Morgunblaðið - 25.04.2003, Síða 46

Morgunblaðið - 25.04.2003, Síða 46
ÍÞRÓTTIR 46 FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT Haukar – KA 33:27 Ásvellir, Hafnarfirði, undanúrslit 1. deildar karla, Esso-deildar, fyrsti leikur, fimmtu- daginn 24. apríl 2003. Gangur leiksins: 2:0, 2:2, 4:4, 6:4, 6:7, 9:9, 10:12, 11:14, 13:15, 13:16, 19:16, 21:18, 24:18, 28:22, 28:25, 31:25, 33:27. Mörk Hauka: Þorkell Magnússon 8, Hall- dór Ingólfsson 8/3, Robertas Pauzuolis 5, Aron Kristjánsson 3, Jón Karl Björnsson 3/3, Ásgeir Örn Hallgrímsson 3, Andri Stef- an 1, Þórir Ólafsson 1, Vignir Svavarsson 1. Utan vallar: 20 mínútur (Aron Kristjáns- son rautt spjald vegna þriggja brottvísana þegar 8 mínútur voru til leiksloka.) Mörk KA: Arnór Atlason 5/2, Andrius Stelmokas 4, Jónatan Magnússon 4, Bald- vin Þorsteinsson 4/1, Einar Logi Friðjóns- son 4, Hilmar Stefánsson 3, Þorvaldur Þor- valdsson 2, Ingólfur Axelsson 1. Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Anton Pálsson og Hlynur Leifs- son, prýðilegir. Áhorfendur: Um 1.200.  Haukar eru yfir, 1:0. Valur – ÍR 31:34 Hlíðarendi, Reykjavík: Gangur leiksins: 1:0, 1:3, 3:5, 5:8, 8:12, 10:12, 10:13, 12:13, 13:14, 13:17, 15:19, 19:23, 22:23, 24:25, 26:25, 26:28, 28:28, 28:29, 29:29, 29:32, 30:32, 30:34, 31:34. Mörk Vals: Snorri Steinn Guðjónsson 11/2, Markús Máni Michaelsson 6/2, Freyr Brynjarsson 4, Hjalti Pálmason 4, Ásbjörn Stefánsson 2, Ragnar Ægisson 2, Hjalti Gylfason 1, Sigurður Eggertsson 1. Utan vallar: 4 mínútur, þaraf fékk Ásbjörn Stefánsson rautt spjald fyrir brot á Ólafi Sigurjónssyni á 57. mínútu. Mörk ÍR: Einar Hólmgeirsson 9, Bjarni Fritzson 6, Guðlaugur Hauksson 6/2, Ólaf- ur Sigurjónsson 5, Ingimundur Ingimund- arson 3, Fannar Þorbjörnsson 2, Kristinn Björgúlfsson 1, Ragnar Helgason 1, Sturla Ásgeirsson 1. Utan vallar: 12 mínútur. Dómarar: Gunnar Viðarsson og Stefán Arnaldsson. Áhorfendur: 600.  ÍR er yfir, 1:0. KNATTSPYRNA Deildabikar karla EFRI DEILD, A-riðill: Stjarnan - KR ........................................... 0:2 - Garðar Jóhannsson 75., Sigurður Ragnar Eyjólfsson 90. Fram - ÍA .................................................. 1:4 Ágúst Gylfason 84. (víti) - Guðjón Sveins- son 21., 33., Garðar Gunnlaugsson 48., Hjálmur Dór Hjálmsson 82. Keflavík - Þór........................................... 4:2 Magnús S. Þorsteinsson 2, Hörður Sveins- son, Stefán Gíslason - Jóhann Þórhallsson, Orri Hjaltalín. Afturelding - KA...................................... 0:3 - Hreinn Hringsson 2, Steinn Viðar Gunn- arsson. Lokastaðan: Keflavík 7 6 0 1 23:9 18 ÍA 7 4 1 2 15:6 13 Fram 7 4 1 2 16:10 13 KR 7 4 0 3 14:8 12 Þór 7 4 0 3 16:15 12 Afturelding 7 2 0 5 6:23 6 KA 7 1 1 5 7:15 4 Stjarnan 7 1 1 5 10:21 4  Keflavík, ÍA, Fram og KR í 8-liða úrslit. EFRI DEILD, B-riðill: FH - Haukar ............................................. 2:1 Jón Þorgrímur Stefánsson, Guðmundur Sævarsson - Guðmundur Magnússon. Þróttur R. - ÍBV ....................................... 