Morgunblaðið - 25.04.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.04.2003, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Steinunn Sigurð-ardóttir fæddist á Akranesi 23. júní 1950. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Þing- eyinga á Húsavík 16. apríl síðastliðinn. Foreldrar Steinunnar voru Guðfinna Svav- arsdóttir, f. á Akra- nesi 3. apríl 1918, d. 6. september 1999 og Sigurður Bjarnason Sigurðsson, f. í Reykjavík 5. október 1915. Systkini Stein- unnar eru í aldurs- röð: Svavar, Bogi, Elínborg, d. 1972, Gunnar, Sigrún, Sigurður Rúnar og Ómar. Steinunn giftist 23. maí 1970 Birni Braga Sigmundssyni, þau skildu. Dætur þeirra eru Sigrún Guðfinna, f. 8. október 1968, búsett í Danmörku, sambýlismaður henn- ar er Andrew Whitaker og Elin- borg, f. 11. apríl 1973, búsett í Reykjavík, var gift Stefáni Tryggva Brynjarssyni, þau skildu. Sonur þeirra er Agnar Dofri, f. 8. apríl 1995. Steinunn giftist 25. nóvember 1981 Guðmundi Guðmundssyni, f. 28. nóvember 1942, d. 16. október 1986. Dóttir þeirra er Borghildur, f. 29. september 1976, bú- sett í Þýskalandi, gift Richard Colby Busching, sonur þeirra er Richard Brian, f. 30. nóvem- ber 1999. Eldri sonur Borghildar er Guð- mundur Vignir, f. 14. desember 1993, faðir hans er Guðjón Ólaf- ur Guðjónsson. Steinunn ólst upp á Akranesi, bjó í nokkur ár á Skaga- strönd, fluttist síðan til Reykjavík- ur þar sem hún vann skrifstofu- störf, m.a. hjá Dagvist barna og Ingvari Helgasyni hf. Í júní 1995 fluttist Steinunn að Höskuldsstöð- um í Reykjadal (S.-Þing.) þar sem hún bjó með sambýlismanni sínum, Agnari Kárasyni, bifreiðastjóra frá Húsavík, f. 26. febrúar 1939. Steinunn var fjármálastjóri við Framhaldsskólann á Laugum frá 1995 til 2002. Útför Steinunnar fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elsku mamma. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum ákvað Guð að tími væri kominn til að taka þig til sín aðeins 52 ára gamla. Það er ekki mitt að spyrja „af hverju?“, það gerðir þú heldur ekki sjálf. Eins og öllu mótlæti í lífi þínu tókst þú óumflýjanlegri útkomu sjúkdómsins með svo miklu æðru- leysi og svo mikilli reisn að þótt ég syrgi þig þá skilur þú ekki eftir neitt tómarúm í hjartanu mínu heldur er það barmafullt af stolti yfir að vera dóttir þín og þakklæti fyrir allt sem þú kenndir mér og gerðir fyrir mig. Ég veit að þú munt alltaf hafa auga með okkur systrunum og okk- ar og ég veit líka að ég mun alltaf geta fundið þig þar sem þér leið best, í sveitinni hjá Agga. Kæra mamma. Ég kveð þig með bæninni minni, því hún mun alltaf minna mig á þig. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr.) Þú lifir áfram í Agga, afa, okkur systrunum, barnabörnunum sem þú varst svo stolt af, systkinum þín- um og öllum þeim sem þú snertir á lífsleiðinni. Guð gefi þér frið mamma mín. Þín Sigrún (Ninna). Elsku mamma, þá er komið að því sem ég hef kviðið svo fyrir að þurfa að horfast í augu við, við viss- um öll hvernig þetta myndi fara mjög fljótt eftir að þú veiktist en ég á bara svo erfitt með að sætta mig við að móðir mín sé tekin í burtu frá mér, manstu þegar ég sagði við þig þegar þú sagðir mér að þetta liti illa út og líklegast ekkert hægt að gera nema bíða, „hafðu engar áhyggjur, pabbi er dáinn og það myndi enginn gera okkur systurnar foreldralaus- ar næstu 30 árin, þetta bjargast allt“ og ég trúði því, en svo fór þetta bara versnandi, þú varst allt- af rétt búin að ná þér eftir einhver veikindin þegar eitthvað nýtt kom upp á, þú fékkst aldrei langan frið. Eftir langan tíma hér í Reykjavík komstu loks heim í sveitina með Agga, þú varst alltaf hörð á því að fara heim því hvergi leið þér eins vel og allt gekk svo vel um tíma og vorum við að vona að nú fengirðu góðan tíma heima fyrir, þú áttir al- veg æðislegan tíma en ekki mjög langan því fljótlega eftir áramót varstu lögð inn á sjúkrahúsið á Húsavík, þrátt fyrir mikinn styrk og mikið æðruleysi og von sem var svo áberandi