Morgunblaðið - 23.04.2003, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 23.04.2003, Qupperneq 17
ÞAÐ krefst kunnáttu, samheldni og hörku að splæsa togvír svo vel sé, enda tóku þeir hraustlega á því, mennirnir sem urðu á vegi ljósmyndara í Reykjavíkurhöfn á dögunum. Gera þurfti klárt fyrir næstu veiðiferð og vissara að vírarnir þoli átökin þegar aflinn verður dreginn um borð. Tekið á togvírnum Morgunblaðið/Jim Smart FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 17 hækkað umtalsvert á síðustu árum og í öðru lagi sé líklegt að aukin sam- keppni í lyfjageiranum hafi skilað sér í lægra lyfjaverði. Þá geti verið að að- haldsaðgerðir ríkisins í lyfjamálum hafi einnig skipt máli í þessu sam- bandi, en með aðhaldsaðgerðum á hún m.a. við að hvatt sé til þess að læknar vísi á ódýrari lyf. Ásta tekur þó fram að enn megi gera betur í þessum málum. T.d. geti lyfjagagna- grunnur gefið læknum færi á að fylgj- ast með hvernig lyfjaávísanir þeirra séu í samanburði við aðra lækna. Í erindi sínu benti Ásta einnig á að heildarkostnaður ríkisins vegna heil- brigðisþjónustu hefði aukist um 12% milli áranna 1990 til 2001, sé miðað við landsframleiðslu, en heildarkostnað- ur ríkisins vegna lyfja og hjálpar- tækja hefði á hinn bóginn minnkað um 3,7% miðað við landsframleiðslu á sama tímabili. Þessar tölur staðfesta enn frekar, segir Ásta, að aukinn kostnaður í heilbrigðismálum felst fyrst og fremst í auknum kostnaði vegna sjúkrahúsa og heilsugæslu. Ásta fór ennfremur í erindi sínu yf- ir útgjöld heimilanna til heilbrigðis- mála. Komst hún að því að útgjöld heimilanna til þessa málaflokks hefðu, á árunum 1990 til 2000, aukist í svipuðu hlutfalli og útgjöld ríkisins. Lyf og lyfjabúðarvörur vegi þó þyngra í útgjöldum heimilanna árið 2000, en læknishjálp. Ásta segir að aukinn kostnaður vegna heilbrigðis- mála hafi því lagst jafnt á ríkið og heimilin. Ríkið hafi m.ö.o. ekki velt þessum kostnaði yfir á heimilin. ÁSTA Möller, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, benti á í erindi sem hún hélt nýlega á fundi á vegum Samtaka verslunarinnar, að kostnaður hins op- inbera vegna lyfja og hjálpartækja hefði aukist um tæp 30% umfram neysluvísitölu á tímabilinu 1999 til 2001. Á sama tíma hefði kostnaður hins opinbera við sjúkrahús og heilsu- gæslu aukist um tæp 50% umfram neysluvísitölu. Hún segir að þessu sé öfugt farið í hinum Evrópulöndunum. Þar hafi lyfjakostnaður aukist meira en annar heilbrigðiskostnaður. Ásta segir að í fljótu bragði séu tvær skýringar á því hvers vegna kostnaður við sjúkrahús og heilsu- gæslu hafi hækkað meira hér á landi en kostnaður við lyf og hjálpartæki. Í fyrsta lagi hafi laun heilbrigðisstétta Heilbrigðisþjónustan hækkaði meira en lyfin leiðir til að finna hagstæðustu far- gjöld, þar með talið í gegnum aðrar ferðaskrifstofur og heimasíður lág- gjaldaflugfélaga. Að sögn Guðmundar Ólafssonar, sérfræðings í Fjármálaráðuneytinu, er tilgangurinn meðal annars sá að gera Ferðaskrifstofu Íslands kleift að nýta fleiri möguleika en finnast í hefð- bundnum bókunarkerfum flugfélag- NÝJAR reglur hafa verið settar til að skýra samskipti ráðuneyta og ríkis- stofnana við Ferðaskrifstofu Íslands en samningur hefur verið í gildi um að ferðaskrifstofan sjái um sölu flugfar- seðla og annarrar ferðaþjónustu vegna utanlandsferða á vegum ríkis- ins. Í reglunum er meðal annars kveð- ið á um að við sölu flugfarseðla skuli ferðaskrifstofan kanna mögulegar anna. Það auki líkurnar á hagstæðari kjörum. „Nettilboðin eru til dæmis oft þannig að nauðsynlegt er að bóka með litlum sem engum fyrirvara en til þess að það sé mögulegt þarf skýrari upplýsingar frá okkur, hvað varðar ferðatíma og annað,“ segir Guðmund- ur. Hann segir ekki æskilegt að rík- isstarfsmenn séu sjálfir að leita á Net- inu eftir hagstæðum fargjöldum. Verklagsreglur vegna sölu flugfarseðla til ríkisins Bókanir á Netinu og hjá lág- gjaldaflugfélögum mögulegar BIRTUR hefur verið framboðs- listi Nýs afls fyrir Suðvesturkjör- dæmi. Hann skipa eftirfarandi menn: 1. Tryggvi Agnarsson lögmaður, 2. Marta G. Bergmann, fyrrv. fé- lagsmálastjóri, 3. Sigurður Krist- jánsson, fyrrv. kaupfélagsstjóri, 4. Sigurður Kristinsson kerfisfræð- ingur, 5. Hermann Arason at- vinnurekandi, 6. Sigríður Lárus- dóttir meinatæknir B.Sc., 7. Skæringur Sigurjónsson leigubíl- stjóri, 8. Jónbjörg Þórsdóttir, starfsm. í gestamóttöku, 9. Steinn Þór Karlsson lögreglumaður, 10. Sigrún Edvardsdóttir yfirþerna, 11. Kristín Björg Guðmundsdóttir dýralæknir Ph.D., 12. Jón Bragi Gunnlaugsson viðskiptafræðingur, 13. Örn Sigurðsson kerfisfræðing- ur, 14. Guðrún Lilja Tryggvadóttir nemi, 15. Erla Ingvarsdóttir ræst- ir, 16. Sigurjón Kristjánsson stýri- maður, 17. Trausti Harðarson arkitekt, 18. Ólína Sveinsdóttir rekstrarfræðingur, 19. Páll Gunn- arsson framkvæmdastjóri, 20. Ólafur H. Knútsson lögreglumað- ur, 21. Þórdís Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur, 22. Ingjaldur Indriðason leigubílstjóri. Framboðslisti Nýs afls í Suðvesturkjördæmi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.