Morgunblaðið - 25.04.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.04.2003, Blaðsíða 46
ÍÞRÓTTIR 46 FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT Haukar – KA 33:27 Ásvellir, Hafnarfirði, undanúrslit 1. deildar karla, Esso-deildar, fyrsti leikur, fimmtu- daginn 24. apríl 2003. Gangur leiksins: 2:0, 2:2, 4:4, 6:4, 6:7, 9:9, 10:12, 11:14, 13:15, 13:16, 19:16, 21:18, 24:18, 28:22, 28:25, 31:25, 33:27. Mörk Hauka: Þorkell Magnússon 8, Hall- dór Ingólfsson 8/3, Robertas Pauzuolis 5, Aron Kristjánsson 3, Jón Karl Björnsson 3/3, Ásgeir Örn Hallgrímsson 3, Andri Stef- an 1, Þórir Ólafsson 1, Vignir Svavarsson 1. Utan vallar: 20 mínútur (Aron Kristjáns- son rautt spjald vegna þriggja brottvísana þegar 8 mínútur voru til leiksloka.) Mörk KA: Arnór Atlason 5/2, Andrius Stelmokas 4, Jónatan Magnússon 4, Bald- vin Þorsteinsson 4/1, Einar Logi Friðjóns- son 4, Hilmar Stefánsson 3, Þorvaldur Þor- valdsson 2, Ingólfur Axelsson 1. Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Anton Pálsson og Hlynur Leifs- son, prýðilegir. Áhorfendur: Um 1.200.  Haukar eru yfir, 1:0. Valur – ÍR 31:34 Hlíðarendi, Reykjavík: Gangur leiksins: 1:0, 1:3, 3:5, 5:8, 8:12, 10:12, 10:13, 12:13, 13:14, 13:17, 15:19, 19:23, 22:23, 24:25, 26:25, 26:28, 28:28, 28:29, 29:29, 29:32, 30:32, 30:34, 31:34. Mörk Vals: Snorri Steinn Guðjónsson 11/2, Markús Máni Michaelsson 6/2, Freyr Brynjarsson 4, Hjalti Pálmason 4, Ásbjörn Stefánsson 2, Ragnar Ægisson 2, Hjalti Gylfason 1, Sigurður Eggertsson 1. Utan vallar: 4 mínútur, þaraf fékk Ásbjörn Stefánsson rautt spjald fyrir brot á Ólafi Sigurjónssyni á 57. mínútu. Mörk ÍR: Einar Hólmgeirsson 9, Bjarni Fritzson 6, Guðlaugur Hauksson 6/2, Ólaf- ur Sigurjónsson 5, Ingimundur Ingimund- arson 3, Fannar Þorbjörnsson 2, Kristinn Björgúlfsson 1, Ragnar Helgason 1, Sturla Ásgeirsson 1. Utan vallar: 12 mínútur. Dómarar: Gunnar Viðarsson og Stefán Arnaldsson. Áhorfendur: 600.  ÍR er yfir, 1:0. KNATTSPYRNA Deildabikar karla EFRI DEILD, A-riðill: Stjarnan - KR ........................................... 0:2 - Garðar Jóhannsson 75., Sigurður Ragnar Eyjólfsson 90. Fram - ÍA .................................................. 1:4 Ágúst Gylfason 84. (víti) - Guðjón Sveins- son 21., 33., Garðar Gunnlaugsson 48., Hjálmur Dór Hjálmsson 82. Keflavík - Þór........................................... 4:2 Magnús S. Þorsteinsson 2, Hörður Sveins- son, Stefán Gíslason - Jóhann Þórhallsson, Orri Hjaltalín. Afturelding - KA...................................... 0:3 - Hreinn Hringsson 2, Steinn Viðar Gunn- arsson. Lokastaðan: Keflavík 7 6 0 1 23:9 18 ÍA 7 4 1 2 15:6 13 Fram 7 4 1 2 16:10 13 KR 7 4 0 3 14:8 12 Þór 7 4 0 3 16:15 12 Afturelding 7 2 0 5 6:23 6 KA 7 1 1 5 7:15 4 Stjarnan 7 1 1 5 10:21 4  Keflavík, ÍA, Fram og KR í 8-liða úrslit. EFRI DEILD, B-riðill: FH - Haukar ............................................. 2:1 Jón Þorgrímur Stefánsson, Guðmundur Sævarsson - Guðmundur Magnússon. Þróttur R. - ÍBV ....................................... 