarf Margrétar var marg- þætt og merkilegt. Hún var aðal- altsöngkona bæjarins um áratuga skeið og eftirsótt í alla blandaða kóra. Hún hafði fagra, djúpa og mjúka kontraalt-rödd og óvenjulega næmt tóneyra. Margrét stundaði söngnám í mörg ár, lengst af hjá Sigurði Demetz en einnig hjá Primo Montanari og Maríu Mark- an. Hún söng víða einsöng, einkum við kirkjuathafnir og á kórtónleik- um. Hún söng einnig tvö kontraalt- óperuhlutverk í útvarpsflutningi með Sinfóníuhljómsveit Íslands, hlutverk Orfeusar úr óperunni „Orfeo og Euridice“ eftir Gluck og Miss Bagott, aðalhlutverk í óper- unni „Litli sótarinn“ eftir Benjamin Britten, og gerði það stórvel. Þær fáu upptökur sem varðveist hafa með söng hennar eru dýrmætar og sýna vel hve söngröddin var einstök og tónlistarnæmið óbrigðult. Hún gekk snemma til liðs við Dómkórinn hjá Páli Ísólfssyni og hafði Páll miklar mætur á henni. Þar var hún ómissandi söngkraftur og söngráðunautur í mörg ár. Hún átti stóran þátt í því að varða veg- inn til fegurri kórsöngs við jarð- arfarir þar sem sönggæði voru höfð að leiðarljósi. Hún söng í Kamm- erkórnum undir stjón Rutar Magn- ússon meðan hann starfaði en Mar- grét var einn af stofnendum hans. Þá var hún einnig einn af aðalstofn- endum Ljóðakórsins. Hún var um árabil, eða meðan Ljóðakórinn starfaði, í fyrirsvari fyrir kórinn ásamt því að syngja með honum og hann var þekktur fyrir sérlega vandaðan söng og varð fljótlega eft- irsóttasti kór við jarðarfarir í bæn- um. Þá söng hún með Einsöngv- arakórnum meðan hann starfaði, en hann söng við ýmis tækifæri hér heima og erlendis. Árið 1982 réðst Margrét til Kirkjugarða Reykjavíkur sem tón- listarfulltrúi og hafði umsjón með athöfnum við jarðarfarir. Með reynslu sína og fagmennsku leysti hún það starf af hendi afburðavel og leitaðist við að leysa hvers manns vanda. Hún var mjög vand- virk og skipulögð og stálminnug og næm á óskir þeirra fjölmörgu sem leituðu til hennar á sorgarstundu. Hún var líka alltaf viljug að hlaupa undir bagga og hjálpa til að syngja ef mikið lá við. Til dæmis söng hún undir minni stjórn í Ár- nesingakórnum í Reykjavík og einnig í Kór Söngskólans í Reykja- vík undir stjórn Garðars Cortes. Með báðum þessum kórum fór hún í söngferðalög til útlanda. Margrét sat í stjórn Söngskólans frá stofnun hans 1973 þar til fyrir tveimur árum og lagði á sig ómælda vinnu við að hjálpa til við að koma skólanum á fót. Hún að- stoðaði við allar fjáröflunarleiðir, hvort sem var við söngskemmtanir, bakstur, flóamarkaði eða sauma- skap. Hún saumaði t.d. ásamt Eygló Viktorsdóttur alla búninga á fyrstu óperuuppfærslu Íslensku óperunnar, Pagliacci í Háskólabíói. Og allt var þetta sjálfboðavinna. Hafi hún hjartans þökk fyrir það. Margrét og Páll reistu sér sum- arbústað á Stokkseyri á bakkanum við fjöruborðið. Þar áttum við mað- urinn minn, Örn Guðmundsson og ég, bústað rétt hjá og í tæp 30 ár áttum við samleið hvert sumar á bakkanum á Stokkseyri ásamt vin- um og stórfjölskyldu okkar beggja sem einnig áttu þar sumarhús. Þeir Örn og Páll urðu miklir vinir og ár hvert fóru þeir saman um bæna- dagana til Stokkseyrar, gerðu húsin klár fyrir sumarið og gengu sína árlegu pílagrímsgöngu á Loftstaða- hól á föstudaginn langa. Það mátti ekki bregðast. Á meðan sungum við Margrét við hátíðarmessur í bæn- um. Í því litla samfélagi allra sum- arbústaðaeigenda á Stokkseyri varð aðalmiðstöðin í bústað Möggu og Palla. Þar sat gestrisni þeirra hjóna í fyrirrúmi og þar var Margrét hrókur alls fagnaðar. Hún var afar launfyndin og sagði frá með leiftr- andi frásagnargleði og af ríkri kímnigáfu. Það voru dýrlegir sum- ardagar. Margrét var óvenju vinmörg og hélt alla sína ævi tryggð og vináttu við sína fjölmörgu vini og stóran frændgarð. En fjölskyldan var henni dýrmætust, Páll og synir þeirra þrír sem hún var afar stolt af og yndisleg barnabörn sem nú sjá á bak ómissandi ástkærri ömmu. Við Margrét og Ingunn Sigurð- ardóttir sem söng með okkur öll ár- in höfum á síðustu árum komið reglulega saman þrjár og yljað okk- ur við ljúfar minningar liðinna ára. Vinskapur okkar þriggja var djúp- stæður og oft ræddum við endalok- in. Þegar við heimsóttum Margréti skömmu áður en hún dó þá sagði hún svo fallega við okkur: „Það er engu að kvíða.