Morgunblaðið - 23.04.2003, Síða 45
Annað í huga mínum voru helg-
argistingarnar hjá þér frá föstudegi
fram á sunnudag. Þá var alltaf farið í
sjoppuna og keypt kók og appelsín í
gleri og nammi og horft á sjónvarpið
og spilað. Í hádeginu á sunnudag
kom svo pabbi og náði í okkur í
sunnudagssteikina. Þetta er bara
brot sem ég gerði með þér. Það
streymir til mín fullt af minningum
um það sem við gerðum saman, og
vil ég geyma þær fyrir sjálfa mig.
Þú varst búin að vera lömuð í níu
ár, en með góðri hjálp Elísabetar í
heimilishjálp sem kom til þín alla
virka daga og hjálpaði þér heima við
og að fara í göngutúra í nánast
hvaða veðri sem var. Það er aðdáun-
arvert hvað kjarkur þinn var mikill,
því að upp á aðra hæð þurftir þú að
fara og síðan út í umferðina, en á
kraftinum fórstu ótrúlega langt og
ert búin að fara síðan. Maður fann
aldrei uppgjafartón hjá þér sem
hefði verið skiljanlegt í þínum spor-
um.
Í október 1993 fluttist þú á Hjúkr-
unarheimilið Eir. Þú varst ekki sátt
við það í fyrstu, en með góðri hjálp
starfsfólks og sjúkraþjálfunar sem
gerði allt til að þér liði vel varðstu
sáttari og þú áttir orðið margar góð-
ar vinkonur á Eir.
Þú varst búin að vera í rúm níu ár
á Eir þegar þú kvaddir okkur að-
faranótt 12. apríl.
Takk fyrir allt saman, elsku amma
mín.
Hvíl þú í friði.
Þín
Harpa.
Elsku amma, mig langar að fá að
minnast þín með nokkrum orðum
því þú varst mér svo kær og gerðir
svo margt fyrir okkur öll.
Þú varst baráttukona og gafst
ekkert eftir þótt líkaminn segði eitt-
hvað annað.
Stuttu áður en ég varð tveggja ára
veiktist þú og lamaðist en kjarkur-
inn var svo mikill að þú varst heima
á Spítalastíg í 9 ár á annarri hæð og
labbaðir upp og niður stigana til að
fara í göngutúr með Elísabetu og ég
man þegar ég kom með mömmu til
þín og þá varstu stundum einhvers
staðar í göngutúr eða þið sátuð á
bekk og hvílduð ykkur. Hún Elísa-
bet hjálpaði þér svo vel og sá til þess
að þig vanhagaði ekki um neitt. Hún
á mikið þakklæti skilið fyrir.
Árið 1993 fórstu á hjúkrunar-
heimilið Eir þó svo að hugurinn
segði að þú þyrftir nú ekkert á því að
halda.
Þú varst alveg ótrúleg kona, allt
fram í það seinasta 95 ára varstu al-
veg með það á hreinu hvað væri að
gerast og þú til dæmis mundir alla
afmælisdagana okkar barna-
barnanna og langömmubarnanna.
Ég mun geyma ótal minningar um
þig í hjarta mínu um bestu ömmu
sem hægt er að eignast.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Takk fyrir allt, amma mín.
Þín
Rannveig.
Langamma fylgdist vel með öllu
sínu fólki. Í því fólst innileg um-
hyggja og hvatning. Síðasta heim-
sókn okkar til ömmu nokkrum dög-
um áður en hún kvaddi var eins og
ávallt skemmtileg og uppbyggjandi.
Hún tók brosandi á móti okkur og
það var stutt í smitandi hláturinn.
Þannig minnumst við elsku lang-
ömmu okkar.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgr. Pét.)
Berglind, Olga Hrönn og
Elín Helga.
Fleiri minningargreinar
um Rannveigu Hafberg bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 45
✝ Mínerva Kristins-dóttir fæddist á
Bakkafirði 8. septem-
ber 1919. Hún lést á
Sjúkrahúsinu í Vest-
mannaeyjum 18. apríl
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Helga
Jónsdóttir, f. í Njarð-
vík í Borgarfirði
eystra 1. janúar 1896,
d. 10. desember 1989,
og Kristinn Jónsson,
f. á Hávarðsstöðum í
Þistilfirði 28. janúar
1886, d. 1. ágúst 1967.
