Morgunblaðið - 23.04.2003, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 51
DAGBÓK
SVEIT Íslenskra að-
alverktaka vann knappan
sigur í úrslitum Íslands-
mótsins, sem spiluð voru í
páskavikunni. Þrjár sveitir
voru í baráttunni fram á síð-
asta spil og þegar upp var
staðið munaði aðeins 3,5
stigum á fyrsta og þriðja
sætinu. En þótt litlu hafi
munað í lokin var sveit ÍAV
vel að titlinum komin. Ís-
landsmeistararnir unnu
báða helstu keppinauta sína
örugglega, sveit Guð-
mundar Sv. Hermannssonar
22-8 og Subarusveitina 24-6.
Lokatölur urðu þær að ÍAV
fékk 171,5 stig, sveit Guð-
mundar 170 og sveit Subaru
168. Skeljungur varð í fjórða
sæti með 144 stig. Fyrirliði
sigursveitarinnar er Sævar
Þorbjörnsson, en með hon-
um spiluðu: Matthías Þor-
valdsson, Anton Haralds-
son, Sigurbjörn Haraldsson,
Þröstur Ingimarsson og
Bjarni H. Einarsson.
Austur gefur; enginn á
hættu.
Norður
♠ Á876
♥ KG1062
♦ 4
♣K43
Vestur Austur
♠ 42 ♠ KG109
♥ D43 ♥ Á985
♦ ÁDG106 ♦ 85
♣876 ♣DG5
Suður
♠ D53
♥ 7
♦ K9732
♣Á1092
Spilið að ofan kom upp í
viðureign tveggja efstu
sveitanna. Sævar og
Matthías voru í AV gegn Ás-
mundi Pálssyni og Guðm. P.
Arnarsyni:
Vestur Norður Austur Suður
Sævar Guðm. Matth. Ásm.
-- -- 1 lauf 1 tígull
Pass 1 hjarta Pass 1 grand
Dobl Redobl Pass Pass
Pass
Leikurinn var sýndur á
töflu og áhorfendum í sýn-
ingarsal var skemmt þegar
Ásmundur fékk óvænt það
verkefni að spila eitt grand
redoblað. Það leit út fyrir að
vera erfitt spil, bæði í sókn
og vörn.
Sævar kom út með lauf-
áttu. Ásmundur lét lítið úr
borði og dúkkaði gosa aust-
urs. Matthías skipti yfir í
tíguláttu, nían frá Ásmundi
og Sævar drap með tíu. Og
spilaði nú spaða. Lítið úr
borði og Matthías tók með
kóng til að spila aftur tígli.
Ásmundur lét sjöuna og
Sævar átti slaginn á gosann.
Eftir langa umhugsun
ákvað Sævar réttilega að
taka ekki á tígulásinn og
spilaði spaða. Ásmundur
horfði nú á fimm slagi, en sá
möguleika á tveimur í viðbót
á hjarta. Hann tók á spaða-
drottningu og ás, síðan þrjá
slagi á lauf og spilaði hjarta
á gosann í þessari stöðu:
Norður
♠ 8
♥ KG10
♦ --
♣--
Vestur Austur
♠ -- ♠ G
♥ D43 ♥ Á98
♦ Á ♦ --
♣ ♣ --
Suður
♠ --
♥ 7
♦ K32
♣--
Við þessu átti vörnin ekk-
ert svar. Ef austur dúkkar
hjartagosann, verður hann
sendur inn á spaða í næsta
slag til að gefa sjöunda slag-
inn á hjartakóng.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson
ÁRNAÐ HEILLA STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
NAUT
Afmælisbörn dagsins:
Persóna þín er skipulögð,
jarðbundin og vill hafa
stjórn á hlutunum. Þá eyðir
hún engum tíma til einskis.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Góður tími er framundan
með vinum, einkum vinkon-
um þínum. Ræddu drauma
þína við vini þína.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þér gengur vel í starfi og
árangur þinn vekur athygli
yfirmanna á staðnum.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú hefur sterka löngun til
þess að breyta út af van-
anum í stað þess að vera í
sama farinu.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Eyddu tíma í að fara í gegn-
um reikninga, kreditkorta-
reikninga og skoðaðu
skuldastöðu þína. Slík
skipulagning kemur reglu á
hlutina hjá þér.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú gætir þurft að miðla
málum í samræðum þínum
við vini í dag. Þú verður að
sætta þig við þetta því sam-
vinna getur skilað árangri.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Reyndu að skipuleggja þig
betur á heimili eða í starfi.
