Morgunblaðið - 23.04.2003, Page 37

Morgunblaðið - 23.04.2003, Page 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 37 Leiðsögunám Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyrir þá, sem vilja kynnast Íslandi í máli og myndum. Námið er opið öllum þeim, sem áhuga hafa á að læra hvernig standa skal að leiðsögn erlendra ferðamanna á ferð um Ísland. Stuðst er við námsskrá menntmálaráðuneytisins um viðurkennt leiðsögunám.  Helstu námsgreinar:  Ferðalandafræði Íslands. Helstu viðkomustaðir ferðamanna í máli og myndum.  Saga landsins, atvinnuvegir, stjórnmál, bókmenntir og listir.  Mannleg samskipti og hópasálfræði.  Skipulagðar ferðir, afþreyingaferðir og margt fleira. Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum. Kennt er 3 kvöld í viku, en auk þess er farið í vettvangsferðir á laugardögum. Bíldshöfða 18, sími 567 1466 Opið til kl. 22:00 NÚ, eins og jafnan fyrir kosn- ingar, verður málsvara gömlu vinstristefnunnar á Íslandi, fréttastofu Ríkisútvarpsins, tíð- rætt um þá miklu fátækt sem hér ríkir. Hérna duga ekki alþjóðleg- ir mælikvarðar eða samanburður við þá sem nú þykja manna burðugastir og eftirbreytniverðir á fréttastofunni, Frakka og þýska jafnaðarmenn. Vísindamaðurinn Harpa Njáls hefur gert grund- vallarrannsóknir á fátækt á Ís- landi og notar eigin viðmið. Nið- urstaðan hentar fréttastofu Ríkisútvarpsins vel; eiginlega eru flestallir fátækir á Íslandi – bara misfátækir. Þessi sama Harpa Njáls kom í sama þátt, með sömu rannsókn og sömu raunalegu niðurstöðuna fyrir nokkru síðan. Gott ef það var ekki fyrir seinustu kosningar. – Þjóðviljinn er ekkert dauður; hann hefur bara fært sig um set og situr í góðu skjóli Útvarps- ráðs. Einar S. Hálfdánarson Fátækt á Íslandi? Höfundur er hæstaréttarlögmað- ur og löggiltur endurskoðandi. ÖNDVERT við það sem Hjörtur Jónsson og Kristján Kristjánsson halda fram er ég ekki „á móti“ kuð- ungsígræðslu. Ég veit fullvel að hún er hreint kraftaverk fyrir þá sem missa heyrn fullorðnir. Ég veit einnig að hún getur auðveldað aðgang veru- legs hluta heyrnarlausra barna að töluðu máli. Hún er stórkostlegt tækniafrek. Það er ekki kuðungs- ígræðslan sjálf sem ég mæli í mót. Áhyggjur mínar beinast einkum að umræðunni sem spunnist hefur um ígræðsluna frá því hún kom til fyrir meira en þrjátíu árum síðan. Lengst af var því þráfaldlega haldið fram víða um lönd að heyrnarleysi væri brátt úr sögunni og að ekki væri leng- ur þörf á táknmáli. Þessar staðhæf- ingar voru full bjartsýnar og reyndar ekki í neinu samhengi við árangurinn sem náðist. Þurfum við að undrast að samtök foreldra heyrnarlausra barna létu í ljós áhyggjur yfir óraunhæfum væntingum sem verið var að vekja með fjölskyldum? Staðhæfingar sem þessar, síendurteknar í blöðum og sjónvarpi, voru fyrstu fréttir sem samfélög heyrnarlausra fengu af kuðungsígræðslu. Þarf kvíði þeirra og reiði að koma okkur á óvart? Að sjálfsögðu getur maður sagt nú: „Það var fyrir löngu. Enginn heldur þessu fram í dag. Ávinningurinn er raun- verulegur og hann er það sem gildir.