Morgunblaðið - 12.05.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.05.2003, Blaðsíða 36
Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. MINNINGAR 36 MÁNUDAGUR 12. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Júrí Aleksandro-vitsj Reshetov, fyrrum sendiherra Rússlands á Íslandi, lést á 68. aldursári aðfaranótt 6. maí sl., er hann var á ferða- lagi á Spáni í opin- berum erindagjörð- um. Hann var fæddur og uppalinn í borg- inni Nishní Novgorod við Volgu (Gorkí nefndist borgin á Sovéttímanum). Hann fluttist síðar til Moskvu, innritaðist í diplómataháskóla, lagði stund á nám í lögfræði og útskrifaðist með doktorsgráðu í þjóðarétti. Hann starfaði um áratuga skeið í utanrík- Ferðaðist hann víða um lönd á vegum nefndarinnar og var í einni slíkri ferð þegar hann féll frá. Júrí sat í stjórn Félags Sameinuðu þjóð- anna í Rússlandi og var varafor- maður þess. Hann var mikill mála- maður og hafði íslenskuna fullkomlega á valdi sínu, einarður áhugamaður um íslensk málefni, þjóðmál og menningu. Þegar félag til eflingar gagnkvæmra samskipta þjóða Rússlands og Íslands á menn- ingarsviðinu var endurvakið fyrir rúmu ári, var Júrí Reshetov sjálf- kjörinn til forystu. Hann var sæmd- ur stórriddarakrossi Hinnar ís- lensku fálkaorðu og var heiðurs- félagi í MÍR, Menningartengslum Íslands og Rússlands. Síðustu miss- erin vann hann að þýðingum verka íslenskra höfunda á rússnesku. Eftirlifandi eiginkona Júrí Reshetovs er Nína Akímova. Sonur þeirra er Aleksei. Útför Júrí Reshetovs verður gerð í Moskvu í dag, mánudaginn 12. maí. isþjónustunni, bæði í Moskvu og erlendis, gegndi m.a. starfi blaðafulltrúa við sendiráð Sovétríkj- anna á Íslandi 1964– 1966 og kom aftur til starfa hér á landi 1992, þá sem sendiherra Rússlands. Sendi- herrastarfinu gegndi hann til ársins 1998. Júrí Reshetov hafði með höndum kennslu sem prófessor við Rík- isstofnun erlendra samskipta í Moskvu (MGIMO) og starfaði um árabil í al- þjóðlegri nefnd Sameinuðu þjóð- anna gegn kynþáttafordómum og misrétti af þeirra völdum. Kveðja frá MÍR Óvænt harmafregn barst frá Moskvu á dögunum um sviplegt and- lát góðs vinar, Júrí Reshetovs fyrr- verandi sendiherra Rússeska sam- bandsríkisins á Íslandi, eins af heið- ursfélögum MÍR og nánasta sam- starfsmanns félagsstjórnarinnar um árabil. Þessi dánarfregn kom fyrir- boðalaust og snart okkur félagana eins og reiðarslag. Ég hafði rætt við hann í síma fáum dögum áður. Þá var Júrí sjálfum sér líkur, með gam- anyrði á vörum um leið og hann sagði án málalenginga frá því sem hann var að vinna að, m.a. þýðingum sín- um á leikverkum tveggja íslenskra höfunda og samningaviðræðum um að koma þeim á svið í Moskvu. Einn- ig ræddi hann um næstu áform í fé- lagsstarfinu til að efla menningarleg samskipti þjóðanna. Fyrsta hugsun sem um hugann flaug þegar ég heyrði andlátsfregnina þennan svala vormorgun var: Nú höfum við MÍR- félagar, já, reyndar allir Íslendingar, misst hauk í horni þar sem Júrí var og þó að maður komi jafnan í manns stað mun enginn geta fyllt skarð hans. Júrí Reshetov lifði svo sannarlega tímana tvenna; hann ólst upp og starfaði framan af starfsævinni und- ir Ráðstjórn, í sovésku utanríkis- þjónustunni bæði heima og erlendis, en hin síðari ár við umbylt þjóð- félagskerfi Rússlands á vegum utan- ríkisráðuneytis þess. Jafnframt sinnti hann kennslustörfum við æðri menntastofnanir og vann að mann- réttindamálum á vegum Sameinuðu þjóðanna. Þegar