Morgunblaðið - 25.04.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 25.04.2003, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2003 45 DAGBÓK 60 ÁRA afmæli. Ámorgun, laugardag- inn 26. apríl, verður sextug Svala Guðmundsdóttir, Há- túni 24, Eskifirði. Af því til- efni taka hún og eiginmaður hennar, Már Hólm, á móti ættingjum og vinum á heim- ili sínu milli kl. 14-19 á morgun, laugardag. 1. d4 d5 2. Rf3 Rf6 3. c4 e6 4. Rc3 Be7 5. Bg5 h6 6. Bxf6 Bxf6 7. cxd5 exd5 8. e3 c6 9. Bd3 Be6 10. Dc2 O-O 11. O-O-O c5 12. dxc5 Rc6 13. Rd4 Bxd4 14. exd4 Df6 15. Re2 b6 16. Bb5 Bf5 17. Dc3 Hab8 18. Bxc6 Dxc6 19. Hd2 Hfc8 20. b3 bxc5 21. dxc5 Hb5 22. b4 Staðan kom upp á danska meistaramótinu sem er nýlokið í Horsens. Steffen Pedersen (2443) hafði svart gegn Carsten Hoi (2406). 22...Dxc5! 23. Dxc5 hvítur yrði mát eftir 23. bxc5 Hb1#. Í framhald- inu fær svartur unnið endatafl. 23...Hcxc5+ 24. Kb2 Hxb4+ 25. Ka1 Hc2 26. Hxc2 Bxc2 27. a3 He4 28. Rc3 Hd4 29. He1 Hd3 30. He3 d4 31. Hxd3 Bxd3 32. Rb1 Kf8 33. Rd2 Ke7 34. Rb3 Kd6 35. Rxd4 Kd5 36. Rb3 Bf1 37. g3 Be2 38. Kb2 Ke4 39. Kc3 Kf3 40. Rd4+ Kxf2 41. Rf5 Kg2 42. Kd4 Kxh2 43. Rxg7 Bg4 og hvítur gafst upp. Það er algengt að áhugaskákmenn sam- einist með reglulegu milli- bili á heimili eins þeirra til að taka nokkrar skákir. Þessir klúbbar taka sjald- an þátt í opinberum keppnum en á hverju ári er haldin klúbbakeppni Tafl- félags Reykjavíkur og Taflfélagsins Hellis. Í ár hefst hún kl. 20.00 í kvöld, 25.apríl í húsakynnum þess fyrrnefnda, Faxafeni 12. Þátttökugjald er hóf- legt en mörg verðlaun eru í boði. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninganna 10. maí er hafin. Kosið er hjá sýslumönnum og hreppstjórum um land allt, sendiráðum og mörgum ræðismönnum erlendis. Í Reykjavík er kosið í Skógarhlíð 6, alla daga frá kl. 10-22. Utankjörstaðaskrifstofan veitir allar upplýsingar og aðstoð við kosningu utan kjörfundar. Einnig er hægt að nálgast upplýs- ingar á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins www.xd.is og á upplýs- ingavef dómsmálaráðuneytisins www.kosningar2003.is. Sjálfstæðisfólk! Látið okkur vita um stuðningsmenn sem ekki verða heima á kjördag, t.d. námsfólk erlendis. Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins Valhöll, Háaleitisbraut 1, 3. hæð, 105 Reykjavík – Símar 515 1735 og 515 1736 Bréfasími 515 1739 – Farsími 898 1720 Netfang: oskar@xd.is Eiðistorg 13-15 Til sölu/leigu Atvinnuhúsnæði á Eiðistorgi 13-15 (áður Rauða Ljónið veitingahús), matshl. 01-0003, 01-0005 og 01-0002, verða til sýnis laugar- daginn 26. apríl og sunnudaginn 27. apríl nk. frá kl. 13-16. Allar nánari upplýsingar gefnar á staðnum. YOGA Ný námskeið hefjast 28. apríl. Kennari er Arnhildur S. Magnúsdóttir sem m.a. byggir námskeiðin á sinni eigin reynslu. Tilgangur námskeiðsins er að takast á við daglegt líf að nýju með aðstoð yoga, styrkja sig líkamlega og andlega auk þess að sættast við líkamann. Einnig leggur Arnhildur mikla áherslu á slökun eftir æfingar. Námskeiðin verða haldin í sal Lífssýnar í Bolholti 4, 4. hæð v, Reykjavík. fyrir alla sem eru að ganga í gegnum eða hafa lokið krabbameinsmeðferð Skráning og upplýsingar eru hjá Arnhildi í síma 895 5848. HLUTAVELTA Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu kr. 1.115 til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær eru Unnur Björk Elíasdóttir, Elín Metta Jensen og Ingunn Har- aldsdóttir. Morgunblaðið/Ragnhildur Það besta við þennan stað er að það má ekki drekka vatnið hérna! STJÖRNUSPÁ Frances Drake NAUT Afmælisbörn dagsins: Persóna þín hefur mikinn andlegan styrk og fær flestu framgengt. Persóna þín er kraftmikil, áhugasöm og úrræðagóð. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú rekst á óvænt á mann- eskju sem gæti orðið vinur þinn með tíð og tíma. Þú munt að minnsta kosti læra nýja hluti af þessari per- sónu. Naut (20. apríl - 20. maí)  Óvæntar fréttir, frá yf- irmanni, foreldrum eða jafnvel kennara, koma þér í opna skjöldu og verða til þess að þú munt velta hlut- um vandlega fyrir þér. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú færð óvænt tækifæri til þess að ferðast, nýttu tæki- færið og reyndu að öðlast nýja reynslu. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Stundum eru hlutirnir of góðir til þess að vera sann- ir. En stundum hefur mað- ur líka unnið til þess sem gott er. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú færð tækifæri til þess að nýta þér krafta annarra í dag. Það kemur sér að góðum notum þegar reynslumiklar persónur eiga í hlut. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Samræður við fjölskyldu eða vini eru óvenjulega líf- legar í dag. Þú gætir samt hugsanlega hneykslað fólk með framkomu þinni. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Reyndu að eyða eins mikl- um tíma til útivistar og þú mögulega getur. Hreyfingin er holl og samvistin við náttúruna er gefandi. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Óvæntur gestur gæti litið við í dag. Þú gætir jafnvel fengið óvæntar fréttir. Ekki örvænta því framundan er ánægjulegur dagur. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú kaupir eitthvað inn sem þig hefur lengi dreymt um en aldrei látið verða af. Líklega verður um nýja tækni eða nútímalega hluti að ræða. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Einhver sýnir þér meiri trúnað en þú hefur áhuga fyrir svo líklega væri best að leggja málið til hliðar. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Persóna þín er eirðarlaus og uppstökk. Þig langar að tala við aðra og eiga ánægjulegan dag. Af hverju lætur þú ekki verða af því? Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú skalt láta verða af því að gera við bílinn þinn því hugsanlega gæti bilunin orðið enn alvarlegari ef þú dregur það að fara með hann á verkstæði. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. SVEITAVÍSUR Kvíði ég fyrir að koma í Fljót, kvíði ég fyrir Sléttuhlíð, kvíði ég ríða kulda mót. Kvíðvænleg er þessi tíð. * Öllu er stolið ár og síð, eins þó banni Kristur. Þelamörk og Þjófahlíð, það eru gamlar systur. * Stirð er jafnan stjúpu hönd, stendur upp með þjósti. Svei því, ef hún Svalbarðsströnd á sínu elur mig brjósti. Björg Einarsdóttir LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA VESTUR tekur upp falleg spil, 5-4 í hálitunum og ÁKG í báðum litum. Og opnar á einum spaða. Næst þegar hann á að segja eru and- stæðingarnir komnir í þrjú grönd! Vestur gefur; allir á hættu. Norður ♠ 84 ♥ 98 ♦ D96 ♣ÁDG1072 Vestur Austur ♠ ÁKG73 ♠ 1052 ♥ ÁKG3 ♥ 6542 ♦ G5 ♦ K42 ♣94 ♣653 Suður ♠ D96 ♥ D107 ♦ Á10873 ♣K8 Vestur Norður Austur Suður 1 spaði 2 lauf Pass 3 grönd Pass Pass Pass Spilið er frá fjórðu um- ferð Íslandsmótsins og sagnir gengu víða eins og að ofan er rakið, meðal annars á báðum borðum í leik Guð- mundar Sv. Hermannssonar og Landsbankans. Guð- mundur var sjálfur við stýr- ið í suður. Vestur tók fyrst á tvo kónga, en lagði svo niður spaðaás og spilaði þriðja spaðanum. Þar með sá Guð- mundur átta slagi og sá ní- undi kom hægt og hljótt þegar laufin voru tekin: Norður ♠ -- ♥ 9 ♦ D9 ♣-- Vestur Austur ♠ G ♠ -- ♥ Á ♥ 5 ♦ G ♦ K4 ♣-- ♣-- Suður ♠ -- ♥ D ♦ Á10 ♣-- Vestur var í miklum vand- ræðum og ákvað snemma að fara niður á tígulgosann blankan. Guðmundur las stöðuna rétt og gleypti gos- ann með drottningunni. Vestur er engu bættari þótt hann haldi í tvo tígla, því hann verður þá sendur inn á hjarta til að spila tígli í tveggja spila endastöðu. Á hinu borðinu var Björn Eysteinsson með spil vest- urs. Hann byrjaði eins, tók á spaðakóng og hjartakóng. Slagafylgjur austurs vöktu honum engar vonir og Björn sá þann möguleika einan að spila makker upp á manns- pil í tígli. Og skipti yfir í lauf! Það reyndist vera ban- væn vörn. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson FRÉTTIR FORSVARSMENN fyrirtækisins Meistaravara ehf., sem flytur m.a. inn ISI04-matarolíu, hafa kært til samkeppnisráðs blaðaauglýsingu þar sem matarolían ISI04 er borin saman við matarolíu frá Wesson. Í auglýsingunni eru matarolíurnar bornar saman og sagt að það sé helmingi meira af harðri fitu í ISI04 en í Wesson Canola. Kristinn Einarsson, fram- kvæmdastjóri Meistaravara, segir að með auglýsingunni sé verið að villa um fyrir neytendum með því að tala um „harða fitu“. Hann segir enga harða fitu í í jurtaolíum. Slík fita komi úr dýraríkinu. Því sé engin hörð fita í ISI04. „Í jurtaolíum eru mettaðar, einómettaðar og fjöl- ómettaðar fitusýrur,“ segir hann. Telur auglýsingu villa um fyrir neytendum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.