“ Hvað meinum við með „ávinning- ur“? Hvers vegna hafa svo til allar rannsóknir beinst að áhrifum ígræðslu á heyrn, en svo til engar beinst að áhrifum á vitsmuna-, til- finninga- eða félagsþroska heyrnar- lausra barna? Væntanlega eru þetta ekki síður mikilvæg atriði? Þar að auki trúi ég því að það sé með ígræðsluna eins og með aðra tækniþróun í læknisfræði, að ekki má einungis líta á ávinning einstakra sjúklinga, jafnvel þó að þar liggi áhersla heilbrigðisstétta. Það þarf einnig að líta á kostnað og ávinning samfélagsins í heild. Það kann að vera að umræðan á Íslandi hafi verið þroskaðri en annars staðar. Það vona ég. En staðreyndin er sú að í mörgum löndum er fólk sem segir: „Eftir fáein ár verða öll börn komin með ígræðslu svo að það tekur því ekki að fjárfesta í myndrænni tækni eða kennslu á táknmáli.“ Með slíkum fullyrðingum er framtíð heyrnarlausra barna sem af einhverjum ástæðum fá ekki ígræðslu lögð í hættu. Hefur þá nokkuð breyst í raun? Ég er ekki á móti tvítyngi heyrn- arlausra barna. Þvert á móti. Hér í Hollandi hef ég unnið að því hörðum höndum sl. tíu ár að efla umræðuna milli heilbrigðisstétta og samfélags heyrnarlausra. Hvers vegna? Ein- mitt til að losna við gagnkvæmt virð- ingarleysi og niðurnjörvaða hug- myndafræði, sem neyddi foreldra til að velja á milli tveggja tungumála. Það sem ég gerði mér vonir um, og geri enn, er framtíð þar sem heyrn- arlaust barn getur án teljandi erfið- leika farið á milli menningarheima heyrnarlausra og heyrandi. „Til hvers?“ gæti gagnrýnandi spurt. „Væntanlega þyrfti barn sem er vel talandi ekki á samfélagi heyrnar- lausra að halda?“ Þetta er viðhorfið sem ég vildi gagnrýna í fyrirlestri mínum fyrir Félag heyrnarlausra á Íslandi. Þess vegna dró ég upp hlið- stæðu af svörtu barni ættleiddu af hvítri fjölskyldu. Sá heimur sem ég byggi mismunar enn, því miður, hvítu fólki og svörtu, heyrandi og heyrn- arlausu. Til að komast af, til að bjarga sér, þarfnast heyrnarlaust barn fleira á uppvaxtarárunum en að geta talað, alveg eins og manneskja sem bundin er hjólastól þarfnast fleira en að geta komist frá einum stað til annars. Þau þurfa að vera já- kvæð gagnvart sjálfum sér, getu sinni og möguleikum. Þau þurfa að geta haft óþvinguð samskipti við fólk sem hefur svipaða reynslu (af fleiru en mismunun). Þau þurfa öflug fé- lagssamtök til að berjast fyrir fé- lagslegum, menningarlegum og efna- hagslegum hagsmunum sínum. Ég er sannfærður um að samfélag heyrn- arlausra verður að taka heilshugar á móti ungu fólki með ígræðslu – og sé reyndar þegar farið til þess. Ég er einnig sannfærður um að í þessum ófullkomna heimi okkar sé öflugt samfélag heyrnarlausra og almenn viðurkenning á – og kunnátta í – táknmáli lífsspursmál fyrir velferð heyrnarlausra með eða án kuðungs- ígræðslu. Þegar við höfnuðum því að sonur okkar Jascha fengi kuðungsígræðslu fyrir meira en áratug var tilgangur- inn ekki að koma í veg fyrir að hann gæti talað. Það hefði verið hræðilegt. Við gátum engan veginn vitað hvort aðgerðin gerði honum kleift að tala fullkomlega. Enn þann dag í dag er ómögulegt að spá fyrir um hvaða ávinning hvert barn út af fyrir sig muni hafa af ígræðslu. Það eru ein- ungis líkindi: sumum farnast mun betur en öðrum. Ákvörðun okkar endurspeglaði tvennt. Í