Morgunblaðið - 23.04.2003, Page 44

Morgunblaðið - 23.04.2003, Page 44
MINNINGAR 44 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Rannveig G. Haf-berg var fædd á Markeyri í Skötufirði við Ísafjarðardjúp 6. desember 1907. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Eir 12. apr- íl síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Helga Jóns- dóttir, f. 1.11. 1862 að Skjaldfönn við Ísa- fjarðardjúp, húsmóð- ir í Skötufirði og Hnífsdal og síðustu ár sín í Reykjavík, d. í Reykjavík 4.7. 1948, og Guðmundur Arason, f. 14.12. 1870 í Ármúla við Ísafjarðardjúp, verkamaður og sjómaður í Skötu- firði og Hnífsdal, d. 19.2. 1956 í Reykjavík. Systir Rannveigar var Jónína Guðrún Guðmundsdóttir, f. 22.9. 1900, d. 18.3. 1965, gift Emil Ásmundssyni, f .31.8. 1907, d. 21.8. 1980. Rannveig giftist 10. apríl 1941 Engilberti Ólafi Hafberg, f. 9.9. 1890 að Hliði á Álftanesi, kaupmanni, hann var þá ekkju- maður, d. 1.11. 1949. Börn þeirra eru: 1) Helga, f. 3.6. 1939, gift Friðfinni Ágústssyni, f. 3.11. 1941. Synir þeirra eru a) Engilbert Ólaf- ur, f. 25.8. 1969; b) Hafsteinn Ágúst, f. 4.10. 1970; c) Ari, f. 14.6. 1975. 2) Eysteinn G. F. f. 15.8. 1940, kvæntur Elínu Ó. Hafberg, f. 23.5. 1942. Börn þeirra eru a) Rannveig, f. 21.12. 1966; b) Hafdís, f. 1.5. 1971; c) Steinar Björn, f. 6.5. 1973. 3) Ingibjörg Ólína, f. 30.10. 1947, gift Gunnlaugi Þorsteins- syni, f. 24.8. 1947; a) Hörður, f. 18.1. 1974; b) Harpa, f. 21.2. 1976; c) Haukur, f. 19.10. 1978; d) Rann- veig, f. 28.5. 1982. Langömmu- börn Rannveigar eru 13. Önnur börn Engilberts eru Þórarinn. f. 7.1. 1915, d. 1988; Einar Eggert, f. 18.11. 1918, d. 1986; Magnús Finnur, f. 23.6. 1923; Gunnar, f. 25.9. 1925, d. 1943; Einar Jens, f. 10.7. 1927, d. 27.1. 2003; Hulda Guðrún, f. 14.11. 1928, d. 10.4. 1988; Olga, f. 8.6. 1930. Fyrstu 12 árin sín var Rannveig í Skötufirðinum en flutti síðan í Hnífsdal og var þar til 17 ára aldurs er hun flutti til Reykjavík- ur. Þar vann hún við m.a. við fisk- verkun og einnig var hún í kaupa- vinnu á sumrin. Haustið 1932 fór hún í Samvinnuskólann sem þá var í Reykjavík. Þaðan útskrifað- ist hún vorið 1934. Um sumarið réð hún sig á matsölustað sem hét Svanurinn og var á horni Grett- isgötu og Barónsstígs. Þar var eigandi Engilbert Ólafur Hafberg sem seinna varð eiginmaður henn- ar. Til Kaupmannahafnar fór hún veturinn l936–1937 í hússtjórnar- skóla. Vorið 1938 flutti þau Eng- ilbert og Rannveig til Viðeyjar og varð hún þar húsmóðir í Viðeyj- arstofu til ársins 1948 er þau fluttu á Spítalastíg 1 í Reykjavík þar sem hún bjó í 45 ár ekkja. Eft- ir lát Engilberts vann hún fyrst við heimilishjálp og síðan frá 1960 á saumastofu Lífstykkjabúðarinar þar til hún veiktist í mars 1984 þá 76 ára. Heima var hún með góðri hjálp Elísabetar Einarsdóttur þar til hún flutti á hjúkrunarheimilið Eir í okt. 1993. Útför Rannveigar verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mínar fyrstu minningar um þig, amma mín, voru þegar þú komst í sunnudagsmatinn upp í Breiðholt. Þegar þú komst í strætó var ég alltaf úti í glugga og beið eftir að stræt- isvagninn kæmi og ég sæi þig labba frá Vesturberginu í átt til okkar. Þegar þú nálgaðist og ég gat séð að þetta varst þú hljóp ég alltaf inn í eldhús og tilkynnti það með miklum látum að amma væri að koma. Síðan fór ég aftur að glugganum