Morgunblaðið - 12.05.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.05.2003, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN 30 MÁNUDAGUR 12. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ GUÐRÚN og Rúnar eru tvíbur- ar á áttræðisaldri. Rúnar er með háþrýsting og sykursýki 2. Hann tekur lyfin hydramil og daonil og kostar meðferðin um kr. 1.300 á mánuði. Guðrún er slæm af gigt. Á sjúkrahúsi hefur hún hins vegar fengið góða bót með nýju lyfi sem nefnist Remicade. Það kostar um kr. 100.000 á mánuði auk annarra gigtar- og magalyfja sem kosta um kr. 4.500 á mánuði. Bæði hafa fengið mat um að þau þurfi að fá pláss á hjúkrunarheimili og er Rúnar í brýnni þörf og Guðrún í mjög brýnni þörf. Vandinn er að rými á hjúkr- unarheimilum eru of fá miðað við þá þörf sem til staðar er. Rúnar og Guðrún eru tvö af rúmlega 330 ein- staklingum sem bíða eftir slíku úr- ræði á höfuðborgarsvæðinu. Inni á Landspítala - háskólasjúkrahúsi (LSH) eru að jafnaði um 100 sem bíða eftir slíku plássi en aðrir ým- ist í heimahúsum eða á dvalar- heimilum sem ekki eru með hjúkr- unarpláss. Rekstrarform á dvalar- og hjúkrunarheimilum hér á landi eru mjög fjölbreytt. Ef skoðað er hverjir reka heimili með hjúkrun- arrýmum fyrir aldraða á höfuð- borgarsvæðinu kemur í ljós að einkaaðilar og félagasamtök reka 8, sjálfseignarstofnanir 2, sveitar- félög 3 og ríki og sveitarfélög sam- an 1 (skv. „Áætlun um uppbygg- ingu öldrunarþjónustu 2002-2007“ sem gefin var út af heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu í febr- úar 2002). Eins og sjá má af þessu er þetta rekstur sem ýmsir aðilar hafa verið tilbúnir til að koma að. Oft liggja til grundvallar hugsjóna- aðstæður (t.d. Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands) eða um er að ræða hagsmunasamtök (t.d. Sjó- mannadagsráð) sem eru að koma til móts við þarfir félagsmanna sinna. Síðan geta einnig verið við- skiptalegar forsendur fyrir að farið er út í þennan rekstur (t.d. Sól- tún). Velflest hjúkrunarheimili eru rekin með halla. Þeim er úthlutað daggjöldum af ríkinu til þess að standa straum af rekstri sínum. Þessi daggjöld eru á bilinu frá kr. 11.245 til kr. 12.806 og það er vitað fyrirfram að þau duga ekki til. Af- leiðingin er rekstrarhalli sem safn- ast upp. Á síðasta ári var rekstr- arhalli þessara stofnana áætlaður 413 milljónir króna. Þá eru þeir 100 einstaklingar sem liggja inni á LSH í mun dýrari plássum en þeir þyrftu að vera í. Ef hjúkrunarheimilum er ekki tryggt það fjármagn sem nauðsyn- legt er til þess að rekstur þeirra standi undir sér er augljóst að tregða verður á að fjölga hjúkr- unarrýmum. Um leið er líka ljóst að hjúkrunarrýmum verður að fjölga hraðar en hefur gerst á und- anförnum árum. Öldruðum fjölgar og þörfin eykst. Annað sem einnig getur gerst er að hjúkrunarheimili reyni að taka inn „ódýrari“ einstaklinga fyrir heimilin sem getur þá þýtt að þeir sem eru í brýnustu þörfinni fyrir vist á hjúkrunarheimili verði út- undan. Þeirri þjónustu sem aldr- aður einstaklingur þarf að fá inni á hjúkrunarheimili fylgir mismikill kostnaður. Í því felst ekki ein- göngu að einstaklingar þurfa mis- mikla umönnun heldur einnig að heilbrigðiskostnaður þeirra er mis- munandi. Enginn vistast á öldrunarstofn- un fyrr en hann hefur farið í gegn- um vistunarmat. Einstaklingurinn er síðan metinn hvort hann sé í þörf, brýnni þörf eða mjög brýnni þörf. Ef frá er talið Sóltún er hins vegar ekkert sem skyldar hjúkr- unarheimili til þess