Morgunblaðið - 25.04.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.04.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigríður Helga-dóttir fæddist á Akureyri 15. febrúar 1933. Hún lést á líkn- ardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtu- daginn 17. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Helgi Skúlason, augnlæknir á Akur- eyri, f. 22. júní 1892, d. 7. nóv. 1983, og Kara Sigurðardóttir Briem húsfreyja, f. 1. apríl 1900, d. 18. okt. 1982. Bræður Sigríð- ar eru Skúli, læknir í Svíþjóð, f. 18. júní 1926, d. 2. jan. 1973, og Sig- urður, prófessor í stærðfræði við Massachusetts Institute of Techno- logy í Bandaríkjunum, f. 30. sept. 1927, kvæntur Artie Gianopulos félagsráðgjafa. Hálfsystir Sigríðar er Sigríður A. Helgadóttir bóka- vörður, f. 18. nóv. 1925, eiginmað- ur hennar var Ólafur Helgason, bankastjóri í Reykjavík, f. 2. des. 1924, d. 24. maí 1997. Sigríður giftist 28. nóv. 1959 Páli E. Sigurðssyni, meinatækni við Tilraunastöð Háskólans í meinafræði að Keldum, f. 19. des. 1925, d. 13. ágúst 1997. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður K. Páls- son, verkstjóri hjá Vegagerð rík- isins í Reykjavík, f. 13. feb. 1886, d. 6. jan. 1950, og Jórunn Jóhanna Einarsdóttir, húsfreyja, f. 22. ágúst 1894, d. 8. júlí 1966. Börn Sigríðar og Páls eru: 1) Sigurður viðskiptafræðingur, f. 10. júní 1960, maki Sigrún L. Sigurjónsdóttir fjár- málastjóri, f. 16. sept. 1974; 2) Kara, flug- freyja hjá Flugleið- um, f. 28. maí 1963, maki Valur Árnason, skrifstofustjóri í menntamálaráðu- neytinu, f. 23. júní 1966, og eiga þau tvær dætur, Ragn- hildi Ástu, f. 5. okt. 1993, og Þórdísi Köru, f. 28. nóv. 1997; 3) Sigrún, sagnfræðingur á Hugvísindastofnun Háskóla Ís- lands, f. 9. apríl 1967, maki Bragi Ólafsson rithöfundur. Börn Braga eru Hrafnhildur námsmaður, f. 16. mars 1983, Konráð, f. 16. maí 1991, og Hákon, f. 6. júní 1993. Sigríður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1952. Það ár hóf hún meinatækn- anám við Teknologisk Institut í Kaupmannahöfn og lauk þaðan prófi 1954. Hún var meinatæknir á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri 1954–1955 og aftur árið 1958, á Kleppspítala í Reykjavík 1955– 1957 og aftur 1959–1964. Þá starf- aði Sigríður sem meinatæknir við Lasarettet í Umeå í Svíþjóð 1957– 1958. Frá 1964–2003 var Sigríður meinatæknir á rannsóknastofu Borgarspítalans í Reykjavík, síðar Landspítala – háskólasjúkrahúsi. Útför Sigríðar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Tengdamóðir mín, Sigríður Helga- dóttir, kvaddi þennan heim umvafin ást og umhyggju barna sinna og tengdabarna. Hún tókst á við illvígan sjúkdóm á þann hátt sem lýsti því vel hvernig hún var. Af yfirvegun, raunsæi og í hljóði. Minningarnar lifa um fallega og einstaklega skemmtilega konu sem var gædd miklum gáfum, en um leið var hún hógvær og lítillát. Liðin eru tólf ár frá því að Kara mín kynnti okk- ur og samfylgdin hefur allan þann tíma verið sérstaklega ánægjuleg. Viðmót hennar og nærvera var þann- ig að manni leið alltaf vel í návist hennar. Hún var mikill náttúru- og listunn- andi, naut sín vel úti í náttúrunni og hafði ánægju af löngum gönguferð- um. Hún hafði mikla ánægju af því að sækja tónleika og leiksýningar. Þá var hún vel að sér og víðlesin, ávallt með bækur sér við hlið. Hjónaband hennar og tengdaföður míns, Páls Sigurðssonar, sem féll frá fyrir tæp- um sex árum, var traust og farsælt. Þau voru miklir mátar og fallegt par, nutu þess að ferðast og heimsækja framandi lönd og kynnast ólíkum menningarheimum. Hún hélt ferða- lögunum áfram eftir að Páls naut ekki lengur við, stöðugt í leit að nýjum upplifunum. Ömmuhlutverkið