2:0 Sören Hermansen 2 (1 víti). Grindavík - Valur .................................... 2:4 Ray Anthony Jónsson, sjálfsmark - Ólafur Ingason 2, Arnór Gunnarsson, Jóhann Hreiðarsson. Víkingur R. - Fylkir................................. 0:4 - Gunnar Þór Pétursson 30., sjálfsmark 36., Björn Viðar Ásbjörnsson 61., 64. Lokastaðan: Þróttur R. 7 4 1 2 23:15 13 Grindavík 7 4 1 2 16:8 13 ÍBV 7 4 0 3 14:6 12 Fylkir 7 3 3 1 11:7 12 Víkingur R. 7 3 1 3 10:14 10 Valur 7 3 0 4 11:12 9 Haukar 7 2 1 4 10:20 7 FH 7 1 1 5 8:21 4  Þróttur R., Grindavík, ÍBV og Fylkir í 8- liða úrslit. Deildabikar kvenna Efri deild: KR - Breiðablik ........................................ 3:3 Ásthildur Helgadóttir 7., 42., 56. - Elín Anna Steinarsdóttir 9., Vilfríður Sæþórs- dóttir 14., Anna Þorsteinsdóttir 81. UEFA-bikarinn Undanúrslit, síðari leikir: Lazio - Porto............................................. 0:0 Rautt spjald: Cesar (Lazio) 45., Postiga (Porto) 45.  Porto í úrslit, 4:1 samanlagt. Boavista - Celtic ....................................... 0:1 Henrik Larsson 78.  Celtic í úrslit, 2:1 samanlagt. Danmörk Farum - AGF ............................................ 2:0 Vináttulandsleikur U19 Skotland - Ísland ...................................... 3:3 Breytingin sem Viggó Sigurðssonþjálfari Hauka gerði á vörn sinna manna í síðari hálfleik var lyk- illinn að því að Hauk- arnir náðu að snúa leiknum sér í vil. Eft- ir fyrri hálfleikinn þar sem KA-menn voru sterkari mat Viggó stöðuna á þann hátt að hann ákvað að láta sína menn fara í 6:0-vörn og óhætt er að segja að þessi breyting hafi svínvirk- að hjá Haukamönnum. Eftir að KA- menn skoruðu fyrsta markið í síðari hálfleik skoruðu Haukar sex mörk í röð og á meðan allt hrökk í baklás hjá norðanmönnum, sem misnotuðu átta sóknir í röð, léku Haukar við hvern sinn fingur. Þeir náðu stór- skotlegum leikkafla, nýttu 11 sóknir í röð, og segja má að á fyrstu 12 mín- útunum í síðari hálfleik hafi þeir lagt grunn að sigri sínum. ,,Við vorum búnir að spila 6:0-vörn á móti þeim í báðum deildarleikjun- um en ég ákvað að halda mig við framliggjandi vörnina sem virkaði svo vel á móti Fram. Hún virkaði hins vegar alls ekki í kvöld og við réðum ekkert við Stelmokas. Það var því ekki um annað að gera en að fara aftur í 6:0-vörnina í seinni hálfleikn- um og þá má segja að hlutirnir hafi farið að ganga hjá okkur. KA-menn- irnir áttu ekkert svar við henni og um leið og vörnin lokaðist efldist sjálfstraustið hjá okkur og sóknar- leikurinn varð allt annar. Við ætlum okkur alla leið og þessi sigur var eitt skref í þá átt,“ sagði Viggó Sigurðs- son, þjálfari Hauka, við Morgunblað- ið eftir leikinn. KA-menn virkuðu taugaspenntir enda uppistaðan í þeirra liði ungir leikmenn sem ekki hafa oft staðið í þessum sporum. En meistaraliðið að norðan var ekki lengi að hrista úr sér hrollinn. Smátt og smátt náðu þeir undirtökunum í leiknum og vel hreyfanleg vörn þeirra náði að brjóta niður sóknarleik Haukanna og hinum megin gerði Andrius Stelmokas hvað eftir annað usla í vörn Haukaliðsins. Haukarnir