Morgunblaðið - 12.05.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.05.2003, Blaðsíða 37
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MAÍ 2003 37 Rekstrar- og viðskiptanám • Þriggja eða fjögurra missera nám. • Hefst í ágúst 2003. Umsóknarfrestur er til 30. maí. • Þriggja missera nám er 470 kennslustundir auk dæmatíma og samsvarar 27 eininga námi á háskólastigi. • Þátttökugjald fyrir þrjú misseri: 330.000 kr. Rekstrarfræði • Tveggja missera nám. Hefst í ágúst 2003. • Umsóknarfrestur er til 30. maí. • Námið er 346 kennslustundir og samsvarar 12 eininga námi á háskólastigi. • Þátttökugjald: 240.000 kr. Stjórnun og rekstur í heilbrigðisþjónustu • Þriggja missera nám. Hefst í ágúst 2003. • Umsóknarfrestur er til 30. maí. • Námið er 437 kennslustundir og samsvarar 15 eininga námi á háskólastigi. • Þátttökugjald: 280.000 kr. Opinber stjórnsýsla og stjórnun • Þriggja missera nám. Hefst í janúar 2004. • Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 2003. • Námið er 430 kennslustundir og samsvarar 15 eininga námi á háskólastigi. • Þátttökugjald: 290.000 kr. Stjórnun og rekstur fyrir sjálfstætt starfandi sérfræðinga • Tveggja missera nám. Hefst í ágúst 2003. • Umsóknarfrestur er til 30. maí. • Námið er 115 kennslustundir. • Þátttökugjald: 100.000 kr. Markaðs- og útflutningsfræði • Tveggja missera nám. Hefst í ágúst 2003. • Umsóknarfrestur er til 30. maí. • Námið er 400 kennslustundir og samsvarar 23,5 eininga námi á háskólastigi. • Þátttökugjald: 240.000 kr. Verkefnastjórnun – Leiðtogaþjálfun • Tveggja missera nám. Hefst í ágúst 2003. • Umsóknarfrestur er til 30. maí. • Námið er 343 kennslustundir og samsvarar 12 eininga námi á háskólastigi. • Þátttökugjald: 230.000 kr. Starfsmannastjórnun • Þriggja missera nám. Hefst í ágúst 2003. • Umsóknarfrestur er til 30. maí. • Námið er 430 kennslustundir og samsvarar 15 eininga námi á háskólastigi. • Þátttökugjald: 355.000 kr. Vinna með félagslegt tengslanet • Tveggja missera nám. Hefst í ágúst 2003. • Umsóknarfrestur er til 30. maí. • Námið er 100 kennslustundir. • Þátttökugjald: 178.000 kr. Stjórnun og forysta í skólaumhverfi • Tveggja missera nám. Hefst í janúar 2004. • Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 2003. • Námið er 225 kennslustundir og samsvarar 15 eininga námi á háskólastigi. Lærðu meira með endurmenntun ENDURMENNTUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Fáðu sendan bækling www.endurmenntun.is S: 525 4444 Nám samhliða starfi LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upp- lýsingar í s. 563 1010. BRÁÐAMÓTTAKA fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans opin kl. 8–17 v.d. S. 543 2000 eða 543 1000 um skiptiborð. LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Rvík, Seltj.nesi, Kóp., Garðabæ og Hafnarfirði, í Smára- torgi 1, Kóp. Móttaka kl. 17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhr. um helgar og frídaga. Uppl. í s. 1770. SJÚKRAHÚS REYKJAVÍKUR: Slysa- og bráðamóttaka í Fossvogi er opin allan sólarhringinn fyrir bráðveika og slasaða s. 543 1000 um skiptiborð / 543 2000 beinn sími. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá- tíðir. Símsvari 575 0505. VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl. 10–16. Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í s. 821 5369. LÆKNALIND, Bæjarlind 12, Kóp. Einkarekin læknisþjón- usta. Vaktþjónusta alla v. d. kl 08–17. Uppl. í s. 520 3600 og á heimasíðu www.laeknalind.is APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8– 24, v. d., kl. 10-24 um helgar. S. 581 2101. LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga kl. 8–24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga kl. 8–24. S. 564 5600. BORGARAPÓTEK: Opið alla v. d. kl. 9–24, um helgar kl. 10– 24. S. 585 7700. Læknas. 585 7710 og 568 1250. Fax: 568 7232. Kl. 02 - 8 er lyfjaþjónusta á vegum læknavaktar. NEYÐARÞJÓNUSTA NEYÐARMÓTTAKA vegna nauðgunar er opin allan sól- arhr., s. 525 1710 eða 525 1000. EITRUNARUPPLÝSINGASTÖÐ er opin allan sólarhring- inn. S. 525 1111 eða 525 1000. ÁFALLAHJÁLP. Tekið á móti beiðnum allan sólarhr. S. 525 1710 eða 525 1000. BAKVAKT Barnaverndarnefndar Rvíkur er starfrækt eftir kl. 16.15 v. d., allan sólarhr. aðra daga. S. 892 7821, sím- boði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep- urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trún- aði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717. TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar- og upplýsingas. ætlaður börnum, unglingum og aðst. þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr. Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netf.: husid@redcross.is VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, ætlað fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, s. 5 800 430 tekur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrifstofu- tíma. NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sólar- hringinn. Vímulaus æska- Foreldrahús. Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112 VORVEIÐI á sjóbirtingi í Fitjaflóði, sem er eitt af veiðisvæðum Gren- lækjar, hófst miðvikudaginn 7. maí og lenti opnunarhollið í mokveiði, alls var 150 sjóbirtingum landað, öll- um á flugu og var öllum að fjórum undanskildum sleppt aftur, að sögn Ingólfs Davíðs Sigurðssonar, sem var meðal veiðimanna. „Þetta var meira af fiski en búist hafði verið við, kannski að áin sé að jafna sig eftir þurrkana miklu um ár- ið, þegar hún þornaði algerlega upp á stórum köflum. Meðalstærðin kom okkur einnig skemmtilega á óvart, það voru t.d. nokkrir fiskar yfir 70 sentimetrar og einn braut 80 senti- metra múrinn, mældist 82 senti- metrar,“ bætti Ingólfur Davíð við. Ingólfur Davíð Sigurðsson sleppir stórum sjóbirtingi í Fitjaflóði. Mok í opnun Fitjaflóðs ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Myndlistarsýning leikskólabarna Árleg myndlistarsýning leikskóla- barna í Bakkahverfi í Breiðholti verður opnuð á morgun þriðjudag- inn 13. maí kl. 14. Sýningin er í göngugötunni í Mjódd og stendur til 27. maí. Á opnunarhátíðinni syngja leikskólabörn nokkur lög, veitingar og skemmtiatriði verða í boði Mjóddarinnar. Leikskólabörn bjóða gestum að skoða sýninguna. Aðalfundur Heilsuhringsins verð- ur haldinn í Norræna húsinu á morgun þriðjudaginn 13. maí kl. 20. Að loknum aðalfundarstörum flytur Kristbjörg Kristmundsdóttir jóga- kennari erindið: Hver er tilgangur lífsins? Fyrirhugað erindi Hallgríms Magnússonar fellur niður vegna ófyrirsjánlegra aðstæðna, segir í fréttatilkynningu. Tímaritið Heilsuhringurinn kemur út tvisvar á ári, vor og haust. Þar er leitast við að miðla fræðslu um heild- rænar leiðir