Morgunblaðið - 12.05.2003, Side 29

Morgunblaðið - 12.05.2003, Side 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MAÍ 2003 29 ERLENT ÞAÐ var mikill hátíðarbragur yf- ir þessum glæsilegu tónleikum í Íþróttahöllinni á Akureyri í gær. Tilefni hátíðarinnar voru nokkur, tíu ára afmælisár Sinfóníuhljóm- sveitar Norðurlands, þrjátíu ár liðin frá því að Kór Langholtskirkju var stofnaður, en eins og fram er komið var kórinn þátttakandi í tónlistar- flutningnum, jafnframt upphafi enn einnar glæsilegrar Kirkjulistaviku í Akureyrarkirkju. Á slíkum stórhá- tíðum er gjarnan tjaldað öllu því besta sem völ er á og hygg ég ekki ofsagt að það hafi sannarlega verið gert að þessu sinni. Sálumessa Verdis er í raun í tón- listarlegum skilningi ópera, drama, þótt hún fylgi hinum kirkjulega texta sem Píus páfi ákvað árið 1570 að notaður yrði í minningarmessum um hina framliðnu á allrasálna- messudegi kaþólsku kirkjunnar. Eftir að Verdi frumflutti „messuna“ 27. maí 1874 í Kirkju heilags Mark- úsar flutti hann sig næst yfir í Scala og endurtók flutninginn þar við minni hrifningu kirkjuyfirvaldsins og meiri vinsældir alþýðunnar. Verdi var talinn lítill trúmaður og skoðanir hans á frelsun Norður- Ítalíu undan veldi austurrísku Habsborgaranna áttu meiri þátt í tilurð verksins en mann grunar. Því frá táningsaldri hafði Verdi hrifist mjög af hinum vinsæla ítalska rit- höfundi Alessandro Manzoni og sér í lagi af bók hans „I Promessi sposi“, sem kveikti mikinn eld hjá honum og fleiri löndum hans til að losa sig við erlendu drottnarana. Dýrkun Verdis á Manzoni var svo mikil að þegar hann dó af slysförum 27. maí 1873 skrifaðiVerdi forleggj- ara sínum, Ricordi, og tilkynnti að sálumessu í minningu Manzoni ætl- aði hann að semja og flytja þegar ár yrði liðið frá dauða hans. Þess má geta að rithöfundurinn var ekki í dáleikum kaþólsku kirkjunnar og hefur það sjálfsagt í upphafi valdið því m.a að litið var á þessa sálu- messu kirkjulegu hornauga. En sálumessan flaug frá manni til manns og landi til lands. Meira að segja puðruðu þorpslúðurþeytarar á Ítalíu hluta úr verkinu af ein- skærri hrifningu sjálfra sín en minni hjá tónskáldinu. Það var merkilegt að það þurfti lúterstrúar- manninn og tónsnillinginn Brahms til að kveða upp úr með það að sálu- messa Verdis væri hreint meistara- verk. Ástæðan fyrir því að þessi frá- bæra tónsmíð hefur ekki verið oft á efnisskrá hérlendis er fyrst fremst sú að verkið útheimtir mikinn fjölda hljóðfæraleikara og söngfólks og er giska grimmt á að hæfni þeirra og geta sé mikil. Þetta er tvímælalaust stórbrotnasta tónverk sem ráðist hefur verið í að flytja á Akureyri. Ekki dugði minna til en um 200 manns, 70 í hljómsveit og 130 í söngliði. Ég gerði ráð fyrir góðum flutn- ingi, en að hann færi svo langt fram úr mínum væntingum og næði að örva mínar eitthvað kosningaslæptu taugar og kynda í mér eld svo um munaði bjóst ég ekki við. Eldurinn brennur dátt í þessu verki enda er það hreinsunareldurinn og vonar- bæn um náðina að loknu þessu sem er meginþema verksins. Verdi gríp- ur í þessu verki í taugar manns á ótrúlega fjölbreyttan hátt. Verkið vex út úr veiku sellósólói og kór og hendir manni síðar inn í nístandi vítiskvöl á dómsdegi. Trompetarnir átta gjalla víðóma og boða ljósið hátt, einlægnin og fegurðin í líkn- arbæn „lakríumosa“-þáttarins fær taugar manns til að titra. Fegurð einfaldleikans í Agn- us Dei þegar Björg og Anna- maria syngja einar upphafið í áttundum, andstæðan í hin- um hádramatíska fórnar- þætti (offertorium) og síðan fúgunni í lokaþættinum Lib- era me, allt segir það okkur það sama og Brahms