réðu lítið við Litháann sterka og mótlætið virtist fara í taugarnar á leikmönn- um Hauka. Aron Kristjánsson fékk að bíta úr nálinni með það en eftir sí- endurtekin mótmæli við dómarana fékk hann fjögurra mínútna kælingu sem hefði getað reynst Haukaliðinu dýrkeypt en KA-menn nýttu liðs- muninn illa sem og í öllum leiknum. KA-menn sigu frammúr undir lok fyrri hálfleiksins og þegar liðin gengu til búningsherbergja voru þeir fjölmörgu áhorfendur sem lögðu leið sína á Ásvelli farnir að búa sig undir spennandi síðari hálfleik. En Haukarnir tóku sig heldur bet- ur saman í andlitinu í síðari hálfleik og eins og áður segir var það vörn þeirra sem gerði gæfumuninn. Haukarnir náðu að loka á Stelmokas og við það var eins og allur vindur færi úr KA-liðinu. Ótímabær skot, óagaður sóknar- leikur ásamt slakri vörn var ein- kennandi fyrir KA-liðið í síðari hálf- leik en Haukarnir sýndu takta sem þeir eru þekktir fyrir. Sterk vörn, sem skapaði hraðaupphlaup, bein- skeyttur sóknarleikur og afar sterk liðsheild voru vopn Haukanna sem reyndust KA-mönnum um megn og löngu áður en leiktíminn var úti var ljóst hvorum megin sigurinn lenti. ,,Við hreinlega bara gáfum þeim sigurinn á 10 mínútna kafla í síðari hálfleik. Við ætluðum að nota þessar fyrstu 10 mínútur til að yfirbuga þá en það fór á hinn veginn. Það sigldi allt í strand hjá okkur gegn 6:0-vörn þeirra. Við gerðumst afar óskynsam- ir og lukum sóknunum allt of snemma en það var hlutur sem við ætluðum okkur alls ekki að gera. En við erum ungir og örugglega pínulít- ið vitlausir og lærum af þessu og ég lofa því að við mætum aftur hingað á Ásvelli í næstu viku,“ sagði Jónatan Magnússon, fyrirliði KA, við Morg- unblaðið eftir leikinn. Þorkell Magnússon og Halldór Ingólfsson stóðu upp úr í liði Hauka sem var kaflaskipt. Liðið var ekki ýkja sannfærandi í fyrri hálfleik en í þeim síðari sýndi það styrk sinn til muna og þegar sá er gállinn á Hafn- arfjarðarliðinu er það illviðráðan- legt. KA-liðið lék vel í fyrri hálfleik þar sem Einar Logi Friðjónsson, Arnór Atlason og síðast ekki síst Andrius Stelmokas fóru fremstir í flokki en síðari hálfleiknum vilja norðanmenn örugglega gleyma sem fyrst. Þeir sofnuðu á verðinum og gerðu sig seka um aragrúa mistaka sem Hauk- arnir voru fljótir að refsa þeim fyrir. Morgunblaðið/Sverrir Aron Kristjánsson reynir skot að marki KA-manna en Arnór Atlason er til varnar. Haukar tóku völdin eftir hlé DEILDARMEISTARAR Hauka tóku forystuna í einvíginu við Íslands- meistara KA í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik á Ásvöllum í gærkvöld. KA-menn voru sterkari í fyrri hálfleik en í síð- ari hálfleik tóku Haukarnir öll völd á vellinum og unnu öruggan sex marka sigur, 33:27, og fara því með gott veganesti til Akureyrar á sunnudaginn þegar liðin eigast við öðru sinni. Guðmundur Hilmarsson skrifar                               ! "!     #                    DAVID Beckham bað umboðs- mann sinn að hjálpa sér burt frá Manchester United eftir leikinn gegn Real Madrid í fyrrakvöld, sam- kvæmt enskum fjölmiðlum í gær.  