Morgunblaðið - 23.04.2003, Side 43

Morgunblaðið - 23.04.2003, Side 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 43 Ég fór með honum að skoða albúmin og vildi leyfa honum velja sér mynd. En þá sagði hann við mig: „Mamma, mér er alveg sama hvernig myndin er, hún amma var alltaf svo sæt og góð, ég bara sakna hennar svo mikið.“ Hann var svo lánsamur að fá lengri tíma með þér en Rut litla systir hans, en hún fékk líka yndislega tíma með þér. Þú varst svo ánægð með þau og þér fannst þau vera svo skýr og þau hlytu að vera fallegustu börn sem til væru. Þetta lýsir ykkur Sigga, þið hafið alltaf séð það besta í öllum. Elsku Fríða, við skulum passa Sigga afa vel fyrir þig og reyna að hjálpa honum á þessum erfiðu tímum hjá honum og okkur öllum. Guð geymi þig. Þín Sonja. Elsku Fríða. Ég kynntist þér fyrir fjórum árum þegar ég kom inn í fjöl- skylduna. Þó þetta sé ekki langur tími, þá var þetta yndislegur tími. Það var svo gaman að koma til ykkar í Boðahleinina, þá var sko ekki hlust- að á mann ef maður sagði nei við kræsingunum. Fyrr en varði var borðið orðið þakið kræsingum og kakómalt eða kókglas komið fyrir framan mann. Vegna þessa varstu einstök. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá hug þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ – Khalil Gibran Þetta hefur verið erfiður tími síðan þú fórst. Þín er sárt saknað. Sunna. Vorið er vekjandi máttur og vaxtarins uppsprettulind, það heillar sem hörpusláttur og himinsins fegursta mynd. (Ásmundur Matthíasson.) Þegar við kveðjum kæra móður- systur okkar Málfríði þá verða orð svo sannarlega fánýt, en það rifjast upp góðar minningar og það bregður fyrir litríkum myndum í hugum okk- ar. Málfríður hafði flest það til að bera í fari sínu sem prýða má góða konu. Hún var hlédræg og hafði sig lítt í frammi en var alltaf tilbúin að rétta vinum sínum hjálparhönd. Það höfum við systurnar svo sannarlega reynt. Málfríður var alin upp í stórum systkinahópi en þau voru tólf systk- inin, þar af voru systurnar fimm og er Málfríður þeirra síðust að kveðja. Þrír af hennar bræðrum eru eftirlif- andi. Þau hjón Málfríður og Sigurður ættleiddu systur okkar Rut og fór hún viku gömul til þeirra þar sem þau bjuggu í Vestmannaeyjum. Þau hjón fluttu sig til Hafnarfjarðar fyrir sex árum til að geta verið nær dóttur sinni og barnabörnum, sem hún var mjög stolt af og gaf þeim alla sína hjartahlýju. Önnur okkar systra fór oft og dvaldi sumarlangt hjá þeim hjónum í Vestmannaeyjum og einu sinni framlengdi hún vistina yfir vet- urinn og stundaði þar skóla. Þau hjón, Málfríður og Sigurður, lögðu á það mikla áherslu að Rut kynntist systkinum sínum vel. Dvöldu mörg systkinabörn Málfríðar hjá þeim á sumrin og sýndi það þeirra væntum- þykju. Það var kærkomið að taka á móti þeim hjónum þegar gosið í Eyj- um var og geta þannig endurgoldið þeirra vinsemd. Málfríður var mikil listakona og handlagin og eigum við systur marga fallega muni eftir hana, en hún gerði alltaf eins fyrir okkur þrjár systurnar. Eins hafði hún mik- inn áhuga á garðrækt eins og garð- urinn þeirra í Vestmannaeyjum bar vitni um. Við erum fullvissar um að Málfríði verði endurgoldin öll sú væntumþykja sem hún gaf öðrum. Full þakklætis fyrir gengnar stundir biðjum við henni Guðs bless- unar í nýjum heimkynnum og biðjum Guð að styrkja Sigurð, Rut og hennar fjölskyldu. Áslaug og Steinunn Bjarnadætur. ✝ Kjartan Markús-son fæddist á Eyrarbakka 29. maí 1921. Hann lést á Sól- vangi fimmtudaginn 10. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þuríður Pálsdóttir og Markús Jónsson. Systkini Kjartans eru Gunnar, f. 1918, Jóna, f. 1923, og fóst- urbróðir hans Helgi R. Maríasson, f. 1939. Þau eru öll látin. Hinn 25 nóvember 1944 kvæntist Kjartan eftirlifandi konu sinni Guðrúnu Guðmunds- dóttur, f. 1. maí 1923. Foreldrar hennar voru Guðmundur Illuga- son og Halla Markúsdóttir. Kjart- an og Guðrún eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Hrefna, f. 1947, maki Marteinn Sverrisson, þau eiga þrjú börn. 2) Markús Þór, f. 1951, d. 1960. 