2:0 Sören Hermansen 2 (1 víti). Grindavík - Valur .................................... 2:4 Ray Anthony Jónsson, sjálfsmark - Ólafur Ingason 2, Arnór Gunnarsson, Jóhann Hreiðarsson. Víkingur R. - Fylkir................................. 0:4 - Gunnar Þór Pétursson 30., sjálfsmark 36., Björn Viðar Ásbjörnsson 61., 64. Lokastaðan: Þróttur R. 7 4 1 2 23:15 13 Grindavík 7 4 1 2 16:8 13 ÍBV 7 4 0 3 14:6 12 Fylkir 7 3 3 1 11:7 12 Víkingur R. 7 3 1 3 10:14 10 Valur 7 3 0 4 11:12 9 Haukar 7 2 1 4 10:20 7 FH 7 1 1 5 8:21 4  Þróttur R., Grindavík, ÍBV og Fylkir í 8- liða úrslit. Deildabikar kvenna Efri deild: KR - Breiðablik ........................................ 3:3 Ásthildur Helgadóttir 7., 42., 56. - Elín Anna Steinarsdóttir 9., Vilfríður Sæþórs- dóttir 14., Anna Þorsteinsdóttir 81. UEFA-bikarinn Undanúrslit, síðari leikir: Lazio - Porto............................................. 0:0 Rautt spjald: Cesar (Lazio) 45., Postiga (Porto) 45.  Porto í úrslit, 4:1 samanlagt. Boavista - Celtic ....................................... 0:1 Henrik Larsson 78.  Celtic í úrslit, 2:1 samanlagt. Danmörk Farum - AGF ............................................ 2:0 Vináttulandsleikur U19 Skotland - Ísland ...................................... 3:3 Breytingin sem Viggó Sigurðssonþjálfari Hauka gerði á vörn sinna manna í síðari hálfleik var lyk- illinn að því að Hauk- arnir náðu að snúa leiknum sér í vil. Eft- ir fyrri hálfleikinn þar sem KA-menn voru sterkari mat Viggó stöðuna á þann hátt að hann ákvað að láta sína menn fara í 6:0-vörn og óhætt er að segja að þessi breyting hafi svínvirk- að hjá Haukamönnum. Eftir að KA- menn skoruðu fyrsta markið í síðari hálfleik skoruðu Haukar sex mörk í röð og á meðan allt hrökk í baklás hjá norðanmönnum, sem misnotuðu átta sóknir í röð, léku Haukar við hvern sinn fingur. Þeir náðu stór- skotlegum leikkafla, nýttu 11 sóknir í röð, og segja má að á fyrstu 12 mín- útunum í síðari hálfleik hafi þeir lagt grunn að sigri sínum. ,,Við vorum búnir að spila 6:0-vörn á móti þeim í báðum deildarleikjun- um en ég ákvað að halda mig við framliggjandi vörnina sem virkaði svo vel á móti Fram. Hún virkaði hins vegar alls ekki í kvöld og við réðum ekkert við Stelmokas. Það var því ekki um annað að gera en að fara aftur í 6:0-vörnina í seinni hálfleikn- um og þá má segja að hlutirnir hafi farið að ganga hjá okkur. KA-menn- irnir áttu ekkert svar við henni og um leið og vörnin lokaðist efldist sjálfstraustið hjá okkur og sóknar- leikurinn varð allt annar. Við ætlum okkur alla leið og þessi sigur var eitt skref í þá átt,“ sagði Viggó Sigurðs- son, þjálfari Hauka, við Morgunblað- ið eftir leikinn. KA-menn virkuðu taugaspenntir enda uppistaðan í þeirra liði ungir leikmenn sem ekki hafa oft staðið í þessum sporum. En meistaraliðið að norðan var ekki lengi að hrista úr sér hrollinn. Smátt og smátt náðu þeir undirtökunum í leiknum og vel hreyfanleg vörn þeirra náði að brjóta niður sóknarleik Haukanna og hinum megin gerði Andrius Stelmokas hvað eftir annað usla í vörn