Morgunblaðið - 14.04.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.04.2003, Blaðsíða 15
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. APRÍL 2003 15 Tvö sóltjöld fylgja öllum bílstólum til páska. Víngerðarverslunin þín! Fremstir síðan 1959 Gæðavara á góðu verði Ný sending komin sem fer beint á útsölu. Vertu tilbúinn fyrir grillið í sumar! Ármúla 15 - 108 Reykjavík - Sími: 533 3070 - www.vinhussins.isOpið föstud. 10 - 18 og laugard. 11 - 14 - RISA ÚTSALA! Innlausnarverð: 9.695.544 kr. 1.939.109 kr. 193.911 kr. 19.391 kr. 1. flokkur 1991: Innlausnardagur 15. apríl 2003 Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 3.078.058 kr. 307.806 kr. 30.781 kr. 3. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 500.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 2.738.878 kr. 1.369.439 kr. 273.888 kr. 27.389 kr. 1. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 13.487.899 kr. 2.697.580 kr. 269.758 kr. 26.976 kr. 2. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. 1. flokkur 1993: Innlausnarverð: 13.276.226 kr. 2.655.245 kr. 265.525 kr. 26.552 kr. Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. 3. flokkur 1993: Innlausnarverð: 12.226.715 kr. 2.445.343 kr. 244.534 kr. 24.453 kr. Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. 1. flokkur 1994: Innlausnarverð: 10.654.719 kr. 2.130.944 kr. 213.094 kr. 21.309 kr. Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. 1. flokkur 1995: Innlausnarverð: 10.283.679 kr. 2.056.736 kr. 205.674 kr. 20.567 kr. Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.821.881 kr. 182.188 kr. 18.219 kr. 1. 2. og 3. flokkur 1996: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð húsbréfa Innlausn húsbréfa fer fram hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig frammi upplýsingar um útdregin húsbréf. Húsbréf Rafrænt 96/2 1 1,82188139 Borgartúni 21 105 Reykjavík Sími 569 6900 Fax 569 6800 www.ils.is Góðverkin Reykdælir velja sér kröftuga endi- leysu eftir hugleikska grínara til að fá sveitunga sína til að hlæja eina kvöld- stund. Sú var raunin á frumsýningu á Góðverkunum í Logalandi en áhorf- endur skemmtu sér vel og æ betur eftir því sem leið á sýninguna. Valgeir Skagfjörð er reyndur leikstjóri þegar kemur að försum en ekki síðri í alvar- legri verkum. Í Logalandi þekkir hann til eftir að hafa sett upp verk þar áður og hér er hann er með suma af reyndustu leikurum félagsins með sér. Hann er líka með nýtt fólk sem sumt hefur aldrei stigið á svið áður en slær í gegn svo um munar. Þó að farsar byggist mikið á hæfi- leikamiklum grínleikurum þurfa þeir að bjóða upp á meira en brandara og fólk að detta og hamast. Allt þetta býður leikritið upp á en Góðverkin kalla er líka létt ádeila á græðgi og smáborgarahátt í litlu samfélagi. Það fjallar um karlaklúbbana Dívans og Lóðarís og kvenfélagið Sverðliljurnar sem keppast við að gefa stóra og frumlega gjöf á hundrað ára afmæli sjúkrahússins. Allir þekkja alla og eru skyldir öllum eða giftir hver öðr- um en í framhjáhaldi. Persónurnar eru eins skýrt dregnar og vænta má í farsa sem ristir grunnt og Valgeir og aðstoðarfólk hans gefa þeim alls kyns skemmtileg einkenni sem voru mest áberandi í búningunum. Leikararnir fóru mislétt með að halda þeim öfga- kennda stíl sem grínið krefst en í raun krefst leikritið þess að stöðugt sé far- ið lengra í vitleysunni. Hin marg- reynda leikkona Steinunn Garðars- dóttir hvíldi vel í hlutverki kerlingar- innar Bínu en nýliðarnir Sigríður Harðardóttir sem ljóskan Dagbjört og Guðrún Benný Finnbogadóttir sem hin kjaftfori kvenfélagsformaður voru stjörnur kvöldsins í vel heppn- uðum