Morgunblaðið - 12.05.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.05.2003, Blaðsíða 38
38 MÁNUDAGUR 12. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞESSA dagana opnar maður ekki það blað að þar sé ekki grein eftir einhvern bónda sem skammast út í kjúklinga- og svínakjötsframleið- endur fyrir að vera í samkeppni við bændur í „hefðbundnu deildinni“ við að framleiða kjöt. Einnig skammast þeir út í þá þarna fyrir „sunnan“ fyrir að stjórna öllu í landbúnaðin- um vitlaust. Manni skilst helst að þessir Sunnanmenn eigi að ákveða hvaða tegundir kjöts við eigum að éta og hvað mikið af hverri, helst 90% kindakjöt! Alla vega finnst þeim þetta voða frekja í kjúklinga- og svínakjötsframleiðendum að valta svona yfir þeirra kinda- og nautakjötsfjöll og full ástæða til að stöðva þá svo kinda- og nautakjöts- framleiðendur fari ekki á hausinn. Og um þetta eiga Sunnanmenn að sjá um. Bændurnir eru líka að velta því fyir sér hverjir fjármagni fram- leiðslu alls þessa náttúruvæna kjöts, svo kinda- nautakjötið er farið að hlaðast upp. Þeim finnst alveg sjálf- sagt að kjúklinga- og svínakjöts- framleiðendur fari á hausinn, og það hlakkar í þeim, svona „þeim var nær“. En það er svo annað uppi á teningnum með þá. Þar má enginn fara á hausinn, ríkið verður alltaf að koma þeim til hjálpar, þegar eitt- hvað bjátar á. Og nú segja þeir: „Það verður að gera eitthvað fyrir okkur, því kjúklinga- og svínakjöts- framleiðendur eru að setja okkur á hausinn með því að ætla sér að framleiða kjöt ofan í alla heims- byggðina.“ Þetta er tónninn. Einu sinni enn! Hærri beingreiðslur? Þeim dettur ekki til lifandis hugar að eitthvað sé að hjá þeim sjálfum. Offramleiðsla er orð sem ekki hent- ar þeim, en það er nú einmitt merg- urinn málsins. Offramleiðsla á kindakjöti sem stuðlar að ofbeit, gróðureyðingu og jarðvegsfoki. Svo einfalt er nú það. Og allir lands- menn taka þátt í að fullkomna þessa eyðimörk, Ísland, með því að borga með framleiðslunni og borga svo aft- ur fyrir sömu vöru við búðarborðið. Svo, til að kóróna þetta allt, vilja þeir flytja út allt það kjöt sem land- inn getur ekki torgað, sem þýðir, að við erum að fórna afar viðkvæmum gróðri ofan í vel haldna útlendinga. Allt fyrir útlendingana! Gljúfur jafnt sem gróður. Sem minnir mig á Vinstri græna. Hvað hugsa þeir í umhverfismálum, annað en að koma í veg fyrir virkj- anir? Aldrei heyrir maður þetta náttúrufólk tala um ofbeit, gróður- eyðingu né jarðvegsfok. Það ætlar sem sagt seint að skilj- ast að þjóðin hefur breytt mataræði sínu. Hún borðar minna kjöt, mikið grænmeti, ávexti, fisk, pasta og hrísgrjón. Margir hafa alfarið hætt kjötáti, sérstaklega kindakjötsáti. Þá gengur bara ekki lengur að framleiða eins mikið af því og áður. Og það er bara gott fyrir blessaða fósturjörðina að losna við þessi síét- andi dýr, sem sífellt sjúga úr henni orkuna. Það er bara eitt til ráða fyrir kinda- og nautakjötsframleiðendur, og það er það að losa sig við þessa árans Sunnanmenn. Stjórna sér sjálfir og þar með bera ábyrgð á eig- in framleiðslu og síðan standa og falla með henni. Þá fyrst kemst á al- vöru hagræðing og eðlileg sam- keppni. En þó í fullri sátt við þverr- andi gróður landsins. Helst af öllu ætti að hafa allan búpening í beit- arhólfum, svo landið fái tækifæri til græða sín stóru sár. Í sumum til- fellum mun það taka aldir en í öðr- um færu víðir og birki að klæða fóst- urjörðina með undraverðum hraða. Það er ekki lengur sjálfgefið að gömlu húsdýrin fái að éta allan gróður landsins. Við, mennirnir, vilj- um líka fá að njóta hans. MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, Melteigi 4, Akranesi. Offramleiðsla á kjöti Frá Margréti Jónsdóttur: FYRIR nokkrum árum ætlaði allt vitlaust að verða vegna þess að rík- isstjórn Íraks hafði keypt rör í Þýzkalandi. Þetta voru nokkuð sver rör og einhver fann það út að úr þessum rörum mætti smíða fall- byssur sem drægju frá Írak til Ísr- ael. Svo liðu árin, aftur keyptu Írakar rör, nú voru það álrör, svona eins og eru notuð í vinnupalla. Við þetta varð nú allt snarvitlaust því svona rör er hægt að nota til þess að búa til hluti í kjarnaofna, en í þessum kjarnaofnum má svo hugs- anlega búa til efni sem e.t.v. er hægt að nota í kjarnorkusprengjur. Bæjarstjórn Reykjavíkur keypti heilmikið af rörum árið 1908 en þau voru notuð í vatnsveitu frá Gvend- arbrunnum til bæjarins. Sem betur fer voru ráðandi öfl í heiminum ekki búin að átta sig á því hvað rör geta verið stórhættuleg og þess vegna fékk bæjarstjórnin að vera í friði með þetta bauk sitt. Þegar vatnið var komið þurfti holræsi. Það var bara stofnað holræsafélag sem keypti meira af rörum sem lögð voru niður Bankastrætið. Nú eru stórvirkar vinnuvélar að moka burt þessu merkilega framtaki, gljábrenndum leirrörum sem eru nánast heil eftir tæp hundrað ár. Þetta er svo endurnýjað með rörum úr steinsteypu sem endast e.t.v. í fimmtíu ár. Allt á kostnað okkar skattgreiðenda. Annars er Davíð forsætisráð- herra að tala um að lækka skatta. Það er nú alveg mögulegt. Árið 1916 lagði kafbáturinn Bremen upp frá Kiel áleiðis til Norfolk í Banda- ríkjunum. Farmurinn var gull og gimsteinar sem ætlað var að greiða með upp í skuldir þýzka ríkisins. Það eina sem vitað er um afdrif þessa kafbáts er að breska her- skipið Mantua rakst á eitthvað sem líktist kafbáti u.þ.b. 250 sjómílur réttvísandi suður af Dyrhólaey, á sama tíma og fyrrnefndur kafbátur gæti hafa verið þar á ferð. Nú er bara að stækka efnahags- lögsöguna og byrja svo að leita að gullkafbátnum. GESTUR GUNNARSSON, Flókagötu 8, Reykjavík. Rör Frá Gesti Gunnarssyni:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.