Morgunblaðið - 23.04.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 23.04.2003, Blaðsíða 52
ÍÞRÓTTIR 52 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK  AUÐUN Helgason lék allan leik- inn í stöðu hægri bakvarðar í liði Landskrona sem gerði 2:2 jafntefli á útivelli á móti Malmö í sænsku úr- valsdeildinni í knattspyrnu í fyrra- kvöld. Hjálmar Jónsson kom ekkert við sögu hjá Gautaborg sem gerði markalaust jafntefli við Öster.  JÓN Arnór Stefánsson skoraði 11 stig fyrir Trier sem tapaði fyrir Bonn, 104:90, í þýsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik á sunnudag. Þetta var lokaumferð deildarkeppninnar. Trier varð neðst með 10 stig en Bonn efst með 38 stig.  LOGI Gunnarsson skoraði 13 stig fyrir Ulm sem tapaði á heimavelli fyrir Tübingen, 107:102 í suðurriðli þýsku 2. deildarinnar í körfuknatt- leik. Ulm er í þriðja sæti með 48 stig, Tübingen í öðru með 50 en Karls- ruhe er efst með 52 stig.  RAÚL framherji Real Madrid og spænska landsliðsins getur ekki leik- ið með Madridarliðinu þegar það mætir Manchester United í síðari viðureign liðanna í Meistaradeildinni á Old Trafford í kvöld. Raúl, sem skoraði 2 mörk í 3:1 sigri Real Madr- id á United fyrir hálfum mánuði, kvartaði undan verk í kviðarholi og við læknisskoðun kom í ljós að um botnlangabólu var að ræða og gekkst hann undir aðgerð á sjúkrahúsi í Madrid.  JUAN Sebastian Veron kemur að öllum líkindum inn í leikmannahóp Manchester United en Argentínu- maðurinn hefur verið frá vegna meiðsla síðan hann meiddist í leik á móti Leeds hinn 5. mars. Veron tek- ur þá stöðu Paul Scholes miðjunni en hann er í leikbanni sem og Gary Neville.  GERARD Houllier, stjóri Liver- pool, segist ekki ætla að erfa það við Danny Murphy hvernig hann brást við þegar Houllier ákvað að taka hann af velli 17 mínútum fyrir leiks- lok í leik Liverpool og Charlton. Murphy varð mjög reiður, kastaði flösku með vatni í á varamannabekk- inn og átti hvöss orðaskipti við Phil Thompson, aðstoðarstjóra félagsins.  CLAUDIO Ranieri, stjóri Chelsea, grátbiður Ítalann Gianfranco Zola að framlengja samning sinn við Lundúnaliðið um eitt ár takist liðinu að komast í Meistaradeildina. Zola hefur átt frábært tímabil með Chelsea á leiktíðinni og skoraði sitt 14. mark í úrvalsdeildinni í fyrradag þegar Chelsea steig stórt skref í átt að meistaradeildarsætinu.  FORMAÐUR samtaka knatt- spyrnumanna í Danmörku, Mads Øland, segir við Ekstra Bladet að at- vinnumenn þar í landi fái lág laun í samanburði við aðra leikmenn í Evr- ópu. Að meðaltali fékk atvinnumað- ur í efstu deild í Danmörku um 6 milljónir ísl. kr. í laun á sl. ári. Øland segir að Danir standi öðrum löndum langt að baki í þessum efnum og að knattspyrnumenn fái mun hærri laun í Noregi. Jordan, sem er fæddur 17. febrúarí Brooklyn í New York fyrir fjórum áratugum, getur státað af sex meistaratitlum með Chicago Bulls. Hann varð háskólameistari með Norður-Karól- ínu, Ólympíumeist- ari árið 1992 með hinu eina sanna „draumaliði“, auk þess sem hann hefur unnið til margra einstaklings- verðlauna í ýmsum þáttum leiksins. Á þeim tíma sem Jordan hefur látið að sér kveða inná vellinum frá árinu 1984 hafa margir aðilar hagnast gríðarlega á þekktasta íþróttamanni veraldar. Fyrsti