Morgunblaðið - 23.04.2003, Side 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Áskriftarsími 881 4060
PORTÚGALSKI nóbelsverð-
launahöfundurinn José Saramago
verður meðal gesta á Íslensku
bókmennta-
hátíðinni sem
haldin verður í
byrjun sept-
ember í haust.
José Saramago
hlaut Nóbels-
verðlaunin í bók-
menntum árið
1998 en eftir
hann liggja um
30 verk, ljóð,
skáldsögur, ritgerðir og leikrit.
Ein þekktasta skáldsaga hans,
Blinda, kom út á íslensku árið
2000 hjá Vöku-Helgafelli í þýð-
ingu Sigríðar Ástríðar Eiríks-
dóttur.
Í Blindu segir frá manni nokkr-
um sem skyndilega er sleginn
hvítri blindu. Smám saman fjölg-
ar hinum blindu, skýringar finn-
ast engar og þar kemur að stjórn-
völd grípa til örþrifaráða.
Á kynningarfundi stjórnar Ís-
lensku bókmenntahátíðarinnar í
Norræna húsinu í dag verður
væntanlega tilkynnt nánar um
gesti hátíðarinnar og tilhögun
dagskrár.
José Saram-
ago á Bók-
menntahátíð
José Saramago
NÝ fjórtán þúsund fermetra bygging Orku-
veitu Reykjavíkur á Bæjarhálsi 1 verður
vígð í dag. Áætlaður kostnaður við húsið er
um 2,9 milljarðar eða um 213 þúsund krón-
ur á fermetra, að því er kemur fram í upp-
lýsingum frá VSÓ ráðgjöf. Húsið er byggt á
verðlaunatillögu arkitektastofunnar Horn-
steina og Teiknistofu Ingimundar Sveins-
sonar og er gert ráð fyrir að þegar fram-
kvæmdum ljúki verði húsnæðið um 22
þúsund fermetrar að flatarmáli.
Kostnaður um
2,9 milljarðar
Byggingin/12
Höfuðstöðvar Orku-
veitunnar vígðar í dag
NÝTT 2.800 manna íbúðarsvæði á Hörðu-
völlum við Vatnsenda var samþykkt til aug-
lýsingar í bæjarstjórn Kópavogs í gær. Til-
laga að deiliskipulagi verður kynnt á
næstunni og búist er við að fyrstu lóðunum
verði úthlutað þegar á þessu ári. Svæðið er
70 hektarar að stærð og nær yfir dalinn
milli Rjúpnahæðar og Vatnsendahæðar.
Í hverfinu er gert ráð fyrir að reistar
verði 1.064 íbúðir í fjölbýli, sérbýli og sam-
býli. Sjö háhýsi verða á svæðinu, 10–14
hæðir. Þá er áformað að reisa grunnskóla á
Hörðuvöllum, tvo leikskóla og íþróttahús
auk húsa fyrir verslun og þjónustu.
Nýtt hverfi
með 1.064
íbúðum
Útsýni/24
♦ ♦ ♦
FJÓRIR lykilstjórnendur Búnað-
arbanka Íslands hafa verið ráðnir
til Landsbanka Íslands. Sigurjón Þ.
Árnason hefur verið ráðinn banka-
stjóri Landsbanka Íslands við hlið
Halldórs J. Kristjánssonar. Sigur-
jón, sem áður var framkvæmda-
stjóri rekstrarsviðs Búnaðarbank-
ans, mun fara fyrir fyrirtækjasviði,
verðbréfasviði og stoðsviðum.
Halldór mun fara fyrir alþjóða-
sviði, viðskiptabankasviði og eigna-
stýringarsviði. Báðir munu fara
með viðskiptatengsl og viðskipta-
mál. Auk Sigurjóns hafa þrír nýir
framkvæmdastjórar verið ráðnir til
Landsbankans, allir frá Búnaðar-
bankanum.
„Jaðrar við
skemmdarstarfsemi“
Hjörleifur Jakobsson, formaður
bankaráðs Búnaðarbanka Íslands,
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gærkvöldi að í gær hefðu sex
starfsmenn, til viðbótar þessum
fjórum, sagt upp störfum hjá bank-
anum. Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins hafa Landsbanka-
menn nálgast fleiri lykilstarfsmenn
í Búnaðarbankanum.