gervunum. Umgjörð verksins var til fyrir- myndar. Þorvaldur Jónsson og Val- geir hafa unnið sem einn maður að sviðsmynd og -lausnum og lýsingin var vel gerð. Reykdælir fengu mikinn hlátur á frumsýningu og er ástæða til að hvetja þá sem langar að hlæja til að drífa sig í Logaland. Snjólfur Leikritið um Snjólf var samið fyrir unglingana í Leikfélagi Hafnarfjarð- ar fyrir um það bil tíu árum. Þetta er skemmtilegt leikrit og vel samið hjá Guðjóni Sigvaldasyni og gaman að sjá það aftur á sviði. Það er auðvelt að að- laga það hverjum tíma með tónlist, slangri og tilvísunum til samfélags- mála. Þar að auki er það auðvelt í uppsetningu að því leyti að persón- urnar eru skýrar og sannfærandi fulltrúar ákveðinna lífsviðhorfa. Þar með er ekki sagt að auðvelt sé að setja verkið upp. Persónur er fjölmargar og atriðin fjölmenn auk þess að þegar óreyndir unglingar eiga í hlut er vandi leikstjóra mikill. Kjartan Guð- jónsson leikstýrir nú í fyrsta sinn og velur sér aldurshóp þar sem áhættan er mest. Í stuttu máli tókst honum mjög vel að stýra hinum stóra og geislandi hópi unglinga í Leikfélagi Keflavíkur. Leiksýningin rann snar- lega og fjölmennustu senurnar voru fagmannlega unnar. Það er stundum sagt að auk þess sem unglingar láti illa að stjórn geti þeir ekki talað skýrt. Þetta er nátt- úrlega tóm vitleysa eins og sannaðist á krökkunum hans Kjartans, þau geisluðu af leikgleði, blómstruðu í hlutverkunum og framsögnin var svo góð að margir eldri og reyndari mættu taka þau sér til fyrirmyndar. Leikritið hverfist um nýja strákinn Snjólf sem sker sig úr og þykir svo hallærislegur að erfitt reynist að sam- þykkja hann í hópnum. Ástin kemur mikið við sögu, bæði rómantísk og fyndin, en einnig dóp, ofbeldi, þung- lyndi og dauði. Mikið er lagt undir en krakkarnir léku þetta makalaust vel; framkölluðu tár og hlátur eins og listamönnum sæmir. Arna Atladóttir í hlutverki hinnar ástsjúku Anítu, Atli S. Kristjánsson í hlutverki Gutta litla og Helga Dagný Sigurjónsdóttir sem ljóðskáldið Sonja skáru sig þó úr vegna feikna sviðsöryggis. Unglingaleikhús LK er greinilega vel metið í bænum því eftir frumsýn- inguna steig forsvarsmaður fyrirtæk- is eins á svið og veitti leikhúsinu veg- legan fjárstyrk. Það var gaman að sjá þar á borði viðurkenningu á því hvað leiklist er heilbrigt og öflugt forvarn- arstarf. Vonandi sjá sem flestir for- eldrar sér fært að skella sér með ung- lingana sína í Frumleikhúsið í Keflavík. Leikið og fíflast í Logalandi og Keflavík LEIKLIST Ungmennafélag Reykdæla Höfundar: Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason. Leikstjórn og tónlist: Valgeir Skagfjörð. Frumsýning í Logalandi 29. mars 2003. GÓÐVERKIN KALLA Hrund Ólafsdóttir Leikfélag Keflavíkur Höfundur: Guðjón Sigvaldason. Leik- stjóri: Kjartan Guðjónsson. Frumsýning í Frumleikhúsinu 28. mars 2003. ÞETTA ER ALLT VITLEYSA, SNJÓLFUR SEX fiðlunemendur eru nú stadd- ir í Sindelfingen í Þýskalandi og taka þátt í Suzuki-fiðlunámskeiði á vegum SMTT-Schule für Musik, Theater und Tanz. Með námskeið- inu er verið að endurgjalda heim- sókn 25 barna frá Sindelfingen sem tóku þátt í Suzukifiðlu- námskeiði á vegum Nýja tónlist- arskólans árið 2001. Nemend- urnir heita Einar Þór Haraldsson, Eva Björk Gunnarsdóttir, Andrea Thoroddsen, Ólafur Örn Haralds- son, Sigrún María Hauksdóttir og Salome Bernharðsdóttir. Kenn- arar sem fara með eru Ásdís Th. Stross, Þórdís Stross og Vilborg Sigurðardóttir. Fiðlunemendurnir ásamt kennurum sínum. Suzukinemar endur- gjalda heimsókn Bikiní - BCD skálar Sundbolir Strandpils COS Undirfataverslun • Glæsibæ • S: 588 5575

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.