Morgunblaðið - 12.05.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.05.2003, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MAÍ 2003 35 Elskulegur eiginmaður minn og faðir, HAUKUR CLAUSEN, tannlæknir, Blikanesi 5, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni, þriðju- daginn 13. maí kl. 13.30. Elín Hrefna Thorarensen, Ragnheiður Elín Clausen, Þórunn Erna Clausen. Elsku móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN HERMANNSDÓTTIR fyrrverandi kennari, lést á Lundi, hjúkrunar- og dvalarheimilinu á Hellu, fimmtudaginn 8. maí. Hermann Alfreðsson, Ragnheiður Alfreðsdóttir, Hannes Ólafsson og barnabörn. ✝ Sigríður Narf-heiður Jóhann- esdóttir húsfreyja fæddist á Vestur- götu 10 í Hafnar- firði 20. nóvember 1914. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Víðihlíð í Grindavík þriðju- daginn 5. maí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Jó- hannes Narfason sjómaður, f. 9.10. 1989, d. 12.5. 1960, og Guðrún Krist- jánsdóttir, f. 17.12. 1889, d. 3.8. 1963, húsfrú í Hafnarfirði. Faðir Jóhannesar var Narfi Jóhannes- son stýrimaður í Hafnarfirði. Guðrún var dóttir Kristjáns öku- manns, Auðunssonar, hafnsögu- manns í Hafnarfirði, Stígssonar, sjómanns á Álftanesi, Halldórs- sonar. Móðir Kristjáns var Her- dís Kristjánsdóttir, b. á Steini á Reykjaströnd, Sveinssonar. Móð- ir Guðrúnar var Þórdís Símonar- dóttir, b. á Skipum, Björnssonar, b. og bókbindara í Dvergasteini Jónssonar. Móðir Símonar var Guðríður Runólfsdóttir í Birtu. Móðir Þórdísar var Guðrún og Inga eru: 1) Ásrún, f. 28.10. 1940, röntgentæknir, búsett í Kópavogi, gift Herði Tryggva- syni, nú látinn, og eiga þau þrjú börn, þar af er eitt látið. 2) Ingvi, f. 29.1. 1944, tæknifræð- ingur, búsettur í Hafnarfirði, var kvæntur Sigríði Egilsdóttur og eiga þau þrjú börn. 3) Ágúst, f 29.1. 1944, tæknifræðingur, bú- settur í Noregi, kvæntur Borg- nýju Seland og eiga þau þrjú börn. 4) Jóhann, f. 8.3. 1945, blikksmiður, búsettur í Keflavík, kvæntur Sigríði Óskarsdóttur. Jóhann á eitt barn frá fyrra hjónabandi. 5) Þórir Gunnar, f. 16.10. 1946, verkstjóri, búsettur í Innri-Njarðvík, kvæntur Jónínu Sigríði Jóhannsdóttur og eiga þau fjögur börn. Barnabarna- börnin eru orðin 17. Sigríður útskrifaðist frá Flens- borg 1931 og starfaði sem kaupakona, vinnukona og við fiskvinnu í Keflavík. Hún var í verkalýðsfélögum og kvenfélagi Alþýðuflokksins og var varamað- ur í bæjarstjórn í Keflavík. Einn- ig var hún í Slysavarnafélagi Keflavíkur. Sigríður verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Magnúsdóttir, b. á Skipum, Guðmunds- sonar, og Guðríðar Snorradóttur. Systk- ini Sigríðar eru: Friðþjófur, f. 22.5. 1913, látinn, loft- skeytamaður, ekkja hans er Sigríður Guðmundsdóttir og eignuðust þau þrjú börn; Hinrik Valdi- mar Fischer, f. 11.2. 1918, látinn í sept- ember 1956, bif- reiðastjóri í Hafnar- firði og síðar í Reykjavík; Kristján Magnús Þór, f. 12.4. 1923, lagermaður hjá Ís- lenskum aðalverktökum, lærður loftskeytamaður, búsettur í Hafnarfirði, kvæntur Önnu Mar- gréti Þorvaldsdóttur og eiga þau fimm börn; Alda Bergljót, f. 8.11. 1926, húsfrú, búsett í Moneta í Virginíufylki í Bandaríkjunum, gift James Ralph Mills nú látin og voru þau barnlaus. Eiginmaður Sigríðar er Ingi Þór Jóhannsson stýrimaður, f. 4.1. 