Morgunblaðið - 23.04.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.04.2003, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 29 G REIN Hannesar Lárussonar myndlistarmanns, Yfirsjónir, sem birtist í Lesbók 12. apríl hefur hreyft við mörgum, en fram að þessu helzt greinan- legt í sjóðheitri umræðu manna á millum. Mikilsvert að slík skrif komi frá virkum listamönnum, en ekki einvörðungu þeim sem ráðnir eru að dagblöð- um og tímaritum til að miðla skoðunum sínum í hinum ýmsu afmörkuðu málaflokkum, eða skrifa listrýni. Fyrir sérstöðu sína, opinskáan málaflutning og þörf fyrir að leggja orð í belg, vekja slík skrif iðulega mikla og almenna athygli, eru þannig séð í senn holl sem upplýsandi. Hef lengi auglýst eftir slíkum viðbrögðum af vett- vangi sjónmennta, þau lengstum ámóta fágæt hér á landi, þegar menn eru ekki samstiga um gang mála eða finna sér misboðið, og viðvar- andi í nágrannalöndunum. Samt munu fleiri en margan grunar ágætlega ritfærir í stétt mynd- listarmanna, svo sem einnig kemur fram í at- hyglisverðum pistli Vil- hjálms Þorbergs Bergs- sonar listmálara á sömu opnu. En mál að hér hefur margur afleita reynslu ef hnikað skal viðteknum sannindum, gerendum jafnvel ekki heilsað á götu úti árum saman, leitazt við að ómerkja þá og leggja stein í götu þeirra. Þetta mátti Kjartan Guðjónsson listmálari reyna er hann í skeleggri blaðagrein reis upp á móti ein- strengingi og óbilgirni áhangenda strangflata- málverksins á ofanverðum sjötta áratugnum. Er líkast til enn að bíta úr nálinni fyrir hug- rekkið, eða kannski heldur meinta framhleypni. Þá tilheyra frelsaðir og innvígðir myndlist- armenn og fylgifiskar þeirra mikið til hópi svo- nefndra kafbáta og ósýnilegra huldumanna. Kjósa að veita ofvirkni sinni um tilætlunarsemi útrás undir yfirborðinu, skjóta á meinta and- stæðinga og niðurrifsmenn úr launsátri. Hvernig sem á málið er litið á Hanneslof skilið fyrir að vekja athygli áumdeilanlegum samningi R-listansvið Pétur Arason ehf., gera hann stórum gagnsærri en annars hefði orðið. Ógagnsæi og leynimakk viðvarandi í málefnum myndlistarinnar ásamt því að setið er á mik- ilvægum upplýsingum líkt og væru þau einka- mál. Nú er það svo, að hvorki Hannes Lárusson né margir fleiri munu hafa hið minnsta á móti safni Péturs Arasonar, hvað síður neinum stuðningi við það, frekar fullir aðdáunar á söfn- unarástríðu mannsins. Allt annað mál að aldrei í sögu landsins hefur slíkur samningur verið gerður við meintan sterkefnaðan mann, sem sagður er hafa fengið flest upp í hendurnar við listaverkasöfnun sína. Gerist á sama tíma og samtökum listamanna og dugandi einstakling- um er fjár vant um aðkallandi framkvæmdir, kynning íslenzkrar myndlistar erlendis tilvilj- unarkennd og í lausu lofti. Þetta mun því eðli- lega hafa virkað líkt og blaut gólftuska framan í mörg lista- og hagsmunasamtök, til að mynda Myndhöggvarafélagið og Grafíkfélagið, sem og Nýlistasafnið og Upplýsingamiðstöð myndlist- ar. Þá vita menn ekki betur en að Nýlistasafn- ið, sem er í næsta nágrenni við hús Péturs Ara- sonar, hafi alla tíð verið rekið sem samtímalistasafn og að í hirslum þess sé mikið samsafn myndverka sem gjarnan mætti dusta rykið af og hafa til sýnis. Til viðbótar er ekki alveg á hreinu hvernig menn skilja hér sam- tímalist, hugtakið öllu víðtækara en fram kem- ur á báðum stöðunum, annars vegar öðru frem- ur minimalismi eða naumhyggja, hins vegar mikið til afsprengi Fluxus og Arte povera í anda utangarðsfólks/underground. Þá skal ekki litið framhjá því að í eigu Listasafns Íslands er mikið magn erlendrar listar, sem sjaldan kem- ur fyrir sjónir almennings. Mikið til gjafir og ekki hvetur ógangnsæ meðferð þeirra til áframhaldandi rausnarskapar erlendra né inn- lendra aðila. Fyrir nokkru ræddi ég við mann sem er vel inni í starfsemi Nýlistasafnsins, spurði hverju sætti að það hefði flutt úr þessu fína og fjöl- þætta sýningarhúsnæði í mun takmarkaðra og hráslagalegra rými. Hann tjáði mér að