Morgunblaðið - 22.05.2003, Síða 4

Morgunblaðið - 22.05.2003, Síða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í TILEFNI af fimmtán ára afmæli Menningarsjóðs Íslandsbanka var Barnaspítala Hringsins færð 35 listaverk að gjöf úr safni bankans. Jafnframt veitti sjóðurinn Barna- spítalanum peningastyrk að fjárhæð tvær milljónir króna sem verður stofnfé í nýjum Menningarsjóði Barnaspítalans. Er sjóðnum m.a. ætlað að skapa aðstöðu til ýmiss konar menningarstarfs innan sjúkrahússins svo börnin og að- standendur þeirra geti notið menn- ingar og lista meðan á dvöl þeirra á spítalanum stendur. Við afmælishátíð í Gerðarsafni í Kópavogi í gær var Klúbbnum Geysi, sem vinnur að því að hjálpa geðsjúku fólki út í samfélagið á ný, einnig veittur styrkur til verkefnis sem miðar að því að efla möguleika geðsjúkra á að ná fótfestu á almenn- um vinnumarkaði. Fær klúbburinn fjögurra milljóna króna styrk, tvær milljónir í ár og tvær á því næsta. Geysir vinnur eftir alþjóðlegri hug- myndafræði sem hefur skilað góðum árangri víða um heim. Loks var tilkynnt að Menning- arsjóður Íslandsbanka myndi á næstu árum veita árlega allt að fjór- um ungum tónlistarmönnum 500 þúsund króna styrk í þeim tilgangi að auðvelda þeim að hasla sér völl í tónlistarheiminum. Það eru nýmæli að sjóðurinn veiti á þennan hátt efni- legu tónlistarfólki viðurkenningu fyrir eftirtektarverðan árangur. „Menningarsjóðurinn hefur frá stofnun verið mikið stolt bæði starfs- manna og hluthafa,“ sagði Kristján Ragnarsson bankaráðsformaður á afmælishátíðinni í gær. „Hann hefur um árabil verið í far- arbroddi sem einn elsti og stærsti menningar- og styrktarsjóður einka- fyrirtækis hér á landi.“ Úthlutað verður 35 milljónum á þessu ári úr sjóðnum Á aðalfundi Íslandsbanka í mars var samþykkt að setja 35 milljónir í sjóðinn á þessu ári. Bjarni Ármannsson, forstjóri Ís- landsbanka, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að viss stefnu- breyting hafi orðið á úthlutunum sjóðsins með auknum framlögum í hann. Nú sé auk lista- og menningar- mála einnig hlúð að vísindum og menntamálum og mannúðar- og for- varnarmálum. Segir Bjarni styrkveitingar í gær endurspegla breytta stefnu og sýna ákveðna samtvinnun. „Við styðjum við bakið á Barnaspítala Hringsins, sem er mannúðar- og líknarmál, með því að gefa listaverk og framlag í Menningarsjóð spítalans. Það er okkar trú að með því að styrkja sköpun í samfélaginu, af hvaða toga sem hún er, stuðli það að velsæld allra.“ Undanfarin 15 ár hefur sjóðurinn styrkt tæplega 400 aðila með um 160 milljóna króna framlögum. Styrkir úr Menningarsjóði Íslandsbanka afhentir í Gerðarsafni í gær Morgunblaðið/Arnaldur Jóhanna María Eyjólfsdóttir, formaður Klúbbsins Geysis, og Jónína Ólafs- dóttir, félagi í klúbbnum, taka við styrk úr hendi Bjarna Ármannssonar. Bjarni Ármannsson forstjóri afhenti Magnúsi Ólafssyni, sviðsstjóra hjúkr- unarsviðs barnaspítalans, og Ásgeiri Haraldssyni, prófessor og forstöðu- manni fræðasviðs, fyrsta málverkið, Plóg eftir Hring Jóhannesson. Barnaspítali Hrings- ins fékk 35 listaverk úr safni bankans IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ hefur heimilað Nýsköpunarsjóði atvinnu- lífsins að ganga til samninga við hlutafélagið Promeks um hlutafjár- þátttöku fyrir allt að 200 milljónir króna vegna hugsanlegrar kísilduft- verksmiðju í Mývatnssveit. Promeks, sem er að meira en 50% í eigu Íslendinga, vinnur að öflun hlutafjár til að reisa kísilduft- verksmiðju í Mývatnssveit, en þar er áætlað að um 40 manns muni starfa. Hákon Björnsson, fram- kvæmdastjóri Allied EFA, sem á meirihluta í Promeks, segir að við- ræður við ýmsa aðila séu í gangi en ómögulegt sé að segja hvað fjár- mögnunin taki langan tíma. Hins vegar megi gera ráð fyrir að að minnsta kosti sex mánuðir líði frá því að fjármögnun ljúki og þar til framkvæmdir hefjist en þær taki síðan rúmt ár. Gunnar Örn Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs, segir að iðnaðarráðuneytið hafi falið Nýsköpunarsjóði að athuga hvort það væri álitlegur fjárfestingarkost- ur að setja 200 milljónir króna í þetta nýsköpunarverkefni, en rík- isstjórnin hafi ákveðið að leggja um 700 milljónir króna í nýsköpun. Þar af hafi um 200 milljónir verið eyrn- armerktar í gegnum