1916. Foreldrar hans voru Jóhann Ingvason oddviti og Kristín Guðmundsdóttir kaup- kona í Keflavík. Börn Sigríðar Hæ, amma, mig langar með nokkrum orðum að kveðja þig. Á slíkum stundum sem þessum fer maður ósjálfrátt að hugsa til baka, hugsa til þeirra stunda sem ég átti með þér og Inga Þór afa mínum. Minnisstæð voru þau ótal skipti sem börnin þín og barnabörn og síðar barnabarnabörn hittust heima hjá þér á jólum. Ég man hve fallegt mér fannst jólaskrautið sem prýddi jólatréð þitt, en þú hafðir af mikilli natni og áhuga búið til mestallt jólaskraut sem var á jóla- trénu. Þú varst flink í höndunum og hafðir næmt auga fyrir fallegum hlutum. Heimili þitt og garður bar þess einmitt glöggt merki alla tíð. Snyrtilegt og fágað. Einn var sá hlutur sem var ómissandi um hver jól fyrir lítil börn, en það var jólabingóið. Ég var stundum óþreyjufullur að bíða eftir að bingóið hæfist, spennan var mikil, enda varstu búinn að út- búa fullt af litlum pökkum. Auðvit- að passaðir þú upp á að vinningar fyrir stráka væru í bláum pappír og vinningar fyrir stelpur væru í rauðum pappír. Ég sagði einmitt við konuna mína um daginn þegar við vorum að skipuleggja barna af- mæli að ég ætlaði að hafa bingó eins og var hjá ömmu og afa á Tjarnargötunni. Það unnu kannski ekki allir í bingóinu hjá þér, en það fengu allavega allir sælgæti eins og þeir gátu í sig látið. Í mínum augum varstu alltaf skörungur mikill. Svona eins konar kvenhetja. Enda örugglega ekkert grín að vera sjómannsfrú með fjóra drengi, á svipuðum aldri, sem hlýddu örugglega ekkert alltaf mömmu sinni. En með hjálp afa tókst þér þó samt koma þeim öllum til manns. Þú gast líka oft sagt hluti við fólk sem aðrir hugsuðu án þess þó að særa viðkomandi. Eins og til dæmis sagðirðu mér oft að ég væri grindhoraður. Mér finnst þetta magnaður eiginleiki og ég vildi að ég hefði hann. Elsku amma mín, ég vildi að samverustundir okkar hefðu verið fleiri en þær voru nú hin síðari ár. Ég vil votta afa, pabba og öðrum aðstandendum mínar dýpstu og innilegustu samúðarkveðjur og vona að ykkar innri andlegi styrk- ur muni leiða ykkur út úr óhjá- kvæmilegri sorg ykkar. Kristinn Þór. Í dag þegar ég kveð ömmu mína Sigríði N. Jóhannesdóttur rifjast upp minningar frá því ég var barn að leika mér heima hjá Siggu ömmu og Inga Þór afa á Tjarn- argötunni. Amma mín var íslensk sjó- mannsfrú í smábæ úti á landi en umheimurinn átti stóran hlut í huga hennar og lífi, enda alltaf í sambandi við Öldu systur sína sem bjó í Nígeríu og fluttist síðan til Ameríku. Amma ferðaðist mikið um Bandaríkin og Kanada, þar sem hún átti auðvelt með að kynn- ast fólki. Eignaðist hún fjölda vina sem hún hélt góðu sambandi við alla tíð. Fyrir mig sem barn var heimili Siggu ömmu og Inga Þórs afa æv- intýraheimur þar sem ég skoðaði skordýr úr hitabeltinu, risakuð- unga, ýmiss konar steina, bækur um ólíklegustu efni, enda bókaorm- ar sem þarna bjuggu og á veggj- unum héngu afrískar myndir. Sigga amma var sömuleiðis snilldarkokkur og skörulegur veislustjóri, hún hafði enda óvenju- lega reynslu því 15 ára gömul vann hún fyrir Þórð Flygenring og enska eiginkonu hans og fólst vinn- an í því að elda upp úr enskum matreiðslubókum. Þetta voru ekki hennar einu kynni af breskri þjóð því að sautján ára fór hún með föð- ur sínum í siglingu á togaranum Geysi til Bretlands og lenti í þeim lífsháska að skipið strandaði í Pentlinum en mannbjörg varð. Mörgum árum síðar launuðu hún og Ingi Þór afi björgunina með því að senda 40 ullarvoðir og íslenskar lopapeysur til bresku björgunar- sveitarinnar. Sigga amma var góðum gáfum gædd, víðsýn og stórhuga, hún hafði áhuga á flestöllu sem lífið hefur upp á að bjóða og má þar sérstaklega nefna pólitík. Hún var á tímabili virkur félagi í Alþýðu- flokknum og var varamaður í bæj- arstjórn Keflavíkur. Hún var ræðin og vel inni í þjóðmálunum, laðaði að sér margt fólk og man ég að það voru alltaf gestir á Tjarnargötunni og oft líflegar umræður þótt maður skildi sjaldnast út á hvað þær gengu. Ég upplifði bara að amma hafði sjálfstæðar skoðanir og stóð föst á sínu. Sigga amma og Ingi Þór afi voru kjölfestan í lífi mínu þegar ég bjó erlendis á barnaskólaárunum. Kom ég