Morgunblaðið - 23.04.2003, Síða 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
18 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
og boðið þeim væntanlega gull og
græna skóga. Það jaðrar við
skemmdarstarfsemi þegar svona er
farið að en kannski er þetta allt leyfi-
legt,“ segir Sólon.
Að sögn Sólons hafa tveir starfs-
menn af fyrirtækjasviði og að
minnsta kosti tveir af verðbréfasviði
sagt upp störfum og ætla að hefja
störf hjá Landsbankanum. Segir
Sólon hugsanlegt að fleiri muni
fylgja í kjölfarið. Þetta muni þó ekki
tefja samrunaferlið við Kaupþing
heldur frekar flýta því.
Í samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi sagði Hjörleifur Jakobsson,
formaður bankaráðs Búnaðarbank-
ans að alls hafi sex starfsmenn bank-
ans sagt upp í gær í kjölfar uppsagn-
ar fjórmenninganna á mánudags-
kvöld.
SIGURJÓN Þ. Árnason hefur verið
ráðinn bankastjóri Landsbanka Ís-
lands við hlið Halldórs J. Kristjáns-
sonar. Sigurjón, sem áður var fram-
kvæmdastjóri rekstrarsviðs Bún-
aðarbankans, mun fara fyrir
fyrirtækjasviði, verðbréfasviði og
stoðsviðum.
Halldór mun fara fyrir alþjóða-
sviði, viðskiptabankasviði og eigna-
stýringarsviði. Báðir munu fara með
viðskiptatengsl og viðskiptamál.
Auk Sigurjóns hafa þrír nýir fram-
kvæmdastjórar verið ráðnir til
Landsbankans. Koma þeir allir frá
Búnaðarbankanum.
S. Elín Sigfúsdóttir verður fram-
kvæmdastjóri fyrirtækjasviðs en
hún var áður framkvæmdastjóri fyr-
irtækjasviðs Búnaðarbankans og
bankaráðsmaður í Búnaðarbankan-
um.
Yngvi Örn Kristinsson verður
framkvæmdastjóri verðbréfasviðs
Landsbankans en hann var áður
framkvæmdastjóri verðbréfasviðs
Búnaðarbankans.
Ársæll Hafsteinsson verður fram-
kvæmdastjóri lögfræðisviðs og út-
lánaeftirlits en hann var áður aðal-
lögfræðingur Búnaðarbanka Ís-
lands.
Fleiri segja upp hjá
Búnaðarbankanum
Sólon R. Sigurðsson, bankastjóri
Búnaðarbankans, segir að uppsagnir
fjórmenninganna hafi komið sér
verulega að óvörum. „En alltaf er
það nú þannig að það kemur maður í
manns stað,“ segir Sólon.
Hann segir að þegar hafi stað-
gengill Elínar, Karl Þorsteins, verið
ráðinn framkvæmdastjóri fyrir-
tækjasviðs. Ekki hafi verið gengið
frá fleiri breytingum enda stutt síðan
starfsmennirnir sögðu upp störfum.
Þegar hafi fleiri starfsmenn bankans
til viðbótar sagt upp störfum. „Við
vitum það að bankaráðsmaður í
Landsbankanum, Andri Sveinsson,
hefur verið að elta okkar starfsmenn
Ætlar ekki að vera
minnsti bankinn lengi
Björgólfur Guðmundsson, formað-
ur bankaráðs Landsbankans, segir
þessa breytingu á yfirstjórn Lands-
bankans vera lið í sókn bankans og
hann ætli sér ekki að vera minnsti
bankinn lengi. „Við höfum ákveðið að
blása til sóknar með því að styrkja
heildarstarf bankans. Gjörbreyta
skipuritinu og fá til okkar nýtt fólk
úr bankakerfinu sem hjálpar okkur
við að ná þessum áfanga sem við höf-
um sett okkur: að vera ekki minnsti
bankinn mjög lengi. Við þessar sam-
einingar höfum við orðið minnstir en
á því verður breyting. Til þess að ná
þeirri breytingu þá ætlum við að
styrkja innviðina,“ segir Björgólfur.
Hann segir að það hafi verið ljóst
frá því að Samson hópurinn kom að
Landsbankanum að breytingar yrðu
á bankanum með nýjum markmið-
um. „Sókn er besta vörnin og við
munum hefja mikla sókn núna í
þeirri vörn sem fylgir því að vera
skilinn eftir eða vera einn.“
Björgólfur segir að vel komi til
greina að fleiri starfsmenn verði
ráðnir til Landsbankans en bankinn
hafi boðið fleiri einstaklingum á fjár-
málamarkaði vinnu. Vegna þeirrar
vinnu sem nú fer í hönd í útrás bank-
ans sé mikilvægt að hafa tvo banka-
stjóra. Halldór, sem er þaulvanur á
alþjóðamarkaði, mun sjá um alþjóða-
væðingu bankans og Sigurjón, sem
þekkir rekstur banka mjög vel, mun
sjá um rekstur bankans.
Björgólfur segir mikilvægt fyrir
banka að vera stór, meðal annars út
af þeim kjörum sem þá bjóðast á er-
lendum lánamörkuðum. Hins vegar
séu ekki miklir möguleikar á að
stækka hérlendis en Landsbankinn
horfi þar til Englands.
Björgólfur segir mikilvægt að var-
lega sé farið í stækkun Landsbank-
ans og ekki megi taka neina áhættu
sem yrði til þess að bankinn fengi
ekki bestu kjör. Þar skipti máli
stærð bankans, hversu vel hann sé
rekinn og að áhættan sé hæfileg.