skynj- aði, verkið er snilld. Það er á engan hallað þó að Guðmundur Óli Gunnars- son sé sérstaklega nefndur töframaður þessara tón- leika, því það er mikið afrek að skila sálumessunni með slíkum eldmóði og túlkunar- legri fullkomnun sem hann gerði. Samræmi milli hljóm- sveitar, kórs og einsöngvara var hárfínt. Við erum samt enn í þessari höfuðvillu að fá ekki að njóta tónlistarinnar án þess að afleitur hljóm- burður sé bættur með raf- mögnun og það myndar alltaf skil á milli flytjenda og áheyrenda. Einsöngvaranir voru vel stemmd- ir og hver einasta einsöngslína bor- in uppi af raddfegurð og næmi. Ítalski mezzsópraninn Annamaria Chiuri er heimssöngvari, sem flutn- ingur hennar á „liber scriiptus“ og upphafinu á „recordare“ m.a. sýndi. Björg Þórhallsdóttir, sópran, sem er yngst og minnst þekkt, stóð sig með mikilli prýði, og var einsöngur hennar í miðkafla „libera me“ eins og best verður á kosið, röddin létt- ari en um leið stærri í hæðinni en ég hef áður heyrt. Kristinn Sigmunds- son var svo sannarlega „heima- heimsmaður“ og bassasöngur eins og í „confutatis“ gerist ekki betri. Kristján Jóhannsson söng „ingem- isco“ í senn á glæsilega tenórvísu, en einnig af mikilli einlægni og næmi, sem greip mig mjög sterkum tökum. Það væri gaman að ganga að því vísu að slíkir tónleikar bíði ekki áratugaafmæla heldur séu þeir snar þáttur í lífi okkar. Það er ljóst miðað við þéttsetna íþróttahöllina að nóg er til af tónlist- araðdáendum, þegar efnt er til slíkra tónleika. Ég er viss um að eft- ir að hlýða á slíka tónleika segja flestir: „Þetta er afrek sem Sinfón- íuhljómsveit Norðurlands hefur unnið á aðeins tíu árum og nú verð- um við að búa henni þau skilyrði að næstu tíu ár verði enn gjöfulli.“ Hvernig væri að lofa einhverju eftir kosningar líka? Tónleikar þessir voru tileinkaðir minningu foreldra Guðmundar Óla, heiðurshjónanna Guðrúnar Þorsteinsdóttur píanó- leikara og Gunnari Guðmundssyni verkfræðings og fyrrum hafnar- stjóra í Reykjavík. Blessuð sé minn- ing þeirra. Áfram Sinfóníuhljóm- sveit Norðurlands! Morgunblaðið/Skapti „Einsöngvararnir voru vel stemmdir og hver einasta einsöngslína borin uppi af raddfegurð og næmi.“ TÓNLIST Íþróttahöllin á Akureyri Sálumessa, Missa di Requiem, eftir Gius- eppe Verdi. Verkið skiptist í sjö þætti: 1) Requiem et Kyrie, 2) Dies irae (með 9 undirþáttum: Dies irae, Tuba mirum, Lieber scriptus, Quid sum, miser, Rex tremendae, Re- cordare, Ingemisco, Confutatis, Lacrym- osa), 3) Offertorio, 4) Sanctus, 5) Agnus Dei, 6) Lux aeterna, 7) Libera me. Flytjendur: Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Kór Ak- ureyrarkirkju, kórstjóri: Björn Steinar Sólbergsson; Kammerkór Norðurlands, kórstjóri: Guðmundur Óli Gunnarsson; Kór Langholtskirkju, kórstjóri: Jón Stef- ánsson. Einsöngvarar: Björg Þórhallsdóttir sópran, Annamaria Chiuri mezzósópran, Kristján Jóhannsson tenór, Kristinn Sigmundsson bassi. Konsertmeistari: Finndís Kristinsdóttir. Stjórnandi: Guðmundur Óli Gunnarsson. Sunnudaginn 11. maí kl. 16. HÁTÍÐARTÓNLEIKAR Á KIRKJULISTAVIKU AKUREYRARKIRKJU Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson „Það er á engan hallað þó að Guðmundur Óli Gunnarsson sé sérstaklega nefndur töframaður þessara tónleika.