Morgunblaðið - 25.04.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.04.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ BARNAVINAFÉLAGIÐ Sumargjöf afhenti í gær styrki til málefna barna á sviði rannsókna og lista. Af sautján umsóknum sem bárust voru fjögur verkefni styrkt að þessu sinni en styrkirnir voru af- hentir við hátíðlega athöfn í leik- skólanum Grænuborg. Tveir styrkjanna voru að upp- hæð 600 þúsund krónur. Annars vegar rannsókn á þáttum sem hafa áhrif á námsframvindu asískra nemenda á Íslandi og tók Anh-Dao Tran MA við honum fyrir hönd verkefnahóps. Hins vegar hlutu Sif Konráðsdóttir hæstaréttarlögmað- ur og Hulda Elsa Björgvinsdóttir lögfræðingur styrk til rannsóknar á öllum dómum sem hafa gengið hérlendis um kynferðisafbrot gegn börnum frá árinu 1992 í þeim til- gangi að skoða hvaða þættir hafa áhrif á það hvort sönnun tekst fyr- ir dómstólum. Tvö verkefni hlutu 300 þúsund króna styrk. Guðrún Hannesdóttir bókasafns- og upplýsingafræð- ingur fékk styrk til að safna, flokka og gefa út gamlar barna- gælur, þulur og vísur í tölvutæku og prentuðu formi auk þess sem hún mun myndskreyta þær. Þá fékk Ólafur B. Ólafsson tón- menntakennari styrk til að gefa út bókina Tuma og fjársjóðinn og geisladisk með efni hennar til kennslu fyrir ung börn. Barnavinafélagið Sumargjöf var stofnað á sumardaginn fyrsta vor- ið 1924 og annaðist lengst af rekstur dagheimila og leikskóla í Reykjavík. Síðastliðin ár hefur fé- lagið haslað sér völl sem styrktar- aðili ýmissa málefna sem varða heill barna í Reykjavík. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Frá afhendingu styrkja Barnavinafélagsins Sumargjafar í gær: Ragnar Jónasson, Ingibjörg K. Jónsdóttir og Jón Freyr Þórarinsson frá Sumargjöf, og styrkþegarnir Toshiki Toma, Anh-Dao Tran og Andrea S. Siengboon, Sif Konráðsdóttir og Hulda Elsa Björgvinsdóttir, Ólafur B. Ólafsson og Guðrún Hannesdóttir. Sumargjöf styrkir fjögur verkefni INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, talsmaður Samfylkingarinnar, sagði í ávarpi á hátíð sem haldin var sumardaginn fyrsta í kosningamið- stöð flokksins, að jafnréttismál ættu að verða eitt af forgangsverk- efnum næstu ríkisstjórnar. Ingi- björg Sólrún sagðist heita því að fengi hún til þess umboð að gegna starfi forsætisráðherra á næsta kjörtímabili yrði kynbundið launa- misrétti minnkað um a.m.k. helm- ing á næsta kjörtímabili, hlutur kynja í stjórnunar- og ábyrgðar- stöðum hjá ríkinu verði jafnaður og jafnframt hét hún því að jafnrétt- ismál yrðu vistuð hjá forsætisráðu- neytinu. Ingibjörg Sólrún sagði Samfylk- inguna setja jafnréttismálin á dag- skrá í kosningunum m.a. vegna þess hver staða þessara mála hjá ríkinu væri í dag. Hún sagði að eitt af fyrstu verkum Samfylkingarinnar í ríkisstjórn yrði að láta fara fram rannsókn á launamun kynjanna líkt og gert hefði verið hjá Reykjavík- urborg. Samfylkingin muni setja sér það markmið að ná launamun kynjanna niður um helming á næstu fjórum árum. Jafna hlut kynjanna í stjórn- unar- og ábyrgðarstöðum Í öðru lagi sagði hún þá stað- reynd blasa við að einungis 18,7% stjórnenda í ráðuneytum og ríkis- stofnunum væru konur. Sagði hún óskiljanlegt að ríkið skyldi hafa náð svo slökum árangri í jafnréttismál- um þrátt fyrir jafnréttislöggjöf og jafnréttis- og framkvæmdaáætlanir sem gerðar hefðu verið. „Við viljum auðvitað breyta þessu og ná þeim árangri sem við höfum náð hjá Reykjavíkurborg. Þegar ég tók við stjórn borgarinnar voru einungis 10% af æðstu stjórnendum Reykja- víkurborgar konur. Nú er þetta hlutfall 50%,“ sagði hún. Ingibjörg Sólrún sagði Samfylk- inguna einnig mundu leggja áherslu á að jafnréttismálin yrðu færð undir forsætisráðuneytið. Forsætisráð- herra yrði þannig ábyrgur fyrir því að ríkisstjórnin samþætti jafnrétt- ismálin allri sinni stefnumótun eins og henni bæri að gera. Konur fá 24 milljörðum minna í laun en þeim ber Ingibjörg Sólrún fjallaði einnig um launamun kynjanna í þjóðfélag- inu og sagði að óútskýrður launa- munur kynjanna á Íslandi væri um 15%. Benti hún á að heildartekju- skattstofn einstaklinga vegna álagningar í fyrra var samt. 434 milljaðar kr. Þar af var tekju- skattstofn kvenna 159 milljarðar en karla 275 milljarðar. Tekjuskatts- tofn kvenna væri þannig einungis 58% af tekjum karla. Þó að þennan tekjumun megi að einhverju leyti skýra