alltaf til Keflavíkur á sumrin til að vera hjá pabba mínum. Þegar pabbi sótti mig á flugvöllinn var venjan að fara beina leið niður á Tjarnargötu, þar sem amma tók vel á móti mér. Sá hún til þess að ég fengi allan uppáhalds íslenska matinn og svo var ég spurð af ein- lægum áhuga um allt sem á daga mína hafði drifið frá sumrinu áður. Sem unglingur fékk ég að búa heilt sumar á Tjarnagötunni, það ár höfðu þau hjónin farið í ferðalag til Ísraels og Egyptalands og hafði það lengi verið draumur ömmu að fá að skoða Jerúsalem. Þetta sum- ar hjá þeim er ógleymanlegt fyrir það að ég fékk að heyra svo marg- ar frásagnir af ferðalögum. Segja má að það hafi kveikt í víkingnum í sjálfri mér, gert mig ennþá forvitn- ari um önnur lönd og menningu. Þetta sumar uppgötvaðist það að Sigga amma var að missa sjónina, hún hafði erft úr föðurætt sinni ólæknandi augnsjúkdóm. Það voru þungar fréttir fyrir ömmu. En hún lét ekki bugast og reyndi á árunum sem liðu að aðlagast heimi blindra. Lánsöm var hún að eiga hann Inga Þór afa að, sem tók nú að sér öll verkefnin sem hún áður sinnti. Mér þótti sorglegt að vita að Sigga amma þyrfti að búa síðasta árið á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð aðallega vegna þess að hún hafði barist fyrir því á yngri árum að byggt yrði heimili fyrir aldraða í Keflavík. Ein setning sem amma sagði fyr- ir ekki svo löngu mun fylgja mér alla tíð og mun ég nýta mér þá visku sem í henni felst: „Ef eitt- hvað angrar mann á maður að tala um hlutina þangað til maður er orðinn leiður á þeim, það tekur kannski viku eða tvær en þá líður manni bara betur.“ Með þessum orðum þakka ég ömmu samfylgd- ina og sendi innilegar samúðar- kveðjur til afa, pabba og annarra aðstandenda. Inga Þórey Jóhannsdóttir. Það er komið að kveðjustund, þegar í dag við kveðjum Siggu frænku í Keflavík eins og við köll- uðum hana alltaf. Hún bar nafn afa okkar og ömmu Sigríðar Þórðar- dóttur og Narfa Jóhannessonar á Bala í Hafnarfirði (Austurgötu 43). Frá bernskudögum mínum eru minningarnar tengdar Bala og Hellisgötu 7 þar sem foreldrar hennar bjuggu. Jóhannes faðir hennar var sjómaður. Þegar hún var ung stúlka eða árið 1933, hafði hún fengið að fara í siglingu til Englands með föður sínum á togar- anum Geysi frá Reykjavík. En ferðin var engin skemmtiferð því togarinn strandaði á norðanverðum Pentlandsfirði. Björgunarbátur frá Long Hope vann það afrek að bjarga allri skipshöfninni, 13 manns, og tveimur farþegum. Þeg- ar 40 ár voru liðin frá björguninni sendi hún 20 ullarteppi í þakklæt- isskyni til björgunarsveitarinnar Long Hope. Svona lífsreynslu gleymir eng- inn. En lífið heldur áfram. Hún kynntist sínum góða manni Inga Þór Jóhannssyni, stýrimannni frá Keflavík, og eignuðust þau fimm börn. Ég veit ekki hvað afkom- endur hennar eru margir. Þegar Sigga var með tvíburana á fyrsta ári réð hún sig sem ráðskonu að Þverárkoti sem er afskekkt býli á Kjalarnesi. Við systur fórum ein- hverju sinni í heimsókn til hennar með föður okkar og gengum við úr Mosfellsdalnum yfir öxlina á Mos- felli að Þverárkoti. Ég man hvað við systurnar vorum hissa að sjá tvíburana, tvo alveg eins í sama rúmi. Sumarið 1946 bjó hún sum- arlangt hjá foreldrum mínum með tvíburana og Jóhann en Ásrún var hjá afa sínum og ömmu. Um haust- ið fæddist Þórir. Stuttu seinna fluttu þau í húsið sitt sem verið var að byggja, Tjarnargötu 22 í Kefla- vík, þar sem þau hafa búið síðan. Voru þau gestrisin með afbrigðum og gaman að heimsækja þau. Á besta aldri fór Sigga að missa sjón og á síðustu árum var hún alveg blind en hún hélt reisn sinni og glaðværð þrátt fyrir það. Ég og systkini mín viljum þakka henni fyrir allt, synir mínir senda þakkir og kveðjur en þeir dvöldu hjá henni þegar þeir fóru