var tengdamóður minni hjartfólgið. Ragnhildur Ásta og Þórdís Kara sjá á eftir yndislegri ömmu sem gaf þeim óskipta athygli. Samband þeirra var náið og fallegt og öll þeirra samskipti báru augljósan vott um gagnkvæma ást og væntum- þykju. Á kveðjustund er mér efst í huga virðing og þakklæti fyrir samfylgd- ina. Megi minningarnar um yndislega konu veita okkur styrk í sorginni. Guð blessi hana og varðveiti. Valur Árnason. Þegar ég hitti Siggu í fyrsta sinn fór ekkert á milli mála að þar var á ferðinni glæsileg kona. Sú mynd af henni átti svo sannarlega eftir að styrkjast þegar ég kynntist henni betur; ekki aðeins var hún falleg að sjá heldur búin öllum þeim kostum sem maður kann helst að meta í manneskju. Ég kynntist Siggu og Palla fljót- lega eftir að við Sigrún, yngri dóttir þeirra, fórum að vera saman árið 1997. Því miður hittumst við Palli ekki oft; hann var dáinn um það bil hálfu ári eftir að ég tengdist fjölskyldunni. Síðasta skiptið sem ég hitti þau hjónin saman var þegar við Sigrún vorum að búa okkur undir að flytja inn í fyrstu íbúðina okkar. Ég man að mér fannst þau ansi flott hjón, alltaf fallega og smekklega klædd jafnvel þótt Siggu þætti appelsínuguli sumarjakkinn sem Palli var klæddur þennan dag vera heldur sérviskulegur! Mér þótti hann samt smart – þetta var virkilega elegant jakki þrátt fyrir óvenjulegan litinn – og auðvitað klæddi svona jakki bara sterkan persónuleika. Þeg- ar þau kvöddu tók Palli þétt í höndina á mér, svo þétt og innilega að ég ímyndaði mér eftir á að handtakið hefði verið eins konar staðfesting á því að við ættum eftir að verða góðir vinir, að hann væri að bjóða mig vel- kominn í fjölskylduna. Þétt og traust handtak segir yfirleitt talsvert um persónuleika fólks; það lýsir að minnsta kosti vilja til að geta treyst og vera treystandi. Og sú tilhugsun að eiga eftir að kynnast þessum manni betur þótti mér góð. En þau kynni urðu því miður ekki lengri því tveim- ur dögum eftir að hann og Sigga heimsóttu okkur í nýju íbúðina var Palli allur. Og þá fannst mér sem handtakið þétta hefði ekki bara verið tákn um vináttu og traust heldur hefði hann líka verið að kveðja mig. En jafn dapurlegt og það var, að hann skyldi fara svona snögglega og að ég skyldi ekki fá tækifæri til að kynnast honum betur, þótti mér vænt um að hafa fundið frá honum þá hlýju sem ég síðar kynntist í fari tengdamóður minnar, jafn ólík og þau hjónin voru. Yfir Siggu var einhver lágstemmd reisn; eiginleiki sem ég held að sé ekki hægt að öðlast nema með gáfum og góðu hugarfari. Hún var skörp, at- hugul og gagnrýnin en kunni þá list að láta gagnrýni sína ekki í ljósi nema þegar við átti eða þörf var á. Við þetta bættist sá góði kostur hennar að vera sjálfri sér næg og þurfa ekki að reiða sig um of á aðra. Og nú þegar Sigga hefur kvatt okkur – allt of fljótt, eins og Palli – er ekki lítils virði að eiga góðar minningar um foreldra besta vinar síns. Mér leið alltaf vel í Safamýrinni, hvort sem það var á aðfangadags- kvöldi með fjölskyldunni, í afmælum eða matarboðum, eða einfaldlega þeg- ar við litum þangað inn án þess að eitthvað ákveðið væri á dagskrá. Sigga tók alltaf sérstaklega vel á móti strákunum mínum og þeir voru farnir að kunna mjög vel við sig í Safamýr- inni, enda var það ekki bara fullorðna fólkið sem skynjaði þægilega nær- veru Siggu. Heimilið var afskaplega viðkunnanlegt, allir hlutir valdir af sérstakri smekkvísi, og það sem und- irstrikaði þá hlýju sem mætti manni þar voru öll fallegu austurlensku teppin sem þau hjónin höfðu prýtt með veggina og gólfin. Það er gott til þess að vita að þrátt fyrir fráfall Palla naut Sigga vel síð- ustu ára sinna. Hún sótti mikið af