Morgunblaðið - 12.05.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.05.2003, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MAÍ 2003 41 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake NAUT Afmælisbörn dagsins: Þú ert hæfileikarík(ur), líf- leg(ur) og gædd(ur) leið- togahæfileikum. Þú þarft að taka mikilvæga ákvörðun á þessu ári. Vandaðu valið. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Farðu varlega í öll fjárútlát í upphafi vikunnar. Það er hætt við að þú eyðir um efni fram í óþarfa. Naut (20. apríl - 20. maí)  Mikilvæg ákvörðun veldur þér hugarangri. Þetta er ekki góður dagur til að taka mik- ilvægar ákvarðanir um fram- tíð þína. Sýndu þolinmæði. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Efasemdir um sjálfa(n) þig og lífsviðhorf þitt valda þér hugarangri. Reyndu að slaka á. Þetta er stutt tímabil sem brátt mun líða hjá. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Reyndu að taka ekki sjálfs- vorkunn annarra of nærri þér. Það er hætt við að þú gefir meira en þú hefur efni á. Bíddu í nokkra daga með að gera góðverk. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það er hætt við að þú náir litlu sambandi við maka þinn og vini í dag. Þið eruð eins og skip sem mætast að nóttu. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Forðist að taka mikilvægar ákvarðanir í vinnunni í dag. Það sama á við um fjölmiðla, ferðalög og lögfræði. Þig vantar frekari upplýsingar til að gera þér grein fyrir heild- armyndinni. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er hætt við að þú setjir fólk á stall í dag. Það sem lít- ur út fyrir að vera of gott til að vera satt, er það sennilega. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er einhver óvissa í loftinu og því er hætt við að umræð- ur um mikilvæg fjöl- skyldumál leiði til ruglings og deilna. Forðastu að taka mik- ilvægar ákvarðanir í dag. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þér er allt að því ómögulegt að hafa hugann við vinnuna í dag. Reyndu að taka því með jafnaðargeði. Þetta mun líða hjá. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Reyndu að ýta frá þér fjár- hagsáhyggjum sem tengjast börnum, ástarævintýrum eða ferðalögum. Staðan er betri en þú heldur. Þú munt fá betri yfirsýn yfir stöðu mála eftir einn til tvo daga. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er hætt við að einhver sé ekki fullkomlega hreinskilinn við þig í dag. Það er hins veg- ar ekki auðvelt að blekkja þig. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú kemur ekki miklu í verk þar sem dagdraumar sækja á þig. Hafðu ekki áhyggjur. Það er eins ástatt fyrir helm- ingi mannkynsins. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Mér verður fuglsins dæmi, er fjaðralaus kúrir, skríður skjótt að skjóli, skundar veðrum undan, týnir söng og sundi, sína gleðina fellir. Svo kveður mann hver, er mornar mæddur í raunum sínum. Mér verður skipsins dæmi, er skorðulaust hvílir eitt við æginn kalda, engan stað fær góðan, rísa bárur brattar, í briminu illa þrymur. Svo kveður mann hver, er mornar mæddur í raunum sínum. - - - Fiðlu-Björn LJÓÐABROT MEÐ MORGUNKAFFINU Á HEIMASÍÐU danska