fyrsta lagi þurfti hann umfram allt að eignast tungumál strax, og þá lá táknmál beinast við. Við vorum ekki sannfærð þá um að ígræðsla væri nægileg til að hann gæti þroskað hratt með sér færni í talmáli. (Ríkisskipuð nefnd um siðfræði í læknisfræði komst að svipaðri niðurstöðu um ígræðslur nokkrum árum síðar.) Í öðru lagi er það sem kom fram hér að ofan. Sam- félag heyrnarlausra gæti betur hjálp- að honum að verða jákvæður gagn- vart sjálfum sér en margra ára barátta við talmál myndi gera. Það verður Jascha sjálfur, og enginn ann- ar, sem getur dæmt um hvort ákvörðun okkar var rétt eða röng. Hann mun án efa gera það. Þessa óvissu verða allir foreldrar heyrnar- lausra barna að lifa með, hvaða ákvarðanir sem þeir taka. Velferð heyrnarlausra Eftir Stuart Blume Höfundur er prófessor í félags- og mannfræðum við háskólann í Amsterdam. „Enn þann dag í dag er ómögulegt að spá fyrir um hvaða ávinning hvert barn út af fyrir sig muni hafa af ígræðslu.“ ÞEGAR leitað var upplýsinga um möguleika á að tæma Hálslón alger- lega við gerð sjónvarpsmyndarinnar „Á meðan land byggist“ gáfu verk- fræðingar Landsvirkjunar og VST þær upplýsingar, að þá yrði að sprengja upp steyptan tappa í hjá- veitugöngum Kárahnjúkastíflu. Í fróðlegri grein í Morgunblaðinu hinn 15. apríl staðfestir Sigurður Arnalds þetta, en upplýsir einnig, að hægt verði að tæma 96 prósent af vatns- magni Hálslóns, ef þörf krefði ein- hvern tíma í framtíðinni, með botn- rás, sem sé í 90 metra hæð yfir botni lónsins. Þetta fyrirkomulag sé svip- að og við Glengljúfrastíflu í Banda- ríkjunum. Fyrir þessar upplýsingar Sigurðar, sem hann aflaði sér hjá hönnuði stíflunnar erlendis, vil ég þakka. Þær gefa fyllri mynd af þessu máli og mun ég setja þær inn í mynd- ina. Sigurður upplýsir að botnrás Glenglúfrastíflu sé 74 metra yfir botninum, sem sé 42 prósent af hæð stíflunnar. Hæð opsins þar sé valin með tilliti til þess að hún sé 10 metr- um hærri en áætluð 100 ára set- myndun ofan við stífluna. Svo að öllu sé til skila haldið skakkar þarna svo- litlu í prósentureikningnum, því að stíflan er 216 metra há, og 74 metrar eru 34 prósent af því. Hæð botnrásar Kárahnjúkastíflu yfir botni er hins vegar 90 metrar, eða 47 prósent af hæð þeirrar stíflu, og sú botnrás því 38 prósentum hærra yfir botni en rás Glengljúfrastíflu. Reiknað er með að Powell-lónið fyllist af auri á 700 ár- um en Hálslón á 400 árum. Einfaldur hlutfallareikningur bendir til þess að set í Hálslóni gæti orðið 10 metrum neðan við botnrásaropið á 20 árum skemmri tíma en við Glengljúfra- stíflu. Í lok greinar sinnar og í yf- irskrift hennar segir Sigurður: „Ef einhverjar ástæður kalla á það að tæma lónið er það tæknilega enginn vandi. Steyptur tappi í hjáveitugöng- unum og aurset í gljúfrinu mun ekki vefjast fyrir afkomendum okkar.