Morgunblaðið - 22.05.2003, Page 6
FRÉTTIR
6 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐ úthlutun styrkja úr Forvarna-
sjóði Áfengis- og vímuvarnaráðs,
ÁVVR, í gær var farið yfir þann ár-
angur sem náðst hefur með forvarna-
starfi undanfarin ár. ÁVVR hefur
starfað í fimm ár og lýkur nú störfum.
Í staðinn færist forvarnastarf yfir á
sveitarfélögin. Dr. Þórólfur Þórlinds-
son, prófessor og formaður ÁVVR,
sagði góðan árangur hafa náðst.
„Áherslur hafa verið á að hafa
starfið opið, byggja á upplýsingum og
rannsóknum og mati á því sem við er-
um að gera, virkja almenning, fé-
lagasamtök, foreldra og alla þá sem
vinna með ungu fólki og fá þá til liðs
við okkur. Þetta virðist hafa borið ár-
angur,“ sagði Þórólfur.
„Við sjáum að það hefur dregið úr
neyslu frá árinu 1998 og til dagsins í
dag. Þetta er allt mjög ánægjulegt. Á
móti kemur að á sama tíma er veru-
legur vandi í eldri árgöngum þar sem
neysla var mikil á árunum 1996-1998.
Þunginn á meðferðarheimilin verður
mikill á næstunni vegna þessa. Þegar
áróðurinn verður meiri leita einnig
fleiri sér hjálpar fyrr og það eykur
enn þungann á meðferðarheimilin.
Þetta er dekkri hliðin á vandanum,“
sagði Þórólfur.
Hann sagðist búast við að forvarn-
arstarf yrði í ríkari mæli í alþjóða-
samstarfi en verið hefur.
„Við höfum séð öfluga hringa-
myndun í Evrópu á undanförnum ár-
um. Þessir hringir selja og dreifa
vímuefnum. Markhópur þeirra er
ungt fólk og þeirra starfsemi nær til
allra landa og við þessu verðum við að
bregðast,“ sagði Þórólfur.
„Forvarnir hafa skilað árangri“
Inga Dóra Sigfúsdóttir ræddi um
árangur af forvarnarstarfi á Íslandi
síðastliðin fimm ár. Hún sagði að
rannsóknir sem Rannsóknir og grein-
ing hefur framkvæmt á síðastliðnum
fimm árumhefðu leitt í ljós að jafn-
ingjahópur vægi þungt sem áhrifa-
þáttur á vímuefnaneyslu unglinga.
Einnig hefðikomið í ljós að því meiri
tíma sem foreldrar eyða með börnum
sínum, því minni líkur séu á því að
þau neyti vímuefna. Hún sagði skipu-
lagt tómstunda- og æskulýðsstarf
mjög mikilvægt til að skapa börnum
heilbrigð lífsskilyrði.
Inga Dóra sagði forvarnarstefnu
undanfarinna ára greinilega hafa
skilað árangri. Vímuefnaneyslan
hefði dregist saman, sama hvaða
vímuefni væri skoðað. Hlutfall ölv-
unardrykkju hefði dregist verulega
saman auk þess sem dregið hefði úr
daglegum reykingum og hassneyslu.
Þá sagði Inga Dóra nýjustu rann-
sóknina benda til þess að neysla væri
enn á niðurleið.
Tómas Helgason ræddi um áfeng-
isvarnir og rannsóknir. Þar kom í ljós
að sala áfengis hefur aukist síðustu ár
en hlutföll sterkra og veikra drykkja
hafa breyst mjög mikið. Mikið hefur
dregið úr sölu sterkra vína en neysla
á bjór og léttvínum hefur aukist.
Tómas vitnaði í niðurstöður rann-
sókna sem sýna að áfengisneysla í
Finnlandi hefði aukist um 46% eftir
að farið var að selja bjór í mat-
vörubúðum. Einnig kom fram að þeg-
ar hætt var að selja bjór í mat-
vörubúðum í Svíþjóð fækkaði
sjúkrahúsvistunum ungs fólks vegna
áfengisvanda. Sagði Tómast að
breytingar á aðgengi áfengis hefðu
áhrif á alla sem drekka, en mest á þá
sem eiga við áfengisvanda að stríða.
Rannsóknir sýna
fram á að for-
varnir hafa áhrif
!
!