3) Guðmundur Hall- ur, f. 1957, maki Bente Kjartans- son, þau eiga tvö börn. 4) Kolbrún Erla, f. 1967, maki Auðunn Hjaltason, þau eiga tvö börn. Kjartan flutti eins árs til Vestmanna- eyja með foreldrum sínum. Faðir hans dó þegar hann var tveggja ára. Móðir hans flutti síðan til Hafnarfjarðar þegar hann var 12 ára og bjó hann þar lengst af síðan. Kjartan lauk námi í málmsteypu og vél- virkjun og vann í 25 ár í vélsmiðju Hafnarfjarðar og síðan í 19 ár hjá ÍSAL. Aðaláhugamál Kjartans voru íþróttir og bridge. Hann var lengi í stjórn FH og formaður um tíma og var gerður að heiðursfélaga 1994. Hann sat einnig í stjórn Íþróttabandalags Hafnarfjarðar um tíma. Útför Kjartans Markússonar verður gerð frá Hafnarfjarðar- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kjartan Markússon vinur og vinnu- félagi til margra ára er látinn eftir erfið veikindi liðlega áttræður. Kjart- an var búinn að skila drjúgu og góðu ævistarfi. Okkar kynni hófust er ég hóf nám í vélvirkjun í Vélsmiðju Hafnarfjarðar 1965 og byrjaði á mín- um fyrsta degi að vinna með Kjartani og er mér mjög minnisstætt að hann hvatti mig til að fylgjast með á hvern hátt þeir reyndari ynnu er ég aðstoð- aði þá. Mitt starf fyrstu dagana var að snúa rörum er hann var að sjóða og ég þurfti að fylgjast vel með því. Ég varð að snúa rörinu á þeim hraða sem hann sauð, ekki hraðar og ekki hægar. Þetta virðist ekki snúið en að ná rétt- um takti, það var málið, og eftir á að hyggja held ég að þessi skólun hjá Kjartani hafi verið mér dýrmætari en ætla mætti því ef maður nær réttum takti með samstarfsfólki og samferða- fólki er von til þess að fólk verði sam- stiga á lífsleiðinni. Í vélsmiðjunni vann ég í sjö ár og á þeim tíma hnýttust vináttubönd sterkari hnútum því þar var góður hópur úrvals fagmanna og frábærra félaga og á skemmtunum starfs- manna og í sumarferðum kynntumst við svo mökunum og þannig komst á vinátta sem varað hefur æ síðan. Árið 1972 urðu mikil umskipti er við nokkrir starfsmenn Vélsmiðjunn- ar hættum þar og réðum okkur til starfa hjá ÍSAL. Auk okkar Kjartans fóru einnig miklir og góðir félagar okkar þeir Árni Guðjónsson, Gísli Sumarliðason, Magnús Sigbjörnsson og Jóhann Gunnarsson og er ekki að orðlengja það að við héldum hópinn þar og sátum saman í matar- og kaffi- tímum og fengum strax orð á okkur fyrir að vera sérstök klíka og fengum ýmis nöfn en það skipti ekki máli, því að baki var langt samstarf og góð vin- átta sem haldið hefur þrátt fyrir ald- ursmun. Síðar var Tumi tekinn inn í hópinn. Vináttunni hefur verið haldið við með sameiginlegum ferðum, m.a. í sumarbústaði ásamt konum okkar og einnig skapaðist mikil og góð vinátta milli þeirra sem meðal annars er lýst með því að þær hittast reglulega í bókaklúbbi sem þær stofnuðu. Ekki er hægt að minnast Kjartans án þess að nefna Dúnu hans yndislegu konu sem staðið hefur við hlið hans alla tíð og hjúkrað honum í veikindum hans hin síðari ár. Á yngri árum var Kjartan mikill keppnismaður í íþróttum og var fé- lagið hans FH og eftir að iðkun lauk tóku við félagstörf fyrir félagið og sinnti hann þar miklu starfi og var formaður um tíma, einnig var Kjartan liðtækur bridge-spilari og keppti oft hjá ÍSAL og einnig fyrir fyrirtækið. Kjartan var vel liðinn af vinnu- félögum sínum og þótti góður fag- maður og góður félagi sem var annt um afkomu og kjaramál stéttar sinn- ar og studdi vel við þá er fóru með þau mál, ekki síður með aðhaldi en hvatn- ingu sem ég þakka nú. Að baki Kjartans var góð fjölskylda góð eiginkona, börn, tengdabörn og barnabörn sem syrgja og þakka fyrir liðna tíð. Ég fyrir mína hönd, konu minnar og félaga og maka þakka fyrir samstarfið, vináttuna og samfylgdina í mörg ár og vottum við Dúnu, börnum og fjölskyld- um, okkar dýpstu samúð. Við minn- umst Kjartans með virðingu og þökk. Gylfi Ingvarsson. Það var árið 1933 að ekkja austan úr sveitum fluttist til Hafnarfjarðar með syni sína, þar sem sá eldri skyldi stunda nám við Flensborgarskólann. Fjölskyldan settist að á Austurgöt- unni og festi þar rætur. Yngri