Morgunblaðið - 23.04.2003, Síða 4
FRÉTTIR
4 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
VINKONURNAR Gunnþóra, Sig-
rún, Katrín, Björk og Sara komu
hjólandi úr Fossvoginum niður í
Nauthólsvík í gær og létu sig
ekki muna um að fara á handa-
hlaupum í sandinum enda um að
gera að njóta lífsins í góða veðr-
inu þegar starfsdagur er í skól-
anum.
Morgunblaðið/Ómar
Á handahlaupum í góða veðrinu
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ segir
í svari við fyrirspurn Össurar
Skarphéðinssonar, formanns Sam-
fylkingar, um ástæðu þess að skatt-
byrði á Íslandi árin 2003 og 2004
hafi ekki komið fram í heftinu Þjóð-
arbúskapurinn sem kom út fyrir
rúmri viku, að slíkar tölur hafi ekki
alltaf verið gefnar út í heftinu und-
anfarin ár. Þá kemur fram í svari
ráðuneytisins að allar upplýsingar
sem þarf til að reikna þessi hlutföll
sé að finna í töfluviðauka Þjóðarbú-
skaparins.
„Það er ekki sjálfgefið að allar
töflur í riti sem þessu haldist
óbreyttar um aldur og ævi heldur
hlýtur framsetning talnaefnis að
vera til stöðugrar endurskoðunar.
Þannig hefur t.d. nú í vorskýrslunni
bæði verið bætt við töflum og aðrar
felldar út frá því sem áður var. Sér-
fræðingar ráðuneytisins taka
ákvörðun um á hvaða formi talna-
efni er birt.“
Staðfestir það sem Samfylking
hefur haldið fram
Össur svarar bréfi ráðuneytisins í
fréttatilkynningu til fjölmiðla í gær
en þar kemur fram að nýjar tölur
frá ráðuneytinu sem Össur óskaði
eftir staðfesti það sem Samfylk-
ingin hefur haldið fram, að skatt-
byrðin hafi aukist á tíma núverandi
ríkisstjórnar. „Í ljós kemur að fjár-
málaráðuneytið reiknar með auk-
inni skattbyrði í ár og á næsta ári
miðað við 2002 og 2001,“ segir í
bréfi Össurar. „Árið 2003 telur
ráðuneytið að skatttekjur hins op-
inbera verði 38,5% af landsfram-
leiðslu og 38,3% árið 2004.“
Skattbyrði fór úr
33,9 í 39,3%
Össur segir að skattbyrðin hafi
verið 37,8% árið 2002 og 37,2% árið
2001. „Árið 1995, þegar ríkisstjórn
Sjálfstæðisflokks og Framsóknar-
flokks tók við völdum var skatt-
byrðin 33,9% af landsframleiðslu en
hefur á stjórnartímanum farið hæst
í 39,3% árið 1999.“
Fjármálaráðuneytið tók við út-
gáfu Þjóðarbúskaparins eftir að
Þjóðhagsstofnun var lögð niður. Í
bréfi Össurar kemur fram að það sé
álit Samfylkingarinnar að útgáfa
ritsins og þjóðhagsspáin sjálf sé
betur komin annars staðar en á
skrifstofu fjármálaráðherra. „Þetta
atvik hefur styrkt það álit,“ segir
Össur.
Upplýsingar um skattbyrði er að finna
í töfluviðauka Þjóðarbúskaparins
Össur segir töl-
urnar staðfesta
aukna skattbyrði
Tómas Ingi Olrich menntamála-
ráðherra sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gærkvöld að af sinni hálfu og
ráðuneytisins gerðist að svo stöddu
ekki annað en það að menn myndu
fara gaumgæfilega yfir skýrslu Rík-
isendurskoðunar.
„Við munum gefa okkur tíma til
þess og sjá síðan hvað setur,“ segir
ráðherra.
Þorfinnur Ómarsson, sem staddur
er erlendis, sagðist ekki hafa séð
skýrslu Ríkisendurskoðunar en dró
ekki dul á að sér þætti óskemmtilegt
að frétta um þetta í fjölmiðlum, ekki
ósvipað og þegar ráðherra vék hon-
um frá störfum tímabundið.
„Í fyrra skiptið þegar mennta-
málaráðherra vék mér tímabundið úr
starfi braut hann stjórnsýslulög og
hann virðist ekkert hafa lært af þeirri
reynslu heldur virðist ætla að viðhafa
áfram svipuð vinnubrögð gagnvart
mér.“
Athugasemdir við reikninga að
upphæð liðlega 70 þúsund kr.
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar eru
gerðar athugasemdir við nokkra
reikninga frá veitingahúsum sem for-
stöðumaðurinn lét Kvikmyndasjóð
greiða, samtals að upphæð liðlega 70
þúsund króna, og telur Ríkisendur-
skoðun að Kvikmyndasjóður eigi
ekki að bera kostnað vegna þeirra.
Þá beri að endurkrefja forstöðu-
manninn um ferðakostnað til og frá
flugvelli vegna ferða til útlanda svo
og vegna hreinsunar á fatnaði hans.