"
##$
%& '
()*
"+ ,#
%
- .%#/
0%12
3* 0%/ 4#
6! 6 6 6 6
6
0.1
7--&
1/
8%9-)1/%/
0.:
*.&;
5
0%128## *-#
4//
%##/
TENGLAR
.....................................................
www.vimuvarnir.is
ÁFENGIS- og vímuvarnaráð,
ÁVVR, úthlutaði í gær við hátíð-
lega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur
rúmum 45 milljónum úr Forvarna-
sjóði til ýmissa verkefna og áfanga-
heimila sem sinna forvarnastarfi.
Verkefnið Vertu til, sem er sam-
starfsverkefni ÁVVR og Sambands
íslenskra sveitarfélaga, fékk 4,5
milljónir en það var jafnframt
kynnt á fundinum. Áfangaheimilið
Dyngjan og Vímulaus æska fengu
2,5 milljónir, Saman hópurinn og
félag um forvarnir fékk 1,5 millj-
ónir. Níu aðilar fengu eina milljón
hver, en aðrir minna. Alls var 83
verkefnum úthlutað úr sjóðnum.
Þau Tómas Helgason og Snjólaug
Stefánsdóttir hlutu að auki við-
urkenningu fyrir störf sín í þágu
áfengis- og vímuvarna og afhenti
forseti Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, viðurkenningarnar. Í
ávarpi sínu lagði forseti Íslands
áherslu á fjölskylduna og íþrótta-
iðkun sem öfluga forvörn. Hann
sagði líka að því fyrr sem unglingar
hæfu áfengisdrykkju því meiri
hætta væri á að þeir leituðu í sterk-
ari efni.„Á sama hátt hafa rann-
sóknir leitt í ljós að daglegar sam-
verustundir fjölskyldunnar og
þátttaka í einhverri íþrótt eru besta
forvörnin þegar til lengdar lætur
og mikilvægt að foreldrar og sam-
félagið allt skilji þennan sannleika
og breyti í samræmi við hann,“
sagði forseti í ávarpi sínu. Að lok-
um þakkaði Ólafur Ragnar þeim
sem unnið hafa að forvarnarstarfi
undanfarin ár.
83 verkefni
fengu styrk
úr Forvarna-
sjóði
Morgunblaðið/Kristinn
Tómas Helgason og Snjólaug Stefánsdóttir tóku við viðurkenningum úr
hendi forseta Íslands fyrir ötult forvarnarstarf undanfarinna ára.
„ÉG tel ekki ástæðu til upphlaups af
þessu tilefni. Ég lít á þetta sem
óheppilegan rekstrarvanda okkar að
hafa farið fram úr fjárheimildum sem
þessu nemur,“ segir Böðvar Braga-
son, lögreglustjóri í Reykjavík, um
sparnaðaraðgerðir vegna 2% rekstr-
arhalla embættisins á síðasta ári.
Ætlunin er að ráða færri sumaraf-
leysingamenn, draga úr yfirvinnu og
ráða ekki í störf sem losna hjá emb-
ættinu nema að vandlega yfirveguðu
ráði.
Félag íslenskra rannsóknarlög-
reglumanna mótmælir niðurskurðin-
um harðlega og segir mikla ólgu ríkja
meðal lögreglumanna.
Samkvæmt ársreikningi lögreglu-
stjórans var hallinn 53 milljónir króna
í fyrra. Árið 2001 var á hinn bóginn
13,6 milljón króna afgangur af rekstr-
inum. Hallinn sem færist milli ára er
því um 40 milljónir króna eða um 2%
af fjárveitingum síðasta árs. Í tölvu-
pósti sem sendur var starfsmönnum
embættisins kemur fram að það
stefnir í að í árslok verði hallinn orð-
inn 60 milljónir króna. Þegar hefur
verið gripið til sparnaðaraðgerða.
Rannsóknarlögreglumenn á bak- og
helgarvakt eru nú færri og reynt hef-
ur verið að draga úr bifreiðanotkun.
Snemma á árinu var ákveðið að að-
eins 26–27 lögreglunemar yrðu í
starfsþjálfun en síðustu árin hafa um
35 nemar og afleysingamenn unnið
þar á sumrin. Af þessum sökum verð-
ur ekki um sumarafleysingar að ræða
í umferðardeildinni. Þá verður al-
mennt ekki ráðið í stöður sem losna
hjá embættinu.
Mistök embættisins
Böðvar Bragason segir það ein-
vörðungu vera mistök embættisins að
fara fram úr fjárheimildum. Hann
segir að skýringin sé fyrst og fremst
aukin umsvif lögreglunnar og bendir
á að launakostnaður hjá lögreglu sé
yfirleitt um 80% af rekstrarkostnaði.
