Morgunblaðið - 12.05.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.05.2003, Blaðsíða 22
KOSNINGAR 2003 22 MÁNUDAGUR 12. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NORÐURKJÖRDÆMI Framsóknarflokkurinn hlaut flest at- kvæði í Norðausturkjördæmi og betri kosningu en frambjóð- endur hans höfðu búist við. Þegar talningu lauk rétt eftir klukk- an átta í gærmorgun höfðu framsóknarmenn fengið 7.722 atkvæði eða 32,8% atkvæða og þar með fjóra menn kjörna á þing, þar af tvo nýja þingmenn. Jafnt var með Sjálfstæðis- flokknum, sem fékk 23,5% atkvæða, og Samfylkingunni, sem fékk 23,4%. Hvor flokkur um sig fékk tvo menn kjörna. Vinstri- grænir fengu 14,1% atkvæða og tvo menn kjörna, þar af einn jöfnunarþingmann. Frjálslyndi flokkurinn fékk 5,6% atkvæða og engan mann kjörinn á þing og Nýtt afl fékk 0,6% atkvæða. Nýir þingmenn kjördæmisins eru Dagný Jónsdóttir og Birkir Jón Jónsson, bæði úr Framsóknarflokknum, og er Birkir jafnframt yngsti þingmaðurinn á Alþingi. Þeir þingmenn sem ekki náðu kjöri eru Arnbjörg Sveinsdóttir og Sigríður Ingvarsdóttir, báðar úr Sjálfstæðisflokki. %) - 42.- &1 - 2. -  "# - 4%-C  6    %! '"  0,H ,0 $0 0#H #0 A*% ' (  8**( $*;* 0 /! B ;** 1( 0 /!"  %+ 1  % 2" C( #% @* D E  !  %" 4%F 1((  $ 7  1( 1(" -+ $D7 $  4    $  =  4    $  $ =  5  0.H Framsóknarflokkurinn stærstur VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðn- aðar- og við- skiptaráðherra og oddviti Framsókn- arflokksins í Norð- austurkjördæmi, segir Framsóknar- flokkinn vera í lyk- ilstöðu miðað við úrslit kosninganna. „ Ég er mjög hamingjusöm með nið- urstöðuna. Flokkurinn vann mun meira en varnarsigur með því að halda 12 þingmönnum þegar tekið er tillit til aðdragandans og stöðunnar einsog hún var bara fyrir mánuði. Mér finnst þetta vera skilaboð frá kjósendum um að þeir treysti okkur til þess að halda áfram að stjórna landinu. Við erum í lykilstöðu í sam- bandi við stjórnarmyndun og síðan verðum við bara að sjá hvernig spil- ast úr því,“ segir Valgerður. Hún segir útkomuna hjá Fram- sókn í Norðausturkjördæmi hafa ver- ið glæsilega. „Það hefur verið alveg sérstaklega góður andi í okkar starfi í Norðausturkjördæmi og við fram- sóknarmenn eigum mörgum mikið að þakka sem unnu með okkur. Við fáum þarna tvo unga þingmenn í þingflokk- inn sem er mikilvægt vegna þess að meðalaldur í þinginu hefur verið nokkuð hár miðað við þau lönd sem við berum okkur saman við. Ég held að það sé óhætt að segja að við fram- sóknarmenn leggjum okkar af mörk- um við að lækka meðalaldurinn og ég mun verða nokkuð stolt þegar ég geng inn í þingflokkinn ásamt þess- um þremur þingmönnum úr Norð- austurkjördæmi,“ segir Valgerður. Valgerður Sverrisdóttir Framsókn í lykilstöðu KRISTJÁN Möll- er oddviti Sam- fylkingar í Norð- austur kjördæmi segist tiltölulega sáttur við útkomu síns flokks í kjör- dæminu. „Við er- um að bæta við okkur tæplega sjö prósentum en ég leyni því ekki að ég er svekktur yfir því að hafa ekki náð þriðja mann- inum inn með okkur eins og við stefndum að og bæði skoðanakann- anir voru búnar að sýna okkur og úrslit öll fram til klukkan fimm um morguninn,“ segir Kristján. Hann segir kjördæmið vera nokkuð sérstakt fyrir frambjóð- endur Samfylkingarinnar. „Hér bjóða fram tveir ráðherrar frá Framsókn, forseti alþingis og ráð- herra frá Sjálfstæðisflokknum og formaður flokksins hjá Vinstri grænum. Á móti þeim vorum við, tveir óbreyttir þingmenn með fjög- urra ára þingreynslu, þannig að við vorum nú kannski litlu fiskarnir í þessu hákarlabúri en við erum þess fullvissir að þetta verður gjörbreytt eftir fjögur ár,“ segir Kristján. Hann segist vilja