með meiri atvinnuþáttttöku karla verði að hafa hugfast að at- vinnuþátttaka kvenna á Íslandi væri sú mesta sem þekktist innan OECD. Ingibjörg Sólrún sagði að væri miðað við tekjuskattstofn kvenna fyrir árið 2002 þýddi þetta að íslenskar konur fengju árlega 24 milljörðum minna í laun en þeim bæri. Ingibjörg Sólrún vill færa jafnréttis- mál undir forsætisráðuneytið Launamunur minnkaður um helming á 4 árum VEGNA þeirrar yfirlýsingar í Morg- unblaðinu í gær að menntamálaráð- herra sé ekki heimilt að gefa Kvik- myndamiðstöð fyrirmæli um einstakar styrkveitingar úr Kvikmyndasjóði vill Tómas Ingi Olrich menntamálaráð- herra taka eftirfarandi fram: „Samkvæmt nýjum kvikmyndalög- um tekur forstöðumaður Kvikmynda- miðstöðvar endanlega ákvörðun um út- hlutun úr Kvikmyndasjóði, en forsendur úthlutunar eru ekki fyrir hendi fyrr en reglugerð um sjóðinn hefur verið sett og þeim skilyrðum sem þar koma fram um undirbúning úthlut- unar og greiðslur úr sjóðnum hefur verið fullnægt. Í 7. gr. laganna segir: „Í reglugerð sem menntamálaráð- herra setur að fenginni umsögn kvik- myndaráðs skal kveðið á um skilyrði fyrir framlögum úr sjóðnum með styrkjum, lánum eða veitingu tíma- bundinna vilyrða fyrir stuðningi. Jafn- framt skulu sett ákvæði m.a. um und- irbúning úthlutunar og greiðslur úr sjóðnum. Þar skal enn fremur kveðið á um meginskiptingu fjárveitinga Kvik- myndasjóðs milli einstakra greina kvikmyndagerðar, svo og um tilhögun mats á umsóknum, störf úthlutunar- nefnda og um kvikmyndaráðgjafa.“ Afstaða ráðuneytisins var byggð á skýrum lagaákvæðum um forsendur úthlutunar. Hún var almenns eðlis og tekin án tillits til einstakra umsókna. Rétt er að geta þess að fyrrverandi forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðv- ar leitaði til ráðuneytisins um það hvort honum væri heimilt að veita styrk og fékk um það skýr svör að svo væri ekki. Kemur fram í skýrslu Rík- isendurskoðunar að afstaða ráðuneyt- isins hafi stuðst við fullgild lagarök og að við blasi að afstaða ráðuneytisins sé í fullu samræmi við lög og góða stjórnsýsluhætti.“ Yfirlýsing menntamála- ráðherra FRAMBJÓÐENDUR stjórnmálaflokkanna fögnuðu vorinu með ýmsum hætti í gær á fyrsta degi sumars. Meðal annars buðu sumir þeirra gestum og gangandi upp á ýmiss konar veitingar á meðan aðrir nýttu daginn til íþróttalegra tilburða. Samfylkingin var áberandi fyrir utan kosninga- miðstöð sína við Lækjargötu í gær en þar stóðu fram- bjóðendur í ströngu við pönnukökubakstur sem kjós- endur og aðrir yngri nutu góðs af. Á sama tíma voru frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins önnum kafnir við að grilla pylsur fyrir utan Hressingarskálann í Aðalstræti fyrir gesti og gangandi enda vel viðeigandi þar sem grill- matur er órjúfanlega tengdur hinu íslenska sumri. Frambjóðendur Framsóknarflokksins tóku einnig fram grilláhöldin en þeir buðu vegfarendum í Mjóddinni upp á grillaðar pylsur auk þess sem yngsta kynslóðin fékk íspinna í tilefni dagsins. Vinstri hreyfingin – grænt framboð var hins vegar á því að brenna hitaeiningum í stað þess að bæta á þær og skellti sér í Nauthólsvík þar sem eldri og yngri fram- bjóðendur flokksins nýttu ylströndina til keppni í blaki sín á milli. Báru ungliðarnir sigur úr býtum en stuttu seinna náði lið öldunganna að svara fyrir sig í reiptogi. Það er því óhætt að segja að flokkarnir hafi haft ým- islegt til að bíta og brenna á þessum fyrsta degi sumars- ins. Morgunblaðið/Sverrir Jónína Bjartmarz, frambjóðandi Framsóknarflokksins, hafði nóg að gera við að dreifa ís meðal yngstu kynslóðarinnar fyrir utan Mjódd í gær. Morgunblaðið/Sverrir Ungliðar og „öldungar“ Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs spöruðu sig hvergi í æsispennandi blakkeppni á ylströndinni í Nauthólsvík. Sigurður Kári Kristjánsson og Pétur Blöndal, frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins, voru vígalegir við grillið utan við Hressingarskál- ann í Austur- stræti í gær. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Frambjóðendur Samfylking- arinnar bökuðu pönnukökur handa vegfar- endum fyrir ut- an kosninga- miðstöð sína í Lækjargötu í gær og sjálfsagt hefur ein og ein horfið ofan í stjórnmála- mennina sjálfa. Frambjóðendur flokkanna fögnuðu sumri víða um borg Ýmislegt að bíta og brenna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.