Haukaliðsins. Haukarnir réðu lítið við Litháann sterka og mótlætið virtist fara í taugarnar á leikmönn- um Hauka. Aron Kristjánsson fékk að bíta úr nálinni með það en eftir sí- endurtekin mótmæli við dómarana fékk hann fjögurra mínútna kælingu sem hefði getað reynst Haukaliðinu dýrkeypt en KA-menn nýttu liðs- muninn illa sem og í öllum leiknum. KA-menn sigu frammúr undir lok fyrri hálfleiksins og þegar liðin gengu til búningsherbergja voru þeir fjölmörgu áhorfendur sem lögðu leið sína á Ásvelli farnir að búa sig undir spennandi síðari hálfleik. En Haukarnir tóku sig heldur bet- ur saman í andlitinu í síðari hálfleik og eins og áður segir var það vörn þeirra sem gerði gæfumuninn. Haukarnir náðu að loka á Stelmokas og við það var eins og allur vindur færi úr KA-liðinu. Ótímabær skot, óagaður sóknar- leikur ásamt slakri vörn var ein- kennandi fyrir KA-liðið í síðari hálf- leik en Haukarnir sýndu takta sem þeir eru þekktir fyrir. Sterk vörn, sem skapaði hraðaupphlaup, bein- skeyttur sóknarleikur og afar sterk liðsheild voru vopn Haukanna sem reyndust KA-mönnum um megn og löngu áður en leiktíminn var úti var ljóst hvorum megin sigurinn lenti. ,,Við hreinlega bara gáfum þeim sigurinn á 10 mínútna kafla í síðari hálfleik. Við ætluðum að nota þessar fyrstu 10 mínútur til að yfirbuga þá en það fór á hinn veginn. Það sigldi allt í strand hjá okkur gegn 6:0-vörn þeirra. Við gerðumst afar óskynsam- ir og lukum sóknunum allt of snemma en það var hlutur sem við ætluðum okkur alls ekki að gera. En við erum ungir og örugglega pínulít- ið vitlausir og lærum af þessu og ég lofa því að við mætum aftur hingað á Ásvelli í næstu viku,“ sagði Jónatan Magnússon, fyrirliði KA, við Morg- unblaðið eftir leikinn. Þorkell Magnússon og Halldór Ingólfsson stóðu upp úr í liði Hauka sem var kaflaskipt. Liðið var ekki ýkja sannfærandi í fyrri hálfleik en í þeim síðari sýndi það styrk sinn til muna og þegar sá er gállinn á Hafn- arfjarðarliðinu er það illviðráðan- legt. KA-liðið lék vel í fyrri hálfleik þar sem Einar Logi Friðjónsson, Arnór Atlason og síðast ekki síst Andrius Stelmokas fóru fremstir í flokki en síðari hálfleiknum vilja norðanmenn örugglega gleyma sem fyrst. Þeir sofnuðu á verðinum og gerðu sig seka um aragrúa mistaka sem Hauk- arnir voru fljótir að refsa þeim fyrir. Morgunblaðið/Sverrir Aron Kristjánsson reynir skot að marki KA-manna en Arnór Atlason er til varnar. Haukar tóku völdin eftir hlé DEILDARMEISTARAR Hauka tóku forystuna í einvíginu við Íslands- meistara KA í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik á Ásvöllum í gærkvöld. KA-menn voru sterkari í fyrri hálfleik en í síð- ari hálfleik tóku Haukarnir öll völd á vellinum og unnu öruggan sex marka sigur, 33:27, og fara því með gott veganesti til Akureyrar á sunnudaginn þegar liðin eigast við öðru sinni. Guðmundur Hilmarsson skrifar                               ! "!     #                    DAVID Beckham bað umboðs- mann sinn að hjálpa sér burt frá Manchester United eftir leikinn gegn Real Madrid í fyrrakvöld, sam- kvæmt enskum fjölmiðlum í gær.  