með þig þá hafði sjúk- dómurinn betur og þú komst ekki heim um páskana eins og þið Aggi voruð búin að biðja svo fyrir. Við höfum ekki alltaf verið sáttar við hvor aðra og stundum liðið ein- hver tími sem við höfum ekki talast við og er ég svo þakklát að hafa fengið svona góðan tíma með þér til að tala við þig og þakka þér fyrir allt það góða sem þú hefur gert fyr- ir mig og kennt mér, við vorum allt- af svo nánar þegar ég var yngri og tók það okkur ekki langan tíma að ná því aftur, þú hefur sýnt mér að maður getur allt ef maður vill og þarf, og með réttu hugarfari kemst maður í gegnum allt sem lagt er á okkur þó svo manni finnist vera tæpt á því stundum, en með bara smá af þeim styrk sem þú bjóst yfir þá efast ég ekkert um að ég komist í gegnum þetta. Þakka þér, mamma, fyrir að gef- ast ekki upp á mér þegar ég fór út af brautinni þegar ég var unglingur og hafa trú á mér þegar enginn hafði það og sögðu þér að gefast upp, en þú vissir að það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi og þér tókst það því þú hafðir trú á mér og styrkinn hafði ég frá þér til að tak- ast á við allt sem ég bara vildi, það er alveg ómetanlegt hvað þú hefur gert fyrir mig og mun ég aldrei gleyma því. Elsku Aggi, takk fyrir að hugsa svona vel um mömmu í veikindun- um og gefa henni þau ár sem þið áttuð saman, hún elskaði þig svo mikið og þú hana, hún hefur aldrei verið svona hamingjusöm og verð ég þér ævinlega þakklát. Elsku mamma, það er sárt að kveðja þig, en ég veit að nú líður þér vel og eigum við fullt af ástvin- um sem taka vel á móti þér. Takk fyrir allt, mamma, ég mun alltaf elska þig. Guð geymi þig, þín dóttir, Elinborg Björnsdóttir. Hún Stella systir var ekki stór þegar hún fæddist og lengi vel hélt ég að hún yrði aldrei stór, en nú þegar hún er látin eftir að hafa bar- ist í hálft annað ár við sjúkdóm þann sem að lokum varð henni að aldurtila, geri ég mér ljóst hversu stór hún raunverulega var. Svo æðrulaust, blátt áfram og stór- mannlega tók hún á veikindum sín- um að maður fylgdist með af að- dáun. Það var alveg sama hvenær maður kom til hennar eða hringdi; jú, jú, hún var ágæt, jú, jú, hún hafði það gott, jafnvel þó að maður sæi greinilega að það passaði ekki alveg. Það eina sem ég man eftir að Stella kvartaði yfir var það að hún var aldrei nógu stór til að fara í veiðibjöllueggjaleit í Akrafjallið eins og oft var gert í þá daga, en eins og fyrr er sagt þá var hún ekki stór framan af, en það breyttist, svo sannarlega breyttist það eins og áð- ur er sagt. Stella var fædd 23. júní 1950, hún var sjötta barn foreldra sinna og ein þriggja systra. Stella lauk barna- og unglingaskóla á Akra- nesi. Seinna lauk hún verslunar- prófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og eftir það vann hún mest við bókhald og önnur skrif- stofustörf. Síðustu árin starfaði Stella sem fjármálastjóri við Fram- haldsskólann á Laugum í Reykja- dal þar sem hún sagðist hafa átt góðar stundir með góðu fólki í mörg ár og viljum við þakka það hér. Ár- in sem Stella starfaði á Laugum bjó hún á Höskuldsstöðum í Reykjadal ásamt sambýlismanni sínum Agn- ari Kárasyni miklum afbragðs- manni sem reyndist Stellu mikil hjálparhella og veitti henni ómet- anlegan stuðning í veikindum henn- ar. Kunnum við honum sérstakar þakkir fyrir. Síðustu vikur síðastliðins árs taldi Stella sig nógu hressa til að vera heima á Höskuldsstöðum og fórum við bræður þá ásamt mökum okkar og pabba til að heimsækja þau Agnar. Okkur í fjölskyldunni hefur alltaf þótt gaman að syngja og þarna á smákvöldvöku sungum við m.a. lagið Amazing Grace. Þá sagði Stella þetta vera sitt uppá- haldslag og bað um að gerður yrði texti við það sem sunginn yrði yfir henni látinni. Eftirfarandi texti var saminn og samþykktur af henni: Ég syng til lífsins ástaróð, með ósk um sól og vor og gríp í öll þau lög og ljóð, sem lífs míns geyma spor. Það líf sem áður þráði mest, það lætur bíða sín því gengið hef ég gegnum