Morgunblaðið - 12.05.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.05.2003, Blaðsíða 42
42 MÁNUDAGUR 12. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14. Miðasala opnar kl. 15.30 kl. 6 og 9. Sýnd kl. 5, 8 og 10.40. B.i. 12 Kvikmyndir.is Þetta var hin fullkomna brúðkaupsferð... þangað til hún byrjaði! Sýnd kl. 4 B.i. 12 Ertu nokkuð myrkfælinn? Búðu þig undir að öskra. Mögnuð hrollvekja sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16.  HK DV SV MBL  Kvikmyndir.com "Tvöfalt húrra" Fréttablaðið Miðvikud. 14. maí kl 13.30 Sunnud. 18. maí kl 14 Sunnud. 25. maí kl 14 400 kr Sýnd kl. 8 og 10.10. Sýnd kl. 5.50. 400 kr.Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 12 SV MBL  HK DV  Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is "Tvöfalt húrra" Frétta- blaðið Stóra svið Nýja svið Þriðja hæðin Miðasalan er opin frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnaður kl. 10 virka daga. Fax 568 0383 - midasala@borgarleikhus.is Miðasala 568 8000 PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler Su 18/5 kl 20 Takmarkaður sýningarfjöldi Litla svið RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Fö 16/5 kl 20, Lau 17/5 kl 20 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN í samstarfi við SJÓNLEIKHÚSIÐ Leikrit með söngvum - og ís á eftir! Lau 17/5 kl 14 MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN HANS VÆRI HATTUR eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne Fö 16/5 kl 20, Fö 23/5 kl 20 ATH: Síðustu sýningar KVETCH eftir Steven Berkoff í samstarfi við Á SENUNNI Fi 15/5 kl 20 aukasýning ATH: SÍÐASTA SÝNING GESTURINN e. Eric-Emmanuel Schmitt Su 18/5 kl 20 Örfáar sýningar vegna fjölda áskorana SUMARÆVINTÝRI e. Shakespeare og leikhópinn Lau 17/5 kl 20, Fi 22/5 kl 20, Lau 24/5 kl 20 ATH: Sýningum lýkur í maí ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Lau 17/5 kl 20, Lau 24/5 kl 20 PÚNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht Fi 22/5 kl 20, Su 25/5 kl 20 ATH: Sýningum lýkur í maí SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson Fö 16/5 kl 20, Fö 23/5 kl 20 Fö 30/5 kl 20, Lau 31/5 kl 20 ATH: SÍÐUSTU SÝNINGAR "DANS FYRIR ÞIG" 30 ára afmælissýning Íslenska dansflokksins FROSTI-Svanavatnið (lokakafli) eftir Láru Stefánsdóttur Brot úr nokkrum af eftirminnilegustu verkum Íslenska dansflokksins 2.sýn fi 15/5 kl 20, 3.sýn su 18/5 kl 20 ATH. AÐEINS ÞESSAR TVÆR SÝNINGAR www.sellofon.is lau 17. maí kl. 21, NASA, örfá sæti fim 22. maí, HÓTEL SELFOSS föst 23. maí, kl. 21 nokkur sæti mið 28. maí, Lokasýning í Nasa í vor fim 5. júní kl. 21, SJALLINN AKUREYRI Miðasala á Akureyrir fer fram í Pennanum Eymundsson Glerártorgi og á Selfossi í Alvörubúðinni, KVIKMYNDIR Laugarásbíó, Regnboginn, Borgarbíó Akureyri. Einfarinn/A Man apart Leikstjóri: F. Gary Gray. Handrit: Christ- ian Gudegast og Paul Scheuring. Kvik- myndatökustjóri: Jack N. Green. Anne Dudley. Aðalleikendur: Vin Diesel, Larenz Tate, Steve Eastin, Timothy Olyphant, Jacqueline Obradors, Geno Silva, Juan Fernadez. 117 mínútur. New Line Cinema. Bandaríkin 2003. SEAN Vetter (Vin Diesel) er að- aljaxlinn í óárennilegu eiturlyfja- lögguliði Los Angeles. Af útlitinu og innrætinu að dæma er það skip- að guttum sem sætu örugglega inni ef þeir hefðu ekki verið svo lánsamir að fá skjöld og byssur á löglegan hátt. Í einni árásarferðinni til að upp- ræta dópmangara í nágrannaborg- inni Tijuana sunnan landamær- anna þekkist Sean og leiðir það til þess að dularfullur dópbarón, kall- aður „Djöfullinn“, lætur drepa konu hans. Sean er ekki á því að gefast upp og leitar hefnda. Þetta hljómar kunnuglega, alltof kunnuglega. Enda enga, heila frumlega hugsun að finna í