stundir gáfust sat hann við þýðingar á íslenskum skáld- verkum og tók þátt í starfi félaga- samtaka þeirra sem unnu að hugð- arefnum hans. Fyrirgreiðslumaður var hann og oft túlkur, þegar hópar Íslendinga lögðust í ferðalög til Rússlands eða Rússar ætluðu að skipuleggja ferðir til Íslands. Þegar Júrí Reshetov starfaði hér á landi, fyrst sem fulltrúi í sovéska sendiráðinu og síðar sem ambassa- dor Rússlands, naut hann góðrar ís- lenskukunnáttu sinnar og kynntist fyrir bragðið miklu betur íslensku þjóðlífi og menningu en ella. Hann eignaðist marga kunningja og vini á Íslandi, enda maður skemmtilegur og spaugsamur, laus við alla fordild og óþarfa formfestu, alþýðlegur í besta lagi og óhræddur við að til- einka sér þjóðlega íslenska siði. Af þessum sökum naut hann vinsælda meðal almennings en var jafnframt virtur vel af þeim sem áttu við hann samskipti í embættisnafni. Hann var eftirsóttur fyrirlesari og/eða gestur á mannamótum. Síðast var hann á fyrirlestraferð hér á landi í október sl. og talaði þá um lögfræðileg efni í Háskóla Íslands og ástand mála í Rússlandi nútímans í MÍR. Áhugi Júrí Reshetovs á menning- artengslum Rússa og Íslendinga var einlægur og engin uppgerð. Þó að bágur fjárhagur hins nýja félags í Moskvu sem hann var í forystu fyrir, Félagsins Rússland-Ísland, setti fé- lagsstarfinu þröngar skorður, þá hafði hann ýmsar áætlanir á prjón- unum.Og hann lagði jafnan áherslu á að halda uppi góðu samstarfi við MÍR og greiða götu félagsstjórnar eftir mætti. Eiginkona Reshetovs, Nína Akímova, stóð jafnan vel að baki honum í þessum málum og studdi af dugnaði, áhugasöm og ákveðin, úrræða- og tillögugóð. Ber að þakka henni samstarfið ekki síður en eiginmanninum, og ekki síst ómetanlega fyrirgreiðslu þegar við hjónin lentum í hremmingum í Moskvu í fyrrasumar. Á útfarardegi Júrí R. Reshetovs minnumst við hjónin, MÍR-félagar og aðrir vinir hans á Íslandi góðs drengs og sam- starfsmanns um leið og við sendum Nínu og Aleksei hugheilar samúðar- kveðjur. Ívar H. Jónsson. JÚRÍ RESHETOV Laugarneskirkja. Vinir í bata, op- inn sporafundur kl. 18. Umsjón Linda og Arnheiður. 12 spora-hóp- ar koma saman í dag kl. 20. Um- sjón Margrét Scheving sálgæslu- þjónn. (Sjá síðu 650 í Textavarpi.) Neskirkja. 6 ára starf kl. 13.50 10–12 ára starf kl. 16.30. Litli kórinn, kór eldri borara, þriðjudag kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Back- mann. Allir velkomnir. Árbæjarkirkja. Kl. 15.15 TTT (starf 10–12 ára) í safnaðarheim- ilinu. Fella- og Hólakirkja. Kl. 13–15.30 opið hús fyrir fullorðna í safnaðar- heimili kirkjunnar. Spilað, fræðst, kaffi og spjall. Bænastund kl. 15.15 í kirkjunni. Fyrirbænaefnum má koma til djákna í síma 557 3280. Þeir sem óska eftir akstri láti vita í sama síma fyrir há- degi á mánudögum. Stúlknastarf fyrir 11–12 ára kl. 17–18. Æsku- lýðsstarf fyrir 8.–10. bekk á mánu- dagskvöldum kl. 20.30. Hjallakirkja. Prédikunarklúbbur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra er í Hjallakirkju þriðjudaga kl. 9–10.30. Umsjón Sigurjón Árni Eyjólfsson. Bessastaðasókn. TTT-starf fyrir 10–12 ára drengi og stúlkur kl. 17.30–18.30 í stofu 104 í Álfta- nesskóla. Rúta ekur börnunum heim að loknum fundi. Skemmti- leg dagskrá. Mætum öll. Lágafellskirkja. Heimsóknarþjón- usta kirkjunnar er í umsjá Þórdísar djákna, símatími mánudaga kl. 16–18 í síma 566-7113. Opinn bænahópur í Lágafellskirkju kl. 20. Umsjón hefur Þórdís djákni. Al- Anon fundur í Lágafellskirkju kl. 21. Borgarneskirkja. TTT-starf kl. 15.30–16.30. Akureyrarkirkja. Kirkjusprellarar 6–9 ára kl. 16. TTT-starf kl. 17.30. ÆFAK, yngri deild kl. 20. „Bið ég María hjálpi mér.