aðkall- andi hefði verið að taka gamla húsnæðið í gegn sem hefði kostað sirka fimmtán milljónir og stjarnfræðilegur möguleiki á að ráða við slík útgjöld. Og hvað Grafíkfélagið áhrærir þá er verkstæði þess í lamasessi vegna þess að þang- að vantar fagmann í fullu starfi, mann með mikla reynslu af innviðum og þörfum slíkra. Mann sem gæti skipulagt verkstæðið, drifið áfram og verið listamönnum til aðstoðar eftir samkomulagi dag hvern. Á helzt ekki að vera virkur listamaður, öllu frekar hlutlaus og vel menntaður fagmaður, en slíkan eigum við ekki til á Íslandi. Hins vegar ætti að vera mögulegt að ráða erlendan mann til nokkurra ára þar sem mörg gróin grafíkverkstæði hafa hætt starfsemi á undanförnum árum, minnkandi eft- irspurn hefur gert öll aðföng dýrari og sam- anlagðan rekstur erfiðari. Þá er rétt að minna á Listaskálann í Hveragerði, en þar fórnaði ein- staklingur aleigu sinni og varð gjaldþrota vegna skorts á rekstrarfé, einnig að listamenn og listiðnaðarfólk sem af stórhug hefur verið að byggja yfir sig hafa ekki í neina sérstaka sjóði að leita ef makinn er ekki rétthafi í lífeyr- issjóði. Hér brotið á mannréttindum heillar stéttar í þessu svokallaða velferðarþjóðfélagi. Flestum verður fyrst á að álykta, aðeinhverjir ósýnilegir þræðir séu aðbaki umræddum samningi, endamunu einu fræðilegu gögnin til rétt- lætingar honum bréf frá prófessorum Listahá- skóla Íslands, sem allir eru á líku róli í listinni, einn þeirra fyrrum náinn samstarfsmaður Pét- urs Arasonar um rekstur sýningarsalar í hús- inu, þannig að hlutlægni er hér tómt mál. Sam- kvæmt skilgreiningu Hannesar Lárussonar virðist um mjög fljótfærnislega og vafasama gjörð að ræða og mjög hæpið að áætlað verð- gildi safnsins, 130–180, milljónir standist fag- legt mat utanaðkomandi, minimalismi að auk fjarri því það heitasta á döfinni í dag. Hér um mat Péturs sjálfs að ræða sem forstöðumanni Listasafna Reykjavíkur, Eiríki Þorlákssyni, þótti ekki ástæða til að rengja, en ekki vitað að aðrir hafi komið að því. Hér ástæða til að víkja að ofmati og jafn- framt ógagnsæi skilgreiningarinnar á starfs- sviði hinna svonefndu listfræðinga, sem virðist ámóta víðfeðmt og fljótandi og skilningur þeirra á samtímalist þröngur. Veit hvergi slíka hafna sagnfræðititlinum nema hér á landi, á þeim þó að vera ljóst hve miklum misskilningi þetta getur valdið í ljósi fáfræði um þessi mál í okkar einangraða landi, sem og dæmin sanna. Allar hliðar sjónmennta byggjast öðru fremur á þjálfuðum skynfærum og kórrétt mat á listum ekki alfarið hægt að læra af bókum né fyr- irlestrum, frekar en lestur með því einu að skorða á nefið réttu gleraugun. Listasagan sjálf, eða réttara sagt afmarkaður hluti hennar, telst menntunargrunnur þeirra, skal alls ekki vanmetin og sitji þeir heilir að honum. En þeir hafa fæstir stungið þumalfingrinum gegnum litaspjaldið eins og Denis Diderot (1713–84), fyrsti franski myndlistargagnrýnandinn, orðaði það sporgöngumönnum sínum til viðvörunar í framtíðinni. Átti þá auðvitað við að með í ferl- inu yrði að vera þjálfuð tilfinning fyrir efni, línu, formi og litum, ásamt inntakinu og hug- myndafræðinni að baki. Diderot er sagður hafa lagt grunn að nútíma listrýni með skrifum sín- um um Parísarsaloninn 1759–1781. Að efast um hæfni íslenzkra listfræðinga á öllu samanlögðu sem myndlist viðkemur og koma með athuga- semdir þá menn álíta þá hafa farið út fyrir starfssvið sitt, virðist að þeirra mati jafngilda rógi og glæpsamlegri athöfn. Í fölsunarmálinu svonefnda hafa nokkrir listfræðingar verið kall- aðir til, þótt enginn þeirra hafi próf í íslenzkri listasögu, hér misjafnlega sjálfmenntaðir. Í ljósi þess er þeim vorkunn sem hafa slysazt til að kaupa lélegar falsanir til listasafnanna, en undarlegt að fagfólkið tekur svo stórfé fyrir að afhjúpa sömu meintu falsanir (!), en kenna selj- andanum um mistökin! Ætli þessu fólki sé ekki hollara aðhalda sig við fagheitið listsögu-fræðingur eins og menntunar-grunnurinn er skilgreindur