“ Einnig segir Sigurður að hægt verði að fjarlægja stíflurnar þrjár við Kárahnjúka ef ákvörðun verði tekin um það. Þetta getur kveikt ýmsar pælingar. Varla myndu menn vilja gera þetta fyrr en að loknum af- skriftartíma virkjunarinnar, en því lengur sem þetta drægist, því þykk- ara yrði aursetið. Segjum að menn myndu vilja athuga þetta einhvern tíma á síðari hluta þessarar aldar. Yrði þá lagt út í það að grafa undir vatnsborði lónsins niður í gegnum 50–90 metra þykkt aurset eða fjar- lægja tíu milljóna tonna stíflu? Fyllri upplýsing- ar – Betri mynd Eftir Ómar Þ. Ragnarsson „Yrði lagt út í það að grafa undir vatnsborði í gegnum 50– 90 metra þykkt aurset eða fjarlægja tíu millj- óna tonna stíflu?“ Höfundur er fréttamaður. Í VETUR lagði ég fram þings- ályktunartillögu þar sem hvatt var til þess að byggð væri meðferðar- deild fyrir geðsjúka, sakhæfa af- brotamenn t.d. við Sogn þar sem um nokkurra ára skeið hefur verið rekin réttargeðdeild. Þessi starfsemi myndi falla vel að starfseminni að Sogni, m.a. hefur Magnús Skúlason yfirlæknir lýst því yfir að þetta gæti styrkt stöðu réttargeðdeildarinnar og hentaði um margt vel starfsem- inni. Nauðsynlegt er að taka á þessu máli sem allra fyrst því verkefnið er afar brýnt eins og dæmin sanna. Þá er löng hefð fyrir því að starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Selfoss þjón- usti stofnanirnar á Sogni og Litla- Hrauni. Hér er um mjög vel mennt- að og reynt starfsfólk að ræða. Nú styttist í það að Byrgið flytji starf- semi sína frá Rockville að Efri-Brú í Grímsnesi, þar sem ríkið hefur keypt húsnæði undir þá starfsemi. Þá hef- ur um langt skeið verið rekið með- ferðarheimili í Gunnarsholti (Akur- hóll) á Rangárvöllum á vegum Ríkisspítalanna. Eðlilegt er að Heil- brigðisstofnun Selfoss og heilsu- gæslustöðvar á svæðunum í kring þjónusti þessar stofnanir. Það er ekki rétt að stilla þessu þannig upp að þingmenn Framsókn- arflokksins í Suðurkjördæmi séu mótfallnir því að lítið fangelsi fyrir 15 til 20 fanga með gæsluvarðhalds- aðstöðu verði byggt í Reykjavík, eins og gert var í fréttatíma Ríkissjón- varpsins í síðustu viku. Ég er hins vegar mótfallinn því að stórt fangelsi verði reist í Reykjavík og að um einkaframkvæmd verði að ræða. Ég veit heldur ekki til þess að slíkt hafi verið samþykkt í ríkisstjórninni. Fjarlægðin frá Reykjavík til Eyr- arbakka er í raun vegalengd innan marka stórborga t.d. á mælikvarða Evrópubúa. Við eigum að nýta okkur sérhæfni starfsfólks og starfs- reynslu í þessu sambandi. Þess vegna er eðlilegt að byggt verði við fangelsið á Litla-Hrauni. Við eigum ekki að stilla þessum málefnum upp eins og Reykjavík og landsbyggðin séu einhverjar andstæður. Síður en svo, landsbyggðin getur ekki án höf- uðborgarinnar verið og á sama hátt getur höfuðborgin ekki verið án landsbyggðarinnar. Við eigum hins vegar að nýta okkur reynslu, þekk- ingu og sérhæfni þar sem því verður komið við. Bæjarstjórn Árborgar hefur ályktað í þessa veru og eru þær ályktanir í raun máli þessu til stuðnings. Í þessu máli sem og öðr- um ber alltaf að velja skynsamleg- ustu lausnina og hún er að mínu mati áframhaldandi uppbygging þessara stofnana og þjónusta við þær á Suð- urlandi. Hvers vegna aukna fangelsisstarfsemi á Suðurlandi? Eftir Ísólf Gylfa Pálmason „Við eigum að nýta okk- ur sérhæfni starfsfólks og starfs- reynslu í þessu sam- bandi. Þess vegna er eðlilegt að byggt verði við fangelsið á Litla- Hrauni.“ Höfundur er alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.