tón- leikum og leiksýningum, las töluvert og ekki síst ferðaðist hún mikið með vinkonum sínum og samstarfsfólki, og var í því sambandi ekkert alltaf að velja auðveldustu og kunnuglegustu áfangastaðina. Til dæmis fór hún til Kína og Perú; hún lagði á sig langar og brattar göngur, og ég öfundaði hana alltaf hálfpartinn af ferðalaginu upp að hinni fornu Inkaborg Macchu Picchu. Sú ganga, meðal annars, stað- festi það að Sigga var sterk og kraft- mikil kona, jafn lítið og fór fyrir henni líkamlega! Að minnsta kosti dáðist ég að henni fyrir að treysta sér í ferðir sem þessar; að vera búin þeim lífs- krafti að langa til og leggja á sig að kanna fjarlægar og framandi slóðir. Síðustu stóru tímamót í lífi Siggu voru sjötugsafmælið sem hún hélt upp á í febrúar síðastliðnum. Veislan var haldin á Hótel Holti, umhverfi sem átti sérlega vel við afmælisbarn- ið. Systkinin höfðu valið nokkrar ljós- myndir úr lífshlaupi móður sinnar og sýndu þær í veislunni með útskýring- um Sigrúnar. Ein myndin vakti sér- staka kátínu gestanna; í bakgrunni var heiðblár himinn yfir hafsröndinni, þetta var augljóslega í útlöndum, og á miðri myndinni mátti greina litla manneskju (að minnsta kosti var hún lítil í samanburði við aðra fleti mynd- arinnar) hátt yfir sjónum í einhvers konar svifdreka. Þetta var auðvitað Sigga, sextug að aldri; hún sveif þarna fyrir ofan allt annað á myndinni og sá sem hélt á myndavélinni hafði víst verið skelfingu lostinn yfir því sem hann var að festa á filmuna; það var Palli! Nákvæmlega tveimur vik- um áður en Sigga dó lét hún okkur Sigrúnu hafa áskriftarmiðann sinn að sinfóníunni, miða sem hún skiljanlega gat ekki notað sjálf. Vinkona hennar Gulla, sem fór alltaf með henni á fimmtudögum í Háskólabíó, bætti svo við sínum miða til að við kæmumst bæði, ég og Sigrún, því það var upp- selt þetta kvöld. Enda var prógramm- ið ekki mjög hversdagslegt: banda- ríski fiðluleikarinn Joshua Bell lék hinn mikilfenglega fiðlukonsert Brahms – tónverk sem ég veit að Sigga hafði mikið dálæti á – og það er kannski táknrænt að á efnisskránni sama kvöld var einnig fimmta sinfónía Beethovens. Á þessum tímapunkti var orðið nokkuð ljóst að örlög Siggu voru ráðin; við vissum – líklega jafn vel og hún sjálf – að hún átti ekki langt eftir, að sá tími sem henni var gefinn var brátt á enda. Og ég held að í huga mínum eigi fimmta sinfónían alltaf eftir að tengjast tengdamóður minni; þarna í Háskólabíói sátum við Sigrún í sætum mömmu hennar og vinkonu, að hlusta á tónlist sem Sigga hefði með réttu átt að vera að njóta, hefði hún bara verið svolítið hraust- ari; stórbrotna og fallega tónlist sem auðvelt er að láta vekja upp í sér þær tilfinningar sem fylgja ástvinamissi. Ég held að óhætt sé að segja að Sigga hafi nýtt vel sín sjötíu ár. Og virkilega notið þess sem heimurinn hafði upp á bjóða. Enda gaf hún til baka heilmikið af sjálfri sér, hún var örlát kona og þess vegna vinsæl og vinmörg. Ég tel mig vera afskaplega heppinn mann að hafa kynnst henni; ég á alltaf eftir að sjá hana fyrir mér taka á móti okkur Sigrúnu í Safamýr- inni, brosandi, svolítið veikbyggð að sjá en samt sterk og stæðileg. Um- fram allt fannst mér þægilegt að vera nálægt henni. Ég minnist tengdamóður minnar með söknuði en líka gleði yfir því að hún átti góða ævi, umvafin ást og hlýju frá sínu fólki. Og ég veit að það hefur verið vel tekið á móti henni þar sem hún er stödd núna. Takk fyrir góð kynni, Sigga. Bragi Ólafsson. Elsku amma. Við kveðjum þig með söknuði og þökkum fyrir allar skemmtilegu stundirnar sem við áttum með þér. Þú varst svo góð amma, það var svo gott að vera hjá þér og þú gafst okkur allt- af góðan tíma. Við munum geyma