Morgunblaðið - 12.05.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.05.2003, Blaðsíða 1
Morgunblaðið/Sverrir Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson koma af fundi sínum í Ráðherrabústaðnum. Að baki þeim eru, f.v. Atli Ásmundsson, blaðafulltrúi Halldórs, Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður Davíðs, og Þorkell Samúelsson, bílstjóri Dav- FORMENN stjórnarflokkanna, þeir Davíð Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra, munu í dag fara fram á það við nýkjörna þingflokka Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks að þeir veiti þeim umboð til formlegra við- ræðna um áframhaldandi ríkisstjórn- arsamstarf. Stjórnarflokkarnir héldu meirihluta sínum í alþingiskosningun- um á laugardag, hlutu samtals 34 þingmenn af 63 og 51,4% atkvæða, en stjórnarandstaðan á þingi fékk 47,2% atkvæða. Davíð Oddsson og Halldór Ás- grímsson hittust á fundi í Ráð- herrabústaðnum við Tjarnargötu upp úr hádeginu í gær. Davíð sagði í sam- tali við Morgunblaðið að þar hefðu þeir farið stuttlega yfir málin. „Nið- urstaðan varð sú að vegna úrslita kosninganna, þar sem ríkisstjórnin hélt velli með þetta traustum meiri- hluta, teldum við eðlilegt að við mynd- um leita eftir umboði til þess hjá þing- flokkunum að hefja formlegar viðræður,“ segir Davíð. „Við fórum ekki yfir nein efnisatriði, enda rétt að fara formlega leið og heyra í okkar þingflokkum. Ég á von á að þeir muni samþykkja þessar tillögur og viðræð- ur hefjist í framhaldinu. Svo verður að koma í ljós hvort menn ná saman um málefni eða aðra skipan mála. Það liggur að sjálfsögðu ekki á borðinu.“ Halldór Ásgrímsson sagðist myndu leggja til við þingflokkinn að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræð- ur við Sjálfstæðisflokkinn. Hins vegar væri ekkert hægt að segja meira um hvað viðræðurnar tækju langan tíma né um niðurstöðu þeirra. Stjórn Framsóknar og Samfylkingar yrði afar veik Framsóknarflokkurinn og Sam- fylkingin eiga möguleika á að mynda ríkisstjórn með eins manns meiri- hluta. Halldór segir að Össur Skarp- héðinsson, formaður Samfylkingar- innar, hafi hringt í hann í gær og þeir rætt almennt um niðurstöðu kosning- anna og stöðu mála. „Ég skýrði hon- um frá því að ég og forsætisráðherra hefðum talað saman í dag [í gær],“ segir Halldór. Um hugmyndir um stjórn með Samfylkingu segir Hall- dór: „Ég dreg enga dul á að slík rík- isstjórn yrði mjög veik.“ Aðspurður hvort hann gangi á fund forseta Íslands í dag, að loknum kosn- ingum, segir Davíð Oddsson engin efni vera til þess „að raska ró“ forset- ans. Stjórnarflokkarnir haldi velli og stefni að því að starfa saman. Samfylking bætti við sig fjórum Úrslit þingkosninganna urðu þau að Sjálfstæðisflokkurinn fékk 33,7% at- kvæða og 22 þingmenn kjörna, en fékk í kosningunum 1999 40,7% og 26 menn. Samfylkingin fékk 31% atkvæða og 20 þingmenn, hafði 26,8% og 16 menn. Framsóknarflokkurinn fékk 17,7% at- kvæða og 12 þingmenn, hafði áður 18,4% og jafnmarga menn. Vinstri- hreyfingin – grænt framboð fékk 8,8% atkvæða og fimm þingmenn, en hafði áður 9,1% og sex menn. Þá fékk Frjálslyndi flokkurinn 7,4% og fjóra menn, en hafði áður 4,2% og tvo þing- menn. Nýtt afl og sérframboð Krist- jáns Pálssonar í Suðurkjördæmi náðu ekki mönnum á þing. Ríkisstjórnin hélt velli í kosningunum