BJÖRN Margeirsson, úr Breiða- bliki, kom fyrstur í mark í karla- flokki í 88. víðavangshlaupi ÍR sem þreytt var í gær. Björn hljóp kíló- metrana fimm á 15,43 mínútum, en í öðru sæti í hlaupinu varð Burkni Helgason ÍR á 15,49. Þriðji varð Ólafur Th. Árnason, skíðagöngu- maður á Ísafirði, sem keppir fyrir HSV, á 16,05 mínútum. Þetta er í fyrsta sinn sem Björn vinnur hlaupið en bróðir hans Sveinn hefur unnið það undanfarin ár.  MARTHA Ernstsdóttir, úr ÍR, vann í kvennaflokki. Martha hljóp á 16,59 mínútum, en ÍR-ingar áttu þrjá fyrstu keppendurna í kvenna- flokki. Önnur varð Gerður Rún Guð- laugsdóttir á 17,42 mínútum og þriðja Fríða Rún Þórðardóttir á 18:23 mín. ÍR-ingar unnu einnig í sveitakeppni karla og kvenna.  DETROIT jafnaði metin gegn Or- lando, 1:1, í einvígi liðanna í úrslita- keppni Austurdeildar NBA í fyrri- nótt með því að sigra, 89:77. Tracy McGrady skoraði 46 af stigum Or- lando en það dugði ekki til. Richard Hamilton gerði 30 stig fyrir Detroit.  PHILADELPHIA komst í 2:0 gegn New Orleans með öðrum sigri á heimavelli, 90:85. Allen Iverson skoraði 29 stig fyrir Philadelphia og David Wesley 24 fyrir New Orleans.  DALLAS Mavericks náði sömu- leiðis 2:0 forskoti gegn Portland Trail Blazers í Vesturdeildinni með heimasigri, 103:99. Steve Nash gerði 28 stig fyrir Dallas og Bonzi Wells 45 stig fyrir Portland.  ÁSTHILDUR Helgadóttir skoraði öll þrjú mörk KR sem gerði jafntefli, 3:3, við Breiðablik í deildabikar kvenna í knattspyrnu í gærkvöld. FÓLK GUÐMUNDUR Steinarsson, knattspyrnumaður úr Kefla- vík, gekk í gær frá samkomu- lagi við úrvalsdeildarlið Fram um að leika með því út þetta tímabil. Guðmundur er 23 ára og hefur verið helsti marka- skorari Keflvíkinga síðustu ár en hann hefur skorað fyrir þá 28 mörk í 82 leikjum í efstu deild. Guðmundur hefur dval- ið í Danmörku í vetur og und- anfarnar vikur hefur hann leikið þar með Brönshöj í 1. deildinni og gerði þar 3 mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum. Hann er væntanlegur til Framara í næstu viku en þeir hafa að undanförnu leitað að sóknarmanni fyrir sumarið. Guðmund- ur til Fram Birkir Ívar Guðmundsson, Haukum, 9/1 (þar af 4/1 aftur til mótherja), 4 (2) lang- skot, 1 (1) hraðaupphlaup, 1 horn, 2 lína, 1 (1) vítakast. Bjarni Frostason, Haukum, 6 (þar af 5 aft- ur til mótherja), 1 (1) langskot, 1 (1) gegn- umbrot, 1 (1) horn, 3 (2) lína. Egidijus Petkevicius, KA, 11 (þar af 4 aftur til mótherja), 2 (1) langskot, 3 (1) hraðaupp- hlaup, 6 (2) lína. Hans Hreinsson, KA, 5/2 (þar af 3 aftur til mótherja), 1 (1) hraðaupphlaup, 2 (2) horn, 2 vítaköst. Roland Eradze, Val, 17/3 (þar af 6/1 aftur til mótherja), 9 (3) langskot, 1 úr hraðaupp- hlaupum, 1 úr horni, 3 (2) eftir gegnum- brot, 3 (1) úr vítakasti. Hallgrímur Jónasson, ÍR, 22/1 (þar af 9 aft- ur til mótherja), 7 (2) langskot, 2 af línu, 2 (2) úr hraðaupphlaupum, 7 (3) úr horni, 3 (2) eftir gegnumbrot, 1 úr vítakasti. Þannig vörðu þeir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.