samningur Jordans við Chicago Bulls var samt sem áður ekkert sérstakur, en þá fékk kapp- inn 67 millj. ísl. kr. á ári og átti sá samningur að gilda í sjö ár. Jordan gerði Bulls að stórveldi en hætti að leika með liðinu í þrígang, en hann lagði skóna á hilluna árið 1993, reimaði þá á sig 1995 og hætti á ný árið 1998. Árið 2001 gat hann eki hamið sig og hóf að leika með Wash- ington Wizards. Jordan hefur snúið við blaðinu utan vallar fyrir Wash- ington Wizard frá því að hann var ráðinn til starfa sem forseti félagsin árið 1999 og síðar fór Jordan að leið- ast þófið á skrifstofunni og hóf að leika á ný ári síðar með liðinu. Uppselt hefur verið á alla heima- leiki Wizards í tvö ár, og ekkert lið fær eins marga áhorfendur á útivelli – það er meira að segja uppselt á leiki liðsins í Cleveland! Sjónvarps- stöðvar hafa keppt sín á milli um leiki með Wizards og undanfarin tvö ár var liðið nánast alltaf í beinni út- sendingu á landsvísu vestanhafs. Áð- ur en Jordan hóf að leika með liðinu voru Wizards jafn oft á þeim vett- fangi og snjókoma í Los Angeles. Sérfræðingar um íþróttina á ESPN-sjónvarpsstöðinni hafa tekið saman lista um þá fjölmörgu aðila sem hafa hagnast myndarlega á ímynd Michaels Jordans undanfarna tvo áratugi en margir hafa sagt að hann sé eitt af undrum veraldar – slík séu áhrif hans. Jerry Reinsdorf Reinsdorf er aðaleigandi Chicago Bulls en hann keypti meirihluta þeg- ar Jordan hóf að leika með því árið 1984. Reinsdorf greiddi um 720 millj. ísl. kr. fyrir hlut sinn og í kjölfarið fóru Jordan og félagar að vekja mikla athygli. Uppselt var á 610 heimaleiki í röð eða í 13 tímabil í röð. Bulls er nú metið á um 26 milljarða ísl. kr. en liðið landaði sex NBA titl- um á meðan Jordan lék með liðinu. David Stern Stern er framkvæmdastjóri NBA- deildarinnar og fær sinn hlut af hagnaðinum. Ævintýrið hófst þegar þeir Larry Bird (Boston) og Magic Johnson (LA Lakers) hófu að leika í NBA-deildinni en Jordan hafði þau áhrif að hún varð að stórveldi á heimsvísu. Meðallaun leikmanna í deildinni voru 22 millj. ísl. kr. í upp- hafi keppnistímabilsins 1983-1984 eða ári áður en Jordan hóf að leika í deildinni. Meðallaun í deildinni þessa stundina eru 350 millj. ísl. kr. en í hverju liði eru a.m.k. 12 leikmenn og liðin eru 29. Sjónvarpsstöðvar hafa greitt himinháar upphæðir til þess að fá sýningarréttinn frá NBA. Árið 1989 lauk samningi NBA við CBS sem hafði greitt um 3,3 milljarða ísl. kr. á ári. NBC bætti um betur og greiddi 11,7 milljarða ísl. kr. á ári næstu fjögur árin og í dag fær NBA- deildin um 47 milljarða á ári frá ESPN og ABC stöðvunum. Stern hefur hagnast mikið á vel- gengni NBA og hefur hann fengið um 550 millj.ísl. kr. í tekjur á ári und- anfarin fimm ár eða um 2,8 milljarða. Michael Jordan hafði mikil áhrif á þróun mála á þessu sviði. Richard Esquinas Esquinas er lítt þekktur viðskipta- jöfur frá San Diego sem lék um 100 golfhringi með Jordan á fjögurra ára tímabili, 1989-1992. Esquinas segir að hann hafi unnið um 70 milljónir ísl. kr. af Jordan á þessu tímabili en sjálfur segir Jordan að hann hafi að- eins tapað um 17 milljónum ísl. kr. Hvað um það, Esquinas, hagnaðist vel á þessum viðskiptum en Jordan er lunkinn golfari og er með