Systkini Mínervu eru:
Áróra, f. á Bakkafirði 19. ágúst
1918, d. 3. apríl 1958; Iðunn, f. 7.
nóvember 1920, d. 19. nóvember
1991; Jón, f. 5. febrúar 1925; Hall-
dór, f. 24. nóvember 1930; og Sól-
veig, f. 2. janúar 1934, öll fædd í
Vestmannaeyjum.
Mínerva var gift Sigurjóni
Valdasyni, sjómanni, f. í Vest-
mannaeyjum 29. október 1912, d.
13. maí 1984. Þau
giftust 13. september
1941. Fósturdóttir
þeirra er Sigríður
Mínerva Jensdóttir,
viðskiptafræðingur,
f. 3. nóvember 1943.
Hún er gift Kristni
Baldvinssyni, húsa-
smíðameistara, f. 29.
júní 1942. Synir
þeirra eru: Sigurjón,
læknir, búsettur í
Vestmannaeyjum,
var kvæntur Hafdísi
Óskarsdóttur og eiga
þau fimm börn; Þór-
ir, húsasmiður, búsettur í Mos-
fellsbæ, kvæntur Auði Her-
mannsdóttur og eiga þau tvö börn;
og Baldvin, húsamiður, búsettur í
Reykjavík, í sambúð með Áslaugu
Gissurardóttur og eiga þau tvo
syni.
Útför Mínervu verður gerð frá
Landakirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 16.
Þú vissir í hvaða liði þú varst,
amma mín, alveg sama hvað á gekk,
alltaf stóðstu eins og klettur með
þínum. Rétt liðlega ársgamla bar
þig lítil bátkæna á þann stað sem æ
síðan var þín heimahöfn, þ.e. Eyj-
arnar. Þú varst sannur Vestmanna-
eyingur af hörku meitluð í stein og
hvöss eins og særokið Stórhöfða-
stórviðri ef nauðsyn krafði. En jafn-
framt svo glaðlynd, blíð, góðviljug
og gestrisin. Reyndar varstu slíkur
höfðingi og svo góð heim að sækja
að sumum þótti nú alveg nóg um
gestaganginn á Vallargötunni,
svona stundum að minnsta kosti.
Þegar Kerlingarnar voru hættar að
sjá hver aðra fyrir sígarettureyk
við eldhúsborðið og kaffiþambið
komið í lítratal geri ég ráð fyrir að
sumar sögurnar sem flugu yfir
borðið hafi ekki alveg verið prent-
hæfar en mikið rosalega var nú
hlegið dátt.
Þú bjóst þér og þínum yndislegt
heimili á Vallargötu 8, í húsinu sem
afi byggði. Þar var bakað og eldað,
sultað og saftað, þvegið og rullað og
skúrað og skrúbbað. Aldrei nokk-
urn tíma skyldi slegið slöku við,
myndarlega skyldi það gert og
hananú og hold kjæft. Ekkert hálf-
kák, þannig varstu bara.
Einu sinni sagðir þú mér söguna
af því hvernig þér hafði skolað á
land í Eyjunum. Ég geri ráð fyrir
því að mamma þín eða tengdafaðir
þinn hafi sagt þér hana þar sem þú
varst einungis kornabarn. En mér
fannst hún svo myndræn og falleg
að hún ætti helst heima í kvikmynd.
Fátæk alþýðukona var að flytjast
búferlaflutningum úr Bakkafirði til
Vestmannaeyja í þeirri von að eign-
ast þar betra líf. Eftir erfitt ferða-
lag fyrst á landi en síðan á sjó lagð-
ist lítil bátskæna að bryggju við
Nausthamar. Konan hafði vafið
sjálfa sig og börn sín innan í teppi
til að reyna að halda á þeim hita.