Einfar- anum. Áhorfendur þekkja sögu- þráðinn úr hundruðum glæpa- mynda og vestra, hvert atriðið rekur annað sem maður veit upp á hár hvert stefnir. Að auki eru samtölin ólýsanlega klaufaleg á köflum og ýmis atriði barnalega ómerkileg. Tökum sem dæmi: Hvað haldið þið að eigin- konan sé að dunda sér við er henn- ar ástkæri Sean kemur heim úr herferðinni til Tijuana? Steypa sæ- græn kerti með furuilmi. Síðan er þessi yndislega þenkj- andi elska og heimakæra húsmóðir vitaskuld send beinustu leið inn í eilífðina, Dramatíkin er betur byggð upp í meðalþætti NYPD Blue. Annað eftir því. Myndin er í sjálfu sér ekki illa gerð en býr ekki yfir neinu óvæntu, engu til að kitla forvitnina. Diesel verður að gæta að sér að vera ekki að rífa lokið af öskutunn- unni því Hollywood er yfirfull af atvinnulausum töffurum og mynd- bandahetjum og hann ámóta stór- brotinn senuþjófur og Steven Seagal. Sæbjörn Valdimarsson „Djöfullinn“ gengur laus ANDIE Anderson (Kate Hudson) er nútímakona, metnaðarfull, ein- hleyp og ánægð sem slík. Hún hristir hausinn yfir vandræðum vinkonu sinnar sem er stöðugt að reyna að næla í kærasta, en virðist iðulega ná að fæla þá í burtu innan tveggja vikna. Andie starfar sem dálkahöf- undur á tískublaði og ákveður að gera vandræði vinkonunnar að umfjöllun- arefni, Þannig hefst verkefni næstu tíu daga, þar sem Andie þarf að heilla gæja upp úr skónum og beita síðan öllum algengustu brögðum til að hrekja hann á brott og skrifa svo um ferlið í „Að … á 10 dögum“-dálkinn sinn. Málin vandast hins vegar þegar tilraunadýr Andie, auglýsingahönn- uðurinn Ben Barrry (Matthew Mc- Conaughey), reynist sjálfur nýbúinn að veðja við yfirmann sinn um að hann geti látið hvaða stúlku sem er verða ástfangna af sér. Þannig upp- hefst flókið stefnumót, þar sem Andie gengur sífellt lengra í að reyna að vera óþolandi en Ben reynir á móti að vera sífellt meira sjarmerandi og hvorugt botnar neitt í hegðun hins. Hugmyndin að þessari meðalgóðu rómantísku gamanmynd er í grund- vallaratriðum sniðug þó svo að nokk- uð langsótt ferli hafi þurft til að skapa hina skoplegu aðstæður. Aðalpersón- an Andie er skemmtilega ólík þeirri týpu sem hún leikur til að reyna að hrekja gæjann sinn á brott og stingur þannig í stúf við þá mýtu um hina ör- væntingarfullu eiginmannsleitandi konu sem tískublaðsdálkurinn á að fjalla um. Kate Hudson fer vel með hlutverk Andie og Matthew Mc- Conaughey er tilvalinn í hlutverk hins sjálfsánægða spjátrungs sem trúir því að hann geti heillað hvaða konu sem er. Myndin verður þannig bráð- skemmtileg á köflum, sérstaklega fyrst eftir að stefnumótið fer af stað. Það hefði þó tvímælalaust mátt þétta framvinduna, sem nær sér aftur á strik þegar Andie fer að heimsækja hina skrautlegu fjölskyldu Bens en dettur niður í hálfgerðan vandræða- gang þegar óhjákvæmilegur sann- leikur málsins kemur fram í dagsljós- ið. Nær allar rómantískar gaman- myndir enda á svipaðan hátt og er Að hrekja burt gæja á 10 dögum engin undantekning þar á. En á heildina lit- ið á myndin sínar skemmtilegu stund- ir og er fyrir vikið hin ágætasta af- þreying. Flókið stefnumót KVIKMYNDIR Háskólabíó, Sambíóin Leikstjórn: Donald Petrie. Handrit: Kirst- en Buckley, Brian Regan, Burr Steers. Byggt á bók Michele Alexander og Jenn- ie Long. Aðalhlutverk: Kate Hudson, Matthew McConaughey, Kathryn Hahn, Robert Klein, Bebe Neuwirth. Lengd: 110 mín. Bandaríkin. Paramount Pict- ures, 2003. How to Lose a Guy in 10 Days / Að hrekja burt gæja á 10 dögum  Heiða Jóhannsdóttir Á sínar skemmtilegu stundir og er ágætis afþreying, segir í umsögn um rómantísku gamanmyndina Að hrekja burt gæja á 10 dögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.