um 6 í forgjöf. Karla Knafel Jordan greiddi Kafael um 20 millj. ísl. kr. fyrir að þegja um ástarsam- band þeirra sem átti sér stað á ár- unum 1989-1991. Jordan höfðaði mál gegn Knafel á s.l. ári þar sem Jordan sagði Knafel hafa krafist um 400 millj. kr. fyrir það eitt að þegja áfram um samband þeirra. Jordan og Knafel komust að samkomulagi án dóms en hún heldur því fram að Jordan sé faðir barnsins sem hún gekk með undir belti meðan á rétt- arhöldunum stóð yfir. Oscar Gracia Gracia er einn athafnamesti safn- ari muna sem tengjast ferli Jordan og á um 12.000 mismunandi hluti. Árið 1995 seldi hann tvær körfu- boltamyndir af Jordan fyrir samtals 1 milljón ísl. kr. og notaði Gracia féð til þess að greiða fyrstu afborgun af húsi sem hann fjárfesti í á þeim tíma. Ray Clay Clay sá um að kynna leikmenn Bulls á heimaleikjum liðsins á árun- um 1990-2002, fékk mikið að gera við að tala inná kynningar fyrir kvik- myndir, sjónvarpsþætti og leiki í leikjatölvur. David Falk Falk er umboðsmaður Jordans og hefur gegnt því starfi til margra ára. Fyrirtæki Falks landaði samningum tengdum Jordan að andvirði um 32 milljarðar ísl. kr. áður en Falk seldi síðan fyrirtæki sitt fyrir um 8 millj- arða ísl. kr. Margir af þekktustu íþróttamönn- um Bandaríkjanna eru skjólstæðing- ar Falks og lagði Jordan grunninn að ríkidæmi hans. Háskóli N-Karolínu Jordan varð háskólameistari með liðinu og selur skólinn keppnisbún- inga merkta Jordan fyrir um 280 millj. ísl. kr. á ári. Að auki fær skól- inn um 70 millj. ísl. kr. á ári vegna samnings síns við Nike fyrirtækið. Tim Grover Grover var einkaþjálfari Jordans frá árinu 1989. Sex árum síðar hafði Grover stofnað eigið fyrirtæki sem sá um einkaþjálfun þeirra Charles Barkley, Hakeem Olajuwon, Mich- ael Finley auk þess sem um 50 aðrir NBA-leikmenn voru á hans snærum. Grover er vel efnaður í dag – þökk sé áhrifum frá Jordan. Phil Knight Knight er stjórnarformaður Nike fyrirtækisins og einn af aðaleigend- um. Árið 1984 samdi Nike við Jordan um að hann léki í skóm með eigin nafni, Air Jordan, og var velta Nike á þeim tíma 78 milljarðar ísl. kr. Á sl. ári var velta Nike um 780 milljarðar og eign Knight í fyrirtækinu er met- in á um 330 milljarða ísl. kr. Scottie Pippen Var hægri hönd Jordans á gullald- arárum Bulls og kunni vel við sig í skugga Jordans á meðan liðið land- aði þremur NBA-titlum í röð. Pippen var kjörinn í hóp 50 bestu leikmanna allra tíma í NBA-deildinni. Eftir að Pippen yfirgaf Bulls hefur hann skorað að meðaltali 12 stig í leik og tekið 5,5 fráköst sem er í raun ekkert sérstakur árangur en Pippen hefur fengið greidda um 5,7 milljarða í laun frá Bulls og Portland Trail- blazers frá árinu 1997. Suntory Áfengisframleiðandi frá Japan sem átti varalið hafnaboltaliðsins Chicago White Sox árið 1994. Jordan reyndi fyrir sér á þeim vettvangi og gerðist atvinnumaður í hafnabolta árið 1994 en lék fáa leiki með aðalliði White Sox. En áhorfendur létu sig ekki vanta á leiki varaliðsins og keyptu 467.867 áhorfendur sig inná leiki liðsins sem gerir um 180 millj. ísl. kr. í tekjur af miðasölu. Gatorade Dr. Robert Cade, dr. Alex de Quesada, dr. Jim Free og Dana Shir- es eiga rúmlega 50% hlut í drykkjar- vörufyrirtækinu Gatorade sem þau