Morgunblaðið - 23.04.2003, Side 1
STOFNAÐ 1913 108. TBL. 91. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Dagur
bókarinnar
Bókavika hefst á fæðingardegi
Halldórs Laxness Listir 28
Baráttukona með sérstæða og
kröftuga rödd er látin Fólk 58
Gleði á
Ítalíu
Juventus og Inter komust áfram á
kostnað Spánverja Íþróttir 54
Nina
Simone
LÍKURNAR á að mynduð yrði ný palest-
ínsk heimastjórn minnkuðu í gær eftir að
Mahmud Abbas, sem tilnefndur hefur verið
sem forsætisráðherra, kvaðst ekki ætla að
ræða stjórnarmyndunina frekar við Yasser
Arafat, leiðtoga Palestínumanna.
Bandaríkjastjórn hefur sett það sem
skilyrði fyrir birtingu nýrrar friðaráætlun-
ar, svokallaðs „vegvísis“, að mynduð verði
ný heimastjórn. Frestur Abbas til að til-
nefna ráðherra nýrrar stjórnar rennur út í
kvöld.
Forystumenn Fatah-hreyfingarinnar,
sem Arafat og Abbas stofnuðu fyrir 40 ár-
um, komu saman í gær til að reyna að leysa
deiluna eftir að Abbas sleit viðræðunum við
Arafat og hótaði að hætta tilraunum sínum
til að mynda stjórn. Einn þingmanna Fatah
sagði að líkurnar á því að deilan yrði leyst
væru „mjög, mjög litlar“.
Abbas sleit viðræðunum þegar Arafat
hafnaði tillögu hans um að Mohammed
Dahlan, fyrrverandi yfirmaður palestínsku
öryggislögreglunnar á Gaza-svæðinu, tæki
við embætti innanríkisráðherra, sem
stjórnar öryggissveitum Palestínumanna.
Arafat er sagður vilja að Hani al-Hassan,
gamall trúnaðarvinur hans, gegni embætt-
inu áfram.
Haft var þó eftir palestínskum þing-
mönnum að deilan snerist ekki aðeins um
innanríkisráðuneytið því að Arafat vildi
ekki deila völdunum með Abbas.
AP
Mahmud Abbas, sem falið hefur verið að
mynda nýja palestínska heimastjórn.
Arafat og
Abbas deila
um stjórnar-
myndun
Ramallah. AFP, AP.
FRAKKAR lögðu til í gær að öryggisráð Sam-
einuðu þjóðanna frestaði þegar í stað fram-
kvæmd viðskiptaþvingana, sem bitnuðu á írösk-
um borgurum, og tæki þar með mikilvægt skref
í þá átt að aflétta viðskiptabanni sem hefur lam-
að efnahagslíf Íraks.
Ekki hafði verið búist við að Frakkar legðu
fram slíka tillögu og hún er til marks um veru-
lega stefnubreytingu af hálfu franskra stjórn-
valda, að sögn fréttavefjar BBC. Bandarískir
stjórnarerindrekar fögnuðu tillögunni, en
George W. Bush Bandaríkjaforseti hafði lagt til
að viðskiptabanninu yrði aflétt sem fyrst til að
hægt yrði að nota olíuútflutningstekjur Íraka til
að endurreisa landið.
Sendiherra Frakklands hjá Sameinuðu þjóð-
unum, Jean-Marc de la Sabliere, lagði tillöguna
fram á fundi öryggisráðsins í gær. Sendiherr-
ann lagði til að framkvæmd viðskipta- og fjár-
festingabanns á Írak yrði frestað „í nokkra
mánuði“ en vopnasölubann yrði áfram í gildi.
„Og síðan yrði hægt að afnema refsiaðgerðirnar
þegar lögmæt írösk stjórn hefur verið mynduð,“
sagði la Sabliere.
Eftirlitsmenn SÞ starfi
með Bandaríkjamönnum
Öryggisráðið samþykkti viðskiptaþvinganirn-
ar eftir innrás Írakshers í Kúveit árið 1990.
Samkvæmt ályktununum öryggisráðsins er
ekki hægt að aflétta viðskiptabanninu nema
vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna stað-
festi að engin gereyðingarvopn séu í Írak.
Talsmaður Bandaríkjaforseta sagði í gær-
kvöldi að innrásarliðið í Írak hefði tekið við hlut-
verki eftirlitsmannanna og öryggisráðið gæti
samþykkt nýja ályktun sem leysti fyrri álykt-
anir af hólmi.
Sendiherra Rússlands, Sergej Lavrov, sagði
fyrir fundinn í gær að Rússar væru „alls ekki
andvígir afnámi refsiaðgerðanna“ en vildu að
vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna stað-
festu fyrst að Írakar hefðu afvopnast.
