Morgunblaðið - 23.04.2003, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 23.04.2003, Qupperneq 30
LISTIR 30 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ KRISTÍN Steinsdóttir hlaut í gær hin árlegu Barnabókaverðlaun fræðsluráðs fyrir bestu frum- sömdu barnabókina við athöfn í Höfða. Bókin ber heitið „Engill í Vesturbænum“ og er myndlýst af Höllu Sólveigu Þorgeirsdóttur en Sigrún Sigvaldadóttir sá um graf- íska hönnun. Bókin kemur út hjá Eddu útgáfu hf. Sigfríður Björns- dóttir og Ragnheiður Erla Rósars- dóttir hlutu hins vegar verðlaun fyrir bestu þýðingu barnabókar fyrir þýðingu bókarinnar „Milljón holur“ eftir Louis Sachar sem gef- in er út hjá Máli og menningu. Gefur innsýn í hugarheim barns Kristín Steinsdóttir rithöfundur á að baki sautján bækur, en þetta er í fyrsta sinn sem hún hlýtur Barnabókaverðlaun fræðsluráðs. „Engill í Vesturbænum er alveg einstaklega frumleg saga. Nálgun hennar er mjög sérstök – hún er byggð upp sem hugrenningabrot eða myndir sem falla saman í eina heild og lýsa hugarheimi lítils drengs í Vesturbænum. Saman fannst okkur byggingin, sem gef- ur góða innsýn í hugarheim barns- ins og höfðar um leið mjög sterkt til fullorðinna, og bókin öll, mynd- ir og annað, mjög vel að verðlaun- unum komin,“ sagði Katrín Jak- obsdóttir, formaður dómnefndar, við athöfnina. „Að hljóta verðlaun færir manni heim sanninn um að þrátt fyrir allt hafi endalausar setur við tölvu, pappírsaustur og nagaðar neglur verið til einhvers – það hafi fætt eitthvað af sér. Viðurkenning sem þessi er líkleg til að koma ein- hverju nýju af stað og fæðir í besta falli af sér nýtt afkvæmi í fyllingu tímans. Þess vegna eru svona verðlaun mikilvæg – til að viðhalda áframstreyminu, eða ef við tölum mannamál: Þau veita höfundinum kjark og þor til að halda áfram að skrifa,“ sagði Kristín Steinsdóttir er hún hafði veitt verðlaununum viðtöku. Tekur á tilvistarlegum spurningum „Milljón holur“ er frumraun þýðendanna Sigfríðar Björns- dóttur og Ragnheiðar Erlu Rós- arsdóttur og sagði Katrín m.a. um bókina: „Milljón holur má kalla glæpasögu fyrir eldri börn og full- orðna sem sveigir mörk bók- menntagreinarinnar þannig að saman fléttast spennusaga, epísk ættarsaga, gamansaga, hryllings- saga og fantasía. Okkur fannst þýðendur eiga hrós skilið fyrir að færa okkur þessa sögu sem tekur á mjög mörgum tilvistarlegum spursmálum, og svarar þeim á mjög skemmtilegan hátt.“ Þetta er í 31. sinn sem fræðslu- yfirvöld í Reykjavík veita höf- undum og þýðendum barnabóka verðlaun. Tilgangur verðlaunanna er að örva metnaðarfullar rit- smíðar og þýðingar fyrir börn og að vekja athygli á því sem vel er gert á þessum mikilvæga vett- vangi íslenskrar bókaútgáfu. Út- hlutunarnefndin var skipuð af fræðsluráði Reykjavíkur síðast- liðið haust og í henni sátu Katrín Jakobsdóttir formaður, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Eiríkur Brynjólfsson. Engill í Vesturbænum besta frumsamda barnabókin Morgunblaðið/Jim Smart Sigfríður Björnsdóttir, Kristín Steinsdóttir og Ragnheiður Erla Rósars- dóttir hlutu Barnabókaverðlaun fræðsluráðs í gær, Kristín fyrir bókina „Engil í Vesturbænum“ og Sigfríður og Ragnheiður Erla fyrir þýðingu sína á „Milljón holum“ eftir Louis Sachar. HLJÓÐFÆRASKIPAN hefur ávallt haft mikið að segja fyrir tón- skáldin og hvert tímabil tónlistarsög- unnar hefur verið mótað af ákveðinni samskipan hljóðfæra. Harpan, sem er eitt af elstu hljóðfærum sögunnar, var ekki mikið notuð af alvarlegum tón- skáldum fyrr en seint á 19. öldinni og þá aðallega af frönskum tónskáldum. Það er einnig athyglisvert að flautan, sem var sérlega vinsæl á tímum bar- okkmanna, var nær aldrei meðhöndl- uð sem einsleikshljóðfæri