Að því er ákvarðanir um styrkveit-
ingarnar varðar telur Ríkisendur-
skoðun að engu breyti þó fyrir hafi
legið lögfræðiálit á þá leið að for-
RÍKISENDURSKOÐUN telur að
ekki fari á milli mála að Þorfinni Óm-
arssyni, fyrrverandi forstöðumanni
Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, hafi
verið óheimilt að úthluta þremur nýj-
um styrkjum að upphæð 28,5 millj-
ónir króna til kvikmyndagerðarfyrir-
tækja og hækka vilyrði um styrk til
eins fyrirtækis áður en hann lét af
störfum 14. febrúar; fyrir hafi legið
lögmæt og rökstudd tilmæli af hálfu
menntamálaráðuneytisins þess efnis
að forstöðumaðurinn aðhefðist ekk-
ert að svo stöddu þar sem lagaskil-
yrði fyrir styrkveitingum væru ekki
enn til staðar.
stöðumaðurinn hefði formlegar
heimildir á grundvelli gildandi laga
til að taka ákvörðun um umræddar
styrkveitingar. Kemur raunar fram í
skýrslu Ríkisendurskoðunar að ætla
megi af gögnum að Hrafn Gunn-
laugsson hafi farið þess á leit við Vil-
hjálm H. Vilhjálmsson hrl. að hann
skilaði umræddu áliti um réttarstöðu
forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðv-
ar.
Ríkisendurskoðun leggur áherslu
á að í áliti Vilhjálms hafi ekki verið
tekin afstaða til þess hvort forstöðu-
maðurinn gæti tekið ákvörðun um
styrkveitingar þvert gegn skýrum og
rökstuddum fyrirmælum mennta-
málaráðherra sem æðra stjórnvalds.
Ríkisendurskoðun komin
út fyrir eigið verksvið
Vilhjálmur H. sagðist í gærkvöld
ekki hafa séð skýrslu Ríkisendur-
skoðunar og hann geti því ekki tjáð
sig um hana. „Ég hef hins vegar
skoðun á þætti Ríkisendurskoðunar í
þessu máli. Stofnunin starfar sam-
kvæmt sérstökum lögum á vegum Al-
þingis. Hennar verksvið er að annast
endurskoðun ríkisreiknings og að
hafa eftirlit með reikningshaldi og
fjárreiðum ríkisstofnana eða sjóða
o.s.frv. á vegum ríkisins. Það er henn-
ar hlutverk. Það er ekki hennar hlut-
verk að gefa út lögfræðiálit um ein-
stakar stjórnsýsluathafnir og ég tel
að hún sé komin út fyrir verksvið sitt
í þessu máli og virðist misskilja hlut-
verk sitt algerlega. Stofnunin er ekki
stjórnsýsludómstóll,“ sagði Vilhjálm-
ur. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er
tekið fram að Þorfinnur Ómarsson sé
ósammála áliti stofnunarinnar og að
hann hafi í athugasemdum ítrekað
niðurstöður í lögfræðiáliti Vilhjálms.
Telur hann að Kvikmyndamiðstöðin
sé sjálfstætt stjórnvald sem heyri að-
eins stjórnarfarslega undir mennta-
málaráðherra. Ákvarðanir forstöðu-
mannsins séu því ekki kæranlegar til
menntamálaráðuneytisins og boð-
vald ráðherra yfir Kvikmyndamið-
stöðinni nái ekki til einstakra ákvarð-
ana sem forstöðumaður hennar
tekur. Honum sé því ekki skylt að
fara að tilmælum ráðherra um ein-
stakar úthlutanir.
Ráðherra gaf bindandi
fyrirmæli
Þessu hafnar Ríkisendurskoðun og
segir ljóst að menntamálaráðherra
fari með yfirstjórnunarvald gagnvart
forstöðumanni Kvikmyndastöðvar
Íslands og geti gefið honum bindandi
fyrirmæli. Brjóti þau fyrirmæli ráð-
herra ekki gegn lögum beri forstöðu-
manni að virða þau og fara eftir þeim.
Ekki verði ráðið af kvikmyndalögum
né greinargerð með frumvarpi að
lögunum að Kvikmyndamiðstöðin
skuli vera sjálfstætt stjórnvald.
Ríkisendurskoðun tekur fram að
ekki sé um það deilt að þau verkefni
sem úthlutanir fengu hafi verið
styrkhæf á grundvelli fyrri reglna en
tekur jafnframt fram að það sé sér-
stakt lögfræðilegt álitaefni hvort
styrkurinn sé endurkræfur af styrk-
þegunum. Um það verði þó aðrir en
Ríkisendurskoðun að kveða úr um.
Umræddir styrkir, sem forstöðu-
maðurinn úthlutaði í trássi við fyr-
irmæli menntamálaráðherra, voru
greiddir af ríkisféhirði með milli-
göngu greiðsludeildar menntamála-
ráðuneytisins og telur Ríkisendur-
skoðun æskilegt að ráðuneytið
endurskoði innbyrðis boðskipti í mál-
um af þessu tagi.
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um starfsskil forstöðumanns Kvikmyndasjóðs
Þorfinni var óheimilt að
úthluta nýjum styrkjum
Þorfinnur segir menntamálaráðherra
ekkert hafa lært af fyrri mistökum
LÍÐAN ökumanns pallbíls, er
lenti í hörðum árekstri við mal-
arflutningabíl á Sauðárkróki 12.
apríl sl., var í gær óbreytt, að
sögn vaktlæknis á gjörgæslu-
deild Landspítalans í gær.
Ökumanninum hefur verið
haldið sofandi í öndunarvél frá
því hann gekkst undir aðgerð
vegna alvarlegra höfuðáverka.
Karlmanni sem féll niður af
þriðju hæð blokkar í Sólheimum
í Reykjavík aðfaranótt fimmtu-
dags er enn haldið sofandi í önd-
unarvél á Landspítalanum. Líð-
an hans er óbreytt.
Hið sama á við um karlmann
sem féll fram af svölum á íbúð-
arhúsi á Akureyri á sunnudags-
kvöld.
Líðan
slasaðra
óbreytt