stofnuðu. Jordan var fyrsti íþrótta- maðurinn sem fyrirtækið gerði samning við árið 1991. Veltan marg- faldaðist í kjölfarið og er nú í dag um 156 milljarðar ísl. kr. á ári. Tiger Woods Eftir vel heppnað samstarf við Jordan sá Nike sér leik á borði þegar Woods kom fram á sjónarsviðið. Árið 1996 fékk Woods 3,1 milljarða ísl. kr. fyrir fimm ára samning við fyrirtæk- ið og í dag hefur Woods gert nýjan Punkturinn settur fyrir aftan glæstan feril körfuknattleiks- mannsins Michael Jordan í þriðja og allra síðasta sinn „Jordan er eitt af undrum veraldar“ MICHAEL Jordan er án vafa þekktasti körfuknattleiksmaður allra tíma og fáir efast um að hann sé einnig sá besti sem reimað hefur á sig körfuboltaskó. Ferill Jordans sem leikmanns er einstakur þar sem hann hefur leikið samanlagt í 16 ár í NBA-deildinni og unnið til allra þeirra verðlauna sem hægt er að vinna til. Jordan lék sinn síð- asta leik í NBA-deildinni s.l. miðvikudag með Washington Wizards og verður erfitt að fylla það skarð sem hann skilur eftir sig í NBA- deildinni. Skiptir þá engu máli hvort litið er á áhrif hans sem leik- manns inni á vellinum eða áhrif hans utan vallar. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson „ÉG væri að skrökva ef ég segði annað en að ég hafi hug á því að leika sem atvinnumaður í öðru landi. Þetta tímabil er síðasta tækifærið fyrir mig til þess að sýna mig og sanna, enda er ég 28 ára gamall,“ segir landsliðsmaðurinn Tryggvi Gudmundsson við norska Dagbladet í gær. Tryggvi lék vel með norska úrvalsdeildarliðinu Stabæk á mánudag í 4:1 sigri liðsins gegn Odd/ Grenland þar sem hann skoraði eitt marka liðs- ins og lagði upp eitt. Tryggvi segir ennfremur að markmið Stabæk sé að vinna alla leiki liðsins á heimavelli þeirra á Nadderud í Bærum en lið- ið verði að bæta árangur sinn á útivelli ætli það sér að blanda sér í baráttu efstu liða. Síðasta tækifærið hjá TryggvaFORRÁÐAMENN þýska knattspyrnu- félagsins Herthu Berlín hyggjast koma á kveðjuleik fyrir Eyjólf Sverrisson og fyr- irliðann Michael Preetz í vor en báðir munu þeir hætta að leika með liðinu í lok leiktíðar. Eyjólfur hefur tekið ákvörðun um að flytja heim en Preetz hefur verið ráðinn til að sinna stjórnarstörfum hjá liði Herthu. Eyjólfur sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að hann væri ekki búinn að taka ákvörðunn ennþá hvort hann léki hér heima í sumar en vitað er að Fylkismenn og Grindvíkingar hafa mikinn áhuga á að fá hann til liðs við sig í sumar. „Ég held möguleikanum opnum á að spila heima en ég er svo sem ekkert að flýta mér að taka endanlega ákvörðun, hvorki hvort ég ætla yfir höfuð að spila og eins með hvaða liði. Þetta kemur bara í ljós á komandi vikum,“ sagði Eyjólfur við Morgunblaðið. Meiðsli hafa verið að plaga Sauðkræk- inginn af og til í vetur og þar að leiðandi hefur hann aðeins spilað sex leiki með Herthu-liðinu í þýsku 1. deildar keppninni á tímabilinu. „Ég er allur að koma til og hef getað æft síðustu vikuna af fullum krafti,“ sagði Eyj- ólfur sem lék síðustu mínúturnar í liði Herthu í 1:0-sigri liðsins á Hansa Rostock um nýliðna helgi. Hertha heldur kveðjuleik fyrir Eyjólf og Preetz í Berlín Eyjólfur Sverrisson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.