Franski sendiherrann setti það ekki sem skil-
yrði fyrir afnámi refsiaðgerðanna að eftirlits-
menn SÞ yrðu sendir aftur til Íraks, en sagði að
haga þyrfti vopnaleitinni þannig að eftirlits-
menn Sameinuðu þjóðanna gætu starfað með
bandarískum hermönnum í Írak. Frönsk stjórn-
völd höfðu áður sagt að eftirlitsmennirnir einir
hefðu heimild til að leita að gereyðingarvopnum
í Írak.
Frakkar koma til móts við Bandaríkjastjórn í Íraksmálinu
Vilja að framkvæmd
bannsins verði frestað
Sameinuðu þjóðunum, Bagdad. AP, AFP.
Allt að milljón/20
BANDARÍSKIR hermenn hafa fund-
ið um 600 milljónir dollara í hundrað
dollara seðlum sem faldir voru í húsi í
Bagdad og sérfræðingar eru að rann-
saka hvort seðlarnir eru ófalsaðir.
Talsmaður bandarísku herstjórnar-
innar í Katar, Vincent Brooks, sagði
að peningarnir, andvirði 46 milljarða
króna, hefðu fundist í vegg í húsinu.
Hann sagði að ekki hefði verið ákveðið
hvað gert yrði við seðlana, en lagði
áherslu á að það réðist af því hvort
þeir væru ófalsaðir. „Við viljum auð-
vitað ekki dreifa fölsuðum peningum.“
Einnig hefur verið hafin rannsókn á
því hvað gera átti við peningana, hvað-
an þeir komu og hver faldi þá.
Fundu 600
millj. dollara
As-Saliyah. AFP.
SKÝRT var frá því í gær að alls
hefðu að minnsta kosti 236
manns dáið úr bráðri lungna-
bólgu, þar af 99 í Hong Kong og
97 á meginlandi Kína. Kínverska
stjórnin tilkynnti að hún hefði
ákveðið að senda hópa lækna til
fátækra héraða til að reyna að
stöðva útbreiðslu sjúkdómsins.
Nemendur bíða hér við skóla í
Hong Kong þar sem kennsla
hófst á ný í gær í flestum skól-
um borgarinnar sem hafa verið
lokaðir í þrjár vikur. Nemend-
urnir og kennararnir voru
skyldaðir til að vera með grímur
til að verjast smiti og láta mæla
líkamshitann daglega.
Fimmtán manns hafa dáið úr
sjúkdómnum í Kanada og þar-
lend yfirvöld sögðu í gær að
tveir starfsmenn sjúkrahúss í
Toronto kynnu að hafa smitað
hundruð manna vegna þess að
þeir hefðu virt að vettugi fyr-
irmæli um að mæta ekki til
vinnu eftir að þeir fengu ein-
kenni sjúkdómsins.
Alls hafa um 4.000 manns
smitast af sjúkdómnum, þar af
2.158 í Kína. Haft var eftir kín-
verskum vísindamönnum í gær
að óttast væri að veiran, sem
veldur bráðalungnabólgunni,
myndi stökkbreytast mjög ört
og þess vegna yrði erfiðara en
ella að finna bóluefni við henni.
Reuters
Flestir skólar í Hong
Kong opnaðir að nýju
Óttast öra/23
HARALDUR Briem sóttvarna-
læknir segir að heilbrigðiskerfið hér
á landi sé tilbúið að takast á við
bráðalungnabólgu berist hún til
landsins. Konan sem var í einangrun
á sjúkrahúsi í Reykjavík vegna
gruns um smit hefur verið útskrifuð.
Þykir víst að hún sé ekki sýkt af
bráðalungnabólgu. „Við lítum svo á
að við séum með fullnægjandi að-
stöðu til að taka á móti bráðalungna-
bólgutilfelli kæmi það til landsins,“
segir Haraldur. „Við erum búin að
senda út leiðbeiningar til allra heil-
brigðisstarfsmanna á landinu. Síðan
erum við með einangrunaraðstöðu
og sýkingavarnarkerfi á Landspítal-
anum sem er talsvert öflugt.“
Ákveðið hefur verið að auka var-
úðarráðstafanir með því að dreifa
upplýsingum um sjúkdóminn til far-
þega sem koma til landsins með
flugi. Einnig hefur verið rætt við
flugfélögin um að dreifa upplýsing-
um í vélum á leiðinni til landsins.
„Ég á alveg von á því að við getum
fengið tilfelli til landsins. Það sem
við erum að vona er að það verði
engin útbreiðsla hér. Viðbúnaður-
inn miðast við það.“
Haraldur sagði að þar sem Ís-
lendingar ættu í miklum alþjóðleg-
um samskiptum gæti sjúkdómurinn
hæglega borist hingað.
„Þetta er búið að vera í gangi síð-
an í nóvember í Kína. Hafi tæplega
4.000 manns sýkst þar undanfarna
mánuði þá getum við ekki sagt að
þetta breiðist út eins og eldur í sinu.
Hins vegar vindur þetta hægt og
bítandi upp á sig,“ sagði Haraldur.
Auknar ráðstafanir
vegna bráðalungnabólgu
Gæti
hæglega
borist til
Íslands