með fimm þingsæta meirihluta Hefja viðræður um áfram- haldandi stjórnarsamstarf  Kosningar/4–27 Samfylking og Frjálslyndir bættu við sig, VG tapaði manni Einstefna á Ásvöllum Haukar réðu lögum og lofum í þriðja leiknum gegn ÍR Íþróttir B4 Grænir fánar í blómapottum og gámasalar á kosningavöku 18 Ozzy breytir til Unnið að samningi um starfslok við Epic Fólk 47 STOFNAÐ 1913 127. TBL. 91. ÁRG. MÁNUDAGUR 12. MAÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Hamingja og Maístjarnan Alltaf sóst eftir að leiða stjórn „ÉG hef alltaf sóst eftir því að leiða ríkisstjórn og að Framsóknarflokk- urinn nái afli til þess. Það er eins núna,“ segir Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins. Skv. upplýsingum Morgunblaðsins er talsverður þrýstingur á það innan flokksins að Halldór geri kröfu um forsætisráðuneytið sér til handa í viðræðunum við Sjálfstæðisflokkinn. „Við höfum ekki hafið neinar um- ræður um þetta en þetta er eitt af því sem flokkarnir munu ræða í þeim viðræðum sem framundan eru. Í mínum huga eru málefnin aðal- atriði og sá vilji okkar að halda áfram að byggja upp blómlegt at- vinnulíf og öflugt velferðarkerfi.“ LÍKUR eru á að forsætisráðherrar Ísraela og Palestínumanna fundi á föstudag að því er ísraelska útvarp- ið greindi frá í gær. Á skrifstofu Ar- iels Sharons, forsætisráðherra Ísr- aels, fékkst ekki staðfesting á fréttinni en Sharon hafði skömmu áður látið í ljósi vilja til að hitta Mahmud Abbas, forsætisráðherra Palestínumanna. Utanríkisráðherra þeirra, Nabil Shaath, staðfesti skömmu síðar við sjónvarpsstöðina CNN að áætlanir væru uppi um fund forsætisráð- herranna. Það yrði í fyrsta sinn sem þeir hittust frá því Abbas tók við embætti í lok apríl, en þeir höfðu áður hist á laun eftir að Sharon tók við embætti 2001. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti fundi með þeim í gær og lét Abbas í ljósi óánægju með að Palestínumönnum væri gert að leggja meira af mörkum við að framfylgja friðarvegvísinum svo- nefnda, þriggja þrepa áætlun um frið í Mið-Austurlöndum, sem lögð var fram af Bandaríkjamönnum, Rússum, Sameinuðu þjóðunum og Evrópusambandinu. Í vegvísinum er m.a. gert ráð fyr- ir að palestínskt ríki verði stofnað fyrir 2005. Palestínumenn hafa samþykkt áætlunina en Ísraelar gert 15 athugasemdir við hana og aldrei sæst á hana opinberlega. Horfur á fundi Abbas og Sharons á næstu dögum Jerúsalem, Jeríkó. AFP. Inni í myndinni að hætta DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að það sé inni í myndinni að hann hætti á Alþingi á þessu kjör- tímabili. „Ég gæli við það að eiga rýmri tíma fyrir mig sjálfan ein- hvern tímann, hvernig sem þau mál þróast. Þetta er alveg eins inni í myndinni. Þó að mér sé lýst sem valdagírugum og það allt saman þá er ég ekkert háður valdinu. Svo er aldrei hægt að útiloka að ég slái til og haldi áfram. Þetta verður bara að koma í ljós,“ segir Davíð. Hann bendir á að á kjörtímabilinu verði a.m.k. tveir landsfundir Sjálf- stæðisflokksins, „þannig að slík mál geta komið til athugunar á þeim fundum, hinum fyrri og síðari eftir atvikum. Ég tók við formennsku í Sjálfstæðisflokknum í mars [1991], fór síðan í kosningar 20. apríl og myndaði ríkisstjórn 30. apríl þannig að þetta er allt saman til í dæminu.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.