Morgunblaðið - 12.05.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.05.2003, Blaðsíða 39
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MAÍ 2003 39 ÞRÓUNIN hér á landi í mennta- málum er því miður á þá leið að réttur einstaklinga til náms er ekki jafn. Mikll ótti er t.d.við skólagjöld, að með þeim sé komið í veg fyrir að lágtekjufólk geti lagt stund á nám. Annað sem einnig er staðreynd er að í öllu því framboði sem hér er af námi er listnám á háskólastigi afar takmarkað. Hér á landi er aðeins ein stofnun sem býður uppá listnám til BA-gráðu en það er Listaháskóli Íslands. Það var mikil framför og gleði- efni þegar LHÍ var stofnaður og loksins var okkur Íslendingum gert kleift að stunda listnám á háskóla- stigi hér heima, sem er sambæri- legt því sem er í boði erlendis. Því miður er það þó þannig að aðeins takmarkaður fjöldi einstaklinga fær tækifæri að stunda þetta nám. Á hverju ári eru aðeins teknir inn örfáir aðilar í LHÍ, svo fáir að það er í raun hlægilegt miðað við þann fjölda sem reynir að fá inngöngu. Þar sem ekki eru aðrir skólar í boði sem bjóða uppá nám á þessu stigi er því afar takmarkaður fjöldi sem fær tækifæri til þess að mennta sig á þessu sviði. Annar valkostur er að fara utan í nám. Það sem verra er að þar eru víða afar há skólagjöld inní listahá- skóla og LÍN veitir ekki námslán fyrir skólagjöldum til BA-gráðu, einungis framfærslulán, vegna þess að sams konar nám er kennt hérna heima! Nám þar sem aðeins brota- brot af þeim umsækjendum sem sækja um fá inngöngu í. Þeim sem ekki fá inngöngu í LHÍ er því ekki gefinn kostur á því að sækja um lán fyrir skólagjöldum til þess að leggja stund á sams konar nám erlendis. Það sem eftir stendur er það að annaðhvort þarftu að vera kominn af efnaðri fjölskyldu sem getur borgað námið fyrir þig eða þá að taka bankalán með tilheyrandi vöxt- um og gjalddögum og koma þér þannig í ógöngur við það eitt að læra. Það er því úr vöndu að ráða fyrir þá sem hyggjast leggja stund á þess konar nám og algerlega búið að skerða möguleika hvers og eins til þess. Þetta þykir mér afar sorg- legt og neikvætt í þjóðfélagi þar sem lögð er mikil áhersla á mennt- un og enginn er eitt eða neitt nema hann hafi tilskilda gráðu til að sanna það. MARÍA KRISTÍN STEINSSON, Réttarholtsvegi 87, Reykjavík. Listnám á háskólastigi – Aðeins fyrir útvalda! Frá Maríu Kristínu Steinsson: ÞAÐ er margt sem kemur í huga minn þegar handboltaveturinn er senn á enda. Þó stendur hæst hversu íþróttin á undir högg að sækja og virðist sem þetta fyrirkomulag gangi ekki upp. Einnig virðist sem svo að handknattleiksforystan hafi það ekki sem markmið að félögin fái áhorfendur á leikina. Að byrja úr- slitakeppnina þegar Manchester United og Real Madrid eru í beinni á Sýn, segir allt sem segja þarf. Það er einnig að verða áhyggju- efni að sumir íþróttafréttamenn virðast engan áhuga hafa á íþrótt- inni og komast bara hreinlega upp með það. Þetta á mest við um Stöð 2 og Sýn. Þegar Íslandsmeistarar KA og deildarmeistarar Hauka átt- ust við í undanúrslitum, sýndu Stöð 2 og Sýn engar myndir frá því sem mér finnst mjög lélegt. Það má endalaust tala um dóm- gæslu og einhvern veginn virðist það vera þannig að liðið sem tapar, verður ansi oft ósátt við dómgæsl- una. Þó hefur dómgæslan verið slæm í vetur að mínu mati. Aðalefni þessarar greinar er þó ótrúleg hegðun hjá Viggó Sigurðs- syni, þjálfara Hauka, í töluverðan tíma. Það skal tekið fram, þar sem undirritaður er KA-maður, að þessi grein er ekki skrifuð í tapsæri, þar sem Haukar lögðu KA í gær. Þar voru Haukar einfaldlega betri og hafa á að skipa góðu liði. Það er slæmt ef þjálfarinn setur blett á lið- ið. Hann er að mínu mati búinn að skemma fyrir sér og sínum með sínum yfirgangi og stólakasti. Eftirfarandi birtist á mbl.is 28/ 04: „Dómgæslan var hneyksli og ég var hættur að æsa mig yfir þessari vitleysu. Ósamræmið var alveg rosalegt og alltaf þegar við kom- umst í vænlega stöðu gripu dóm- ararnir í taumana og þeir unnu kerfisbundið að því að láta okkur tapa leiknum. Við vorum reknir út af í tíma og ótíma og svo komu vítin í kippum. Þessir dómarar hafa ver- ið áskrifendur að leikjum KA hér fyrir norðan og það vantaði bara að treyjurnar þeirra væru gular. Það væri fróðlegt að skoða það hjá HSÍ hvað þessir dómarar hafi dæmt oft hjá KA og hvað þeir hafa fengið greitt fyrir það. Það er synd að í svona mikilvægum baráttuleik tveggja góðra liða skuli dómararnir hafa verið óhæfir,“ sagði Viggó og meinti hvert orð. Þarna eru ansi stór orð látin falla. Ég fæ ekki betur séð en hann ásaki dómarana um að þiggja mút- ur. Þetta er líka einfaldlega rangt að þessir dómarar í umræddum leik hafi verið KA-mönnum hliðhollir, en það er önnur saga og sitt sýnist hverjum. Nú finnst mér kominn tími til að Viggó Sigurðsson sé stoppaður af, hann er íþróttinni til algjörrar skammar. PÉTUR GUÐJÓNSSON, Snægili 2, Akureyri. Um hand- bolta Frá Pétri Guðjónssyni:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.