“ Maríumyndir í íslenskum útsaumi fyrri alda. Er- indi Elsu E. Guðjónsson í safnað- arheimilinu kl. 20.30. Safnaðarstarf KIRKJUSTARF ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Bifvélavirki Bifvélavirki óskast í 3-4 mánuði. Þarf að geta byrjað sem fyrst. Áhugasamir sendi inn svar á auglýsingadeild Mbl. eða á box@mbl.is merkt: „B—13684“. R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Skrifstofuherbergi/leiga Til leigu rúmgóð nýinnréttuð skrifstofu- herbergi í 104 Reykjavík. Beintengt öryggiskerfi. Sameiginleg kaffistofa. Upplýsingar í síma 896 9629. Til leigu atvinnuhúsnæði 1. Gott skrifstofuherbergi á góðum stað í Þingholtunum með sérinngangi, - forstofu og snyrtingu. Leiguverð á mánuði 35 þús. 2. 100 fm gott skrifstofuhúsnæði í Kirkju- hvoli, Kirkjutorgi 4 við Dómkirkjuna og Alþingi. 3. Skrifstofu- og lagerhúsnæði á jarð- hæð við Garðatorg 1, Garðabæ, allt að 1.000 fm. Upplýsingar gefur Karl í síma 892 0160. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Heilsuhringsins 2003 verður haldinn þriðjudaginn 13. maí kl. 20.00 í Norræna húsinu. Að loknum aðalfundarstörfum kl. 20.30 flytur Kristbjörg Kristmundsdóttir, yogakennari, er- indi. Hver er tilgangur lífsins? Aðgangur ókeypis - allir velkomnir. Ath. Fyrirhugað erindi Hallgríms Magnússonar fellur niður vegna ófyrirsjáanlegra aðstæðna. Stjórnin. Færsla Hringbrautar kynningarfundur Umhverfis- og tæknisvið Reykjavíkurborgar og Vegagerðin, Reykjanesumdæmi, boða til almenns kynningarfundar vegna mats á um- hverfisáhrifum færslu Hringbrautar í Reykjavík. Fundurinn verður haldinn í Hlíðaskóla þriðju- daginn 13. maí kl. 20:00 Gengið inn frá Hörgshlíð um efsta innganginn. KENNSLA Nýi söngskólinn „Hjartansmál“ Innritun — Inntökupróf Innritun fyrir næsta skólaár stendur yfir til 21. maí. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans í Tónlistarhúsinu Ými og á netinu, songs- koli.is . Einnig er hægt að innrita sig í símum 893 7914 og 695 2914. Inntökupróf verða 22. maí Að kröfu borgaryfirvalda verða nemendur næsta árs að hafa lögheimili í Reykjavík. Nemendur utan Reykjavíkur verða að fá undir- ritaða staðfestingu eigin sveitarfélags um að það greiði kostnað við námið umfram skóla- gjald. Skólastjóri. ÞJÓNUSTA Húseigendur ath! Er komin móða eða raki milli glerja? Móðuhreinsun, símar 587 5232 og 897 9809. TILKYNNINGAR Sól hækkar á lofti og dagurinn lengist: Að gera hreint fyrir sínum dyrum Að gefnu tilefni vilja bæjaryfirvöld í Kópavogi beina þeim tilmælum til eigenda atvinnufyrir- tækja í bænum að þeir sjái til þess að rusl og annar úrgangur verði hreinsaður af lóðum þeirra. Tekinn hefur verið saman listi yfir þau fyrirtæki í Kópavogi, þar sem umgengni utan dyra er verulega ábótavant. Bæjaryfirvöld vilja nú gefa þeim fyrirtækjum, sem hlut eiga að máli, kost á að bæta ráð sitt fyrir miðjan júní nk. Ljóst er að mikið hefur áunnist í þessum efnum frá því vorið 2000, er lóðir atvinnufyrirtækja voru síðast skoðaðar með tilliti til umgengni. En betur má ef duga skal. Gerum Kópavog að hreinni og enn betri bæ. Gleðilegt sumar! Bæjarstjórinn í Kópavogi. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 10  1845128  Lf. I.O.O.F. 19  1845128  Lf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.