BJÖRN Margeirsson, úr Breiða- bliki, kom fyrstur í mark í karla- flokki í 88. víðavangshlaupi ÍR sem þreytt var í gær. Björn hljóp kíló- metrana fimm á 15,43 mínútum, en í öðru sæti í hlaupinu varð Burkni Helgason ÍR á 15,49. Þriðji varð Ólafur Th. Árnason, skíðagöngu- maður á Ísafirði, sem keppir fyrir HSV, á 16,05 mínútum. Þetta er í fyrsta sinn sem Björn vinnur hlaupið en bróðir hans Sveinn hefur unnið það undanfarin ár.  MARTHA Ernstsdóttir, úr ÍR, vann í kvennaflokki. Martha hljóp á 16,59 mínútum, en ÍR-ingar áttu þrjá fyrstu keppendurna í kvenna- flokki. Önnur varð Gerður Rún Guð- laugsdóttir á 17,42 mínútum og þriðja Fríða Rún Þórðardóttir á 18:23 mín. ÍR-ingar unnu einnig í sveitakeppni karla og kvenna.  DETROIT jafnaði metin gegn Or- lando, 1:1, í einvígi liðanna í úrslita- keppni Austurdeildar NBA í fyrri- nótt með því að sigra, 89:77. Tracy McGrady skoraði 46 af stigum Or- lando en það dugði ekki til. Richard Hamilton gerði 30 stig fyrir Detroit.  PHILADELPHIA komst í 2:0 gegn New Orleans með öðrum sigri á heimavelli, 90:85. Allen Iverson skoraði 29 stig fyrir Philadelphia og David Wesley 24 fyrir New Orleans.  DALLAS Mavericks náði sömu- leiðis 2:0 forskoti gegn Portland Trail Blazers í Vesturdeildinni með heimasigri, 103:99. Steve Nash gerði 28 stig fyrir Dallas og Bonzi Wells 45 stig fyrir Portland.  ÁSTHILDUR Helgadóttir skoraði öll þrjú mörk KR sem gerði jafntefli, 3:3, við Breiðablik í deildabikar kvenna í knattspyrnu í gærkvöld. FÓLK GUÐMUNDUR Steinarsson, knattspyrnumaður úr Kefla- vík, gekk í gær frá samkomu- lagi við úrvalsdeildarlið Fram um að leika með því út þetta tímabil. Guðmundur er 23 ára og hefur verið helsti marka- skorari Keflvíkinga síðustu ár en hann hefur skorað fyrir þá 28 mörk í 82 leikjum í efstu deild. Guðmundur hefur dval- ið í Danmörku í vetur og und- anfarnar vikur hefur hann leikið þar með Brönshöj í 1. deildinni og gerði þar 3 mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum. Hann er væntanlegur til Framara í næstu viku en þeir hafa að undanförnu leitað að sóknarmanni fyrir sumarið. Guðmund- ur til Fram Birkir Ívar Guðmundsson, Haukum, 9/1 (þar af 4/1 aftur til mótherja), 4 (2) lang- skot, 1 (1) hraðaupphlaup, 1 horn, 2 lína, 1 (1) vítakast. Bjarni Frostason, Haukum, 6 (þar af 5 aft- ur til mótherja), 1 (1) langskot, 1 (1) gegn- umbrot, 1 (1) horn, 3 (2) lína. Egidijus Petkevicius, KA, 11 (þar af 4 aftur til mótherja), 2 (1) langskot, 3 (1) hraðaupp- hlaup, 6 (2) lína. Hans Hreinsson, KA, 5/2 (þar af 3 aftur til mótherja), 1 (1) hraðaupphlaup, 2 (2) horn, 2 vítaköst. Roland Eradze, Val, 17/3 (þar af 6/1 aftur til mótherja), 9 (3) langskot, 1 úr hraðaupp- hlaupum, 1 úr horni, 3 (2) eftir gegnum- brot, 3 (1) úr vítakasti. Hallgrímur Jónasson, ÍR, 22/1 (þar af 9 aft- ur til mótherja), 7 (2) langskot, 2 af línu, 2 (2) úr hraðaupphlaupum, 7 (3) úr horni, 3 (2) eftir gegnumbrot, 1 úr vítakasti. Þannig vörðu þeir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.