minninguna um þig í hjarta okkar og biðja góðan Guð að geyma þig. Ástarkveðjur, Ragnhildur Ásta og Þórdís Kara Valsdætur. Sigga var mágkona mín í 46 ár. Við hittumst fyrst þegar Sigurður og ég lentum í Reykjavík í ferð frá New York 1957. Ég var þreytt og sjúskuð eftir 14 tíma flug, sokkalaus og klædd í léttan amerískan sumargalla, gjör- samlega ókunnug sumarveðri á Ís- landi. Þarna var Sigga mætt á flug- vellinum, glæsileg í notalegri ullarkápu, með Tryggva, hvatlegum móðurbróður sínum. Hún var falleg og sjarmerandi, fremur fámál, en mjög spennt að hitta spánnýja mág- konu sína. Ég tók eftir að hún var fremur hikandi við að tala ensku í við- urvist bróður síns. En ég sá síðar eftir margar ferðir til Íslands að hún talaði enskuna prýðilega, og alltaf var hún jafn gestrisin, hjálpsöm og áhugasöm um mína fjölskyldu. Ég hef heyrt margt um ýmsa hæfi- leika hennar. Í músík hafði hún ekki aðeins fullkomna tónheyrn, heldur gat hún þekkt og aðskilið hvern tón þegar tíu nótur voru samtímis slegnar á píanó af handahófi. Þótt hún gerði tónlist ekki að starfi hélt hún sínum áhuga í þá átt og gamla Oluf Peder- sen-píanóið frá Akureyri var alltaf í stofu þeirra Páls í Safamýrinni, þótt hún spilaði ekki lengur. Í námi sínu í MA skaraði hún m.a. fram úr í stærð- fræði, engu síður en bróðir hennar. En hún stefndi í aðra átt, menntaði sig í Kaupmannahöfn sem meina- tæknir og starfaði í fjöldamörg ár við Borgarspítalann. Hún var foreldrum sínum dásam- leg dóttir, full umhyggju. Það getur ekki hafa verið auðvelt þegar aldur- inn færðist yfir þau vegna þess að hún þurfti einnig að sinna starfi, eigin- manni og þremur börnum, en það fórst henni vel úr hendi. Hennar eigin börn létu sér jafn annt um velferð hennar og bjuggu henni þægilegt og hlýlegt umhverfi í baráttu hennar við ólæknandi sjúkdóm síðasta árið. Börnin hennar þrjú sýndu henni ást og umhyggju og af því gat hún verið stolt. Það var henni mikið ánægjuefni að náin vináttutengsl hafa þróast meðal barna okkar, þrátt fyrir að haf liggi á milli. Þar fyrir utan sýndi Sigga okk- ur tryggð sína og kjark að koma hing- að vestur í haust í afmæli bróður síns, þrátt fyrir þungbær veikindi. Sigurð- ur fór með hana í sérstakan Fiðrilda- garð (Butterfly Park) fyrir norðan Boston og festi á mynd þegar stóreflis fiðrildi lenti í hárinu á henni og sat sem fastast. Sigga, ég kveð þig með söknuði og þakklæti fyrir að gera Ísland að svo fögru landi heim að sækja. Artie Gianopulos Helgason, Boston, Massachusetts. Hjá okkur systkinunum var Sigríð- ur Helgadóttir ævinlega kölluð Sigga hans Palla en mamma kallaði hana eðlilega Siggu mágkonu. Sigga hans Palla frænda kom skyndilega inn í stórfjölskylduna fannst mér ungum dreng en ekki með neinum látum heldur þessari ágætu hægð. Allt í einu var Palli frændi kvæntur henni Siggu og það var eins og hún hefði alltaf ver- ið hluti af fjölskyldunni. Og strax hændist maður að þessari lítillátu, hæggerðu, glæsilegu konu sem alltaf kom svo miklu í verk og stjórnaði heimilinu sínu auk þess að vinna við sitt fag. En lét alltaf eins og það væri ekkert mál. Í afmælunum hans Palla galdraði hún fram þvílíkar krásir að það verð- ur ævinlega í minnum haft. Og aldrei var látið í það skína að það hefði kost- að einhverja vinnu. Þetta gerði sig bara. Hún var sögð utan við sig. Sagan af því þegar hún var að kenna Sigga syni sínum að passa sig á heitri eldavél- arhellu og sagði uss uss, má ekki og hélt hendinni fyrir ofan heita plötuna og lagði svo lófann á hana með viðeig- andi afleiðingum. Þetta kemur ekki heim og saman við konuna sem var svo glæsileg heim að sækja og gerði hlutina á svo ein- faldan máta. Þótt margar minningar um Siggu