og beið þess að þú værir komin nógu nálægt til að sjá mig og þá veifaði ég þér alltaf og alltaf vissir þú af mér þarna uppi og veifaðir til baka. Mér fannst það voða skrítið fyrst eftir að þú lamaðist og hættir að geta komið í strætó til okkar að sjá þig ekki koma labbandi til mín úr glugganum. Ég kom svo oft með mömmu til þín á Spítalastíginn og þú tókst alltaf svo vel á móti mér og þegar ég kom einn til þín í strætó úr Ártúnsholtinu var ég svo stoltur og þú af mér. Hörður og Harpa höfðu fengið að gista yfir helgi hjá þér og þegar ég fékk það loksins var ég í sjöunda himni. Þetta var hápunktur vikunnar, bara við tvö saman. Þú varst svo heppin með að fá Elísabetu til að hjálpa þér svo þú gast verið lengur heima því þrátt fyrir að það hefði mikla erfiðleika í för með sér að búa lömuð ein vildir þú ekki hugsa um það að flytja eitt- hvert annað. Spítalastígurinn var alltaf miðpunktur alls hjá stórfjöl- skyldunni, þar hittust allir m.a. 17. júní og 6. des. á afmælinu þínu og fannst mér það mjög skrítið þegar þú fluttir á Eir að hafa ekki Spít- alastíginn. Þú varst alltaf svo mikið fyrir úti- veruna og vildir helst komast út alla daga og þegar ég kom í heimsókn til þín á Eir reyndi ég alltaf að fara með þig eitthvað út og bara út í dyrnar á svölunum ef veðrið var ekki nógu gott. Þú varst endurnærð eftir að komast aðeins í útiloftið. Eins og það var skrýtið að koma ekki lengur á Spítalastíginn verður það líka skrýt- ið að koma ekki lengur í heimsókn til þín á Eir eða sækja þig í heimsókn til okkar. Ég veit að nú ertu á góðum stað, aftur með afa eftir langan að- skilnað. Þú ert mér fyrirmynd því uppgjöf var ekki til hjá þér og þú hélst alltaf áfram að berjast, sama hvað á dundi og þannig vil ég líka verða. Ég á eftir að sakna þín mikið, amma mín, en ég er þakklátur fyrir þann tíma og þær minningar sem þú gafst mér. Haukur. Mig langar að minnast þín, elsku amma mín, með nokkrum orðum. Þær eru margar góðu minningarnar þegar litið er til baka. Allar góðu stundirnar á Spítalastígnum koma þó fyrst upp í hugann, þar var mið- depill alls sem var að gerast í bæn- um, þar hittust oft börnin þín með okkur grislingana og farið var í bæ- inn saman og síðan hist hjá þér í kaffi og góðu meðlæti og ekki má gleyma kókinu og appelsíninu sem við krakkarnir drukkum með bestu lyst. Oft kom ég svo í helgarheim- sóknir til þín þar sem ég fékk að gista, þetta var skemmtilegur tími. Eins var gott eftir góðan blaðsölu- dag í bænum að koma til þín í hress- ingu áður en heim var haldið. Það var gott að kíkja til þín þegar frí var milli tíma í Iðnskólanum þegar ég var þar. Þú barðist áfram þrátt fyrir áföll sem þú varðst fyrir og aldrei var um neina uppgjöf að ræða. Þú fékkst frábæra konu þér til hjálpar, hana Elísabetu, og áfram hélstu þínu stiki. Þú fluttist síðan upp í Grafarvog á hjúkrunarheimilið Eir og þar áttum við einnig góðar stund- ir saman og einkum eftir að dóttir mín, Ásta Jóhanna, fæddist en þið náðuð vel saman. Það var sérstak- lega góð stund sem við áttum nú um daginn þar sem þið Ásta leiddust um gangana á Eir og voruð báðar í sér- lega góðu skapi þennan dag. En hann var sá síðasti sem þið hittust. Það vantar mikið þegar þú ert farin frá okkur. Þín er sárt saknað. Takk fyrir allt og góð samferðarár. Hvíldu í friði. Hörður Gunnlaugsson. Elsku amma mín. Mig