Þú sefur betur þegar líf þitt
er í föstum skorðum.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú leiðir hugann að róm-
antík eða ástarævintýrum í
dag því einhver er þér of-
arlega í huga nú um stund-
ir.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Spenna og óreiða eru til
staðar á heimilinu í dag, en
hægt er að vinna bug á
vandanum með því að sýna
þolinmæði.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú hefur sérstaka hæfileika
til þess að sannfæra fólk í
kringum þig í dag, hvort
sem þú þarft að selja eða
kenna því.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú gleðst yfir þeim fjár-
munum sem þú hefur eytt í
börn, afþreyingu eða róm-
antíska kvöldstund. Notaðu
daginn til þess að kaupa
hluti fyrir einhvern sem þér
þykir vænt um.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú sérð nú hve heimili og
fjölskylda skiptir þig máli
eftir erfiðar stundir í vinnu.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú býrð yfir leyndarmáli,
viðskiptatækifæri, sem þú
vilt nýta þér og hefur ekki
áhuga á að aðrir komist að
því.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
50 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 23.
apríl, er fimmtug Sigfríð
Þórisdóttir, eigandi Potta-
galdra ehf. Sigfríð tók for-
skot á sæluna í mars sl. og
fór í pílagrímsför til Kerala-
héraðs á Indlandi sem er
mekka aurvediskra fræða.
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6
4. Bg5 dxe4 5. Rxe4 Be7 6.
Bxf6 Bxf6 7. Rf3 O-O 8. Dd2
Rd7 9. O-O-O Be7 10. Bd3
b6 11. Reg5 h6 12. Bh7+
Kh8 13. Be4 hxg5 14. g4
Hb8 15. h4 g6 16. hxg5+
Kg7 17. Df4 Bb7
Staðan kom upp á of-
urmóti sem lauk fyrir
skemmstu í Búdapest. Snilli
ungversku skákdrottning-
arinnar Judit
Polgar (2715)
leynir sér ekki í
þessari skák en
hún hafði hvítt
gegn Ferenc
Berkens (2578).
18. Hh7+! Kxh7
19. Dh2+ Kg8 20.
Hh1 Bxg5+ 21.
Rxg5 Dxg5+ 22.
f4 Dxf4+ 23.
Dxf4 Bxe4 24.
Dxe4 og svartur
gafst upp saddur
lífdaga. Frá og
með ellefta leik
hvíts er ekki
ósennilegt að framhaldið
hafi komið upp í eldhúsborði
Juditar og þýðverska for-
ritsins Fritz. Lokastaða
mótsins varð þessi: 1. Nigel
Short (2686) 6½ vinning af 9
mögulegum. 2. Judit Polgar
(2715) 5½ v. 3. Peter Leko
(2746) 5 v. 4.-6. Peter Acs
(2600), Boris Gelfand (2700)
og Christopher Lutz (2640)
4½ v. 7.-8. Viktor Korsnoj
(2632) og Sergei Movsesjan
(2659) 4 v. 9. Ferenc Berkes
(2578) 3½ v. 10. Zoltan Alm-
asi (2676) 3 v.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson
Hvítur á leik.
GEÐFRÓ
Faðir, sonur og friðarins andi,
fyrst ég beiði þig.
Náð þín yfir mér stöðugt standi,
styrk þú, drottinn, mig.
Náðugi guð, í nafni þínu,
neyð so verði kvitt,
nú skal varpa út neti mínu
í náðardjúpið þitt.
Fyrst þú hefur einn fyrir alla
angurs þolað pín,
aum manneskja, eg því kalla
upp í dýrð til þín.
Aldrei skal ég af því láta,
ógn þó reynist þver,
til þín kalla, kveina og gráta,
Kristur, gegndu mér.
Innra hjartað of mjög hrærir
angurs pillan stinn.
Líttu’á, hvörnin sorg mig særir,
sæti Jesú minn.
- - -
Sigga skálda
LJÓÐABROT
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynn-
ingar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnudags-
blað. Samþykki afmæl-
isbarns þarf að fylgja af-
mælistilkynningum
og/eða nafn ábyrgð-
armanns og símanúmer.