að taka ein- stakling í mjög brýnni þörf um- fram þann sem er í brýnni þörf. Er hugsanlegt að Rúnar kæmist fyrr að á hjúkrunarheimili en Guð- rún þó að hún sé í meiri þörf fyrir slíka vistun en hann? Svarið er að þar sem hann er „ódýrari“ er vel hugsanlegt að hann yrði á undan þó að það yrði væntanlega aldrei viðurkennt opinberlega. Hvað er þá til ráða? Svarið er í raun og veru einfalt. Greiða þarf rétt verð fyrir þjónustuna og taka tillit til þess að eintaklingar eru mismunandi. Til er reglugerð um svonefnt RAI-mat sem er ætlað til þess að meta umönnunarþörf. Því hefur ekki verið fylgt eftir að nota þetta mat þó að tillit hafi verið tek- ið til þess við ákvörðun á greiðslum í samningnum við Sól- tún. Sóltún fær greiðslur með ein- staklingum m.t.t. hjúkrunarþyngd- ar á meðan önnur hjúkrunarheimili fá fasta greiðslu með hverjum ein- staklingi án tillits til hjúkrunar- þyngdar. Þetta þarf að færa yfir til annarra hjúkrunarheimila. Auk þess þyrfti að jafna út heilbrigð- iskostnað (lyfjakostnaður, sjúkra- flutningar o.s.frv.) þannig að sá þáttur valdi ekki mismunun en í dag þurfa hjúkrunarheimilin að bera þennan kostnað að fullu. Hægt væri að fá fleiri aðila inn í rekstur hjúkrunarheimila með því að greiða rétt verð fyrir þjón- ustuna. Sjálfseignarstofnanir og hugsanlega einkaaðilar myndu sjá fram á að þeir gætu komið til móts við augljósa þörf án þess að reka starfsemina með tapi. Þetta þýðir að ríkið myndi þurfa að greiða hærri daggjöld en í dag en kostn- aðurinn yrði samt sem áður lægri heldur en að hafa hina öldruðu á sjúkrahúsum. Auk þess ynnist það sem allir hljóta að vilja stefna að, að aldraðir þjóðfélagsþegnar fái bestu þjónustu sem til er. Rúnar og Guðrún myndu bæði eiga kost á hjúkrunarrými og skortur á rým- um eða hár lyfjakostnaður myndi ekki valda þeim erfiðleikum. Eftir Geir Sveinsson og Kristján Sturluson „Hægt væri að fá fleiri aðila inn í rekstur hjúkr- unarheimila.“ Höfundar eru nemendur í MBA-námi í Háskóla Íslands. Rétt verð þýðir rétt þjónusta fyrir aldraða Geir Kristján MÖRG útivinnandi hjón með börn á leik- og/eða grunnskólaaldri hafa eflaust velt því fyrir sér hvort fjölskyldunni sé betur borgið fjár- hagslega ef annar makinn er heimavinnandi. Flestum hefur ef- laust líka reynst erfitt að komast að niðurstöðu í málinu vegna alls þess sem taka þarf tillit til við út- reikninginn. Að sjálfsögðu fer ákvörðunin fyrst og fremst eftir fjölskyldu- tekjum, þ.e. hvað hjónin hafa í heildarlaun. Taka verður þó tillit til ýmissa annarra þátta, s.s. hverju þau tapa og á hverju þau hagnast við breytinguna. Hér á eftir verður reynt að fjalla um helstu atriði sem taka þarf tillit til við ákvörðunina og eiga við flest þessara hjóna. Að sjálfsögðu eru ótal aðrir þættir sem geta haft áhrif en eru of persónu- bundnir til að hægt sé að taka tillit til þeirra í umfjöllun sem þessari. Gerum ráð fyrir hjónum með þrjú börn, tvö í dagvist og eitt í grunnskóla. Hugsum okkur að laun annars makans séu hærri, þ.e. að fyrirvinnan (A) hafi t.d. 250 þúsund krónur í mánaðarlaun en hinn að- ilinn (B) tæplega 170 þúsund krón- ur. Samanlagðar árstekjur hjónanna eru því um 5 milljónir króna. Ef B ákveður að vera heimavinnandi tapast að sjálfsögðu þau laun sem hann vann sér inn en það er ekki það eina. Við það að hætta að vinna hættir B að fá launatengd gjöld frá atvinnurek- anda, sem eru í kringum 8% fyrir utan lífeyrisgreiðslur. Launatengd gjöld skila sér með ýmsum hætti til launþega. Þeir