af klassísk- um og rómantískum tónskáldum, aðeins sem hljómsveitarhljóðfæri. Eina skiptið sem Mozart samdi kons- ert fyrir þessi hljóðfæri, var hann hálft í hvoru neyddur til þess. Víólan leið lengi fyrir það að vera fylgihljóð- færi fiðlunnar, þrátt fyrir að snillingur eins og Paganini og síðar Vieuxtemps, reyndu að hefja hana til vegs. Það sem mjög einkennir hljóðfæra- skipan í nútíma kammertónlist, er margvísleg samskipan óskyldra hljóð- færa og á tónleikum Tríó Artis í Saln- um sl þriðjudagskvöld, var hljóðfæra- skipanin einmitt flauta, lágfiðla og harpa. Tónleikarnir hófust á sérlega fögru einleiksverki fyrir flautu, eftir Tak- emitsu, sem Kristjana Helgadóttir lék einstaklega vel, bæði er varðar tón- mótun og túlkun. Verkið er að stórum hluta tónalt og tematískt, þar sem heyra má eins konar kallstef í upphafi og víðar en einnig í lok verksins. Kristjana skilaði vel öllum blæbrigð- um þessa þýða verks, í mjög sannfær- andi og vel útfærðum leik sínum. Capriccio fyrir einleiksvíólu eftir Vieuxtemps var vel flutt af Jónínu Auði Hilmarsdóttur og var áberandi í leik hennar hversu fallegan tón hún hefur á valdi sínu og töluverða leik- tækni, sem kom vel fram í tríói fyrir víólu, flautu og hörpu, eftir Takem- itsu. Segja má að margt í tríó eftir Takemitsu minni á sónötuna fyrir sömu hljóðfæraskipan, eftir Debussy, er var síðast á efnisskránni, einhverju sérstæðasta verki meistarans, sem hann sjálfur sagði að væri svo „hræði- lega dapurt og ég veit ekki hvort á að hlæja eða gráta sitt á hvað eða sam- tímis, hve mikið má finna og síðan bæla niður, áður en innviðir tilfinning- anna hafa verið afhjúpaðir“. Í þessu lágværa verki eru þessar andstæður einmitt ráðandi, þ.e. hláturinn og gráturinn en auk þess er snilldin fólg- in í sjálfstæðu tónmáli hljóðfæranna, sem þó er ofið saman í undursamlega tónræna heild. Þarna glampaði víða á fallegan samleik og einstaka tónhend- ingar hjá víólunni, flautunni og hörp- unni, þótt verkið í heild væri nokkuð of hægferðugt í flutningi. Á undan sónötunni lék Gunnhildur Einarsdótt- ir einleik á hörpu í Prelúdíu, eftir Jol- ivet, fallegu verki, sem Gunnhildur lék af látleysi. Þrátt fyrir að flutningurinn á við- fangsefnum tónleikanna hafi í heild verið helst til látlaus og hefði mátt vera skarpari, einkum hvað varðar hraða, er ljóst, að hér er á ferðinni efnilegt tónlistarfólk, er þegar kann vel til verka, þótt reynslan eigi eftir að gefa flytjendum, hverjum fyrir sig, sitt frelsi og tækifæri til að brjóta nið- ur múra varfærninnar. Frelsi til að brjóta niður múra varfærninnar TÓNLIST Salurinn Tríó Artis flutti verk eftir Takemitsu, Jolivet, Vieuxtemps og Debussy. Þriðjudagurinn 15. apríl, 2003 KAMMERTÓNLIST Jón Ásgeirsson KARLAKÓR Reykjavíkur syngur fyrstu styrktarfélagatónleika sína í Ými síðasta vetrardag, miðviku- daginn 23. apríl, kl. 20. Sumri er fagnað með tvennum tónleikum sumardaginn fyrsta, 24. apríl, kl. 17 og kl. 20. Fjórðu tónleikarnir verða laugardaginn 26. apríl kl. 16. Fimmtu tónleikarnir verða miðvikudaginn 30. apríl kl. 20 og lokatónleikarnir verða fimmtu- daginn 1. maí kl. 20. Íslenskar söngperlur fylla fyrri hluta efnisskrárinnar: Ísland, Ís- land eftir Sigurð Þórðarson, Sefur sól hjá ægi eftir Sigfús Einarsson, Sumarnótt Árna Thorsteinssonar, Kveði nú hver og Smávinir fagrir eftir Jón Nordal, Grafskrift, þjóð- lag í útsetningu Hjálmars Ragn- arssonar, Blómarósir Jóns Ás- geirssonar, Vorgyðjan kemur eftir Árna Thorsteinsson og Drauma- land Sigfúsar Einarssonar. Síðari hluti tónleikanna hefst með fimm lögum norrænna tón- skálda, þeirra Friedrichs Kuhlau, Selims Palmgren, Augusts Söder- mans, Vilhelms Åström og Armas Järnefelts. Þessi lög eru öll flutt með íslenskum textum, þremur þýðingum eftir Reyni Guð- steinsson og svo einni eftir hvorn, Þórarin Hjartarson og Gest. Þá er komið að þætti Franz Schuberts. Eftir hann eru flutt tvö undurfalleg verk Feneyjaljóð í þýðingu Ólafs Hauks Árnasonar og Mansöngur í þýðingu Böðvars Guðmundssonar. Þá verður sungið Vínarljóð Rudolfs Sieczynski, og lýkur tónleikunum á verki eftir tékkneska tónskáldið Leos Jan- acék sem verður sungið á móð- urmáli tónskáldsins við ljóð eftir eftir O. Prikril. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er Garðar Thor Cort- es. Eins og mörg undanfarin ár er Anna Guðný Guðmundsdóttir pí- anóleikari með kórnum. Söng- stjóri er Friðrik S. Kristinsson. Nýir styrktarfélagar eru vel- komnir og verða miðar seldir á tónleikana við innganginn á með- an húsrúm leyfir. Morgunblaðið/Kristinn Tónleikaröð Karlakórs Reykjavíkur Hljómsveitarverk eftir ung íslensk tónskáld verða í forgrunni á tón- leikum í Íslensku óper- unni í kvöld kl. 20, en þar verða frumflutt þrjú verk úr smiðju nemenda við tónfræða- deild Tónlistarskólans í Reykjavík. Tónleikarn- ir eru útskriftartón- leikar Daníels Bjarna- sonar frá deildinni, en hann lýkur jafnframt námi í hljómsveitar- stjórn frá skólanum í vor. Daníel stjórnar því frumflutningi á eigin verki, Konsert fyrir pí- anó og hljómsveit, þar sem Birna Helgadóttir píanóleikari leikur ein- leik með hljómsveit skipaðri hljóð- færanemendum úr Tónlistarskólan- um í Reykjavík, Listaháskóla Íslands og víðar. Einnig verða flutt á tónleik- unum Metamorphosis eftir Kristján Guðjónsson og Börn ljóssins eftir Pétur Þór Benediktsson, sem eru báðir nemendur við tónfræðadeild Tónlistarskólans í Reykjavík. Píanókonsert Daníels er í fimm samliggjandi köflum og var saminn í vetur. „Þetta er konsert fyrir píanó, eða öllu heldur tvö píanó – annars vegar konsertflygil og hins vegar undirbúið píanó – þannig að píanó- leikarinn í verkinu, Birna Helgadótt- ir sem nú er í framhaldsnámi við Síbelíusarakademíuna í Finnlandi, er með tvö hljóðfæri í takinu. Í verkinu leikur einnig rafmagnaður strengja- kvartett og hljómsveit,“ segir Daníel í samtali við Morgunblaðið. „Sálmin- um Komm süsser Tod eftir J.S. Bach bregður fyrir í verkinu, en svo er ég líka með aðeins jarðneskari músík, ef svo má segja, sem ég tefli fram sem and- stæðu. Það má kannski segja að í grunninn gangi verkið út á þessa eilífu togstreitu milli góðs og ills og sam- bandið milli löngunar mannsins til að vera guðdómlegur og þarfar hans til að vera dýrs- legur. Það kemur nokkuð skýrt fram í verkinu, þetta guð- dómlega er gefið til kynna með sálmi Bachs, en hitt er meiri músík fyrir magann, rytmískari og minnir meira á einhvers konar fórnarathöfn eða ritúal.“ Tölurnar 2, 3 og 5 liggja til grund- vallar uppbyggingu verksins að sögn Daníels hvað varðar takt, lengd og kaflafjölda, svo eitthvað sé nefnt. „Þó að það sé ekkert aðalatriði að mínum dómi og útkoman sé það sem máli skiptir, er verkið byggt á tölunni 23. Hún er samsett úr 2 og 3 og hefur þversummuna 5, og hefur löngum verið talin búa yfir dulrænum mætti. 23 var raunar lukkutala tónskáldsins Albans Berg og hann notaði hana mikið í sínar tónsmíðar. Rithöfund- urinn William Burroughs var einn af mörgum sem taldi að talan 23 væri einhvers konar örlagatala í sögu mannkyns, sem mætti rekja til ótelj- andi þátta í bæði sögu og líffræði mannsins, og væri til dæmis að finna í litningafjöldanum. Ég hef haft svo- lítið gaman af þessum pælingum og talnaspeki yfir höfuð, sem er ekki stærðfræðileg, heldur frekar dul- ræn,“ segir tónskáldið Daníel Bjarnason að lokum. Konsert fyrir tvenns konar píanó Daníel Bjarnason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.