flest, sem grætur sála mín. Nú geng ég sátt á guðs míns fund, ég græt ei sporin mín og þakka vinur vonarstund, því vonin hún er þín. (B.S.) Að leiðarlokum viljum við þakka öllum sem studdu Stellu í veikind- um hennar. Sérstakar þakkir fær- um við Kristjáni og fjölskyldu Glitvangi, starfsfólki á deild 11E, LSH við Hringbraut og starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga. Kæri Agnar, Ninna, Ella og Bogga, við vottum ykkur og fjöl- skyldum ykkar okkar dýpstu sam- úð, megi góður guð styrkja ykkur í sorginni. Fyrir hönd pabba og systkin- anna, Bogi Sigurðsson. „Það verpir flórgoði hérna niðri við vatnið,“ sagði Stella mágkona mín einhvern tímann við mig og það var stolt í röddinni. Þetta kemur oft upp í huga mér þegar ég hugsa um Stellu. Mér finnst þetta svo lýsandi fyrir hana á margan hátt. Stella var hrifin af landinu og náttúrunni. Hún hafði ákaflega gaman af því að ferðast um Ísland og hafði farið víða. Stella var líka mikill áhuga- maður um fugla og fylgdist vel með þeim, enda hæg heimatökin því fuglalíf er fjölskrúðugt í Reykja- dalnum. Síðast en ekki síst kom þarna fram hrifning hennar af sveitinni sinni, sveitinni þar sem hún eignaðist sína paradís. Þar bjó hún bestu ár ævi sinnar með Agga og naut sín vel bæði heima við og ekki síður í starfi sínu við Fram- haldsskólann á Laugum. Það var gaman að heimsækja þau að Höskuldsstöðum og sjá hvað hún var ánægð þar og blómstraði. Já, litla Skagastelpan var orðin tölu- vert mikill Þingeyingur. Því miður vildu örlagadísirnar ekki leyfa henni að vera lengur í þessari para- dís. Hún var kölluð burt allt of snemma finnst okkur sem eftir sitj- um með söknuðinn. Ef til vill er hún komin í aðra paradís, hver veit? Eitt er víst að nú hefur hún fengið hvíld sem undir það síðasta var vel þegin eftir langa og hetjulega bar- áttu. Það var aðdáunarvert að fylgjast með hvernig Stella tók á veikindum sínum. Aldrei heyrði maður hana kvarta, aldrei reiðast, aldrei var spurt „af hverju ég?“ Við sem oft kvörtum yfir smámunum og látum smáatriði fara í taugarnar á okkur, við getum lært mikið af Stellu. Blessuð sé minning hennar. Hörður Ó. Helgason. Ég kynntist Steinunni Sigurðar- dóttur, eða Stellu eins og hún vildi láta kalla sig, haustið 1995 þegar hún réðst til starfa sem fjármála- stjóri við Framhaldsskólann á Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu þar sem ég var skólameistari. Hafði ég hitt hana stuttlega einu sinni skömmu áður og var þá ekki lengi að gera mér grein fyrir því að þarna væri á ferðinni sá starfsmað- ur sem við vorum að leita að. Hún hafði ekki háskólapróf en aftur á móti mikla reynslu á sínu sviði og virtist búa yfir því innsæi, sem nauðsynlegt var í því umfangs- mikla starfi sem hún var að takast á hendur. Það krafðist jafnframt kunnáttu, samviskusemi og yfir- sýnar því að reksturinn var marg- þættur – í raun þrjú fyrirtæki eða stofnanir í senn – skóli, mötuneyti nemenda og sumarhótel. Ég vissi að Stella vildi mikið á sig leggja til þess að þau Aggi gætu nú rennt stoðum undir búsetu sína nyrðra til frambúðar. Aldrei þurfti að segja Stellu hlut- ina nema einu sinni – hún var fljót að læra og ekki síður eldsnögg að bregðast við. Hún vann verk sín framúrskarandi vel og í hljóði og var sama á hverju gekk. Hún var gædd auðugri kímnigáfu sem kom henni vel á vinnustað sem í einkalífi. Hún gat ævinlega svarað fyrir sig og lét aldrei neinn eiga inni hjá sér í þeim efnum. Þessir eiginleikar gerðu henni kleift á erfiðum tímum að einbeita sér að viðfangsefnum sínum og því lífi sem hún lifði svo glæsilega með Agga sínum á Höskuldsstöðum í Reykjadal. Þó að ekki væri bærinn hátimbraður né efnin mikil var æðruleysi þeirra ósvikið og ástin sá drifkraftur sem gerði gæfumuninn. Á Laugum og heima á Höskulds- stöðum leið Stellu vel og geri ég ráð fyrir að þau ár sem hún átti þar, frá því hún réðst til starfa nyrðra og þar til hin erfiðu veikindi knúðu dyra, hafi verið eitt besta tímabilið á ævi hennar, sem nú hefur verið bundinn endi á allt of fljótt. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka Stellu samfylgdina. Bless- uð sé minning hennar. Agga og öllu hennar góða fólki sendum við fjöl- skylda mín samúðarkveðjur. Hjalti Jón Sveinsson. Kom, vornótt og syng þitt barn í blund! Hve blítt þitt vögguljóð og hlý þín mund, – ég þrái þig breið þú húmsins mjúku verndarvængi, væra nótt, yfir mig. Draumljúfa nótt, fær mér þinn frið, firr þú mig dagsins háreysti og klið, ó, kom þú fljótt! Elfur tímans áfram rennur, ennþá hjartasárið brennur, – skapanorn, ó, gef mér stundargrið! Kom ljúfa nótt, sigra sorg og harm, svæf mig við þinn barm, – svæf glaumsins klið og gef mér frið góða nótt. (Jón frá Ljárskógum.) Tíminn flýgur áfram, og sjaldan leiðum við hugann að því hve naum- ur sá tími er sem okkur er gefinn. En erum svo minnt á að það er ekk- ert sjálfgefið að á morgun sé nýr dagur. Vinir kveðja langt fyrir ald- ur fram, og þá verður okkur hugsað til þess tíma er við áttum saman og stundirnar sem urðu alltof fáar, en áttu alltaf að verða fleiri. Nægur tími fannst okkur til að hittast og rifja upp minningar um liðna tíð. Æskuárin góðu uppi á Skaga, saumaklúbbsárin okkar í Reykjavík og ótal fleiri minningar leita á hug- ann nú. Þá var það hláturinn, gleðin og vinarkærleikur sem umvafði okkur. Já, tíminn varð ekki nægur, kæra vinkona. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Hugheilar samúðarkveðjur til ykkar, kæru ástvinir, Hafdís, Kolbrún, Ólöf, Sigrún og Svana. STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR Þegar ég var barn var Alli Kalli einn af foringjum unglinganna í nágrenninu. Þegar ég komst á unglingsárin var hann einn þeirra ungu manna sem voru okkur fyrirmynd í íþróttum. Hann var fjölhæfur og fimur íþróttamaður, stundaði íþróttir alla tíð og tók mik- inn þátt í því félagsstarfi sem íþrótt- um fylgir. Þegar Alli Kalli tók sig upp með fjölskyldu sína frá Ísafirði og settist að í Njarðvík beið hann ekki boðanna ALBERT KARL SANDERS ✝ Albert KarlSanders fæddist á Ísafirði 20. mars 1929. Hann varð bráðkvaddur 3. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Ytri-Njarðvíkur- kirkju 11. apríl. með þátttöku í starfi Sjálfstæðisflokksins þar í bæ. Alla tíð síðan var hann mjög virkur þátttakandi í starfi flokksins í Njarðvík, á Suðurnesjum og í Reykjaneskjördæmi og tók mikinn og góðan þátt í hinni almennu stjórnmálaumræðu. Hann gegndi fjölmörg- um trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokk- inn og bæjarfélag sitt. Bæjarstjóri var hann í Njarðvík þrjú kjör- tímabil samfleytt, og gegndi því með þeim hætti að honum var mikill sómi að og bænum til framfara. Við Alli Kalli áttum samleið í bæj- armálum í Keflavík og Njarðvík. Á þeim tíma hófu sveitarstjórnir á Suð- urnesjum samstarf um ýmis sameig- inleg verkefni og hagsmuni. Bestu dæmi þess í dag eru Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum, Sorpeyðingarstöð Suðurnesja og síðast en ekki síst Hitaveita Suðurnesja hf. Við áttum einnig samleið í kjördæmisráði Sjálf- stæðisflokksins í Reykjaneskjör- dæmi og um hríð í stjórn þess. Sam- starfið við Alla Kalla var ávallt gott enda maðurinn allt í senn ráðagóður, fórnfús og fylginn sér til framgangs þeim málum sem hann vildi sjá verða að veruleika. Alli Kalli var ævinlega trúr Sjálfstæðisflokknum enda hafði hann tröllatrú á hugsjónum hans og stefnu. Fyrir það viljum við muna hann og virða, sem áttum með hon- um samleið innan flokksins og í sveitarstjórnum. Að leiðarlokum þakka ég Albert Karli Sanders trúmennsku og ötult starf í þágu Sjálfstæðisflokksins, sveitarfélaganna á Suðurnesjum og Reykjaneskjördæmis. Án hans hefði okkur ekki tekist það sem orðið hef- ur. Eftirlifandi eiginkonu hans, Sig- ríði Friðbertsdóttur, börnum þeirra og fjölskyldum þeirra sendi ég sam- úðarkveðjur og bið þeim huggunar í djúpri sorg. Árni Ragnar Árnason, alþm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.