Næst brjósti sínu hélt hún á smá-
barni. Það var komið myrkur og
vetrarkuldinn beit. Báturinn var
hvítur af ísingu. Það var lágsjávað
og hátt að bryggjubrún. Aðeins
einn maður var á bryggjunni til að
taka við landfestum. Sú fyrsta sem
var handlönguð upp úr bátnum
varst þú, elsku amma mín, og sterk-
ar hendur sem tóku á móti þér voru
hendur Valda Jónssonar eða bara
Valda Brjál eins og hann var kall-
aður sem seinna varð tengdafaðir
þinn.
Táknrænt og fallegt. Þú varst
komin til að vera. Þið voruð falleg
hjón þú og Siggi Valdason, eigin-
lega fullkomin eins og nokkur afi og
amma geta verið fyrir strákorma
sem voru sísvangir eftir tuðru-
spark, sprönguæfingar, pysjuveið-
ar eða illa lyktandi eftir fýlspýju.
Ekkert kom ykkur úr jafnvægi,
meira að segja það að fá lundalús í
punginn var ekkert verra en hvað
annað, bara dálítið fyndnara.
Hjá ykkur áttum við Jonni okkar
annað heimili. Þið gerðuð okkur
kleift að alast upp í þeirri undraver-
öld barnsins sem Eyjarnar eru. Af
ást, umhyggju, soðýsu, kartöflum
og grjónagraut urðum við menn,
þ.e. Eyjamenn, en það er ekki svo
lítið til að vera stoltur af.
Ég var svo lánsamur að fá að búa
hjá þér einn vetur nokkrum árum
eftir að afi kvaddi þennan heim. Þá
fékk ég að kynnast þér náið sem
fulltíða maður sem er dálítið annað
en sú sýn sem maður hafði sem
barn. Lífsviska þín var mikil og
dýrmæt. Við spiluðum oft sem var
það sem þér þótti hvað skemmtileg-
ast eða hlustuðum á útvarp og þú
saumaðir út. Við ræddum meðal
annars um trúna á Jesú Krist sem
við áttum sameiginlega. Þú sagðir
gjarnan við mig, sérstaklega undir
það síðasta, að það væri enginn ein-
samall sem ætti frelsarann. Ég
kveð þig með ást og virðingu, amma
mín.
Þórir Kristinsson.
Mínerva Kristinsdóttir fluttist til
Vestmannaeyja með foreldrum sín-
um og eldri systur austan af Bakka-
firði haustið 1919, þá á fyrsta ári.
Þar átti hún eftir að ala allan sinn
aldur. Þar eignaðist hún sína vini og
kunningja. En vinir koma og fara.
Þótt margir flyttu í burtu undi hún
sér alltaf vel í Vestmannaeyjum.
Hún byrjaði snemma að vinna
fyrir sér og var alla tíð mjög sjálf-
stæð. Hún bar í brjósti löngun til að
fara í hjúkrunarnám, sér í lagi eftir
að hún hafði unnið um tíma á
sjúkrahúsinu í Eyjum. Hvort
tveggja var að hún hafði yndi af
starfinu, var ósérhlífin og farnaðist
vel í þessu starfi. Draumurinn um
hjúkrunarnám átti þó ekki eftir að
rætast. Hún veiktist af afleiðingum
skyldustarfs og var talið að hún
myndi ekki hafa heilsu til þessa
náms. Hún undi þeim dómi, þótt
þungbær hafi hann efalaust verið
henni.
Hún giftist Sigurjóni Valdasyni,
miklum dugnaðarmanni sem stund-
aði sjómennsku meiri hluta ævi
sinnar. Þau reistu sér hús á Vall-
argötu 8 og bjuggu þar þangað til
hann lést árið 1984. Síðan bjó hún
þar ein þar til hún fluttist á Dval-
arheimilið í Vestmannaeyjum.