Spurður um hvort ekki hafi verið þörf
á þessum auknu umsvifum segir
Böðvar: „Svo er það allt annar hand-
leggur, hversu lögreglan á að vera
umsvifamikil. Stofnanir þurfa einfald-
lega að halda sig innan þess ramma
sem þeim eru settar.“ Lögreglan
ákveði ekki fjárframlög heldur sendi
árlega tillögur til dómsmálaráðuneyt-
isins um umfang starfseminnar.
Ráðuneytið setji lögreglunni síðan
ramma sem hún verði að halda sig
innan. Nú þurfi lögreglan að vinda of-
an af hallarekstrinum og það sé aug-
ljóst að ef ráðstöfunarfé minnkar
hljóti einhvers staðar að draga úr
starfseminni. Aðspurður segir hann
að umferðarlöggæsla verði með svip-
uðum hætti og fyrr í Reykjavík. Á
þessu stigi sé ekki ljóst hvort hún
verði meiri eða minni, það sé í athug-
un.
Félag íslenskra rannsóknarlög-
reglumanna sendi frá sér tilkynningu
í gær þar sem fyrirhuguðum niður-
skurði er mótmælt og fullyrt að mikil
ólga ríki meðal lögreglumanna í
Reykjavík. Niðurskurður hafi þegar
bitnað á starfsemi embættisins og þá
sérstaklega rannsóknardeildum. Af-
leiðingar frekari samdráttar verði
óhjákvæmilega að málahalli aukist,
þ.e. rannsókn færri mála verði lokið,
og málin hljóti verri rannsókn,
óánægja aukist og hætta sé á að færir
rannsóknarlögreglumenn hverfi til
annarra starfa.
Böðvar ítrekar að aðeins sé um að
ræða 2% rekstrarhalla og segir enga
ástæðu til uppnáms. Aðspurður segir
hann að málum sem eru til rannsókn-
ar hafi fækkað síðastliðna mánuði.
Mótmæla sparnaðaraðgerðum hjá lögreglunni í Reykjavík
Lögreglustjóri segir enga
ástæðu til upphlaups
Í FRÉTTUM Stöðvar 2 í
gærkvöldi var greint frá því
að margir háttsettir menn
innan lögreglunnar og stjórn-
kerfisins, sem fréttamaður
Stöðvar 2 hefði rætt við,
hefðu gagnrýnt að dómsmála-
ráðherra hafi sýknt og heilagt
styrkt embætti ríkislögreglu-
stjóra meðan lögregluemb-
ætti á landsbyggðinni standi
illa og mæti litlum skilningi
ráðherra. „Gagnrýnendur
ráðherra, sem eru margir,
segja stöðuna grafalvarlega
og segja Sólveigu ekki vera
rétta manneskju til að leiða
nauðsynlegar breytingar og
endurbætur ýmissa embætta
sem gera þurfi á næstu ár-
um,“ sagði í fréttinni.
Spurður um þetta segir
Guðmundur Guðjónsson, yfir-
lögregluþjónn hjá ríkislög-
reglustjóranum, að rekstrar-
vandi lögreglunnar í
Reykjavík sé á ábyrgð lög-
reglustjórans þar. Embætti
ríkislögreglustjóra sé ekki
rekið á kostnað lögreglunnar
í Reykjavík heldur innan
ramma fjárlaga eins og vera
ber.
„Stækkun embættisins er
vegna verkefna sem því hafa
verið falin af Alþingi. Ég vil í
þessu sambandi vekja athygli
á því að upplýsingar um öll
þesi atriði koma fram í
skýrslu dómsmálaráðherra
um stöðu og þróun löggæsl-
unnar á Íslandi sem lögð var
fyrir Alþingi á síðasta ári. Við
undirbúning að gerð þeirrar
skýrslu tók embætti ríkislög-
reglustjóra saman upplýsing-
ar um þróun og vöxt embætt-
isins allt frá stofnun þess árið
1997.“
Ólíðandi fullyrðingar
Guðmundur leggur áherslu
á að það sé með öllu ólíðandi
að þrátt fyrir að réttar upp-
lýsingar liggi fyrir um þessi
atriði sé sífellt verið að gefa í
skyn eða fullyrða að embætti
ríkislögreglustjóra hafi vaxið
á kostnað lögreglunnar í
Reykjavík, eða löggæslunnar
í landinu eða jafnvel á kostn-
að öryggis almennings.
Yfirlögregluþjónn
ríkislögreglustjóra
Embættið
ekki rekið
á kostnað
löggæsl-
unnar