bridssambandsins er boðið upp á „spil mánaðarins“ og veitt verðlaun fyrir rétta lausn. Lítum á gamla þraut: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ Á42 ♥ ÁG43 ♦ KG1053 ♣7 Suður ♠ K83 ♥ K7652 ♦ Á84 ♣D4 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 hjarta Pass 4 lauf * Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Vestur kemur út með spaðagosa. Það er uppgefið að trompið brotnar ekki 4-0. Hvernig á að tryggja tíu slagi? Hættan er sú að gefa slag á hvern lit. Eina 100% örugga leiðin til að verjast því er þessi: Fyrsti slag- urinn er drepinn á spaðaás. Síðan er hjartakóngur tek- inn og laufi spilað. Vörnin hamrar á spaðanum og suð- ur tekur með kóng og trompar lauf. Spilar svo spaða: Norður ♠ Á42 ♥ ÁG43 ♦ KG1053 ♣7 Vestur Austur ♠ G1096 ♠ D75 ♥ 8 ♥ D109 ♦ D962 ♦ 7 ♣KG93 ♣Á108652 Suður ♠ K83 ♥ K7652 ♦ Á84 ♣D4 Í þessari legu eru AV strax í vandræðum og verða að hreyfa tígulinn eða gefa slag á annan hátt. En segj- um að vestur taki þriðja spaðann og spili trompi. Þá svínar sagnhafi gosanum. Ef svíningin misheppnast verður austur að gefa slag til baka. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. g3 e6 7. Bg2 Bd7 8. 0–0 Be7 9. Rxc6 Bxc6 10. a4 0–0 11. Be3 Dc7 12. De2 a6 13. Hfd1 Hfe8 14. a5 Hac8 15. Dc4 Rd7 16. Da2 h5 17. h4 g6 18. Hd2 Re5 19. Bb6 Db8 20. Bd4 Bf8 21. Had1 Bh6 22. He2 Dc7 23. Bb6 De7 24. Be3 Bxe3 25. Hxe3 Hed8 26. Db3 Dc7 27. Ha1 Hb8 28. Rd1 d5 29. exd5 Bxd5 30. Dc3 Rc6 31. Bh3 b6 32. Df6 bxa5 33. Rc3 Hd6 34. Hae1 Hf8 35. g4 De7 36. Df4 hxg4 37. Bxg4 Hfd8 38. Hg3 e5 39. Dh6 Df6 40. h5 Df4 41. Dxf4 exf4 42. Hd3 Rb4 43. Hd2 Bc6 44. Hxd6 Hxd6 45. He5 Hd2 46. Bd1 Staðan kom upp á Sigem- an-mótinu sem lauk fyrir skömmu í Málmey í Svíþjóð. Vassily Ivansjúk (2.704) hafði svart gegn Sune Berg Hansen (2.537). 46 … Ra2! og hvítur gafst upp enda verður hann mát eftir 47. Rxa2 Hxd1+ 48. Kh2 Hh1#. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. HUGARFARSÞJÁLFUN TIL BETRA LÍFS EINKATÍMAR - NÁMSKEIÐ Þú lærir að koma skilaboðum og jákvæðum huglægum hugmyndum og viðhorfum inn í undirmeðvitundina. Þú lærir að upplifa tilfinningar þínar á jákvæðan og uppbyggilegan hátt og að hafa betri stjórn á streitu og kvíða, auka einbeitinguna og taka betri ákvarðanir. Þú byggir upp sjálfsöryggi og sterka sjálfsmynd. Leiðbeinandi Viðar Aðalsteinsson dáleiðslufræðingur. Upplýsingar í síma 694 54 94 www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Með kveðju Hákon, sími 898 9396 ÍBÚÐAEIGENDUR Á KRINGLUSVÆÐINU Ég hef verið beðinn um að leita eftir tveimur íbúðum, 2ja og 3ja herb., á 103 svæðinu í Reykjavík. Æskilegt að stærri íbúðin sé í lyftuhúsi með bílsk. Um er að ræða ákveðna kaupendur sem eru tilbúnir að veita ríflegan afhendingartíma. Áhuga- samir vinsamlegast hafi samband og ég mun fúslega veita allar nánari upplýsingar. Hafðu samband - það kostar ekkert Þessir drengir söfnuðu flöskum fyrir kr. 3.712 til styrktar Rauða krossi Íslands. Þeir eru Bjarki Björn Bjarnason, Óskar Helgi Þorleifsson og Kolbeinn Ari Arnarsson. HLUTAVELTA            MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og/ eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.