geta tekið fæðing- arorlof á launum og njóta ýmissa hlunninda úr starfsmenntunarsjóði, vísindasjóði o.s.frv. Þetta er því ákveðinn fórnarkostnaður. Einnig tapast lífeyrisgreiðslur en sam- kvæmt lögum um lífeyrissjóði ávinnur launamaður sér inn 1,4% rétt til lífeyrisgreiðslu af meðal- mánaðarlaunum á ári. Ef tekju- lægri makinn kýs að vinna heima skerðast lífeyristekjur hans að meðaltali um 1,4% af meðalmán- aðarlaunum fyrir hvert ár sem sleppt er úr. Mesti fórnarkostn- aðurinn er þó e.t.v. dulinn því það getur verið dýrkeypt að detta út af vinnumarkaði í langan tíma og þau áhrif geta varað út alla starfsævina. Ekki bara hefur þessi starfsþróun- arkostnaður áhrif á tekjur í núinu heldur hefur hann einnig neikvæð áhrif á lífeyrisgreiðslur til fram- búðar. Ef við gerum ráð fyrir að B fari út af vinnumarkaði um miðbik starfsævi sinnar má gróflega reikna með að laun hans lækki, eða öllu heldur taki ekki hækkunum eins og þau annars hefðu gert fyrr en langt er liðið á starfsævina. Færa má rök fyrir því að ef fólk hverfur af vinnumarkaði missi það af lestinni og dýrmætur tími tapast í starfsþjálfun og þekkingaröflun. Ávinningurinn af því að B gerist heimavinnandi er einnig þó nokkur. Augljóst er að við það sparast út- gjöld vegna dagvistunar eða lengdrar viðveru í skólum barnanna. Einnig lækkar bifreiða- kostnaður töluvert og í þeim til- vikum sem tveir bílar eru á heim- ilinu má jafnvel fækka þeim niður í einn. Launaþáttinn má að ein- hverju leyti vega upp með því að A noti persónufrádrátt B og við það að heildarlaun hjónanna lækka hækka barnabætur. Ef fólk er í leiguhúsnæði hækka húsaleigubæt- ur einnig ef heildartekjur heimilis- ins lækka þar sem þær eru tekju- tengdar. Ennfremur er líklegt að síður verði farið út í dýrar fjárfest- ingar ef B er heimavinnandi og því ætti eignaskattur að standa í stað eða lækka. Ef beitt er grófum útreikningi á ofangreindar forsendur kemur í ljós að það borgar sig ekki fyrir B að vera heimavinnandi. Samkvæmt okkar útreikningum borgar sig ekki fyrir annan makann að gerast heimavinnandi nema heildartekjur hjóna fari niður fyrir 4,3 milljónir króna á ári. Rétt er að taka fram að ekki er í þessum útreikningum tekið tillit til starfsþróunarkostn- aðar, sparnaðar í innkaupum eða sparnaðar vegna aðkeyptra heim- ilisþrifa. Ef reiknað væri með starfsþróunarkostnaði myndi ekki borga sig að hverfa af vinnumark- aði. Niðurstaðan er því sú að hjá þeim hjónum sem hafa heildar- tekjur undir 4,3 milljónum króna á ári er líklegt að það borgi sig að annar makinn sé heimavinnandi. Þó ber að hafa í huga að þótt fjárhag- urinn batni strax við það að annar sé heimavinnandi gæti það orðið til þess að sá aðili fyrirgerði ákveðnum lífeyrisréttindum og fríð- indum sem skapast af launatengd- um gjöldum sem gerir það að verk- um að hann er verr settur til lengri tíma litið. Þá vegur einnig þungt ef sá heimavinnandi er að fyrirgera hærri launum og betra starfi seinna á lífsleiðinni. Ef sú leið er valin gæti hún því verið eins konar fátæktargildra sem viðkomandi félli í seinna á ævinni. Eftir Halldór Halldórs- son og Ingibjörgu Óðinsdóttur „Séu heildartekjur undir 4,3 milljónum borgar sig líklega að annar makinn sé heimavinn- andi.“ Höfundar eru í MBA-námi við Háskóla Íslands. Halldór Ingibjörg Hugsanleg fátæktargildra Í ÞÚSUNDIR ára hefur nudd verið notað til að græða og líkna sjúkum. Meðal lækna Grikkja og Rómverja til forna var nudd ein helsta aðferðin sem beitt var til að lina þjáningar og bæta heilsu. Snemma á fimmtu öld ritaði Hippókrates, „faðir læknislistar- innar“: „Læknir verður að vera hæfur á mörgum sviðum en þó sérstaklega í nuddi … því nudd getur styrkt laus liðamót og liðkað liðamót sem farin eru að stirðna.