um víða veröld, halda sig innan marka hans? Vil undirstrika og árétta þetta með því að vísa til, að meira en sennilegt væri að jafnvel listfræð- ingur, sem þyrfti að láta skera upp á sér augun, myndi stórum frekar leita til augnlæknis en manns með próf í sögu augnlækninga! Hér er skilsmunurinn hinn sami, annars vegar tillærð bókleg fræði, hins vegar verkleg og vitræn þjálfun næminnar. Skyldi svo ekki ofanskráð vera upplýsandi fyrir vinnubrögðin og jafnframt mótbyrinn sem hrjáir íslenzka myndlist og döngun hennar nú um stundir, ruglinginn á myndlistarmarkaðnum um leið? Á sama tíma og íslenzka myndlist- armenn skortir sárlega lífsnauðsynlegt bakland og uppörvun, eru safnstjórar með listfræðititla að flytja inn útlenzka myndlist svo landsmenn fái þefað af hinni sönnu og réttu tólg, vilja helst kaupa birgðir af og reisa yfir hof og hörga. En láta svo ekki sjá sig á fjölda sýninga og gleyma skyldum sínum við innlenda myndlist í víðu samhengi ásamt mörgum þeim einstaklingum í framvarðarsveit um áratugaskeið, sem fórnað hafa lífi og kröftum á íslenzkum myndlist- arvettvangi. Til umhugsunar að reykvískir myndlistarmenn hafa í heild aldrei fengið jafn- vandaða, hlutlæga og skilvirka kynningu á sér og ferli sínum og akureyrskir, bæði virkir í um- dæminu sem brottfluttir, þótt svo húsakynni Listasafnsins norðan heiða séu stórum tak- markaðri. Ris og ímynd innlendrar listar er mál mál- anna hér sem víðast í heiminum. Þau dæmi um alþjóðlega strauma sem hingað rata koma helst frá löndum sem hafa markað sér eitilharða stefnu um framgang og markaðssetningu eigin listar. Hún er þá ekki einungis þjóðleg heldur um leið alþjóðleg, þann metnaðarfulla hugs- unarhátt farsælast að temja sér og draga dám af. Jafnframt rækta og hlú að ef við viljum vera samstiga um ferska listsköpun, sem telst meg- inveigur og kjarni samtímalistar. Línudans og samtímalistasöfn breyta hér litlu, öllu frekar að menn komi fram eins og þeir eru klæddir. Gagnsæi framkvæmda, metnaðarfull og heil- brigð döngun sjónmennta skipta máli til úrslita, hér sem annars staðar. Samtímalistasafn Naumhyggja, minimal, list; Ellisworth Kelly: Gult – blátt, 1963, olía á léreft, 210x153 sm. Einkaeign. SJÓNSPEGILL Eftir Braga Ásgeirsson bragia@itn.is Skilafrest- ur að renna út BÓKMENNTAVERÐLAUN Halldórs Laxness verða veitt í sjöunda sinn í haust að und- angenginni árlegri sam- keppni. Frestur til að skila handritum er til 1. maí næst- komandi. Verðlaunin, sem nema 500.000 krónum, eru veitt fyrir nýja og áður óbirta íslenska skáldsögu eða safn smásagna. Samkeppnin er öll- um opin og mun bókin, sem verðlaunin hlýtur, koma út hjá Vöku-Helgafelli sama dag og þau verða afhent nú í haust. Utanáskriftin er Bók- menntaverðlaun Halldórs Laxness, Vaka-Helgafell, Suðurlandsbraut 12, 108 Reykjavík. Þau eiga að vera merkt dulnefni en rétt nafn fylgi með í lokuðu umslagi. Frekari upplýsingar um samkeppnina veitir Pétur Már Ólafsson hjá Vöku- Helgafelli. Súfistinn, Laugavegi 18, kl. 20.30 Í tilefni af útkomu Ristavélar eftir Jan Sonnergaard stendur Bjartur fyrir útgáfuhátíð á Súfist- anum. Þar mun þýðandinn, Hjalti Rögnvaldsson, lesa valda kafla úr bókinni auk þess sem íslenskur trúbador greinir frá reynslu sinni af tónleikahaldi á Strikinu og leikur fá- ein lög. Bókasafn Akraness Sýning á bók- um sem prentaðar voru að Leir- árgörðum og Beitistöðum, en um tíma var öll prentun hér á landi í Borgarfirði (1795–1819) undir stjórn Magnúsar Stephensen konfer- ensráðs. Bókasafn Akraness á megnið af þeim bókum sem voru prentaðar í þessum prentsmiðjum. Á vefsíðu bókasafnsins http:// akranes.is/bokasafn má sjá nánari upplýsingar um þessa prentgripi. Leiðin er Safnkostur – Haraldsstofa – Leirárgarða- og Beitistaðaprent. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is Talstöðvar VERSLUN • VERKSTÆÐI Radíóþjónusta Sigga Harðar Allar gerðir talstöðva Áratuga reynsla w w w .d es ig n. is © 20 03
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.