séu bundnar við afmælin hans Palla þá hélt Sigga glæsilegustu afmælis- veisluna þegar hún varð sjötug fyrir nokkrum vikum. Fárveik stóð hún teinrétt í sinni síðustu og glæsileg- ustu afmælisveislu. Þegar ég kveð Siggu hans Palla þá sakna ég þess að hafa ekki kynnst henni betur því ég veit að hún hafði að geyma góðan dreng. Ég færi börnum Siggu hans Palla, tengdabörnum og barnabörnum sam- úðarkveðjur frá mér og fjölskyldu minni. Eiríkur Brynjólfsson. Skalk þó glaðr með góðan vilja ok óhryggr heljar bíða (Egill Skallagrímsson.) má lesa á minnisvarða sem stendur við Menntaskólann á Akureyri og reistur var til minningar um einn læriföður okkar. Hrífandi fagurt og tregafullt. Við eru stödd á Akureyri, anno domini 2002, 50 ára júbílantar, stúdentar MA árið ’52. Hópurinn er enn stór, hefur elst ótrúlega vel, það eru fagnaðarfundir og menn eru glað- ir og reifir. En það vantaði Siggu. Hún hafði í lengstu lög vonast til að komast norður og við biðum eftir að taka á móti henni á flugvellinum. Á síðustu stundu tóku örlaganornirnar í taumana, hún var lögð inn á sjúkra- hús. Eigi má sköpum renna. Siggu var ekki fisjað saman, hún lét ekki bugast. Þegar okkur, vinum hennar, fannst öll sund vera lokuð óx henni ásmegin. Hún hélt í víking, fór norður í land til þess að taka þátt í Steindórshátíð í minningu Steindórs Steindórssonar, skólameistara, í júlí í fyrra. Hún flaug vestur um haf til að heimsækja Sigga bróður sinn í Bost- on. Hún var ákveðin í að njóta lífsins á meðan kraftar leyfðu. Og það gerði hún. Kallið kom á skírdag réttu ári eftir að hún hafði greinst með sjúk- dóminn íllvíga. Vinátta okkar Siggu spannar ekki aðeins hálfa öld heldur nær hún miklu lengra aftur í tímann. Það er eins og hún hafi alltaf verið þarna. Við lékum okkur saman, lásum stundum saman, sátum saman í skóla öll barna- og menntaskólaárin, upplifðum stórt og smátt saman eins og skjalfest hefur verið í dagbókum frá þessum árum. Minningarnar frá æskuárunum á Ak- ureyri eru eins og greyptar í fagurt landslagið. Upplýst skautasvell á Pollinum, þvílík dýrð, og við krakk- arnir fengum að vera á skautum fram eftir öllu eins og okkur lysti. Við kepptum á skíðum í Hlíðarfjalli. Það var aukaatriði á þessum árum hvort menn höfðu kunnáttuna til þess eða ekki, þeir gerðu bara sitt besta og treystu á guð og lukkuna. Á sumrin fórum við í útilegur í Valhöll í Vaðla- heiðinni handan fjarðarins eða í Vaglaskóg. Sigga gekk í skátahreyf- inguna á þessum árum og tók þar út sinn félagslega þroska. Andi skólanna sveif yfir vötnunum á Syðri-Brekkunni þar sem við ól- umst upp. Okkar fyrsta hlutdeild í menningunni var að fá að vera með í leikjum menntskælinga á mennta- skólatúninu eða komast inn á íþrótta- leiki og sýningar í „Fjósinu“. Ekki stóð neitt annað til en að ganga menntaveginn. Það var sjálfsagt framhald að loknu fullnaðarprófi í barnaskólanum þar sem Sigga varð dúxinn. Við tókum inntökupróf í MA vorið 1946. Prófað var skriflega og munnlega í hefðbundnum greinum m.a. í landafræði. Í dagbókinni stend- ur skrifað: Sigga kom upp í Austfjörð- um og þuldi. Hún var semidúx á inn- tökuprófinu. Hún hélt alltaf þessum efstu sætum alla sína skólatíð. Þetta voru hennar sæti og hún fór undur létt með það. Sigurður skólameistari hélt tölu á Sal og sagði að þessi hópur sem nú kæmi í skólann væri betri en nokkru sinni fyrr, prófin endurspegl- uðu það og væru með bestu inntöku- prófum sem tekin hefðu verið. Hann var ánægður með okkur. Þannig hófst skólagangan í MA og fram undan voru sex frábær og við- burðarík ár. Menntaskólinn á Akur- eyri hefur alltaf verið ríki í ríkinu, SIGRÍÐUR HELGADÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.