“ Við kveðjum Möggu, kæra vinkonu okkar og söngsystur, með hjartans þakklæti fyrir dásamlega samfylgd á vegferð langri þar sem tónlistin sveif yfir vötnum. Guð gefi elsku Páli, son- unum Einari Óla, Eggert og Val, tengdadætrum og barnabörnum styrk í þeirra mikla missi. Hvíli elsku Margrét í guðs friði. Þuríður Pálsdóttir. Margrét Eggertsdóttir var sterk- ur persónuleiki og hafði mikil áhrif á umhverfi sitt. Hún var ætíð boðin og búin að rétta öðrum hjálparhönd og naut sín best í góðra vina hópi enda afar félagslynd. Tónlistin var Margréti í blóð bor- in. Faðir hennar, Eggert, lék m.a. á trompet og var að mestu sjálf- menntaður í tónlist. Yfir minningu föður hennar, sem lést langt fyrir aldur fram, var ákveðinn helgiblær og ljóst að þar hefur farið maður með óvenjulega tónlistarhæfileika. Öll systkini hennar fengu tónlist- arhæfileika í vöggugjöf og elsti bróðir hennar, Jóhannes, var m.a. slagverks- og sellóleikari í Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Þannig ólst Margrét upp við tónlist og lifði og hrærðist í sönglífinu sjálf frá blautu barnsbeini. Í gegnum starf sitt, föð- ur síns og elsta bróður þekkti hún framlag frumkvöðlanna frá fyrstu hendi og var í mun að afkomendur hennar skildu samhengið í íslenskri tónlistarsögu og því óeigingjarna starfi sem unnið hafði verið af fyrri kynslóðum. Þegar ég kynntist Eggerti syni hennar og kom fyrst á heimili Margrétar og Páls hafði hún dreg- ið sig að mestu í hlé frá söngnum. Ennþá var þó talsvert gestkvæmt á heimilinu og sjaldan hef ég kynnst eins miklum myndarskap og þar. Óðar og einhver settist nið- ur við eldhúskrókinn í Hjálmholt- inu voru reiddir fram dýrindis réttir hver af öðrum, sem hún gerði „með vinstri hendinni“ eins og hún orðaði það. Og varla var hún komin innúr dyrunum á sum- arbústaðnum á Stokkseyri en gesti fór að bera að garði og kökur að fylla borðin. Margréti fylgdi ávallt glaðværð því henni var lagið að sjá spaugilegu hliðarnar á tilverunni og sagði sérstaklega skemmtilega frá. Margrét var einstaklega gjaf- mild og örlát kona svo að enginn fór varhluta af sem þekkti hana. Hún bar hag fjölskyldu sinnar mjög fyrir brjósti og lét ekkert tækifæri ónotað að rétta afkom- endum sínum hjálparhönd. Ef hún vissi að gesta væri von hjá okkur Eggerti voru kökurnar tilbúnar hjá Margréti. Hún var vakin og sofin yfir velferð sona sinna og barnabarna. Barnabörnin áttu alltaf vísan stað hjá ömmu Möggu. Hún hvatti þau áfram, kenndi og söng fyrir þau og óskaði að þau lærðu að njóta tónlistarinnar sem var líf hennar og yndi. En umfram allt umvafði hún þau kærleika og hlýju sem börnin sóttu í við hvert tæki- færi. Í upphafi síðasta árs ákváðu Margrét og Páll að flytja úr Hjálmholtinu sem hafði verið heimili þeirra í tæpa fjóra áratugi. Þau fluttu í byrjun sumars í minni íbúð sem hentaði þeim betur. Mar- grét hafði varla lokið við að búa þeim nýtt heimili af mikilli smekk- vísi þegar alvarleg veikindi komu í ljós. Fljótlega var sýnt að hverju stefndi og að rausnarleg veisla Margrétar væri á enda. Eftir lifa fallegar minningar og djúp virðing þeirra sem hana þekktu. Salvör Nordal. Elsku amma, nú er komið að kveðjustund. Ég vil þakka fyrir all- ar þær yndislegu stundir sem ég hef átt með þér og afa. Það voru farnar svo ótal margar ferðir upp í sumó, þar sem við systur brölluðum ýmislegt í gegnum árin. Einnig minnist ég allra heim- sóknanna í Hjálmholtið, þar sem þú tókst alltaf á móti manni með opn- um örmum, dekraðir endalaust við mann. Og þegar við systur komum til að gista þá leið okkur alltaf eins og við værum prinsessur, enda vor- um við líka prinsessurnar þínar. Fjölskyldan sameinaðist alltaf á jóladag hjá ykkur. Þá áttum við saman góðan dag, borðuðum alltaf hangikjöt og í eftirrétt var svo allt- af einhver dýrindis kaka sem þú hafðir bakað enda varstu fræg fyrir baksturinn. Þessar stundir og allar góðu minningarnar geymi ég á góðum MARGRÉT EGGERTSDÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til- greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgun- blaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrif- uðum greinum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Um hvern látinn ein- stakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr. Ef útför er á sunnudegi, mánudegi eða þriðjudegi þurfa greinarnar að berast fyrir hádegi á föstudegi. Ber- ist greinar hins vegar ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist á réttum tíma. Birting afmælis- og minningargreina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.