„Við vitum það að bankaráðs-
maður í Landsbankanum, Andri
Sveinsson, hefur verið að elta okkar
starfsmenn og boðið þeim væntan-
lega gull og græna skóga,“ segir
Sólon Sigurðsson, bankastjóri Bún-
aðarbankans. „Það jaðrar við
skemmdarstarfsemi þegar svona er
farið að en kannski er þetta allt
leyfilegt.“
Hjörleifur sagði að það væri
mjög leitt að missa þessa starfs-
menn frá Búnaðarbankanum en
það kæmi alltaf maður í manns stað
og öllu mótlæti fylgdu tækifæri.
Hann staðfesti að bæði Sigurjón og
S. Elín Sigfúsdóttir, sem ráðin hef-
ur verið til LÍ, hefðu komið að sam-
einingarviðræðum Búnaðarbanka
og Kaupþings en sagðist gera ráð
fyrir því að fólk misnotaði ekki
trúnaðarupplýsingar sem það byggi
yfir. Enda væri engin ástæða til að
ætla slíkt í þessu tilviki.
Hann sagði að æskilegt væri að
sameining Búnaðarbanka og Kaup-
þings gengi nú hraðar fyrir sig en
ráðgert hefði verið en fylgja yrði
öllum reglum sem giltu um sam-
runa sem þennan, þannig að ólík-
legt væri að hluthafafundir bank-
anna yrðu haldnir fyrr en í lok maí
líkt og ráðgert væri.
S. Elín Sigfúsdóttir verður fram-
kvæmdastjóri fyrirtækjasviðs
Landsbankans en hún var áður
framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs
og bankaráðsmaður í Búnaðar-
bankanum. Yngvi Örn Kristinsson
verður framkvæmdastjóri verð-
bréfasviðs. en hann var áður fram-
kvæmdastjóri verðbréfasviðs BÍ.
Ársæll Hafsteinsson verður fram-
kvæmdastjóri lögfræðisviðs og út-
lánaeftirlits en hann var áður að-
allögfræðingur BÍ.
Ekki lengi minnsti bankinn
Björgólfur Guðmundsson, for-
maður bankaráðs Landsbankans,
sagði þessa breytingu á yfirstjórn
Landsbankans vera lið í sókn bank-
ans og hann ætlaði sér ekki að vera
lengi minnsti banki landsins.
Sigurjón Þ. Árnason ráðinn bankastjóri Landsbankans
Herjað á lykilstarfs-
fólk Búnaðarbanka
Sigurjón/18
GERT ER ráð fyrir því að 25 þúsund farþegar
komi með Norrænu til Seyðisfjarðar á þessu ári
en það er um 50% aukning frá síðasta ári. Nýja
skipið, sem kom í jómfrúarferð sinni til Seyð-
isfjarðar í gær, er meira en tvöfalt stærra en
gamla Norræna. Það er 165 metra langt, ber
1.500 farþega og það er svo stórt að búið er að
gera nýja höfn á Seyðisfirði fyrir um 600 millj-
ónir króna til þess að taka á móti skipinu en
sama á við um hafnirnar í Leirvík á Hjaltlandi,
Þórshöfn í Færeyjum, Hanstholm á Jótlandi og
Björgvin í Noregi þar sem skipið á viðkomu.
Móttaka var á Seyðisfirði í gær þegar skipið
kom og var Seyðfirðingum boðið að skoða skip-
ið.