koma á fram- færi þakklæti til stuðningsfólks og sérstökum þökkum til forystu- manna flokksins í öllum kjör- dæmum sem lögðu á sig ómælda vinnu. „Ég held að Samfylkingin megi vel við úrslitin una og við skulum hafa það í huga að þetta er í fyrsta skipti sem flokkurinn býður fram sem stjórnmálaafl. Síðast vor- um við bara kosningabandalag og það kosningabandalag varð til ekki löngu fyrir kosningar. Það hefur aldrei verið eins öflug sveit jafn- aðarmanna á alþingi og nú og eng- inn flokkur hefur farið upp fyrir þrjátíu prósenta-múrinn nema Sjálfstæðisflokkur frá árinu 1931,“ segir Kristján. Kristján Möller Vorum litlu fiskarnir í hákarlabúrinu „ÞAÐ er engin launung að það eru vonbrigði fyrir okkur að ná ekki þremur mönnum inn í þessum kosn- ingum eins og við stefndum að,“ seg- ir Sigríður Ingv- arsdóttir, fjórði maður á lista Sjálf- stæðisflokks og einn þeirra þingmanna sem nú falla af þingi. Hún segir að frambjóðendur hafi fundið fyrir miklum byr undir það síðasta í kosningabaráttunni. „Við héldum að við myndum ná 27 til 28 prósentum en því miður hafðist það ekki. Ég er hins vegar mjög þakklát öllum þeim sem studdu okkur og lögðu okkur lið í gegnum kosninga- baráttuna, sem var talsvert löng. Grasrótarhreyfingin hefur nátt- úrulega mikið að segja þegar farið er í svona vinnu. Það fólk sem var að vinna með okkur stóð sig afskaplega vel,“ segir Sigríður. Sigríður Ingvarsdóttir Fundum fyrir byr BIRKIR Jón Jóns- son, fjórði þingmað- ur Framsóknar- flokksins í Norð- austurkjördæmi, er næstyngsti þing- maður sem setið hefur á Alþingi frá upphafi en Gunnar Thoroddsen var nokkrum mánuðum yngri þegar hann var kjörinn á þing í fyrsta skipti. Birkir segist ekki hafa átt von á að ná kjöri. „ Þetta kom mér alveg á óvart en ég er auðvitað himinlifandi með þetta. Ef við horfum bara mánuð aftur í tímann þá mældist Framsókn- arflokkurinn í Norðausturkjördæmi með 18,8 prósent og þá settist ég nið- ur og óskaði þess að við næðum þremur inn. En á þremur til fjórum vikum fórum við svo upp í 32,8 pró- sent. Það var gríðarleg sveifla með okkur enda fundum við jákvæðnina. Við höfum verið að taka inn á loka- sprettinum ásamt því að við sem skip- uðum efstu sæti listans erum mjög samheldinn hópur, leidd af tveimur mjög reynslumiklum stjórnmála- mönnum, Valgerði og Jóni sem hafa verið mjög farsæl í sínum störfum,“ segir Birkir. Þótt Birkir setjist nú á þing í fyrsta skipti er hann enginn nýgræðingur í pólitík en hann var aðstoðarmaður Páls Péturssonar, fyrrverandi félags- málaráðherra, um þriggja ára skeið og skipaði fjórða sæti á lista Fram- sóknarflokksins í gamla Norður- landskjördæmi árið 1999. „Ég þekki örlítið þingið þar sem ég hef verið í miklum samskiptum við þingmenn og þingflokkinn í gegnum mitt starf og ég þykist því vita, allavega að ein- hverju leyti, út í hvað ég er að fara þótt þetta sé náttúrlega dálítið óvænt,“ segir Birkir. Birkir Jón Jónsson Átti ekki von á að ná kjöri ARNBJÖRG Sveinsdóttir er einn þeirra þing- manna sem falla nú af þingi en hún var þriðji maður á lista Sjálfstæðisflokks- ins í Norðaustur- kjördæmi. Hún segir niðurstöðuna vera ákveðin vonbrigði. „Vonbrigðin hljóta að vera þau að sterk málefnastaða okk- ar í þessu kjördæmi skyldi ekki nýt- ast betur og það uppbyggingarferli sem hér er í gangi sem fólk þakkar ríkisstjórninni. Framsóknar- flokknum tókst að nýta sér góðu málin en komast hjá því að svara fyrir alla gagnrýni. Við náðum ekki að bregðast nógu fljótt við og vorum kannski of lengi hrædd við að Fram- sóknarflokkurinn væri að hrynja,“ segir Arnbjörg. Hún segir kosninga- baráttuna í heild hafa um of snúist um