til að viðhalda heilbrigði og benda á áhugaverðar nýjungar á sviði lækninga, segir í fréttatilkynn- ingu. Á MORGUN Dyngjan, áfangaheimili fyrir kon- ur sem hafa lokið áfengismeðferð, er fimmtán ára á þessu ári. Í tilefni af- mælisins er opið hús fimmtudaginn 15. maí, frá 16–19 í Snekkjuvogi 21. Á þessum árum hafa tæplega 700 konur, ásamt börnum sínum, dvalist á heimilinu í lengri eða skemmri tíma. Allir velunnarar heimilisins eru boðnir velkomnir. Stjórn Skotveiðifélags Reykja- víkur og nágrennis boðar til aðal- fundar félagsins fimmtudaginn 15. maí kl. 20.30, á Ráðhúskaffi. Aðalfundur Stómasamtaka Ís- lands verður miðvikudaginn 14. maí kl. 20, í húsi Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8 í Reykjavík, 4. hæð. Húsið er opið frá kl. 19.30. Kaffiveit- ingar og spjall að fundi loknum. Vorfundur Steinsteypufélags Ís- lands verður haldinn miðvikudaginn 14. maí kl 16.15, í Sjómannaskól- anum í Reykjavík. Erindi halda: Sig- urður Einarsson arkitekt, Jón Viðar Guðjónsson húsasmiður og tækni- fræðingur, Ari Trausti Guðmunds- son, Snæbjörn Snæbjörnsson múr- ari og kennari, Ragnar Gunnarsson framkvæmdastjóri. Fundurinn er opinn öllum. Kaffiveitingar í boði fé- lagsins, aðgangur er ókeypis. Vestfirðingafélagið í Reykjavík stendur fyrir menningarvöku í Gjá- bakka, Fannborg 8, miðvikudaginn 14. maí kl. 20. Hannibal Valdimars- son ráðherra hefði orðið 100 ára í janúar sl. og verður þess minnst af Ólafi Hannibalssyni og Sigurði H. Magnússyni. Guðrún Gunnarsdóttir og Valgeir Skagfjörð flytja lög Ellýjar Vilhjálms. Fjöldasöngur í umsjá Guðrúnar Lilju Guðmunds- dóttur og Brynjólfur Jónsson skóg- fræðingur flytur erindi um skóg- rækt á Vestfjörðum. Allur ágóði af menningarvökunni rennur til styrkt- ar Menningarsjóðs vestfiskrar æsku. Allir velkomnir. Aðferðafræði Cognos kynnt á ráðstefnu Ax hugbúnaðarhús í samvinnu við Annata, Calidris, Hug og KPMG ráðgjöf, efna til Cognos- ráðstefnu 14. maí kl. 9–12, á Grand Hótel Reykjavík. Aðferðafræði Cognos um „Corperate Perform- ance Management“ verður kynnt á ráðstefnunni. Upplýsingar fást hjá Guðmundi Stefáni Jónssyni gsj- @ax.is Á NÆSTUNNI MÁNUDAGINN 12. maí nk. lýkur samræmdu prófunum hjá nemend- um í 10. bekk grunnskólanna. „Með samstilltu átaki margra aðila undan- farin ár hefur tekist að draga stór- lega úr hópamyndun og drykkju meðal barna á þessum tímamótum. Við lok prófanna nú í ár ætla flest- ir skólar að fara í ferð til að fagna tímamótunum, margir að frumkvæði og með þátttöku foreldrafélaganna. Við hvetjum foreldra til að styðja börnin til þátttöku í slíkum ferðum. Að öðrum kosti hvetjum við foreldra til að verja deginum og kvöldinu með börnunum sínum. Mörg dæmi eru um að á þessum degi eða næstu helg- ar neyti börn áfengis í fyrsta skipti. Ennfremur viljum við minna for- eldra á að leyfa ekki foreldralaus partý eða ferðir, og koma því á fram- færi til allra fullorðinna að það er grikkur en ekki greiði að kaupa, gefa eða veita barni eða ungmenni undir 20 ára aldri áfengi, enda er það ólög- legt,“ segir í frétt frá SAMFOK. Foreldrar hvattir til að styðja börn sín BEÐIST er velvirðingar á kynningu á gúllasguðsþjónustu Óháða safnað- arins í messudálki Morgunblaðsins á kosningadaginn. Pétur Þorsteinsson, safnaðar- prestur Óháða safnaðarins. Athugasemd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.