„Þetta er gleðidagur og allt gekk vel þó að
framkvæmdum sé ekki endanlega lokið við
höfnina,“ sagði Tryggvi Harðarson, bæjarstjóri
á Seyðisfirði, við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Ef
allt gengur eftir mun nýja ferjan skila óbeinum
og beinum tekjum inn í bæjarfélagið. Við eigum
von á fleiri farþegum og bílum með nýju ferj-
unni og vonandi skapar það meiri umsvif hér á
Seyðisfirði. Það liggur fyrir að burðargeta ferj-
unnar fyrir frakt er mun meiri en áður og það
mun líka skila sér inn í bæjarfélagið.“
Jónas Hallgrímsson, framkvæmdastjóri
Austfars, umboðsfyrirtækis Norrænu á Seyð-
isfirði og stjórnarmaður í Smyril Line, ávarpaði
ásamt fleirum gesti og sagði m.a. að vissulega
væri nú tilefni til að gera sér dagamun þar sem
upprunnin væri stund sem lengi hefði verið
beðið eftir. „Ný og glæsileg Norræna er í höfn,
ekki bara í höfn heldur í nýrri höfn á Seyð-
isfirði.“ Sagði Jónas að óvæntir fjárhagserf-
iðleikar Smyril Line á árinu 2000 hefðu sett
verulegt strik í reikninginn hvað þessa nýsmíði
varðaði, „en með guðs hjálp og góðra manna
tókst að bjarga málum á síðustu stundu. En erf-
iðleikarnir leiddu til þess að smíði skipsins
dróst um eitt ár.“
Íþróttaaðstaða og sundlaug
Í skipinu eru sjö tegundir íbúða. Þar er að
finna íþróttaaðstöðu og sundlaug og veglega
veitingasali, bari og dansstað, fundaaðstöðu og
verslanir af ýmsu tagi svo eitthvað sé nefnt.
„Og ekki má gleyma blessuðum börnunum,“
sagði Jónas, „og þörf þeirra fyrir leik og
skemmtun ætti að verða fullnægt í leiktækjum
af ýmsu tagi auk þess sem sérstakur skipverji
hefur ofan af fyrir þeim.“
Jónas þakkaði ráðherra byggðamála, Val-
gerði Sverrisdóttur, stjórn Byggðastofnunar,
samgönguráðherra, Sturlu Böðvarssyni, fjár-
málaráðherra, Geir H. Haarde, fjárlaganefnd
og alþingismönnum stuðning þeirra við verk-
efnið, svo og bæjarstjórn Seyðisfjarðar og hafn-
arnefnd.
Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson
Gert ráð fyrir hálfu fleiri farþegum
Ný Norræna sigldi inn
Seyðisfjörð í gær
ÍSLENDINGURINN Sigurður Níelsson
hefur verið kjörinn formaður Repúblikana-
flokksins í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum.
Sigurður var að undirbúa för sína til Wash-
ington þegar Morgunblaðið náði tali af hon-
um seint í gærkvöld en Sigurður mun hitta
Bush Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í
dag kl. 11 að staðartíma til þess að hljóta
formlega staðfestingu forsetans á kjöri sínu
í embætti formanns flokksins í Pennsylv-
aníu. „Ég fer til Washington með fyrstu vél
í fyrramálið [í morgun] að hitta forsetann.
Ég hef að vísu hitt Bush áður, en ég var
kosningastjóri flokksins í New Jersey í síð-
ustu forsetakosningum.“
Sigurður hefur búið í Bandaríkjunum í
tíu ár og er giftur þarlendri konu en hefur
ekki viljað afsala sér íslenskum ríkisborg-
arrétti fyrir bandarískan. Hann gekk í
Repúblikanaflokkinn fyrir átta árum og
hefur unnið mikið á vegum hans síðan.
Hann segist vera íhaldssamur repúblikani
og að hann hafi undirbúið framboð sitt vel.
Tveir hafi boðið sig fram á móti honum en
hann fengið rétt liðlega helming atkvæða
strax í fyrstu umferð. „Að mínu mati er kjör
mitt í takt við þróun sem hefur átt sér stað
hér vestra, þ.e. ég er mjög íhaldssamur
maður og hef íhaldssamar skoðanir og ég
tel að það hafi átt sinn þátt í að ég sigraði í
kjörinu.“ Sigurður segir demókrata hafa
verið kjörinn fylkisstjóra í Pennsylvaníu
fyrir skemmstu. „En það er vissulega eitt af
þeim embættum sem menn horfa á og þótt
ég sé erlendur ríkisborgari get ég vegna
hjúskapar- og dvalarstöðu sóst eftir því
embætti ef svo ber undir.“
Hittir Bush
í Hvíta hús-
inu í dag
Íslendingur formaður Re-
públikanaflokks Pennsylvaníu
♦ ♦ ♦