persónur og of lítið um málefni. Arnbjörg Sveinsdóttir Sterk mál- efnastaða nýttist ekki Falla út af þingi HALLDÓR Blön- dal forseti Alþingis og oddviti sjálf- stæðismanna í Norðaustur- kjördæmi segir ár- angur flokksins í kjördæminu lakari en hann hafði búist við. „Við urðum auðvitað fyrir von- brigðum hér í mínu kjördæmi og sjáum mjög eftir þeim báðum, Arn- björgu Sveinsdóttur og Sigríði Ingvarsdóttur, sem hafa verið nýtir og mjög góðir þingmenn og notið trausts. Það er mikill sjónarsviptir að þeim,“ segir Halldór. Hann segist jafnframt vilja óska nýjum þing- mönnum í kjördæminu, þeim Dag- nýju Jónsdóttur og Birki Jóni Jóns- syni, til hamingju með þingsætin og góðan árangur í kosningabaráttunni. Halldór segist sáttur við úrslit kosninganna á landsvísu. „Það var hart sótt að Sjálfstæðisflokknum og ríkisstjórninni í kosningabaráttunni og ég er sáttur við þá heildarniður- stöðu kosninganna að ríkisstjórnin heldur velli og getur unnið áfram að því að viðhalda stöðugleika og byggja upp betra þjóðfélag,“ segir Halldór og vonast til að stjórn- arviðræður milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks muni takast. Halldór Blöndal Sáttur við heildarniður- stöðuna STEMMNINGIN á kosningavökum stjórnmálaflokkanna á Akureyri var nokkuð misjöfn eftir að fyrstu tölur í kosningunum birtust. Fram- sóknarmenn höfðu þó ástæðu til að kætast yfir genginu í Norðaustur- kjördæmi enda ljóst að þar var flokkurinn að taka við forystu- hlutverkinu á ný í kjördæminu af Sjálfstæðisflokknum. Samfylkingarfólkið var einnig mjög sátt við fyrstu tölur, Vinstri grænir báru sig mannalega en ljóst var að sjálfstæðismenn voru ekki sáttir við fyrstu tölur. Það fór hins vegar lítið fyrir stuðningsmönnum Frjálslynda flokksins og Nýs afls í bænum, enda flokkarnir ekki að ná þeim árangri sem að var stefnt. Framsóknarflokkur, Sjálfstæðis- flokkur, Vinstrihreyfingin – grænt framboð og Samfylkingin voru með kosningavökur sínar á nánast sömu torfunni í miðbæ Akureyrar en frekar fámennt var á öllum stöð- unum fram yfir að fyrstu tölur fóru að birtast. Þegar leið á kvöldið fór að lifna yfir miðbænum og nokkuð var um að fólk sem var á ferðinni kæmi við á fleiri en einum stað. Misjöfn stemmning á kosningavökum Morgunblaðið/Kristján Gestir á kosningavöku Framsóknarflokksins á Akureyri rýna í tölur á sjónvarpsskjánum. DAGNÝ Jóns- dóttir, formaður ungra framsókn- armanna, náði öruggri kosningu inn á þing og segir hún árangur Fram- sóknar í Norðaust- urkjördæmi framar sínum vonum. „Ég er alveg í skýj- unum og eiginlega ekki komin niður á jörðina enn. Árangurinn var betri en við bjuggumst við þannig að við bætt- um verulega við okkur. Reyndar vor- um við búin að skynja að allt gæti gerst,“ segir Dagný. Hún segir kosningabaráttuna hafa gengið eins og í sögu. „Ég held að lykillinn að þessu hafi verið góður andi, við höfðum gaman af þessu og héldum okkar striki allan tímann. Ég vil líka koma á framfæri þakklæti til allra sem lögðu hönd á plóginn. Þetta hefði ekki verið hægt án þeirra.“ Dagný segist ánægð með árangur Dagný Jónsdóttir Betri árangur en við bjugg- umst við flokksins á landsvísu. „Ég er svo ánægð með að við skyldum halda þingmannafjöldanum, við erum líka að styrkja okkur á höfuðborgarsvæð- inu og það er bara allt í blóma.“ Dagný er 27 ára og verður nú ein af yngstu þingmönnum á Alþingi. Hún segir þingmannsstarfið leggjast vel í sig. „Ég get viðurkennt að ég er ekki alveg búin að meðtaka þetta en ég vona bara að ég standist þær vænt- ingar sem gerðar eru til mín og hlakka til að vinna hér næstu 4 árin.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.