“ Jón Hlöðver Áskelsson BANDARÍSKA dagblaðið The New York Times birti í gær fjög- urra blaðsíðna grein, auk forsíðu- fréttar, um umfangsmikla sviksemi eins fréttamanna blaðsins í tengslum við tugi stórra fréttafrá- sagna. Blaðamaðurinn, Jayson Blair, sagði upp störfum í byrjun maí eftir að annað bandarískt blað, San Antonio Express-News, sak- aði hann um ritstuld vegna greinar um móður hermanns sem féll í stríðinu í Írak. Eftir að Blair, sem er 27 ára, sagði upp skipaði New York Times hóp til að rannsaka störf hans. Í gær greindi blaðið síðan frá því að á stuttum starfsferli sínum hefði Blair ítrekað gerst sekur um fölsun frétta sem birst hefðu á síðum blaðsins. „Jayson Blair villti um fyrir les- endum og samstarfsmönnum [blaðsins] með fréttaskeytum sem hann lét skína í að væru frá Mary- land, Texas og fleiri ríkjum, þegar hann í rauninn var staddur í New York. Hann bjó til ummæli. Hann sagði ósatt um atburðarás. Hann tók efni úr öðrum blöðum og frétta- þjónustum,“ sagði í greininni í gær. Þá sagði blaðið að a.m.k. 36 af 73 fréttafrásögnum sem Blair hefði skrifað hefðu verið ónákvæmar, og væri þetta „dapurleg stund“ í sögu blaðsins. Greinin í gær þykir einkar merkileg vegna þess að The New York Times hefur verið talinn helsti merkisberi ítarlegrar frétta- mennsku í Bandaríkjunum og víð- ar. Greinin fól bæði í sér fordæm- ingu á lygum Blairs og sektarjátn- ingu ritstjóra blaðsins fyrir að hafa ekki komið auka á sviksemi hans. „Sá skaði sem [Blair] hefur valdið blaðinu og starfsfólki þess mun ekki verða afmáður á næstu vikum eða mánuðum eða jafnvel árum,“ sagði í greininni. „Þetta er ljótt glóðarauga,“ sagði Arthur Sulzberger yngri, stjórnarformaður útgáfufyrirtækis blaðsins, The New York Times Company, en fjölskylda hans hefur átt ráðandi hlut í blaðinu í 107 ár. New York Times biðst afsökunar New York. AFP. GULLHÚÐUÐUM skúlptúr, svo- nefndum Saltstauk, frá 16. öld hef- ur verið stolið af safni í Vín. Skúlpt- úrinn er talinn vera 50 milljóna evra virði, eða ríflega 4,2 milljarða íslenskra króna. Að sögn lögreglu átti þjófnaðurinn sér stað aðfara- nótt gærdagsins og allar líkur væru á að þar hefði atvinnuþjófur verið að verki, sendur af listaverkasafn- ara. Svo virtist sem þjófurinn hefði klifrað upp vinnupalla og farið inn á aðra hæð safnsins, Kunsthistor- isches Museum, með því að brjóta rúðu í glugga. Síðan hefði hann brotið glerkassann sem skúlptúrinn var í. Aðvörunarkerfi hefði farið í gang klukkan fjögur, en ekki væri útlit fyrir að næturverðir hefðu far- ið strax að kanna málið því að þjófn- aðurinn uppgötvaðist ekki fyrr en fjórum klukkutímum síðar. Safnið er búið nýjustu gerðum þjófavarna, m.a. myndbandsupptökuvélum. Forstjóri safnsins, Wilifred Sei- pel, sagði þetta stjórþjófnað og þótt verðmæti skúlptúrsins væri áætlað 50 milljónir evra væri ógerningur að selja hann á opnum markaði. AP Stórþjófnaður í Vín Vín. AFP. MIKILL viðbúnaður var í borginni Koronadal á sunnanverðum Fil- ippseyjum í gær þar sem leitað var vísbendinga um hverjir hefðu stað- ið að sjálfsmorðssprengjuárás er varð 13 manns að bana daginn áð- ur. Fjöldi manns særðist. Tveir útlagahópar múslima eru taldir líklegir forsprakkar tilræð- isins er framið var á markaðstorgi í borginni. Talið er að tveir menn hafi borið hvor sína sprengjuna inn á torgið og sprengt sig þar í loft upp. Skömmu síðar fannst þriðja sprengjan rétt hjá slökkvistöð borgarinnar. Hún var gerð óvirk. Borgarstjórinn í Koronadal, Fernando Miguel, sagði að fljót- lega eftir að sprengjurnar sprungu hafi hringt í sig maður sem kynnt hafi sig sem Abu Sulaiman, félaga í Abu-hópi útlægra múslima, og lýst tilræðunum á hendur sér. Hefði Sulaiman þessi varað við því að fleiri tilræði yrðu framin ef hópn- um yrðu ekki greiddar fjórar millj- ónir pesóa. Bætti borgarstjórinn því við að Sulaiman hefði ítrekað hringt í sig undanfarið ár og heimt- að peninga. Þrettán létust í sprengjutilræði Cotabato á Filippseyjum. AFP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.