Þeim Sigurjóni og Mínervu varð
ekki barna auðið, en tóku í fóstur
systurdóttur hans, Sigríði Mínervu
Jensdóttur. Eiginmaður Sigríðar er
Kristinn Baldvinsson frá Vest-
mannaeyjum. Þau eiga þrjá syni
sem allir áttu sterk ítök í afa sínum
og ömmu enda voru þau boðin og
búin til þess að greiða götu þeirra
og hjá þeim áttu þeir sitt annað
heimili, öll sín æsku- og unglingsár.
Mínerva var að mestu heimavinn-
andi. Þó tók hún að sér ýmis störf
til þess að drýgja heimilistekjurnar.
Allt sem hún tók að sér og gerði fór
henni vel úr hendi. Hún fegraði
heimili sitt með fallegri handavinnu
og prýddi það á allan hátt. Voru þau
hjón bæði samtaka í því að hlúa vel
að heimili sínu og sýna öllum, sem
til þeirra komu alla þá gestrisni
sem þau gátu. Mér eru minnisstæð-
ar móttökur, sem ég varð aðnjót-
andi ásamt þremur útlendingum,
þegar ég bankaði fyrirvaralaust
uppá hjá henni og spurði hana,
hvort hún gæti gefið okkur mola-
kaffi. Eftir örskamma stund sátum
við að veisluborði. Útlendingarnir
undruðust þessar rausnarlegu mót-
tökur, en þannig var hún, hún tók
ætíð vel á móti öllum.
Börn okkar hjóna nutu velvildar
hennar. Hún fylgdist með þeim í
uppvexti þeirra og minntist þeirra
við merkisáfanga í lífi þeirra. Fyrir
þetta erum við hjónin þakklát.
Ég kveð mágkonu mína með
þökk og virðingu.
Einar Guðmundsson.
Í dag kveðjum við móðursystur
okkar, Mínervu Kristinsdóttur frá
Vestmannaeyjum í hinsta sinn. Upp
í hugann koma ljúfar minningar um
frænku, sem ávallt reyndist okkur
systkinunum vel.
Við vorum of ung til að skilja
hörmungar, sem dundu yfir íbúa
Vestmannaeyja í janúar fyrir 30 ár-
um. Þess í stað nutum við þess að fá
frændfólk okkar upp á fastalandið
og í kjölfarið fylgdu spennandi
tímar fyrir okkur, með tíðum fjöl-
skylduboðum og skemmtilegum
sögum frá Mínu og manni hennar,
Sigurjóni Valdasyni. Um leið og
tækifæri gafst var farið út í Eyjar
og búslóðin af Vallargötu 8 sótt og
flutt til Reykjavíkur. Búslóðin var
að stórum hluta flutt á heimili for-
eldra okkar, þar sem hún var í
geymslu þar til fært var með hana
til baka. Mínerva þurfti náttúrlega
að fara í gegnum dót þeirra hjóna,
til að kanna hvernig eiginmaðurinn
hefði gengið frá. Það virtist ekkert
koma henni á óvart, þó málverk hafi
fundist í ísskápnum og borðstofu-
skápurinn væri hulinn þjóðhátíðar-
tjaldinu. Seinna skildi maður að það
skipti ekki máli, hvernig raðað var í
kassana, heldur það að reynt var að
gera það besta úr þeim aðstæðum
sem fyrir hendi voru.
Eftir að gosinu lauk, fluttu Mína
og Siggi Valda aftur út í Eyjar. Þó
dvöl þeirra á fastalandinu lyki var
sambandinu haldið við, sem alltaf
var mjög gott.
Mikill dýrðarljómi var yfir frétt-
um af henni frá Eyjum. Sögur af
jólabakstri voru stórfenglegar og
„skóbót“, sem iðulega var skellt í
ofninn, hljómaði ekki girnilega fyrr
en seinna, þegar okkur hafði gefist
færi á að smakka þessa unaðslegu
góðu köku frá henni. Það var því
ekki að undra að okkar biðu ávallt
höfðinglegar móttökur, þá sjaldan
er leiðir okkar lágu út í Eyjar.