Nýsköpunar- sjóð. Mikil vinna hafi verið lögð í að skoða viðskiptahugmyndina, fram- tíðarhorfur, staðsetningu og fleira og niðurstaðan sé að um álitlegan kost sé að ræða. Í kjölfarið hafi borist bréf frá ráðuneytinu þar sem heimilað hafi verið að ganga til samninga við Promeks um allt að 200 milljóna króna hlutafjárþátt- töku af hálfu Nýsköpunarsjóðs. Að sögn Gunnars Arnar er um óhefðbundið verkefni Nýsköpunar- sjóðs að ræða, þar sem hann leggi yfirleitt ekki svona mikið fram. Segir verkefnið merkilegt Hins vegar sé um merkilegt verkefni að ræða og gengið hafi verið í gegnum öll forstig fyrirtæk- is. Hugmynd hafi vaknað, hún hafi farið í gegnum rannsóknarstofu- ferli, aðferðir til að búa til kísilduft á hagkvæmari og fljótvirkari hátt en áður hafi þekkst hafi verið fundnar og tilraunaverksmiðja hafi verið í gangi í Noregi í tvö ár, en hún hafi kostað um 500 milljónir kr. fyrir utan reksturinn. Niðurstaðan lofi mjög góðu, efnið sé gott, að- ferðin hafi sannað sig og markaður- inn sé til staðar. „Þetta er mjög áhugavert verkefni og ég vona svo sannarlega að það takist að landa þessari verksmiðju hér á landi,“ segir Gunnar Örn. Hugsanleg kísilduftverksmiðja í Mývatnssveit Nýsköpunarsjóði heimil- að að ganga til samninga GERT er ráð fyrir því að Baugur Group hf. muni áfram vinna eftir þeirri meginstefnu að einbeita sér að verslunar- rekstri á Íslandi, Norðurlönd- um og í Bandaríkjum Norður- Ameríku. Þetta kemur fram í yfirtökutilboði sem Mundur ehf. hefur lagt fram í útistand- andi hlutabréf í Baugi Group og birt var í Kauphöll Íslands í gær. Einnig segir í tilboðinu að félagið muni fjárfesta í hluta- bréfum og öðrum verðbréfum, sinna eignaumsýslu og annast um fjárfestingar sínar, hér á landi sem og erlendis. Ekki séu áform um að draga úr kjarnastarfsemi félagsins eða nýta fjármunalegar eignir í öðrum tilgangi en fram kemur í núgildandi samþykktum fé- lagsins. Mundur á 67,05% af heildar- hlutafé Baugs Group en Mundur er m.a. í eigu Jóhann- esar Jónssonar, stjórnar- manns í Baugi Group, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, for- stjóra félagsins, Kristínar Jó- hannesdóttur, stjórnarmanns og Hreins Loftssonar, stjórn- arformanns félagsins. Í yfirtökutilboðinu, sem gildir til 19. júní, miðast verð hlutabréfanna við gengið 10,85. Kjarna- starfsemi Baugs Group verð- ur óbreytt BORGARRÁÐ samþykkti í fyrra- dag erindi frá fræðslustjóra, Gerði G. Óskarsdóttur, um stofnun ráð- gjafarskóla fyrir nemendur með fé- lagslegan og geðrænan vanda þar sem gert er ráð fyrir að sameina þá þjónustu sem þessum nemendum hefur verið veitt undir eina stjórn. Breytingin þjónar því markmiði að bæta og auðvelda þjónustu við þessa nemendur og auka hagræðingu. Fræðsluráð leggur til að tveir sér- skólar, Einholtsskóli og Hlíðarhúsa- skóli, verði sameinaðir þegar á þessu ári og stefnt að því að starfsemi Dal- brautarskóla og nýrrar ráðgjafar- deildar verði hluti skólans á næsta ári. Í erindinu kemur fram að ekki sé um kostnaðarauka að ræða fyrir borgarsjóð þar sem rekstur skólans rúmist innan fjárhagsramma fræðslumála. Stofnun ráðgjafarskóla samþykkt í borgarráði HAFÖRNINN sem fannst illa á sig kominn í Hval- firði á mánudag og var komið í endurhæfingu hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, drapst í fyrrinótt. Hann var nýkominn úr skoðun á Dýraspítalanum í Víðidal en lifði ekki af fyrstu nóttina hjá Nátt- úrufræðistofnun. Að sögn Kristins Skarphéðinssonar líffræðings er orsök ókunn, en vitað var að örninn var orðinn mjög langt leiddur af langvarandi vannæringu. Hann ældi ætinu sem sett var fyrir hann og tókst ekki að hressa sig við. Örninn verður krufinn og hræið af honum nýtt í rannsóknaskyni hjá Nátt- úrufræðistofnun. Örninn var fjögurra ára og „ættaður“ úr Borg- arfirði. Sérfræðingar merktu hann í hreiðri á sín- um tíma, en hann virðist hafa særst á öxl snemma á ævinni og axlarmeinið skert flughæfni hans þótt ekki sé það beinlínis talið hafa dregið hann til dauða. Mynd birtist af Þorvaldi Björnssyni hamskera með erninum í frétt blaðsins í gær, en ekki Kristni Skarp- héðinssyni líffræðingi. Eru þeir beðnir afsökunar á mistökunum. Morgunblaðið/Kristinn Örninn reyndist of máttfarinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.