til sjós með Inga Þór á Erlingi. Ég sendi Inga, börnum og öllum afkomend- um innilegustu samúðarkveðjur, svo og Kristjáni bróður hennar og Öldu systur hennar sem býr í Bandaríkjunum og kemst ekki til að fylgja henni síðasta spölinn. Minningin um góða konu lifir áfram. Hulda Jakobsdóttir. SIGRÍÐUR NARFHEIÐUR JÓHANNESDÓTTIR varla til þau orð í íslenskri tungu sem ná að lýsa þessum einstaka manni nægilega vel. Hann var alltaf yfirmáta tillits- samur við alla og fórnfús. Hann var bæði gjafmildur og umburðarlyndur. Mest gladdi það hann þó ef hann gat hjálpað einhverjum. Eitt sinn þegar ég var ennþá að læra týndi ég úrinu mínu. Ég var náttúrulega frekar auralaus og beið með að kaupa mér nýtt úr. Þegar Alli frétti af þessu þaut hann beinustu leið og keypti handa mér vandað úr. Tengdason- urinn, háskólaneminn, skyldi sko ekki vera án úrs. Alla þótti mjög vænt um fjöl- skyldu sína og vini. Þrátt fyrir að hann hafi ekki verið margmáll um slíka hluti sá hann til þess að maður vissi nákvæmlega hvaða hug hann bar til manns. Kærleikur hans barst þannig frá honum að manni leið allt- af vel með honum. Hann hafði mjög gaman af því að fara í sumarbústaða- ferðir með fjölskyldu sinni þar sem hann gat spilað og sprellað eins og honum var einum lagið. Í þessum ferðum var nálægðin mikil við Alla og alltaf þótti manni gott að spjalla við hann um daginn og veginn, stundum yfir nýlöguðum kaffibolla. Alli var skoðanafastur maður og trúfastur mjög. Það gátu allir leitað til hans og hann tók öllum vel. Ef eitthvað bjátaði á var Alli sem klett- ur til bjargar í brimróti hafsins. Alli var alltaf dómharður á sjálfan sig og umburðarlyndur við aðra. Alli var elskaður af mörgum og erfitt er að sjá lífið án hans. Hans verður sárt saknað. Ég kveð þig að sinni minn gamli vinur og tengdafaðir. Ingimar Þór Friðriksson. Mig langar að minnast Aðalsteins, föður Vilmu bestu vinkonu minnar. Hugur minn leitar til baka, til þeirra ára sem við Vilma kynntumst í gagnfræðaskóla. Við urðum fljótt perluvinkonur þannig að komur mín- ar á heimili Aðalsteins og Hrannar urðu mjög tíðar. Frá fyrsta degi var mér tekið opnum örmum og sam- verustundirnar með fjölskyldunni í eldhúsinu á Hjarðarhaganum eru dýrmætur fjársjóður sem ég mun ávallt varðveita í huga mínum. Velferð fjölskyldunnar var Aðal- steini ávallt hugleikin og ekkert var of mikil fyrirhöfn að hans mati þegar fjölskyldan var annars vegar. Aðal- steinn var einnig framúrskarandi leiðbeinandi í ýmsum verkefnum. Þegar við vinkonurnar stunduðum nám í tækniteiknun við Iðnskólann í Reykjavík, þar sem hann var við kennslu, kynntist ég faglegri þekk- ingu hans og nákvæmni, þegar hann aðstoðaði okkur við verkefni í grunn- teikningu. Aðalsteinn var listasmiður og bar handbragð hans vott um mikla kunn- áttu og metnað í að skila vönduðu verki. Sérgrein Aðalsteins var yfir- borðsmeðferð viðar og þau eru ófá húsgögnin sem Aðalsteinn gerði upp og prýða nú heimili fólks. Hin síðari ár hef ég oftast hitt Að- alstein á heimili Vilmu vinkonu minnar. Ávallt lét hann sér annt um hagi fjölskyldu minnar og hlýjan í garð okkar var auðfundin. Elsku Hrönn, Vilma, Ingi og fjöl- skylda. Við Óli, Sveinn Óli og Ásta Dagmar sendum ykkur okkar inni- legustu samúðarkveðju og biðjum Guð að styrkja ykkur á þessum erf- iða tíma í lífi ykkar. Valgerður (Vala).  Fleiri minningargreinar um Að- alstein Thorarensen bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Elsku langafi, við þökkum allar góðu stundirnar sem við höfum átt með þér. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessan þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Þín langafabörn, Dagur, Helen Málfríður og Elísabet Klara. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.