Fólk getur hringt í síma
569-1100, sent í bréfsíma
569-1329, eða sent á net-
fangið ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1,
103 Reykjavík
Sæll elskan, í kvöld borðum
við kjötbollurnar sem mamma
þín sendi okkur.
FRÉTTIR
GUÐNI Ágústsson, landbún-
aðarráðherra, opnaði nýverið kosn-
ingaskrifstofu framsóknarmanna á
Höfn í Hornafirði. Það var létt yfir
Guðna að vanda og allt látið flakka
enda á heimavelli í framsóknarhús-
inu á Höfn.
Guðni hefur undanfarna daga
verið á yfirreið um austasta hluta
kjördæmisins. Með í för voru Mar-
grét Hauksdóttir, eiginkona ráð-
herrans og Birgir Þórarinsson, sem
skipar ellefta sæti á lista framsókn-
armanna í Suðurkjördæmi. Þau
héldu opna fundi á Hótel Höfn og í
Hofgarði í Öræfum auk þess sem
ráðherrann heimsótti fjölmarga
vinnustaði og sveitabæi í sýslunni.
Ráðherra opnaði
kosningaskrifstofu
Höfn. Morgunblaðið.
Hlíðarhjalli - Bílskúr
Vorum að fá í sölu 3ja herb. íbúð á 1. hæð með frábæru
útsýni. Þvottahús í íbúð. Flísar og parket á gólfum.
Sólríkar sa-svalir. Rúmgóður bílskúr. Áhvílandi Byggingasj.
ríkisins 4,9% vextir. Eign sem vert er að skoða.
Laus fljótlega. Verð 15,8 millj. 21107
Kaffihúsakvöld hjá B-listanum á
Akranesi Eydís Líndal ásamt öðrum
frambjóðendum B-listans í Norðvest-
urkjördæmi verður með kaffi-
húsakvöld á Kaffi Mörk á Akranesi í
kvöld, miðvikudagskvöld kl. 20.30. Til
skemmtunar verður m.a. Helga
Braga, rapparinn Iceberg o.fl.
Á morgun, fimmtudaginn 24. apríl,
verða frambjóðendur B-listans í
Norðvesturkjördæmi á Hólmavík kl.
13.30, vegna sjúkrahúss og kl. 14
verður fjölskylduhátíð á Sauðárkróki,
Suðurgötu 3. Kl. 17 verður opinn
fundur með frambjóðendum í Sam-
komuhúsinu Baldri, Drangsnesi, og
kl. 21 verður opinn fundur á Kaffi
Krók, Sauðárkróki.
Vinstri-grænir kveðja veturinn
með skemmtun í kvöld, mið-
vikudagskvöld kl. 21. Hrólfur Sæ-
mundsson, barítón, syngur og Stein-
unn Birna Ragnarsdóttir spilar á
píanó, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir
syngur, rapparinn Dóri DNA kveður
rímur. Að lokum leikur pönksveitin
Ekkert kjaftæði, hana skipa fram-
bjóðendur og liðsmenn Vinstri-
grænna, þeir Kolbeinn Óttarsson
Proppé, Gestur Svavarsson, Grímur
Atlason, Hrólfur Sæmundsson, Krist-
inn Schram og Flosi Þorgeirsson.
STJÓRNMÁL
AÐALFUNDUR Okkar
manna, sem er félag fréttaritara
Morgunblaðsins á landsbyggð-
inni, verður haldinn í blaðhúsi
Morgunblaðsins næstkomandi
laugardag og hefst klukkan 13.
Fundurinn hefst á venjuleg-
um aðalfundarstörfum en síðan
verður á dagskrá sérstakur lið-
ur þar sem fjallað verður um
breytingar á Morgunblaðinu og
stöðuna á fjölmiðlamarkaði.
Styrmir Gunnarsson ritstjóri
ávarpar fundinn og situr síðan
fyrir svörum ásamt Birni Vigni
Sigurpálssyni fréttaritstjóra og
Sigtryggi Sigtryggssyni frétta-
stjóra.
Ljósmyndasamkeppni
Í lok fundarins verða kynnt
úrslit í ljósmyndasamkeppni
fréttaritara vegna mynda frá
síðustu tveimur árum og verð-
laun afhent. Úrval ljósmynda úr
samkeppninni verður til sýnis í
verslunarmiðstöðinni Kringl-
unni eftir fundinn og til 10. maí
næstkomandi.
Aðalfundur
Okkar manna