son- urinn aðlagaðist fljótt umhverfinu, hann sótti leiki unglinganna í hverf- inu, leikvöllurinn var Lækurinn, skólamölin og gamla leikfimihúsið. Þarna voru líka FH-ingarnir við æf- ingar undir stjórn Hallsteins Hinriks- sonar leikfimikennara. Þessi ungi drengur var Kjartan Markússon, vel gerður og prúður pilt- ur og hann varð snemma einn af sterku hlekkjunum í þeirri keðju sem gerði FH að því stórveldi í íþróttum, sem það er enn þann dag í dag. Kjartan var virkur og liðtækur í öll- um þeim íþróttagreinum sem FH hafði á stefnuskrá sinni. Fyrst var hann í sýningarflokki Hallsteins í fim- leikum og einnig í frjálsum íþróttum, sérstaklega í stangarstökki, sem var sérgrein Hallsteins. Fjölmargir ungir drengir iðkuðu þessa spennandi grein enda hafði verið útbúin sérstök að- staða á skólamölinni fyrir stangar- stökkvarana. Aðalkeppnisgreinar Kjartans voru hins vegar handknattleikur og knatt- spyrna og var hann í fyrstu meistara- flokkum FH í þessum greinum. Þar lék hann sem fastur leikmaður frá 1939–1954. Þá voru að koma fram á sjónarsviðið yngri leikmenn sem Kjartan gat treyst fyrir framtíð fé- lagsins á þessum sviðum. Árið 1955 urðu ákveðin tímamót í þessum íþróttagreinum í Hafnarfirði, en þá upphófst gullaldartímabil FH í handboltanum og Albert Guðmunds- son kom í bæinn til að þjálfa knatt- spyrnumennina. Á þessum tíma snýr Kjartan sér aðallega að félagsmálum í FH. Hann var reyndar fyrst kjörinn í stjórn FH 1947 og starfaði þar samfellt til 1960, þar af sem formaður 1954–1960. Auk þess sat hann í stjórn ÍBH í nokkur ár auk margra annarra starfa fyrir FH. Kjartan var kjörinn í fulltrúaráð FH árið 1975 og starfaði þar allt fram til síðasta dags. Hann var sæmdur öll- um heiðursmerkjum FH og var síðast gerður að heiðursfélaga 1994 á 65 ára afmæli félagsins. Kjartan fylgdist alltaf mjög vel með framgangi FH, íþróttalega sem félagslega, sótti leiki og fundi meðan heilsan leyfði. FH-ingar kveðja nú vin sinn og heiðursfélaga, mann sem var einn af traustustu stoðum félagsins, mann sem þekkti félagið frá grunni og tók þátt í starfi þess á öllum sviðum. Eig- inkonu hans, Guðrúnu Guðmunds- dóttur (Dúnu), og öllum afkomendum og ættingjum sendum við okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Fimleikafélag Hafnarfjarðar, Ingvar Viktorsson. KJARTAN MARKÚSSON Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR, Hjallabraut 33, lést að morgni þriðjudagsins 22. apríl á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Sigurður Þór Garðarsson, Grétar Már Garðarsson, Soffía Karlsdóttir, Kristinn Garðarsson, María Sigurðardóttir, Særún Garðarsdóttir, Magnús Jóhannsson. Ástkær eiginmaður minn, BJÖRN ÞORGEIRSSON, Sólvallagötu 3, Reykjavík, andaðist á Droplaugarstöðum laugardaginn 19. apríl. Fyrir hönd aðstandenda, Ragnhildur Erlendsdóttir. Faðir minn, bróðir okkar og uppeldisbróðir, GUÐMUNDUR HANNESSON, Hringbraut 50, Reykjavík, lést á elliheimilinu Grund föstudaginn 11. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Valgerður Guðmundsdóttir, Engilbert Hannesson, Jóna María Hannesdóttir, Ásta Valdemarsdóttir. Móðir okkar, SESSELJA S. SIGURÐARDÓTTIR frá Seljatungu, andaðist á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum, Selfossi, sunnudaginn 20. apríl. Jarðarförin fer fram frá Selfosskirkju laugar- daginn 26. apríl kl. 11.00. Einar Páll Vigfússon, Sigurður Vigfússon, Ingibjörg Vigfúsdóttir og fjölskyldur þeirra. LÚÐVÍK JÓNASSON frá Húsavík, lést laugardaginn 5. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þorgeir, Jónas, Ómar og fjölskyldur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓHANNA MARGRÉT VETURLIÐADÓTTIR, Kirkjuvegi 11, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtu- daginn 17. apríl. Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstu- daginn 25. apríl kl. 14. Óli Baldur Bjarnason, Gunnþórunn Gunnarsdóttir, Kjartan Bjarni Bjarnason, Hrefna Björg Guðmundsdóttir og ömmubörnin.  Fleiri minningargreinar um Mál- fríði Jóhönnu Matthíasdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.