langar að minnast þín með nokkrum orðum. Ég á margar góðar minningar um þig, og ef ég ætti að telja þær allar upp yrðu það margar blaðsíður. Ég man eftir þegar ég var sjö ára og við fórum í sund saman í Sund- höllina í Reykjavík og höfðum við með okkur nesti, kókómjólk og mat- arkex, þar sem við ætluðum að fara í sólbað. Þetta ætluðum við að gera oftar en það varð því miður ekkert úr því, þar sem þú veiktist og lam- aðist í mars 1984. RANNVEIG HAFBERGÁstkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐLAUG GUÐLAUGSDÓTTIR, Holti, Garðabæ, lést mánudaginn 31. mars. Útförin fer fram frá Garðakirkju föstudaginn 25. apríl kl. 13.30. Gísli H. Líndal Finnbogason, Kristberg H. Finnbogason, Jórunn Sigurmundsdóttir, Stefán H. Finnbogason, Hulda C. Guðmundsdóttir, Finnbogi G.H. Finnbogason, Sigrún Gunnarsdóttir, Sævar Þ. Finnbogason, Eyrún B. Jónsdóttir, barnabörn og langömmubörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT ÞORGILSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Hólskirkju föstudaginn 25. apríl kl. 14.00. Bjarni Jón Þorkelsson, Anna Sigríður Þorkelsdóttir, Róbert Bjarnason, Katrín Þorkelsdóttir, Börkur Skúlason, Helga Jóna Þorkelsdóttir, Stefán Þórarinsson, Guðlaug Þorkelsdóttir, Guðbrandur Benediktsson, ömmubörn og langömmubörn. Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, uppeldisfaðir, vinur, afi, langafi og langalangafi, SVEINN GUÐNASON fyrrv. mjólkurbifreiðarstjóri, Selfossi, síðast til heimilis á Kirkjuhvoli, Hvolsvelli, sem lést að kvöldi föstudagsins langa, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 26. apríl kl. 13.30. Guðlaugur Þórir Sveinsson, Kristín Kristjánsdóttir, Ásta Kristinsdóttir, Guðrún Sveinsdóttir, afa-, langafa- og langalangafabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýjar kveðjur vegna andláts og útfarar JÓNS PÉTURSSONAR, Eyrarhrauni, Hafnarfirði. Börn, tengdabörn og fjölskyldur þeirra. Hjartans þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elsku eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, EVU JÓNSDÓTTUR, Klapparstíg 5, Sandgerði. Guð veri með ykkur. Ármann Heiðar Halldórsson, Anna J. Ármannsdóttir, Kári Andreassen, Halldór Ármannsson, Ásdís E. Jónsdóttir, Ingibjörg S. Ármannsdóttir, Ásbjörn Pálsson, ömmubörn og langömmubörn. Elskuleg móðir okkar, VILBORG PÁLÍNA BJARNADÓTTIR frá Stóra-Bóli, Víkurbraut 30, Höfn, verður jarðsungin frá Hafnarkirkju, Höfn í Hornafirði, laugardaginn 26. apríl kl. 14.00. Páll Helgason, Gunnar Helgason og fjölskyldur. Elskuleg móðir okkar, HELGA ÁSGRÍMSDÓTTIR, Lerkigrund 1, áður Suðurgötu 124, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju í dag, miðvikudaginn 23. apríl, kl. 14.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, börn hinnar látnu. Hjartans þakkir til þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför elsku- legrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BERGÞÓRU ÞORGEIRSDÓTTUR. Níelsa Magnúsdóttir, Jón Lárus Bergsveinsson, Þórhildur Magnúsdóttir, Kristinn Ólafur Jónsson, Guðrún Erna Magnúsdóttir, Pálmi Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nán- ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát- inn einstakling birtist formáli og ein aðal- grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín- ur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.