Hún hafði líka lifað tímana
tvenna. Eru okkur þá minnisstæðar
sögur frá fyrstu búskaparárum
þeirra hjóna, þ.á m. umhyggja
hennar fyrir bitakassa bónda síns,
sem hann hafði með sér á sjó dag
hvern. Þar sem annars staðar var
alúðin í fyrirrúmi því bitakassinn
var mælikvarði á myndarskap hús-
móðurinnar.
Þetta er allt liðið en eftir sitja
minningar um góða konu og eigin-
mann hennar. Við þökkum þá lífs-
speki sem þau miðluðu okkur og
kveðjum frænku okkar hinstu
kveðju.
Guðmundur, Helga, Krist-
ín og Berghildur.
MÍNERVA
KRISTINSDÓTTIR
✝ Guðný HallaJónsdóttir fædd-
ist á Akureyri 16.
mars 1933. Hún lést á
lyflækningadeild
FSA 14. apríl síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Jón Þór-
arinsson, f. 1907, d.
1991, frá Skeggja-
stöðum í Fellum, og
Hólmfríður Guðna-
dóttir, f. 1907, d.
1984, frá Hóli í
Hjaltastaðaþinghá.
Systkini Höllu eru
Þórarinn, f. 1931, d.
1951, Þráinn, f. 1935, Herdís Guð-
rún, f. 1938, Þórey Jarþrúður, f.
1940, Guðni Örn, f. 1943, d. 1997,
Ævar Heiðar, f. 1945, og Sæbjörn
Jón, f. 1949.
Eiginmaður Höllu er Gudmund
Knutsen dýralæknir, f. í Noregi
10. sept. 1923. Synir þeirra eru
Jón Gudmund Knutsen, f. 20. maí
1964, kvæntur Jónu Birnu Óskars-
dóttur og eiga þau
fjögur börn og Gunn-
ar Sverre Knutsen, f.
27. maí 1970, í sam-
búð með Brynju Þór-
önnu Viðarsdóttur
og eiga þau einn son.
Halla fór í Ljós-
mæðraskólann og
lauk þaðan námi
1959. Hún starfaði á
fæðingardeild Land-
spítala í eitt ár og á
Fæðingarheimili
Reykjavíkur við Ei-
ríksgötu í eitt ár. Fór
síðan til Svíþjóðar og
vann þar á fæðingardeild við
sjúkrahúsið í Uddevalla. Eftir
heimkomuna vann hún á fæðing-
ardeild FSA 1962 og 1963. Halla
starfaði hjá Mæðraeftirlitinu á Ak-
ureyri til 1999, er hún hætti vegna
veikinda.
Útför Höllu verður gerð frá Ak-
ureyrarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Halla vinkona mín hefur kvatt
þetta líf, eftir glímu við erfiðan sjúk-
dóm. Margt kemur upp í hugann við
fráfall hennar.
Hinir gömlu góðu dagar þegar
handboltinn átti hug okkar allan.
Ferðin til Færeyja þegar ÍBA fór
þangað í keppnisferð og Halla var
stjarna liðsins. Þetta var fyrsta
kvennalið sem fór til útlanda til
keppni og var hún ógleymanleg.
Skíðaferðirnar í Vaðlaheiðina, þar
sem þrammað var upp brekkurnar á
skíðum og rennt sér niður með flott-
um stíl og mikið var hlegið.
Svo kom alvara lífsins. Hún Halla
giftist sínum sómamanni Gudmund
Knutsen. Synirnir komu í heiminn
og var í mörgu að snúast í barnaupp-
eldi, heimilishaldi, ásamt því að
stunda ljósmóðurstarfið. Öllu þessu
sinnti Halla með stakri prýði.
Saumaklúbbarnir okkar voru
orðnir æði margir, setið við hannyrð-
ir, spjallað yfir ljúffengum krásum,
sem Halla var snillingur í að útbúa.
Gott var að eiga vináttu Höllu í öll
þessi ár.
Gudmund, sonum og fjölskyldum
þeirra, sendi ég innilegar samúðar-
kveðjur.
Rósa Jónsdóttir.
HALLA
JÓNSDÓTTIR
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
Fallegar, sérmerktar
GESTABÆKUR
Í Mjódd
sími 557-1960www.merkt.is
merkt