Sigurjón er verkfræðingur að
mennt og með MBA-próf í fjármála-
fræðum frá University of Minnesota
í Bandaríkjunum. Hann hefur starf-
að hjá Búnaðarbankanum frá 1995
og verið framkvæmdastjóri frá 1998.
Að sögn Sigurjóns hafði Björgólf-
ur Guðmundsson samband við hann
sem og þá stjórnendur sem einnig
komu frá Búnaðarbankanum til
Landsbankans rétt fyrir páska og
þau hefðu síðan ákveðið að taka
starfstilboðinu nú um páskana og
farið á fund Sólons á mánudagskvöld
og sagt starfi sínu lausu. Hann segir
að uppsagnirnar tengist ekki sam-
einingu Kaupþings og Búnaðarbank-
ans heldur hafi þeim verið boðið
ákveðið tækifæri. „Það vita það allir
sem hafa unnið í bankaheiminum að
þú hafnar því ekki þegar þér er boðið
að verða bankastjóri Landsbankans.
Þannig að það er alls ekki út af
neinni óánægju sem ég er að hætta,“
segir Sigurjón.
Leitað eftir stækkun
Heritablebankans
Halldór segir það mikinn styrk að
fá Sigurjón til starfa hjá Landsbank-
anum enda hafi hann gríðarlega
reynslu af rekstri banka. Ætlunin sé
að vaxa erlendis og þá fyrst og
fremst í Bretlandi. Kaupin á Her-
itable hafi tekist vel og gert sé ráð
fyrir hröðum vexti þar í ár. „Við ger-
um ráð fyrir því að setja aukinn kraft
í að finna nýjar einingar sem við get-
um sameinað Heritablebankanum og
stækka þar með efnahagsreikning
og ná fram meiri stærðarhagkvæmni
í rekstri bankans,“ segir Halldór.
Hann segir að jafnframt verði úti-
búanetið styrkt hér á landi og verði
tilkynnt síðar um hvernig verði stað-
ið að því. Markaðsstaða bankans í al-
mennri viðskiptabankaþjónustu
verði einnig styrkt. Því þrátt fyrir að
vera þriðji bankinn að stærð þá sé
bankinn langstærsti viðskiptabanki
landsins, með langstærstu hlutdeild-
ina í almennum bankaviðskiptum.
Tengist ekki
uppsögnum nýverið
Halldór og Björgólfur segja þær
ráðningar sem nú hefur verið til-
kynnt um ekki tengjast þeim upp-
sögnum sem urðu hjá Landsbankan-
um fyrir skömmu.
Björgólfur segir að einhugur hafi
verið meðal bankaráðsmanna um
þær breytingar sem nú hafi átt sér
stað og þær gerst mjög snöggt. „Við
erum kannski lengi að skoða hverjir
passa inn í hópinn en þegar við erum
búnir að finna út hverjir þeir eru þá
göngum við hreint til verks,“ segir
Björgólfur.
Lykilstarfsmenn Búnaðarbankans koma til starfa hjá Landsbankanum
Sigurjón Þ. Árnason ráðinn
bankastjóri Landsbankans
Morgunblaðið/Sverrir
Bankaráð Landsbankans hefur ráðið Sigurjón Þ. Árnason sem bankastjóra við hlið Halldórs J. Kristjánssonar.
!"
#"#"
$ % &$ %
'
( )&
$ *!
$& $+
,!
-&
$
&
!"!#$ .
%&
" &
.+
$
/
00&/ 0112
'
3& %
'
$
-&.
BANKARÁÐ Landsbanka Íslands
hefur ákveðið breytingar á stjórn-
skipan bankans og verður núver-
andi verðbréfasviði skipt í tvennt.
Annars vegar eignarstýringarsvið,
sem Stefán H. Stefánsson stýrir,
sem annast eignastýringu, sér-
bankaþjónustu, lífeyris- og líf-
tryggingarþjónustu og samræmda
bakvinnslu allra verðbréfa-
viðskipta, og hins vegar verð-
bréfasvið, sem Yngi Örn Krist-
insson stýrir, sem mun annast alla
verðbréfamiðlun samstæðunnar,
gjaldeyrismiðlun, afleiðuviðskipti
auk verkefna fjármálamarkaða og
rannsókna og greininga, sem nú
eru á alþjóða- og fjármálasviði.
Sérstakt áhættustýringarsvið er
lagt niður og áhættustýring og
gæðamál verða á alþjóðasviði en
sérstakt lögfræðisvið verður stofn-
að, sem Ársæll Hafsteinsson stýrir
og yfirtekur það útlánaeftirlit og
samræmda lögfræðiþjónustu.
Til viðskiptabankasviðs, sem
Kristín Rafnar stýrir, heyrir úti-
búanet, markaðs- og þróunardeild,
útlánastýring útibúa, aðalféhirðir,
fasteigna- og heimilislán og bak-
vinnsla.
Undir alþjóðasvið, sem Brynj-
ólfur Helgason stýrir, falla al-
þjóðasamskipti, alþjóðleg greiðslu-
miðlun, áhættustýring og
gæðamál, sambankadeild, beinar
erlendar fjárfestingar, fjár-
festatengsl og skuldabréfaútgáfa
auk Heritable-bankans.
Fyrirtækjasvið, sem S. Elín Sig-
fúsdóttir stýrir, annast fyrirtækja-
viðskipti, útlánaþróun, útlánamat/
upplýsingaþjónustu, útlánamat og
Hömlur.
Undir rekstrarsvið, sem Haukur
Þ. Haraldsson stýrir, fellur starfs-
mannadeild, fjárhagsdeild og
eignadeild.
Til upplýsingasviðs sem Sigur-
jón G. Geirsson stýrir, heyrir hug-
búnaðardeild, upplýsingaþjónusta
og vefmál.
Verðbréfa-
sviði skipt í
tvennt