“ Mikilvægi snertingar verður ekki dregið í efa. Öll höfum við þörf fyrir snertingu við annað fólk. Börn sem fá næga líkamlega snertingu í uppvextinum hafa betra mótstöðuafl gegn sjúkdóm- um og sársauka, eru félagslyndari, hamingjusamari og sofa betur. Flestar nútímanuddaðferðir eiga rætur að rekja til sænsks nudds sem Per Henrik Ling þróaði eftir að hafa ferðast til Kína á 19. öld. Ling varð svo hrifinn af aðferðum Kínverja að hann þróaði eigin nuddaðferðir út frá þeim og tók ýmsar fornar austrænar aðferðir upp í meðferðarkerfi sitt. Nudd er góð aðferð til þess að slaka á og gleyma daglegu amstri. Það hjálpar líka fólki að ná jafn- vægi og ró eftir áföll og meiðsl. Nudd hefur víðtæk áhrif á heils- una. Það örvar blóðrásina, losar um vöðvaspennu og bætir melt- inguna. Nudd örvar eitlakerfið og flýtir þannig fyrir losun úrgangs- efna úr líkamanum. Það gefur húð- inni heilbrigt útlit og eftir nudd er líkaminn stinnur og sveigjanlegur. Mikilvægasti árangurinn felst þó í aukinni vellíðan og sálarró. Það eru til ýmsar tegundir af nuddi. Sænska nuddið, sem fyrr er getið, er líka kallað klassískt vöðv- anudd. Það kemur hreyfingu á blóð- og sogæðavökva líkamans. Ilmolíu- og sogæðanuddið er spennandi kostur. Það veitir djúpa líkamlega og andlega slökun og er mjög streitulosandi. Sogæðanudd- ið er mjúk „lúxus“-meðhöndlun og er sérstaklega gott við bjúg og appelsínuhúð. Við það að nudda líkamann upp úr ilmolíum er verið að nýta skynfæri okkar á fullkom- inn hátt. Húðin dregur til sín virk efni í olíunni. Þau berast út í so- gæða- og blóðrásarkerfið og flytja mólikúlin áfram á réttan hátt. Ilm- ur olíanna berst inn um nef þar sem þefskyn okkar tekur við. Og með innöndun berast mólikúlin niður í lungu þar sem þau komast einnig inn í blóðrásina og berast til ákveðinna stöðva í heila sem aftur senda viðeigandi boð. Svæðanudd eða svæðameðhöndl- un kemur upphaflega frá Austur- löndum og indíánum Norður-Am- eríku. Veggmynd úr grafreit læknis við Sakkara í Egyptalandi frá 2330 f. Kr. sýnir að svæðanudd var einnig þekkt þar. Það er talið hafa þróast frá nálastungutækni (akupunktur) sem eru um 5000 ára gömul fræði. Í upphafi tuttugustu aldarinnar komu fyrstu ritin út um svæðanudd. Það náði fótfestu í Bandaríkjunum rétt fyrir seinna stríð, hefur breiðst út um hinn vestræna heim og er orðið mjög útbreidd meðhöndlunaraðferð. Svæðanudd er að mestu nudd á fótum og undir iljum. Það byggist á þeirri kenningu að í fætinum séu tíu líkamssvæði sem liggja eftir líkamanum frá iljum til hvirfils. Hvert líffæri eða líkamshluti innan ákveðins svæðis á sína viðbragðs- punkta á tilsvarandi svæði á fót- um. Með því að nudda viðbragðs- svæðin fæst svörun um allan líkamann. Það hefur reynst vel við þreytu og ýmsum kvillum, allt frá bakverk til mígrenis og melting- artruflana. Svæðanuddið reynist líka frábærlega vel með öðrum nuddtegundum. Það stuðlar að endurnýjun líkamsþróttar og eflir sjálfshjálparhæfni líkamans sem er mikilvægt á tímum hraða og streitu. Hvað er nudd? Eftir Svövu Gunnarsdóttur Höfundur er félagi í FÍN og starfar á nuddstofunni Umhyggju. „Nudd er góð aðferð til þess að slaka á og gleyma dag- legu amstri.“ Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.